Alþýðublaðið - 16.01.1976, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 16.01.1976, Qupperneq 6
FRETTA- ----- ÞRÁÐURINN Samvinna Víkings og Flugleiða? Er hugsanlegt að „lofthern- aður” Air Viking og Flugleiða leysist með samvinnu félaganna? Að minnsta kosti var samkeppni Ft og Loftleiða á sinum tima hvatinn að samningaviðræðum um sameiningu félaganna og helzta röksemdafærslan fyrir henni. A blaðamannafundi á dög- unum voru forstjórar Flugleiða spurðir hvort þeir gætu hugsað sér samvinnu við Guðna um skiptingu flugleiða eða leiguflugs. Orn Ó. Johnsen svaraði þvi til að það væri ekki Flugl. að hafa frumkvæði að slikum viðræðum, en stjórnin hefði ekki tekið neina afstöðu til slíks. Hins vegar myndi beiðni um slika athugun fá venjulega afgreiðslu og athugun. Bíða með að kjósa bæjarfulltrúana Ekki mun verða sérstaklega kosið i bæjarstjórnir hinna nýju kaupstaða, Garðabæ jar og Njarð- vikurhrepps. Mun hreppsnefndin sinna störfum bæjarstjórnarinn- ar þangað til næstu almennar bæjarstjórnarkosningar verða, en þær verða fyrsta sunnudag i júli árið 1978. Er þetta tekið fram I lögum um kaupstaðina og er þar um bráðabirgðaákvæði að ræða sem fellur sjálfkrafa úr gildi eftir fyrrnefndar kosningar. Þessar upplýsingar fékk blaðið hjá Hallgrimi Dalberg ráðuneyt- isstjóra i Félagsmálaráðuneyt- inu. Aðspurður sagði hann að ekki væri þó alltaf svona að málum staðiðþegar kauptún eða hreppar fengju kaupstaðarréttindi. Þegar Kópavogurfékk t.d. sin kaupstað- arréttindi árið 1955 var bráða- birgðaákvæði sem sagði að hreppsnefndin ætti að sitja unz bæjarst jórnarkosningar færu fram. Kópavogsbúar voru ekkert að tvinóna við hlutina i þá daga, þeir vildu sina löglega kosnu bæjarfulltrúa og ekkert annað. Gaf þáverandi félagsmálaráð- herra út bráðabirgðalög og Kópa- vogsbúar gengu til kjörstaðar að- eins fjórum mánuðum eftir að þeir fengu kaupstaðarréttindi, þótt svo að almennar sveitar- stjórnarkosningarhafi ekki átt að vera fyrr en tveimur árum siðar. En Garðbæingar og Njarðvik- ingar una rólegir við sina hrepps- nefndarmenn og treysta þeim fyrir forsjá bæjarfélaganna næstu árin. Skýrsla sérfræðinganna lögð fram í dag Fundur verður haidinn i utan- rikismálanefnd Alþingis klukkan þrjú i dag. Þá mun liggja fyrir álit sérfræðinganna þriggja sem voru dómkvaddir til að yfirfara sjóprófin er fram fóru vegna ásiglingar freigátunnar Leander á varðskipið Þór. Formaður nefndarinnar, Þórarinn Þórarinsson alþingis- maður, sagði i samtali við Al- þýðublaðið i gærkvöldi, að nefndin væri þegar búin að komast að þeirri niðurstöðu að stjórnmálaslit við Breta væri rök- rétt afleiðing af yfirlýsingu rikis- stjórnarinnar. Ef álit sérfræðing- anna bryti ekki i bága við niður- stöður sjóprófanna myndi utan- rikismálanefndin þvi itreka fyrri samþykkt sina að til stjórnmála- slita skuli koma. Sérfræðingarnir þrir sem yfir- fara sjóprófin eru Jónas Sigurðsson skólastjóri Stýri- mannaskólans, Andrés Guðjónsson skólastjóri Vél- skólans og Arni Guðjónsson hæstaréttarlögmaður. Joseph Luns: Stjórnin gerir sér grein fyrir vilja þjóðarinnar 1 gær átti Joseph Luns fjögurra klukkustunda langan fund með is- lenzku rikisstjórninni. Siðla dags i gær var svo boðað til frétta- mannafundar með Luns. Þar sagði hann m.a. að hann vonaðist til þess að koma sin hingað til landa hefði orðið til þess að draga úr þeirri hættulegu spennu sem rikt hefur að undanförnu milli ís- lendinga og Breta. Hann myndi flytja skilaboð frá islenzku rikis- stjórninni til þeirrar brezku. Eft- ir fundinn með rikisstjórninni átti Luns fund með fulltrúum stjórn- arandstöðunnar, fulltrúum aðila i sjávarútvegi svo og sendiherra Breta á Islandi. Luns er á förum til Brussel og þar mun hann væntanlega hitta Callaghan utanrikisráðherra Breta sem er væntanlegur þang- að á mánudag. Luns kvaðst mundu flytja utanrikisráðherran- um skilaboð islenzku rikisstjórn- arinnar þá. Luns sagðist ekki vera neinn milligöngumaður i strangasta skilningi þess orðs, en hann von- aðist til þess að geta linað á þeirri spennu sem rikt hefur. Luns sagði einnig að þau skila- boð sem hann flytti Bretum geymdu engin tilboð um afla- magn brezkra togara á íslands- miðum. Aðspurður sagði Luns að NATO væri varnarbandalag og þvi væri erfitt um vik hvað gera skyldi þegar bandalagsþjóðir færu i hár saman. En á það mætti einnig benda að Tyrkirog Grikkir ættu i erjum og hefðu átt i þeim nú um hrið. Hann sagði einnig að i viðræð- um sinum við rikisstjórnina hefði hann fengið greinargóðar upplýs- ingar og einnig að stjórnin hefði að sinu mati túlkað vel málstað islenzku þjóðarinnar hann hefði komið skýrt fram. Þá sagði Luns að forsendur eðlilegra málsloka væru þau að eðlilegum tengslum milli land- anna yrði haldið og að setjast þyrfti að samningaborðunum. Skora áeigendur að landa heima A borgarstjórnarfundi sem haldinn var i gærkvöldi var sam þykkt tillaga frá Björgvin Guð- mundssyni, borgarfulltrúa Al- þýðuflokksins með 15 atkvæðum samhljóða. Samþykkt borgar- stjórnar er á þessa leið: Borgarstjórn lýsir áhyggjum sinum vegna óvissu þeirrar sem rikir i atvinnumálum borgarinn- ar á næstu vikum og mánuðum. Borgarstjórn leggst gegn þvi, að reykvisk fiskiskip sigli með afla sinn til sölu á erlenda markaði. Skorar hún þvi á eigendur fiski- skipa i Reykjavík, að láta þau landa afla sinum i heimahöfn, til að tryggja sem mesta vinnu i fisk vinnslustöðvum. Tillaga þessi var flutt, m.a. með hliðsjón af tölu atvinnu- lausra i Reykjavik, sem hefur hækkað úr 165, i 297. Uppboðssalur í Tollhúsinu Nú eru að hefjast framkvæmdir við að innrétta uppboðssal á neðstu hæð i norðausturhorni Tollvöruhússins við Tryggva- götu. Er vonast til að salurinn verði kominn i gagnið eftir mánuð eða þar um bil. Stefnt er að reglu- legum uppboðum þarna einu sinni i mánuði. Björn Hermannsson tollstjóri sagði i samtali við Alþýðublaðið, áð fram að þessu hefði tollstjóra- embættið átt innhlaup að Sólvallagötu 79 ásamt einum sex bönkum, Ggjaldheimtunni og Lögmannafélaginu. Það félag hefði raunverulega rekið þennan stað þar til að þvi var hætt um siðustu áramót og þvi hefði toll- stjóraembættið ekki haft aðgang að húsnæði til uppboðs siðan. Húsnæðið i Tollvöruhúsinu sem tekið verður til þessara nota er hluti af plássi sem Eimskip hefur haft á leigu og notað sem vöru- geymslu. Tollstjóri sagði það mikið hagræði að geta haft upp- boð á vegum embættisins á sama húsi og skrifstofur þess eru. Ef vara hefur ekki verið leyst út úr geymslum farmflytjenda inn- an árs frá þvi að hún var flutt til landsins, er hún boðin upp, hvort sem búið er að greiða hana er- lendis eða ekki. Það eru fyrst og fremst ótollafgreiddar vörur sem tollstjóri lætur bjóða upp svo og eignir manna eða verzlana sem ekki hafa staðið i skilum. Björn Hermannsson sagði að þarna kenndi jafnan margra grasa, Vonast er til að þarna verði haldin uppboð ekki sjaldnar en annað hvern mánuð, en tollstjóri sagðist vonast til að hægt yrði að bjóða upp mánaðarlega. Það væri þó undir embætti borgarfógeta komið þar sem fógeti annast framkvæmd uppboða. Norðmenn fara að dæmi íslendinga og banna auglýsingar áfengis og tóbaks USS-USS-USS MEÐ KAFFINU? Tveir eigendalausir seppar sáust á f lakki i aug- lýsingadálkum norsku blaðanna fyrir jól — ýms- um til gríns, en það tóku ekki allir gríninu svo létt. Annar sagði hræddur á svipviðhinn: Hvað langar þig að fá i jólagjöf, Whitey? Ég má ekki segja það, Blackie, svaraði hinn. Og allir Norðmenn yfir ferm- ingaraldri kinkuðu brosandi kolli, þvi hver kannastekkivið Black & White viskiið... En hvers vegna þessa tæpi- tungu? Af hverju var vinið ekki auglýst á venjulegan máta, eins og það hefur verið gert i norskum blöðum og karlátimaritum til þessa? Jú, ástæðan er sú að Norð- menn hafa farið að fordæmi ts- lendinga og bannað auglýsingar áfengis og tóbaks, jafnt i fjölmiðl- um sem utanhúss. Og nú er deilt hástöfum um það hvort það sé brot á löggjöfinni að vera með orðaleiki og grin i auglýsingum ■<-------------m. Þeir auglýsa áfengi þessir tveir. ÖRVERUR 1. BARÁTTUNNI VIÐ OlIUMENGUNINA: Bandarískum visinda- manni hefur tekizt að framleiða örveru (super-microbe) sem kann að verða mann- kyninu heilladrjúg. Þessi örvera er fram- leidd á rannsóknarstof- um og komið hefur i ijós að hún er fær um að eyða oliubrák á sigling- arleiðum og höfum, þannig að hún klýfur kolvetni oliunnar og lif- verurnar i náttúrunni geta haldið starfinu á- fram. örveran sameinar erfðaeigin- leika fjögurra stofna bakteria sem finnast i náttúrunni, og nær- ast á kolvetnum, sem eru aðal- uppistaðani oliunni. Þessi örvera er margfalt fljótari að kljúfa oli- una en nokkur önnur bakteriuteg- und sem þekkt er. „Þessi örvera er væntanlega aðeins upphafið á vaxandi fjöl- skyldu örvera sem gerðar eru af mannahöndum með aðferð Dr. Chakrabartys” segir Dr. Arthur M. Bueche sem er varaforseti þeirrar deildar GE sem fæst við þessar rannsóknir. „Fræðilega séð má breyta öðr- um bakterium þannig að þær geti klofið oliu niður í eggjahvituefni sem nota mætti sem dýrafóður og jafnvel til manneldis.” Hann benti þó á að gera yrði meirirannsóknirá þessu sviði áð- ur en örveran yrði notuð til að eyða oliubrák á viðavangi. Slikar rannsóknir væru nauðsynlegar til að ganga úr skugga um að örver- an valdi ékki skaða i náttúrunni. I seinni tið hefur oliubrák á ám, vötnum oghöfum orðið vandamal sem varðar allar þjóðir. Vitað er að margir fleiri stofnar bakteria geta brotið oliu niður og visinda- menn hafa lengi reynt að ein- angra þær sem eru fljótvirkastar, til að nota þær i baráttunni við þann mikla vágest sem oliubrák- in er. Þessi varnaraðferð takmarkast mjög af þvi að olia er blanda af mörgum mismunandi gerðum kolvetna, og að hver stofn af oliu- ' eyðandi bakterium getur aðeins klofið niður fáar tegundir kol- vetna. Einnig hefur verið reynt að ráðast til atlögu við oliubrákina með þvi að blanda saman nokkr- um stofnum af oliueyðandi bakterium, en það hefur mistek- izt vegna þess að samkeppnin milli stofnanna innbyrðis hefur hamlað vexti allra stofnanna. Með hjálp aðferðar sinnar tókst Dr. Chakrabarty að sameina litn- inga fjögurra oliueyðandi bakte- riustofna og mynda þannig „super-stofn”. Við rannsóknir hefur komið i Ijós . að stofninn vex mun hraðar i oliu en nokkur annar áður þekktur stofn. Ei. Sjálfsákvö rðu narréttu r um lengd vinnuviku? Tveir bandariskir könnuðir hafa kynnt sér niðurstöður rannsókna Bandarikjamanna á fjögurra daga vinnuviku: Fjórum sinnum tiu stundir i stað fimm sinnum átta. Richard Duceck og John Wittman, báðir i tækniskóianum i Texas, segja, aö menn komist brátt svo langt, að hugtakið -„ vinnuvika” hverfi. Vinnan verður fremur löguð að mánuðum eða árum. Þeir halda þvi fram, að vinnuvikan verði smám saman 36 klst. viku, sem unnt verði að deila I með fjórum i niu eða þrem i tólf. Þá geta menn farið að raöa niður vinnudögum og frldögum eftir hentugleikum. þar sem vintegundin eða tóbaks- tegundin er ekki auglýst berum orðum, en hins vegar gefið sterk- lega i skyn hvað við er átt. Tor Halvorsen, félagsmálaráð- herra Noregs sem nú mun láta af embætti, er maður skynsamur og rólegur, og hefur ekki látið hræða sig eða æsa i þessum deilum. Þegar fór að gæta auglýsinga af þessu tagi ruku andstæðingar auglýsinganna og þeir, sem hvað harðast höfðu staðið að löggjöf um bann við vin- og tóbaksaug- lýsingum upp til handa og fóta og kröfðust þess, að Halvorsen léti málið strax til sin taka. En ráðherrann tottaði pipuna og sagði, að rikisstjórnin hefði fyrst og fremst verið að sækjast eftir lögum, sem hindruðu eða takmörkuðu auglýsingar um þessar vörutegundir með það fyr- ir augum að draga úr neyzlu þeirra. Og bannið skuli gilda, svo lengi, svo lengi, sem hægt er að hindra i reynd auglýsingar af þessu tagi. En meðan það væri að koma i ljós hvort þarna yrðu úr auglýsingastrið eða sivaxandi dulbúnar auglýsingar væri ekki b'ein þörf aðgerða. Réttast væri að sjá til og athuga hvort þessi uppátæki hjöðnuðu ekki af sjálfu sér. Hver eru takmörkin? Þessar dulbúnu auglýsingar hafa birzt i ýmsum myndum. I einkamálasmáauglýsingum eft- irmiðdagsblaðanna hefur til dæmis mátt lita þessa auglýsingu hvað eftir annað: Geislandi fögur ekkja óskar eftir að kynnast vel klæddum herra. Tilboð merkt „Cliquot” sendist.... — þá vita allir að Cliquot, eða „ekkjan” er þekkt kampavinsmerki. Og enn er verið að laumast yfir strikið. „Við skulum ekki vera fanatisk i þessu efni,” segir félagsmála- ráðherrann, en formaður Norsk presseforbund, sem er sameigin- legt félag blaðamanna, ritstjóra og útgefenda, Gerd Benneche, spyr hins vegar: Hvers vegna ekki vera það og fá úr þvi skorið i eitt skipti fyrir öll með prófdómi hvað er auglýsing fyrir vintegund og hvað ekki...? Ef menn þora. Og siðan hafa birzt myndir i biöðum þar sem vinflöskur sjást greinilega, en myndirnar ekki verið i auglýsingum, heldur i venjulegu lesmáli. Það hefur ver- iðkært, en ráðherrann bendir ein- mitt á, að þarna sé dæmi um of- stæki. Eigi að fara að banna birt- ingu mynda af vinflöskum, þá sé vegið að prentfrelsinu. „Við skul- um vera skynsöm og hófsöm,” itrekar Halvorsen. Þvi ýmsum finnast deilurnar um það hvað sé auglýsing og hvað ekki komnar út fyrir allt velsæmi, þegar i alvöru er verið að kæra Arbeiderbladetfyrir að skrifa um það i frétt frá áramótaveizlu rik- isstjórnarinnar, að þar hafi verið borinn á borð kokteill, sjerrf, rauðvin og móselvin. Þessi spurning var rædd hjá blaða- mannafélaginu og auðvitað voru menn samþykkir þvi að þótt bannað væri að auglýsa ákveðnar vintegundir, þá væri ekki þar með hægt að strika þær út úr orðaforð- anum. Þvi hvernig ætti að segja frá matseðlinum i veizlunni, ef það ætti að orðast eitthvað á þessa leið: Þau fengu súpu og diggiliggilæ, siðan sjalala með isnum og loks uss með kaffinu, eða kannski uss- uss-uss úr þvi það var þriggja stjörnu? Hreistur-húð læknuð með A-vítamínsýru Læknar við Finsen stofnunina i Danmörku hafa gert með góðum árangri tilraunir með að lækna hreistur- kennda húð með þvi að smyrja á hana A-vita- minsýru. í nýútkomnu tölublaði danska læknavikuritsins er frá þessu skýrt, og þar birtar meðfylgj- andi myndir, sem sýna hvernig olnbogi 10 ára gamallar stúlku leit út, en þessi hreisturkennda húð var meðfæddur sjúkdómur, sem ekki hafði tekizt að lækna þótt reynt hefði verið að gefa' stúlkunni sérstaklega stórar inngjafir A-vitamins. Annar sjúklingur sem hlaut sömu með- ferð lagaðist einnig að mestu. Ekki hefur þó tekizt að skýra hver er munurinn á A-vitamini og A-vitaminsýru, en þegar húðin er smurð með henni þá hefur það mýkjandi áhrif á húð- myndunina. lOára gömul stúlka var lögð inn á Finsen stofnun- ina með húðsjúkdóm, sem liktist fiskihreistri. Þetta er ótrúlega útbreiddur sjúkdómur, og þann- ig leit olnbogabót hennar út. Eftir fimm daga með ferð hafði húð stúlkunnar tekið stakkaskiptum. Þannig leit sami húðflötur út eftir meðferð með A-vitaminsýru. iprcttir Tottenham í 3. skiptið á 4 árum á Wembley? Tottenham vann Newcastle i fyrri leik liðanna i undankeppni enska deildarbikarsins i fyrra- kvöld með einu marki gegn engu. Það var miðjuleikmaðurinn knái hjá Tottenham John Pratt sem skoraði markið i fyrri hálfleik. Þar með er ekki sagt að Tottenham sé komið i úrslit þvi seinni leikurinn er eftir og verður hann leik- inn á St. James Park i Newcastle eftir hálfan mánuð. Margir myndu eflaust halda að eitt mark nægði varla gegn sókndjörfu Newcastle liði á heimavelli. Segjum svo að Tottenham komist i úrslitin á Wembley i byrjun marz, þá mun það verða i þriðja skiptið á fjórum árum sem þeir verða þess heiðurs aðnjótandi að leika úrslitaleik enska deildarbikarsins á Wembley. Verður þetta ár Vals í hand- knattleiknum Meistaraflokkur Vals i kvennaflokki ætlar ekki að vera neinn eftirbátur karlaflokksins. Þær hafa tekið forystu i 1. deildinni með sigri sinum yfir „erki óvinunum” Fram i fyrrakvöld 11:10. Fram hafði forystuna i fyrri hálfleik og leit á timabili út fyrir stórsigur Framara. Þær komust rétt fyrir lok fyrri hálfleiks i 6-3 en Valur náði að minnka muninn með siðasta skoti fyrri hálfleiks þannig að staðan i hálfleik var 6:4. Valsstúlkurnar komu mjög sterkar til leiks i byrjun siðari hálfleiks og jöfnuðu fljótlega metin og komust yfir 9:8. Þá gerði Fram tvö mörk i röð en Valur svaraði með tveimur mörkum á loka- minútunum þannig að leiknum lauk með eins marks sigri Vals 11:10. Þessi tvö lið hafa lengi verið tvö beztu lið i meistarflokki kvenna og virðast einnig ætla að verða svo i ár. Með þessum sigri sinum standa „Valskyrjunar” með pálmann i höndunum, eins og karlarnir gera einnig. Of fljótt er þó að spá þeim sigri i mótinu, þvi það er nýbyrjað en allt útlit er þó fyrir að Valur vinni tvöfalt i ar. Staöan 1. deiid Valur FH Haukar Vikingur Fram Þróttur Armann Grótta 8 6 1 1 156-118 13 8503 174-156 10 9423 168-156 10 8404 165-166 8 9324 141-146 8 9324 167-177 8 9 3 1 5 151-188 7 8205 139-154 4 Markhæstu leikmenn tsiandsmótsins eru nú: Friðrik Friðriksson, Þrótti 55/12 Páil Björgvinsson, Víking 52/18 Hörður Sigmarsson, Haukum 47/15 Pálmi Pálmason, Fram 46/9 Viðar Símonarson, FH 39/10 Þórarinn Ragnarsson, FH 39/17 Geir Hallsteinsson, FH 38/4 Björn Pétursson,Gróttu 38/17 Elias Jónasson, Haukum 36/4 Pétur Ingólfsson, Armanni 32/2 Viggó Sigurðsson, Vikingi 30/ Aðalfundur Nes- klúbbsins Aðalfundur Nesklúbbsins (Golfklúbbs Ness) verður haldinn laugardaginn 17. janúar n.k. i Haga við Hofsvallagötu og hefst kl. 15 Venjuleg aðalfundarstörf. Rætt um framkvæmdir og starfsemina i sumar. Pípulagnir 82208 Pl.isi.es lif Tökum að okkur alla pipulagningavinnu Hafnarfjarðar Apótek Afgreiðslutimi: PLASTPOKAVERKSMfOJA Virka daga kl. 9-18.30 Slmar 82439-82455 Oddur Möller Laugardaga kl. 10-12.30. Bex 4064 - Rwytyavlk löggildur Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: pipulagningameistari 74717. Upplýsing^sími 51600. Birgir Thorberg málarameistari simi 1146 önnumst alla I málningarvinnu “ — úti og inni — , gerum upp gömul húsgögn Teppahreinsufi Hrélnsum gólfteppi og húsgögn I \ heimahúsum og f> r irtæk jurn. Eruin meft nýjar vélar. Góft þjón- “ ústa. Vanir menn. -*w SIGFÚS BIRGIR 82296 40491 1 KOSTABOÐ lnnrc,,'n9ar 4MEV husbyggingar á kjarapöllum KJÖT & FISKUR BREIÐÁS Breiðholti Vesturgöiu 3 simi 25144 Simi 74200 — 74201 DÚÍIA Síðumúla 23 /ími 84900 Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla - Rafha við Óðinstorg Símar 25322 og 10322

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.