Alþýðublaðið - 22.01.1976, Blaðsíða 1
12. TBL. - 1976 - 57. flRG.
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR
Ritstjórn Sfðumúla II - Slmi 81866
Um „svokallaða" félagslega
aðstoð við einstæðar mæður
Sjá bls. 11
Strangari aðgerðir
í umferðarmálum,
sjá bls. 6 og 7
SENDfl BRETflR
NÚ SÍNfl BEZTU
SKUTTOGARA?
SÉRSTÖK KÖNNUNARSKIP TIL AÐ
UNDIRBÚA LANDHELGISSAMNINGANA
Alþýðublaðið hefur
fregnað, að í hópi
brezku togaranna, sem
veitt hafa á íslands-
miðum að undanförnu,
séu nýtízku skuttogar-
ar, sem sendir hafa
verið á íslandsmið af
brezkum útgerðar-
mönnum i þvi skyni
einu að veiða á svæðinu
milli 50 og 200 milna.
Þessir togarar eru mun ný-
tizkulegri og fullkomnari, en
gömlu siðutogararnir, sem ver-
ið hafa á Islandsmiðum svo til
eingöngu. Togarar þessir hafa
verið að veiðum á Hvitahafinu
og öðrum fjarlægum fiskislóð-
um en tilgangurinn með að
. senda þá hingað, mun vera sá
að kanna, hvort slik skip gætu
veitt með árangri á „ytra belti”
islenzku fiskveiðilögsögunnar
og einnig eru þau send hingað til
þess að leita að nýjum miðum á
þessu svæði. Mun sú leit hafa
borið talsverðan árangur að þvi
Alþýðublaðið bezt veit.
Sennilegast þykir, að með
þessum „könnunarskipum” séu
Bretar að undirbúa sig fyrir
hugsanlega samninga við Is-
lendinga um veiðar i landhelg-
inni, en flestir gömlu siðutogar-
arnir geta ekki veitt að marki
utan 50 milnanna. Vilji brezkir
útgerðarmenn hafa i höndum
nýjustu upplýsingar um veiði-
möguleika skuttogara á svæð-
inu 50-200 mflur áður en alvar-
legar samningaviðræður verði
hafnar við Islendinga, en i
samningunum við Vestur-Þjóð-
verja munu samninganefndar-
menn hinna siðastnefndu hafa
haft við að styðjast skýrslur frá
þýzkum togaramönnum um þau
svæði, þar sem helzt væri von
fiskjar fyrir v.-þýzka skuttog-
ara á íslandsmiðum.
Það er kominn
tími til að
ræða það mál
SPtlRNINOIN.SEM SKIPTIR MALI:
HVER A PRESTAHNIðK?
Gullnáma á íslenzkan mælikvarða,
ef vinnsla perlusteins hefst hér
Hugsanleg vinnsla
perlusteins úr Presta-
hnjúk hefur borið veru-
lega á góma undanfarið.
Hér er um að ræða mjög
kostnaðarsama fram-
kvæmd á okkar mæli-
kvarða, en hins er ekki
að dyljast, að þarna get-
ur verið um að ræða álit-
legan iðnað. Gerð hefur
verið áætlun um kostn-
að, og hefur komið i ljós,
að fyrirtækið fullbúið
myndi kosta um 1100
milljónir. Þess ber þó að
gæta, að ekki er þörf á
sliku fjárframlagi i einu,
heldur má taka, að
skaðlausu, nokkur þrep i
framkvæmdinni.
Þegar hingað er komið, vaknar
eðlileg spurning i hugum lands-
manna. Hver á þessa umtöluðu
perlusteinsnámu I Prestahnjúk?
Reynsla undanfarinna ára ætti að
hafa kennt jafnvel rikisvaldinu,
hvað þá minni spámönnum, að
fara sér að öllu með gát, þegar
um eign eða eignarhald ræöir.
Það er ekki, eða þarf ekki endi-
lega að vera, að fjarlægðin frá
mannabústöðum komi að fullu
haldi. Ekki einu sinni þó um sé að
ræða „öræfi og hvers manns för”,
eins og þar stendur. En þetta er
engan veginn i fyrsta sinn, sem
námuréttindi og umræður um
þau, einmitt þarna hafa orðið
fréttaefni. Það mun hafa verið
siðla árs 1948, eða ’49, ef rétt er
munað, að ráðuneyti veitti til-
teknum manni leyfi tii að taka
efni i þessu umtalaða fjalli. Leyf-
ið var bundið við næstu fimm ár,
og mun hafa verið einkaleyfi i
þann tima. Ef það yrði ekki nótað,
og kannski enda hvort sem væri,
félli það niður að þeim timá liðn-
um, nema um framlengingu yrði
að ræða. En til þeirrar gerðar
kom ekki. Leyfið var aldrei notað
og er þvi löngu úr gildi fallið.
Ekki mun hafa verið gerð nein at-
hugasemd við þetta ráðuneytis-
leyfi af hálfu hugsanlegra land-
eigenda. Styður það vissulega að
þvi, að rikið hafi hér löglegt eign-
arhald. Nú er það að vísu, hvort-
tveggja og bæði, að áhugi manna
á vinnslu perlusteins dofnaði um
hrið, og á þeim tima höfðu „land-
eigendur” ekki kveikt á hugsan-
legum bótarétti eins og siðar hef-
ur raun á orðið. Hér er naumast
um að ræða starfrækslu, sem
væri á færi annarra en rikisins,
eða með forgöngu og fjármögnun
þess að mestu eða öllu leyti.
Eigi að siður mun hafa þótt rétt
að gera lögfræðilega athugun á
eignarréttinum og liggur það fyr-
En hvað sem öllu þessu liöur,
væri vissulega ekki ófyrirsynju,
að sannprófað væri, áður en til
fjárfrekra framkvæmda er tekið,
hver hinn réttmæti eigandi sé.
Perlustein er annars að finna
viðar, og mun hann vera i allrik-
um mæli i Loðmundarfirði, sem
nú er kominn i eyði. Nokkrar at-
huganir voru gerðar þar á slnum
tima um vinnslu, en hafa heldur
ekki leitt til aðgerða. Austurland
hefur um langan aldur verið i al-
geru svelti um raforku og er
raunar enn. Þess er að gæta, að
flutningar allir væru miklu
skemmri þar og trúlega hægt að
koma upp hafnaraðstöðu, sem
ekki yrði fjárfrek úr hófi. Sé um
að ræða álitlega iðngrein með
vinnslu perlusteinsins er þar
varaforði, þegar þryti námuna
uppi við jökla.
K0NUR 0G
ÍÞRÓTTIR
KONUR OG ÍÞRÓTTIR
er umræðuefni fundar,
sem haldinn verður á
Hótel Esju nk. mánu-
dagskvöld kl. 20.30
Fundurinn er öllum
opinn og þar munu þau
Haukur Sveinsson og
Hlin Torfadóttir flytja
inngangsorð, en á eftir
verða frjálsar umræður.
íþróttakennarafélagið
boðar til fundarins.
Það er vonum seinna að boðað
er til sliks fundar, þar sem að ein-
hverju leyti verður rædd staða
konunnar innan iþróttahreyf-
ingarinnar, en eins og öllum er
kunnugt er sú staða vægast sagt
ekki beysin.
Meðal þess efnis, sem gera má
ráðfyrir að verði rætt, má nefna,
að þvi hefur löngum verið haldið
fram a ð konum sé óhollt að leggja
stund á ýmsar greinar iþrótta, —
hversvegna eru ekki sameiginl.
leikfimitimar beggja kynja i
skólum, — valda skrif og jafnvel
iþróttakennarar einhverju um
kynferðislega fordóma fólks gagn
vart iþróttum, — hversvegna eru
svo fáar konur valdar til stjórn-
unarstarfa innan hreyfingar-
innar?
Þannig mætti lengi telja, en
fróðlegast verður að fylgjast með
þeim umræðum, sem fram munu
fara á fundinum sjálfum.
□ Vinnustöðvun,
þegar henta
þykir
Sveinafélag húsgagnasmiða
hefur veitt trúnaðarmanna-
ráði félagsins heimiid til að
boða til vinnustöðvunar þegar
henta þykir vegna yfirstand-
andi kjaradeilu.
□ Nýtt aðildarríki
vinnumála
stofnunar
Saudi-Arabia hefur gerzt
aðili að Alþjóða-vinnumála-
stofnuninni i Genf, og er 127.
rikið, sem það gerir. Þar með
viröir stjórn landsins rétt
launafólks þar samkvæmt
reglugerð II.O.