Alþýðublaðið - 22.01.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.01.1976, Blaðsíða 4
TRESMIÐJA BJÖRNS ÓLAFSSONAR REYKJAVÍKURVEGI 68 - SÍMI 51975 HAFNARFIRÐI HÚSBYGGJENDUR! Munið hinar vinsælu TI- TU og Slottlistaþétting- ar á öllum okkar hurð- um og gluggum. * Ekki er ráð nema i tíma sé tekið. Pantið timanlega. Aukin hagræðing skapar lægra verð. Leitið tilboða. BÉl Alþýfioflokksfélögin i Reykjavlk boða til ráðstefnu um stefnuskrá flokksins á grundvelli þeirra samþykkta, sem geröar voru á flokksþinginu I haust. Ráðstcfnan verður haldin sunnudaginn 25. janúar n.k. á Hótel Loftleiöum og hefur dagskráin veriö ákveöin sem hér segir: kl. 10.00 Ráöstefnan sett, Siguröur Guömundsson. kl. 10.10 Ræöa. Benedikt Gröndal. kl. 10.30 Starfshópar vinna. ki. 12.00 Hádegisveröur. kl. 13.00 Framhald starfshópa. kl. 15.00 Hlé. kl. 15.30 Framsögumenn starfshópa gefa skýrslu. kl. 16.30 Umræöur. kl. 17.^0 Ráöstefnunni slitiö. Þátttakendur ráöstefnunnar hafi samband viö flokksskrifstofuna, Hverfisgötu 8-10 og greiöi þátttökugjald, kr. 500. Þar liggja einnig frammi drög stefnuskrámefndar, sem þátttakendur geta fengid i hendur. AlþýOuflokksfélag Reykjavlkur, - Kvenfélag Alþýöuflokksins, Rvk., Félag ungra jafnaöarmanna, Rvk. RÁÐSTEFNA UM STEFNUSKRÁNA Vo I ks wagene igendur Höfum fyrírliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Woikswagen I allflestum iitum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. t ■ a ■ ■ i ■*■■■■■ ri> ■ ■ 11 m ; Alþýðublaði& \ z á hvert heimiii : f........................ í Lesendur eru beðnir að athuga þessar breyting- ar, sem orðið hafa á simaþjónustu Alþýðu- blaðsins. Simar ein- stakra deilda verða eft- irleiðis þessir: Kvöldsími ritstjórnar 81976 Auglýsingar 14900 og einnig 14906 Áskriftir, dreifing og kvartanir í síma 81866 Alþýðublaðið Neytandinn í Sovétríkjunum: BÚÐIR TÓMAR OG LÉLEGAR VÖRUR í VÖRUGEYMSLUM Grænmetismarkaður I rússnesku þorpi. En i stór- borgunum er oft hörgull á grænmeti. Þegar Nikolai K. Baibakov, formaður skipulagsnefndar rikis- ins gaf ársskýrslu sina i byrjun desember um útlit næsta árs, byrjaði hann ræðu sina á tali um vaxandi verðbólgu, aukið atvinnuleysi og óstöðugar aðstæður á Vesturlöndum. Þetta gerði hann til að draga úr þvi, sem hann hafði að segja Æðsta ráði Sovétrikjanna, þingsins, sem kemur saman tvisvar á ári, og neitar aldrei tillögum, um erfiðleika heima fyrir. Þó að fögur lýsingarorð væru notuð um dýrlegt lif virtust horfurnar iskyggilegar árið 1976. Þungaiðnaður vex um 4,9%, matvælaframleiðsla og neyzlu- varningur um aðeins 2,7%, en það er algjört lágmark, ef tekið er tillit til fólksfjölgunar. Aætl unin hefur aldrei verið jafnlág frá þvi að siðari heimsstyrjöld- inni lauk. Brezku stjórninni með öll sin vandamál, finnst ef til vill, að einhver aukning sé betri en eng- in, en aðstæöur eru allt aðrar i Ráðstjórnarrikjunum. Stjórn- kerfi þeirra minnir meira á þró- unarlöndin en fullþróunarlönd. Þar er glfurleg nauðsyn á si- felldum innri vexti. Þó að Rússar gleðjist yfir erf- iðleikum Vesturlanda, er Rúss- land enn land tómra búða og vöruhúsa, sem full eru af léleg- um vörum, sem enginn vill kaupa. Það tekur enn láglauna- mann tvær vikur að vinna fyrir skóm og mánuð að vinna fyrir ó- dýrasta vetrarfrakka. Jafnvel maður á atvinnuleysisstyrk i Englandi gæti ekki lifað á þvi sem margir láglaunamenn i Rússlandi verða að láta sér nægja. Eina huggunin 1 ræðu Baiba- kovs var sú, að það litla ætti að verða betra — en gæðavörurn- ar, sem boðað er að framleiddar verði, lenda vafalaust á erlend- um markaði til að afla þess gjaldeyris, sem slik þörf er fyr- ir, en á hinum innlenda. Baiba- kov sagði, að næsta ár yrðu menn að standa betur saman, framleiða meira og einbeita sér að þvi að ljúka verksmiðjum, sem hafin hefur verið smiði á, en ekki lokið einhverra hluta vegna, fremur en að leggja i ný- býggingar. Slæmar horfur iðnaðarins stafa meðal annars af upp- skerubrestinum i ár, en hann er vist sá versti siðan 1963, en upp- skerubresturinn það ár varð til afsagnar Nikita Khrushchevs árið eftir. Uppskerubresturinn skapar ekki eingöngu erfiðleika fyrir matvælaiðnaðinn, heldur kemur hann einnig i veg fyrir, að landsmenn geti keypt eitthvað af vestrænum tæknivörum. 1 leynilegri ræðu viku áður fyrir miðstjórn kommúnista- flokksins, sagði Leonid Brezh- nev, aðalritari flokksins, að uppskerubresturinn væri ,,geig- vænlegur”. Hvort sem það var tilviljun eða ekki, var forsætisráðherr- ann, Alexei Kosygin, sem er á- byrgur fyrir rikisfjárhagnum, ekki viðstaddur á fundi Æðsta ráðsins meðan Baibakov hélt ræðu sina. Hann var ekki sjúk- ur, þvi að skömmu seinna var tekin mynd af honum og utan- rikisráðherra Kuwait. Það er of snemmt að segja, að hann sé i vanda staddur, þvi að Miðstjórnin valdi hann til að halda aðalfjármálaræðuna á flokksþinginu 25- febrúar, eins og Brezhnev var valinn til að halda aðalstjórnmálaræðuna. Vestrænir sérfræðingar i mál- efnum Sovétrikjanna eru ekki sammála um það, hvort land- búnaðarráðherrann, Dmitry Polyansky, verði hafður að sektarlambi frekar en einhver annar. Baibakov sagði ekkert um það, hve uppskerubresturinn hefði verið slæmur. Það lét hann lægri settan mann um, formann fjárhagsáætlunar Sovétrikj- anna og áætlunardeildar þeirra, Grigory Vaschenko. Hin óljósa yfirlýsing hans um að meðal ársuppskera áranna 1970—1975 verði 8% meiri en næstu fimm ára áætlun á undan auðvelduðu þeim blaðamönn- um, sem áhuga hafa á hagvis- indum að reikna út að uppskera ársins 1975 verði rúmlega 137 milljón tonn, minus eða plús ein eða tvær milljónir. Það er um það bil 78 milljón- um tonna minna en áætlað var og mun lægra heldur en 160 milljón geigvænlegi uppskeru- bresturinn sem landbúnaðar- ráðuneyti Bandarikjanna spáði. Til að bæta þetta upp og koma i veg fyrir slátrun nautgripa i stórum stil hafa Sovétrikin keypt korn á heimsmarkaðinum — ef til vill 30 milljón tonn nú þegar fyrir um það bil 4.000 milljónir dala. Ráðstjórnarrikin hafa ennfremur skrifað undir samning um að kaupa næstu fimm árin korn árlega fyrir um 1.000 milljón dali i Bandarikjun- um miðað við núgildandi verð. Spursmálið er, hvort Ráð- stjórnarrikin ráði við aðstraum korns. Nú þegar er fullt álag á hafnir landsins, og kornflutn- ingaskipin þurfa oft að biða i nokkrar vikur i höfn, vegna skorts á flutningavögnum. Geymslustöðvar eru einnig ó- fullnægjandi. 1973 var metuppskera og korninnflutningur skv. samn- ingi, en þá gera bandariskir sér- fræðingar ráð fyrir, að skemmdir á korni hafi verið allt að 36 milljón tonn. Brezhnev sjálfur sagði, að þær væru ó- metanlegar. Svelta Sovétmenn? Fyrsta af- leiðing uppskerubrestsins verður aukið framboð á kjöti, fuglum og pylsum i vetur, ef bændur neyðast til að slátra kvikfénaði i stórum stil eins og allar likur benda til. Þá ber neyðin að dyrum þarnæsta ár, þegar bændur reyna að fjölga kvikfénaði sinum. Þá verður kjötframleiðslan i hættu og brauðframleiðslan ó- viss, svo að Rússar verða að snúa sér að fornum fæðutegund- um: Kartöflum og káli. Fimmtudagur 22. janúar 1976.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.