Alþýðublaðið - 22.01.1976, Qupperneq 5
Eiríkur Ásgeirsson, forstjóri Strætisvagna Reykjavfkur:
Að undanförnu hefur
nokkuð borið á því, að
eigendur einkabíla hafa
kvartað undan ,,yfir-
gangi" strætisvagna
Reykjavíkur i umferð-
inni. Þessum al-
menningsvögnum hafa
verið vaiin ýmis nöfn,
eins og til dæmis ,,for-
gangsflotinn" og fullyrt,
að strætisvagnastjórar
leyfi sér ýmislegt, sem
öðrum líðist ekki.
1 tilefni þessara ummæla um 1
akstur strætisvagna
Reykjavikur er rétt að það komi
fram, að hinni miklu slysaöldu,
sem gekk yfir i umferðinni á s.l.
ári, voru strætisvagnstjórar svo
lánsamir að eiga þar ekki hlut
að.
50 þúsund
farþegar á dag
Strætisvagnar Reykjavikur
flytja um 50 þúsund farþega á
hverjum virkum degi. Þessi
hópur fólks á sama rétt og eig-
endur einkabila til að komast
áfram i umferðinni. Þar talar
enginn um forgang, aðeins ósk-
að eftir tillitssemi. ökumenn
strætisvagnanna verða að halda
áætlun; á þvi byggist stundvisi
tugþúsunda manna i vinnu og
fólks i skóla. Séu vagnar ekki á
áætlun, baka vagnstjórar sér
óánægju farþega. AuðveR er að
gera sér grein fyrir þvi álagi,
sem á ökumönnum er, einkum i
færð eins og hefur verið að
undanförnu.
Strætisvagnar þurfa oft að
stöðva á leiðum sinum, og
stundum gengur þeim mjög
örðuglega að komast út i um-
ferðina aftur, þar eð i löngum
röðum einkabila sitja fáir
menn, sem gefa vögnunum
tækifæri til að komast út frá
viðkomustöðum.
Getur tekið allt að
5 mínútum að
komast af stað
Dæmi um erfiðleika strætis-
vagnanna mætti nefna. Aður en
gerðar voru nauðsynlegar
breytingar við Hlemm, gat það
tekið allt að 5 minútum fyrir
strætisvagn að komast inn i nær
órjúfanlega röð bifreiða. Skiln-
ingur einkabifreiðastjóra á
nauðsyn reglulegra og öruggra
strætisvagnaferða virðist þó
vera að aukast og er það þakkar
vert. Fleiri og fleiri láta sig ekki
muna um örfáar sekúndur, sem
það tekur að hleypa strætis-
vagni frá biðstöð og út i umferð-
ina. En til eru menn, sem finna
strætisvögnum allt til foráttu.
Kalla þá ,,forgangsflota” og
ganga svo iangt að bera þá
saman við brezkar freigátur i
ofbeldi þeirra gagnvart islenzk-
um varðskipum.
En hver er
forgangsf lotinn?
t augum þeirra 50 þúsund
farþega, sem nota strætisvagna
á degi hverjum, má vafalaust
nota orðið „forgangsfloti” um
aðra bila en strætisvagna. Eða
hafa þeir menn, sem bölva
strætisvögnum Reykjavikur,
hugleitt aðstöðu þess fólks, sem
þarf að nota vagnana. Þetta er
sama fólkið, sem þarf að
klöngrast yfir skafla á gang-
stéttum, sem þangað hefur
verið rutt svo bilar komist
óhindrað leiðar sinnar. Þetta
sama fólk getur þurft að biða
úti i hvaða veðri sem er, ef
vögnum seinkar vegna þess, að
þeir komast ekki áfram sökum
mikillar umferðar. Við skulum
ekki gleyma þvi, að á meðal
þessa fólks er gamalt fólk og
öryrkjar. Vart nefnir þetta fólk
strætisvagna „forgangsflota”.
Reynsla erlendis
1 mörgum löndum Vestur-
Evrópu hefur forgangur
strætisvagna af viðkomustað út
i umferð verið lögieiddur. Auk
þess rikir viðast hvar sú hefð, að
bilstjórar einkabila vikja og
stöðva fyrir strætisvögnum,
þegar unnt er að koma þvi við
og þörf gerist. Þar er góð og
örugg umferð almenningsvagna
mikils metin. Gagnkvæmur
skiiningur á gildi almennings-
vagna er mikilvægur. Þeir efna-
minni, þeir sem ekki hafa fjár-
ráð til að festa kaup á einkabil,
eiga engan annan kost en að
ferðast með strætisvögnum.
Réttur þessa fólks til að komast
áfram i umferðinni verður ekki
fyrir borð borinn. Það er hlut-
verk forráðamanna SVR að
hlúa að þessu fólki þeir geta þvi
ekki tekið þvi með þegjandi
þögninni, þegar að stofnuninni
er ráðizt með skömmum og
óréttlátum aðdróttunum.
Brosið horfið
Eftir að hægri umferð tók
gildi var mikið um það rætt, að
nú skyldu íslendingar brosa i
umferðinni. Ekki er loku fyrir
það skotið, að þetta bros sé horf-
ið af andlitum margra og i þess
stað komin gretta. Væri nú ekki
rétt að endurvekja þetta bros og
hafa i huga, að þvi betur sem
strætisvögnunum gengur að
flytja sina 50 þúsund farþega á
degi hverjum, þvi meiri ástæða
er til að brosa!
Eirikur Asgeirsson
Sameiginlegt orku-
öflunarfyrirtæki
ríkis og sveitar-
félaga á Vestfjörðum?
Ráðstefna um sjávarútvegs-
mál haldin að tilhlutan
Rannsóknaráðs ríkisins
í gærmorgun var haldin á Loftleiðahótelinu ráðstefna um þróun
sjávarútvegs og er hún haidin að tiihlutan Rannsóknarráðs ríkisins. A
ráðstefnunni voru flutt tvö framsöguerindi. Bjarni Bragi Jónsson talaði
um framtiðarhlutverk sjávarútvegs i isl. þjóoarbúskap og Már Elisson
ræddi um rannsóknir i þágu isl. sjávarútvegs. Þá talaði Jónas Biöndal
Á sérstöku aukaþingi
Fjórðungssambands
Vestfirðinga, sem haldið
var i Bolungarvik fyrir
ári, var til umræðu til-
laga um að sveitarfélög-
in á Vestfjörðum og
rikisvaldið stofnuðu með
sér sjálfseignarfélag, er
nefndist Orkubú Vest-
fjarða.
Yfirtæki félag þetta
allar roforkuvirkjanir á
Vestfjörðum, tæki að sér
dreifingu og sölu
rafmagns svo og frekari
virkjanir i kjördæminu.
Talsverðar deilur urðu
um þessar tillögur
meðal sveitarstjórnar-
manna á Vestfjörðum og
urðu þeir ekki á eitt sátt-
ir um ýmis fyrirkomu-
lagsatriði.
í sumar skipaði orku-
ráðherra sérstaka
nefnd, til þess að fjalla
um orkumál Vestfjarða,
og þar á meðal hug-
myndina um stofnun
sameiginlegs fyrirtækis
rikisins og heimamanna
um orkuöflun og orku-
sölu. Nefnd þessi hefur
enn ekki skilað áliti, en
átti um s.l. helgi viðræð-
ur við sveiíarstjórnar-
menn af norðanverðum
Vestfjörðum um ýmsar
h u g m y n d i r s i n a r.
Formaður nefndarinnar
er Þorvaldur Garðar
Kristjánsson, alþm.
/
Ahafnir
Eimskipafélags
Reykjavíkur til
Eimskipafélags
íslands
Stjórnendur Eimskipafélags
Reykjavikur, og Eimskipa-
félags islands, hafa nú ákveð-
ið að siðarnefnda félagið taki á
leigu skip Eimskipafélags
Reykjavikur, þau „NORDIC”,
sem félagið keypti frá
Þýzkalandi, og „ÖSKJU”,
sem hefur verið i timaleigu
hjá E.t. Er þetta gert i þvi
skyni aö auka hagkvæmni i
rekstri. Leiga sem þessi er á
svokölluðum „bareboat” skil-
málum, og þýðir það án
áhafnar. Munu þau þvi verða
mönnuð starfsmönnum E.Í.,
en skipverjum „öskju” mun
verða gefinn kostur á að
gerast starfsmenn E.I. Þess
skal getið, að Eimskipafélag
tslands á 98 hundraðshluti af
öllu hlutafé Eimskipafélags
Reykjavikur.
Skipunum tveim verða gefin
fossanöfn, og þau máluð litum
E.t., og beri skorsteinsmerki
þess, en eins og vitað er, þá
rikir sterk hefð hjá E.t i þess-
um efnum.
um skýrslu Rannsóknarráös.
Af framsoguræðum loknum var
ráðstefnugestum skipt i fimm
umræðuhópa, sem störfuðu til ki.
4, en þá gerðu ritarar hvers lióps
grein fvrir niðurstööum og um-
ræðum, sem fram höfðu farið i
hópunum.
Viðfangsefni þessara fimm
hópa voru: 1) Stjórnun fiskveiða,
2) hvernig unnt sé að auka verð-
mæti Isl. sjávarafurða, ;i) sala
sjávarafurða og markaösathug-
anir, 4) framtiðarhiutverk
sjávarútvegs i isl. þjóðarbúskap
og 5) rannsókn á markmiðum i
ljósi nýrra viöhorfa.
Eftir að ritarar umræðuhóp-
anna h'öfðu gert grein fvrir störf-
um hófust umræður.
Ráðstefnuna sækja fuiltrúar frá
fjöltnörgum félögum og hópum og
gefur eftirfarandi upptalning
nokkra visbendingu um viðhorf
og störf ráöstefnunnar. Fulltrú-
arnir voru 2—7 frá hverju eftir-
greindra félaga og hópa: Ltú,
Landsbankinn, C’tvegsbankinn,
Hafrannsóknarstofnun, Rann-
sóknarráð, Rannsóknarstofnun
fiskiðnaðarins, Félag isl. fisk-
framleiðenda, Búnaðarfélagið,
Farmanna- og fiskimannasam-
bandið, Félag áhugamanna unt
sjávarútveg, Félag isl. iðnrek-
enda. Fiskimálaráö, Fiskveiða-
sjóður, Fiskvinnsluskólinn, fjórð-
ungssamböndin, Framkvæmda-
stofnun, Framleiðslueftirlit
sjávarafurða, Samband fsl. sveit-
arfélaga, SÍS, Sjómannasamband
tslands, Samband isl. skreiðar-
framleiðenda, Sölumiðstöð Itrað-
frystihúsanna. Sölusamband isl.
fiskframleiðenda, Sölustofnun
lagmetisins, t tflutningsm iðstöð-
in. Verkfræðingafélagið, Við-
skiptaráðuneytið og Vinnuveit-
endasambandið. Að lokum sitja
svo ráðstefnuna fulltrúar þing-
flokkanna. tveir þingmenn frá
hverjum stjórnmálaflokki.
e
Fimmtudagur 22. janúar 1976.