Alþýðublaðið - 22.01.1976, Síða 12
HORNID sími 81866
Hann heitir Öxar-
fjörður - en alls
ekki Axarfjörður!
Halldórs drápa
Húnakappa
og Hákons H
(do you do?)
Fjárræktar-Halldór á hæstasta Céi
hnefana skekur og öskrar ibland.
Sauðkindin okkar er einasti eini
áburðargjafi á örfoka land.
Skógræktar-Hákon H ansar i spéi,
skógur er ísa-lands framtiðar gull.
Hvæsir þá Dóri á krossuðu Béi,
þvilikt og annað eins helvitis bull.
Forstjórar þessara fylkinga tveggja
flengriða búskaparbaslinu hér,
sem hani og steggur báðir tveir hneggja
hvor uppi annan, lentir á sker.
Sorglegt er þegar svo litlir menn
svalla i hásætum bænda,
blekkjandi sig og aðra i senn
og sofandi i sorphauginn lenda.
S.B.
Alþingi við Axará
Axar við ána!!
öxfirðingur skrifar:
15. þessa mánaðar var smá-
grein i Alþýðublaðinu eftir ein-
hvern sem kallar sig Gamlan Ax-
firðing. 1 grein þessari er hallað
svo stórlega réttu máli — og öllu
gjörsamlega snúið við — að furðu
sætir. Það voru nefnilega einmitt
Danir sem breyttu nafninu i Ax-
arfjörð. baðhefði verið hyggilegt
fyrir greinarhöfund að lita á göm-
ul landabréf áður en hann fór á
stað með slika firru og einnig að
fletta upp i Islendingasögunum
þar sem allsstaðar er ritað öxar-
fjörður. I öllum opinberum
skýrslum og skrám er að sjálf-
sögðu notað hið rétta nafn (sjá
t.d. Þjóðskrá, Búnaðarskýrslur,
Simaskrá og Fasteignabókina). I
ritum þeim, sem öxfirðingar
sjálfir gefa út er auðvitað aðeins
ritað öxarfjörður, svo sem i Ár-
Ekki er sama
Jón og séra Jón
L.S. hringdi:
Það var i einhverju blaði nú i
vikunni að haft var tal af Jóni H.
Bergs, formanni Vinnuveitenda-
sambandsins og ræðismanni
Kanada á Islandi, þar sem hann
sagði, að hann „vonaði að skyn-
samlegir samningar tækjust við
launþegasamtökinVSkynsamlegir
samningar éru að hans mati trú-
lega samningar s.em fela i sér
bók Þingeyinga, Sagnaþáttum
Benjamins Sigvaldasonar, Jök-
ulsárgljúfur, hinni nýútkomnu
bók Théódórs Gunnlaugssonar. 1
afmælisriti K.N.Þ. (1894-1944) er
öxarfjarðar viða getið og einnig
er þar talin öxardeild,sem ein af
deildum kaupfélagsins. Er nú
ekki mál til komið að „Axfirðing-
ur” og aðrir þeir sem ekki hafa
notað réttar heimildir, fari nú að
temja sér að nota hið rétta, æva-
forna og hljómfagra heiti ÖXAR-
FJÖRDUR?
Úr íslendingasögum.
Landnámabók.b.l. 173. beir settu
öxi i Reistargnúp ok kölluðu þvi
öxarfjörð.
Kristni saga b.l. 257. Hann skirði
marga menn i Þangbrandsiæk i
öxarfirði.
Grettis sagabl. 28. Á þvi fór Flosi
útan ok varð aftrreka i öxarfjörð.
Ljósvetningasagab.l. 8 Arnsteinn
eins litlar kjarabætur til alþýðu
þessa lands og hægt er að komast
af með. Þeim sem ekki veit finnst
þá láta nærri að spurt sé, hvort
nýlega gerðir launasamningar
við bankastjóra hafi verið skyn-
samlegir samningar?
Gefa þessir samningar ekki
fordæmi i komandi samningum.
Bankastjórar hafa nú 217 þús-
und krónur á mánuði i fastakaup,
en verkamaður hefur rúmlega
fjórðung þess eða 53 þúsund á
mánuði i laun fyrir dagvinnu
sina. bá er þvi haldið fram að
þessir hvað hæstlaunuðu menn i
hét maðr, er bjó i öxarfirði at Ær-
læk.
Reykdæla saga ok Viga-Skútu.
b.l. 191 Hrói hét maðr. Hann bjó
norðr i öxarfirði á þeim bæ, er
heitir i Klifshaga. b.l. 194. beir
Vémundr kögurr fara aú i
öxarfjörð ok yfir Jökulsá at ferju
hjá Akrhöfða.
Þorsteins saga hvita. b.l. 8. Þor-
steinn reið útan eftir öxarfirði ok
i Bolungarhöfn.
Vápnfirðinga saga. b.l. 23. Lýt-
ingr var at fóstri i öxarfirði.
Brandkrossa þáttr. b.l. 317. Þor-
steinn kvángaðist ok þótti inn nýt-
asti bóndi ok jók sina ætt i öxar-
firði.
MUNIÐ að senda HORNINU
nokkrar linur.
Utanáskrift:
HORNIÐ,
ritstjórn Alþýðubiaðsins,
Siðumúla 11, Rcykjavik.
landinu fái sérstök tollfriðindi á
þeim bilum sem þeim dettur i hug
að kaupa sér.
Alþýða landsins spyr þvi: ,,Er
þetta hægt?”
Landhelgin og
sjónvarpsknatt-
spyrnan enska
Einar ólason skrifar:
Mig langar til að vikja að grein
sem birtist i Horninu 14. janúar,
en hún bar yfirskriftina: ,,Mót-
fallin poppi og knattspyrnu”. Ég
vona náttúrulega að rikisútvarpið
fari ekki að taka mark á þessari
konu sem skrifaði greinina, enda
þætti mér skritið ef Rikisútvarpið
tæki mark á skoðunum einnar
manneskju. Ég vil rifja upp fyrir
konunni að það tekur u.þ.b. eina
klukkustund á viku að sýna það
sem sýnt er af enskri knattspyrnu
i viku hverri. Ég er mikill aðdá-
andi enskrar knattspyrnu, og
finnst mér ekki þurfa að bitna á
okkur aðdáendum enska fótbolt-
ans hvernig Bretar haga sér við
strendur landsins. bað kemur
knattspyrnumönnum i Bretlandi
litið við, enda vita þeir ábyggi-
lega litið um hvað hér er að ger-
ast, að auki eru margir þeirra frá
Skotlandi, Wales og Irlandi, en
ekki frá Englandi sjálfu eins og
bréfritari vildi halda fram.
Ég vona að konan lesi þetta
bréf og öðlist skilning við það,
með fyrirframþökk fyrir birting-
una.
FRAMHALDSSAGAN □ —
dró andann léttar, þegar f jölskyldan fór, börnin sátu i aft-
ursætinu vafin i teppi. Þau áttu að sofa, meðan foreldrar
þeirra skiptust á við aksturinn. Hún læsti og fór að hátta.
Hafi siminn hririgt heyrði hún það ekki.
Dr. Martin heislaði henni brosandi:
— Ég lofa þvi, að við verðum ekki lengi, sagði hann og
hló við. — Annars verður konan min reið og ég féll i álíti
hjá yður og hinum gestinum. Hún bað um að fá að koma
með, þegar hún frétti, að ég hefði boðið yður. Ég held, að
þér munið, þegar hún kom....
— Eigið þér við madame le Blanc? spurði Sandra og
fékk hjarslátt.
Dr. Martin var ánægður á syipinn:
— Svo að þér munið eftir enni? Mjög aðlaðandi kona.
Hún hefur svo mikinn áhuga á öðru fólki!
Sandra hefði notað önnur orð. Renée le Blanc var mjög
siæg kona og.... til i allt.
Renée le Blanc... nafnið hljómaði fyrir eyrum Söndru
allan morguninn.
Hún hefði annars notið þess að vinna meö dr. Martin.
betta var i fyrsta skipti, sem henni gafst færi á þvi, að
skilja, hvað það var sem hann reyndi að gera i sérgrein
sinni.
Hann sýndi Söndru spjald:
— Þessi unga kona er einn eftirlætissjúklinga minna.
Þegar foreldrar hennar komu með hana til min fyrir átján
árum, var sagt, að hún ætti ekki átján vikur ólifaðar! Hún
kemur i næstu viku til að fá blessun mína og læknisvottorð
.til að giftast elskulegum, ungum manni.
Hann setti spjaldið i smá hrúgu.
— Á laugardaginn kemur verður fyrirlestur á Barna-
spítalanum um hjartasjúkdóma barna.... það er að segja
þeirra. sem eiga heima i þessu læknishéraði .... og um-
hverfis. Þér getið komið, ef þér viljið.
— Þér ættuð að gera mynd um þetta, sagði Sandra, sem
hreifst með af áhuga húsbónda sins.
Hann brosti:
— Við ætluin að gera það... þegar rétti timinn er kominn
og þeirri mynd verður vel tekið... a.m.k. innan læknastétt-
arinnar.
Þau gengu frá spjöldunum fyrir fyrirlestrana. Dr.
Martin las fyrir bréf til manna, sem Sandra mundi að voru
þekktir hjartasérfræðingar og komst að þvi, að hann var
dús við marga þeirra.
— Þá er þetta búið, miss Elmdon! Farið nú og púðrið á
yður nefið og gerið yður sæta fyrir matinn. Ef þér biðið
Aiþýðublaöið
hér i fimm minútur hef ég tima til að gera dálítið.
Sandra leit forvitnilaust á eftir honum, þegar hann fór.
Kannski hafði hann lofað að kaupa eitthvað handa konunni
sinni? Hún leit óánægjulega á spegilmynd sina. Hún hafði
ekkert haldið sér til um morguninn, þvi að hana hafðiekki
grunað, aðhún ætti að fara i mat með Renée le Blanc. Hún
vissi ekki, hvers vegna yfirlætisleg framkoma konunnar
fékk hana til að finnast hún vera litil, heimsk skólastelpa.
Hún var i dragt, sem var vel sniðin og hentaði vel á stof-
unni, en hún var- ekki valin með það fyrir augunum að
auka henni sjálfstraust fyrir framan Renée le Blanc.
Dr. Martin beið frammi.
— Þarna komið þér, kæra barn! Ég var svo frekur að
kaupa smáræði handa yður i tilefni dagsins.
Hann rétti henni litla öskju með gagnsæju loki. I öskj-
unni var blómvöndur til að næla i jakkaboðunginn og
blómin voru unaðslega I litunum frá ljósrauðu að fila-
beinshvitu. Dr. Martin vildi næla honum strax ihana...
— Svona! Nú getið þér horfst i augu við heiminn með þá
fullvissu i hjarta, að þér eruð mjög aðlaðandi ung stúlka,
sagði hann brosandi. — Ég er ekki að segja, að þér hafið
ekki verið það fyrr, en nú hafið þér sjálfstraustið — eða
hvað þér viljið nefna það — sem veidur þvi, að þér skerið
yður úr.
Sandra roðnaði. Hafði hann getið sér þess til, að hún ótt-
aðist madame le Blanc? Skyndilega komst hún 1 betra
skap og ökuferðin með dr. Martin jók enn á velliðan henn-
ar.
Klúbburinn var i fallegu gömlu húsi umkringdu fögrum
trjám og blómum. Þau fundu bilastæði og dr. Martin
fór-með gest sinn inn. Fólk sat við litil, dreifð borð og
Sandra fór hjá sér, þegar hún sá, hvað konurnar voru vel
búnar og glitrandi i gimsteinum.
Hún litaðist um eftir Renée le Blanc og var fljót að koma
auga á hana. Hún var vel búin, svo vel, að hún skar sig úr
hóp hinna velklæddu kvenna. Söndru langaði mest til að
skriða inn i músarholu, en þegar hún sá, að Renée le Blanc
virti hana ósvifinn fyrir sér, langaði hana mest til að
leggja á flótta. Konan, sem var með Renée kom i veg fyrir
það.
— Jaques hefur sagt mér svo mikið um yður, miss Elm-
don. Það er heppni fyrir manninn minn að fá svona dug-
legan ritara. Setjist hérna hjá mér, vina min. Mér skilst,
að þér og madame le Blanc hafi þegar kynnst?
Renée le Blanc rétti kæruieysislega fram höndina. —
Segðu heldur, að við höfum talað saman, Marion. Hvernig
gengur, miss Elmdon? En yndislegur blómvöndur. Feng-
uð þér hann frá aðdáenda?
Dr. Martin kom Söndru til aðstoðar, þvi að hann dró
fram tvær öskjur og rétti konunum, Hann sagði brosandi:
— Ég vona, að þau fari við fötin ykkar. Ég vissi fyrir i
hverju miss Elmdon var, en gat aðeins vonað að vel tækist
til með ykkar.
Frú Martin brosti bliðlega:
— Svona falleg hvit blóm fara við allt, Jaques! En
fallegt af þér að tala jafnt um okkur Renée, sem er bezt
klædda konan i allri Montreal!
— Þú slærð mér gullhamra, Marion, en ég hef ekkert á
móti þeim, sagði Renée le Blanc. — Það er leitt en rétt, að
hégómagirndin gerir okkur allar að þrælum.
Dr. Martin leit á konu sina. — Ég býst við, að þú hafir
pantað fyrir okkur öll, min kæra. Ég þarf...
— ,...að fara fljótlega, lauk Marion við setninguna fyrir
hann. — Hvenær lærirðu að hvila þig um helgar eins og þú
skipar öðrum? Já, ég er búin að panta, og maturinn er til,
ef við förum inn núna. Hún leit á Söndru. — Þarna sjáið
þér, að ég hef lært að nota hverja einustu minútu og þér
sjálfsagt lika? Beitið þér manninn minn ströngum aga?
Jacques Martin greip fram i áður en Sandra komst til að
svara: — Það hafa aldrei verið jafnmargir sjúklingar,
hringt jafnoft, né.... hann deplaði auganu til Söndru, —
verið svo margir ungir menn að eltast við ritara minn.
Sandra roðnaði og fann, að Renée le Blanc leit hvasst á
hana.
Matsalurinn var aðlaðandi, maturinn góður, þjónustan
fullkomin, en Söndru fannst hún vera utangátta. Vin-
gjarnleg framkoma Marion Martins nægði ekki til, að
henni liði vel. Sifellt starði Renée le Blanc á hana og kom
með útsmognar spurningar, sem Sandra var viss um að
væru til að gera hana órólega. Hvers vegna var konan
svona óvinveitt henni?
Fimmtudagur 22. janúar 1976.