Alþýðublaðið - 06.02.1976, Síða 4
Það nýjasta um Robert Fischer
i heimsblöðunum er að hann hafi
þegið boð um að tefla einvigi við
Mecking frá Brasiliu og skuli ein-
vigið fara fram á Filipseyjum, ef
þeir sem sjá um það, geti reitt af
höndum fram tveggja milljón
dala virði i gullstöngum Fischer
til handa. Nú er bara að biða og
sjá hvort eitthvað skeður.
Svæðismótinu i Reykjavik er að
visu löngu lokið, það var á tima-
bilinu 19. okt. — 11. nóv. 1975, en
núna eru viða um heim að birtast
i skáktimaritum umsagnir um
mótið og skákir að birtast frá þvi.
Allir eru sammála um, að mótið
hafi farið vel fram og orðið þeim
til sóma er að stóðu.
Skemmtileg grein er i danska
skáktimaritinu „Skakbladet”,
sem er málgagn danska skák-
sambandsins, danska skáksam-
bandið hefur sitt eigið málgagn!
Ég mun birta nokkrar glefsur úr
greininni, sem erskrifuð af Svend
Hamman, þetta ætti að vera mjög
lærdómsrikt fyrir okkur, þarsem
hann telur upp það er hann telur
helzt ábótavant og i þeirri röð,
sem hann telur mikilvægið.
Sem sagt, helztu vandamálin á
Islandi i dag. „1. Það er ekki selt
öl. 2. Á miðvikudögum er ekki af-
greitt vin. 3. A fimmtudögum er
ekki sjónvarp. 4. Það eru engir
næturklúbbar. 5. Hundahald er
bannað. 6. Hnefaleikar eru
bannaðir. 7. Vin er ekki veitt við
gestamóttöku i menntamálaráðu-
neytinu.”
Svo kemur rúsinan i pylsu-
endanum: „Það eru lika minni
háttar vandamál eins og 50%
verðbólga og 200 sjómilna fisk-
veiðilinan.”
Eins fannst honum einkennilegt
að Ólafsson skyldi ekki heita
Ólafsson á islenzku heldur bara
Friðrik.
Skák
V «*J*-**;2
Bent Larsen sigraði Danmerkur
meistarann Gert Iskov I einvigi
með fimm og hálfum vinningi
gegn hálfum vinningi. Hann sagði
eftir einvigið að munurinn hefði
ekki átt að vera svona mikill og
það hefði verið undravert hvað
sér hefði tekizt einbeitingin vel
þrátt fyrir afleitt kvef.
Hér kemur önnur skákin i
einviginu:
Sikileyjarleikur með skiptum
litum.
Hvitt: Bent Larsen. Svart: Gert
Iskov.
1. C4, Rf6, 2. Rc3, e5. 3. Rf3, Rc6,
4. d3 g6. 5. g3, Bg7. 6. Bg2, 0-0. 7.
0-0, d6. 8. Hbl, a5. 9. a3, h6. 10. b4,
axb4. 11. axb4, Be6. 12. b5, Re7.
13. Dc2 Rd7. 14. Rd2, Rc5. 15. Rb3,
Ha7?? 16. Rxc5, dxc5. 17. b6,
cxb6. 18. Db3, Rc8. 19. Ra4, e4. 20.
Bxe4, Rd6. 21. Bg2, b5. 22. Rc5,
bxc4. 23. Rxe6, cxb3. 24. Rxd8,
Hxd8. 25. Hxb3, Ha2. 26. Hel, Hc8.
27. Bf4, Rf5. 28. Hxb7, Rd4. 29.
Kfl, Rc2. 30. Bd5, Hb2. 31. Hxb2,
Bxb2. 32. Hbl og svartur gaf.
Þar sem undanfarið hafa birzt
fréttir mjög itarlegar af
„skákþingi Reykjavikur” er ekki
úr vegi að birta stöðu efstu
manna i Vetrarmóti Reykja-
vikurfélagsins Mjölnis. 1 A-riðli
eru efstir og jafnir eftir fimm
umferðir Ingvar Asmundsson og
Björgvin Viglundsson með f jóran
og hálfan vinning eftir fimm
umferðir. 1 B-riðli er efstur Haf-
steinn Blandon með fimm vinn-
inga, i öðru sæti er Hrafn Arnar-
son með fjóra og i þriðja sæti er
Guðlaug Þorsteinsdóttir með tvo
og hálfan og tvær biðskákir.
Þrettán tefla i A- og tólf i B-riðli.
Hvitt: Ingvar Ásmundsson
Svart Bragi Björnsson.
Caro- Kann vörn.
1. e4, c6, 2. d4, d5. 3. Rc3, dxe4. 4.
Rxe4, Rf6. 5. Rxf6, gxf6. 6. Bf4,
h5. 7. Bc4, Bf5. 8. Dd2, e6. 9. 0-0-0,
Rbd7.10. Re2, Rb6. 11. Bd3, Bxd3.
12. Dxd3, Rd5. 13. Bd2, Dc7. 14.
Kbl, 0-0-0. 15. c4, Rb6. 16. Ba5, c5.
17. d5, Kb8. 18. Rc3, Hd7. 19. Rb5,
Df4. 20. Bxb6, axb6. 21. Da3, exd5.
22. cxd5, Bd6. 23. Da7, Kc8. 24.
Da8, skák, Bb8. 25. d6 og svartur
gaf. Hér gefur að lita loka-
stöðuna, svartur má sig hvergi
hræra.
Volkswageneigendur
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Huröir — Véiarlok —
Geymsluloká Wolkswagen i allflestum litum. Skiptum á
einum degi með dagsfyrjrvara fyrir ákveðið verð.
Reyniö viðskiptin.
Bilasprautun Garðars Sigmundssonar.
Skipholti 25 Simar 19099 og 20988.
Ritstjórn Alþýðubláísm7erT1
Síðumúla 11 - Sími 81866 1
Svavar Guðni Svavarsson
ff §§ H B §j§
§f§ i §§§ i §§§ i H
Jji m I
j§f & H Ho H i
■ lUI H
íllH H H B
A H H ii Al B
§§§ H ■ ■ s
Af Öláfi Geirstaðaálfi (brot)
...Nú er þar til at taka, er
þrjóta tók föng at Geirsstöðum.
Er ok forn háttr markamanna,
at sinna þeirri sauðagæzlu
einni, at byrgja sauði it innra
með sjálfum sér, heldr en halda
þeim at högum, ok afla þeim
forða.
En er þrengjask tök um vistir
á Geirbæ, höfðu þeir óiáfr allt
eitt atriðit, at krefja bændr um
föng. Var Kristþórr ok hans
kumpánar fjölþreyfinn um eig-
ur bænda, ok hafði þat allt, er
hánum likaði, ok galt ekki verð
fyrir. Varð hann einn öllu at
ráða i þeira viðrskiptum, ok þótt
mönnum hart undir at búa.
Tóku bændr upp þat ráö, at
hverr fal sinar eigur, er betr
gat, ok sneiddisk enn um föng
nærhendis. Jókst kurr bænda,
en hverrfreistaðiat bera harm i
hljóði.
Litt undu þeir Óláfr sinum
hlut betr. Ferr þá, sem oftarr,
at úti er vinskapr þá ölit þrýtr.
llljópusk nú ýmsir brottu, ok
dreifðusk viða, nokkrir i fen, en
aörir I tröllahendr.
Þar kom, at þeir Kristþórr
hlutu lengri leiðangra at gera til
atdrátta, ok váru sem oftask
viku I hvörju úthlaupi.
Nú er at geta kvinnu er het
Máfiá. Hon var et mesta tröll ok
foraö, ok seiöskratti. Hon hafði
uppfóstrat áa Geirsstaða-
búanda ok kennt I heimaskóla
mart sinna klækja. Var hon af
þeim lengi blótut, ok höfðu þeir
á henni haft traust mikit. Hon
var hnigin at aldri, ok nakkvat
ellimóð, er hér var komit.
Tennr hennar váru á brottu,
ok nærðisk hon á blóði einkum,
ok mest manna, er hon seiddi I
helli sinn. Sá hellir var vendi-
lega dulinn manna sjónum,
þeira, er ekki munnu skil á
galdri.
Geirsstaðabúandi hafði, er
hann komstór hundahljóðum ór
herhlaupi þeirra Óláfs, hvarflað
á vit ennar öldnu seiðkonu.
Baðst hann ásjár, er hlut hans
var svár illa komit. Kerling tók
þvi máli liklega, ok sagði, at vel
mætti enn duga hennar ráð, ,,en
þó þykkir mér á, at þá hafir litt
rækt forna vináttu þinna áa viö
mik nú of hrið. Mun ek þat ekki
misviröa, en verða at því gagni,
sem ek má. „Geirsstaðabúandi
mælti: „Satt er it fornkveöna, at
langvinirnir rjúfask sizt, ok heit
ek þér, at fleira skal milli okkar
verða, en verit hefr of hrið, ef ek
komusk ór þeim vanda, er nU að
steðjar. Vild ek þitt brautar-
gengihafa ateknæða aftr minni
föörleifð, ok hefnt minna
harma. Skal ek þá ekki spara
neina virkð.”
Kerling varð léttbryn, meðan
bUandi lét ganga töluna, ok
mælti. „Ráð mun finnask, ok
sjám til of hrið, en heimul er
þér, svá ok þinum sveinum, vist
meö mér. Skulu vit djUpt
leggjask.”
Leyndisk nú búandi ok
sveinar hans I helli kerlingar, ok
hafði rik varðhöld á of þá Óláf,
en varð eigi sénn sjálfr.
A einum morni stumraði kerl-
ing upp árla, ok tók á fótum
Geirsstaöabúanda, ok mælti:
„Þat er nú mitt ráð, fóstri, at
þér risit af skyndingu, ok snúit
leið á Geirsstaði. Man nú óláfr
fámennr heima, er húskarlar
hans eru i fangaleit.” Búandi
spratt upp ok bjósk sem
skjótast, ok þeir kumpánar. tók
þeir hús á óláfi óvörum, ok varð
hann áhendr, ok i bönd færðr,
harðliga. Geirsstaðabúandi
mæiti: „Komit er nú svá, at vér
eigum vit þik alls kostí, værir þú
maklegastr, at vera drepinn, en
gefa man ek þér kost, at þú
gerist minn undirmaðr, ok vinn-
ir eið at svá skuli ætið verða
héðan I frá, ella mant þú deyja
skulu.”
Óláfr mælt: Þat er fornkveðit,
at frekr er hverr til fjörsins, ok
man ekþessu játa, þó nú sé verr
komit várum hag en vér vænt-
um fyrir stundu.”
Var óláfr látinn upp standa,
ok ór böndum leystr. Bjósk nú
Geirsstaöabúandi um, at hús-
karlar Óláfs skyldu ekki þurfa
heitara at baka, er þeir kæmu
aftr. Var hans fyrsta verk, at
sækja kerlinguna Máfiá, ok
setja I öndvegi it óæðra.
Heldr var kerling ófrýn, er
hon leit Óláf augum, ok ýfðisk
við hánum. Skorti þar ekki
augnagotr á báða vegu, en
mörgum þótti sem óláfr væri
eigi með öllu óskelkaðr, en helt
sér I nánd vit búanda. Gesta-
höfðingi búanda kom at máli vit
hann, ok mælti. „Vér hafim
unnit ágætan sigr, ok þat er mitt
ráð, at vér hafim uppi nakkvara
skemmtan. Nú er her snautt af
mungátt, en þat þótti um sinn
vel hliða at taka glimur. Þat er
mitt ráð, að Óláfr eigi fang vit
kerlinguna Máfiá, er hvárt-
tveggi unir illa annars nærveru.
„Þetta þótti búanda vel mælt,”
ok má vel hlýða, að treyni á
fræknleik óláfs, mun ok fóstra
vár ekki spara hann I fang-
brögöum.”
Var nú uppi lostit þessari ráð-
görð, ok gerðu menn róm at. Þat
fannsk þó á, at óláfr væri eigi
með öllu ósklfdr, en lét þó eigi á
sannask. Batt hann blökuna
fyrir vit sér, en bjósk eigi frek-
ar.
Kerling stumraði fram á
gólfit, ok hófst nú leikrinn.
Gengusk þau at sem harðask, ok
mátti ekki milli sjá......
I Alþvðublaðið
Föstudagur 6. febrúar 1$76.