Alþýðublaðið - 06.02.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 06.02.1976, Blaðsíða 7
í B. riðli voru einnig tefldar 11 umferðir, og sigraði Hilmar Karlsson með yfirburðum, hlaut 8 og 1/2 vinning. Annar var gamla kempanBjörn Jóhannes- son með 7 vinninga. 1 C. riðli sigraði Kári Kárason með 7 og 1/2 vinning en Oli Valdimarsson varð annar með 7 vinninga. Tiu umferðir voru tefldar i þessum riðli. D. riðlarnir voru þrir og var þeim raðað niður af handahófi þar sem keppendur i þessum riðli eru álika að skákstyrk- leika. f 1. sigruðu Þorsteinn Þor- steinsson og Jón Baldursson, báðir með 6 og 1/2 vinning, en 8 umferðir voru tefldar i honum. 1 D. 2. vann Árni Sigur- björnsson, fékk 9 vinninga af 9 mögulegum. Annar varð Arni Sigurðsson með7 og 1/2 vinning. 1 D. 3 varð Sólmundur Kristjánsson efstur með 8og 1/2 vinning af 10 möguiegum. Annar varð Einar Valdimars- son með 8 vinninga. 1 unglingaflokki voru 45 keppendur og voru tefldar 9 um- ferðir eftir Monrad kerfi. Keppendur voru 14 ára og yngri. Sigurvegari varð Jóhann H. Uagnarsson, en hann er aðeins 10 ára gamall með 9 vinninga, hann vann allar sinar skákir. Annar varð Snorri Þór Sigurðsson með 7 vinninga. Keppni i A. og B. riðli kvenna er enn ekki lokið, en kvenfólkið teflir tvöfalda umferð. snerpa, er meir en flestra leik- manna varnarliösins. Furðulegt var að ekki skyldi hafa verið ieikinn maður á mann vörn gegn þeim, en með þeirri leik- aðferð hefðum við efiaust kafsiglt NATO. Það getur kannski veriö að landsliðs- þjálfarinn hafi verið aðeins að æfa svæðisvörn i þessum leik, þvi henni verður liklega beitt að mestu gegn hinu sterka brezka Olympíuliði sem leikur um helgina tvo landsleiki við is- land. Lið Reykjavikurúrvalsins er nokkuð jafnt að getu, en þó má búast við að okkur vanti betri „centera” þegar við leikum við sterkari lið. Körfuknattleikur- inn er i örri framför i landinu og það vandamál getur lagazt fljótlega þegar leikmenneins og Jón Jörundsson og Jónas Johannsson hafa náðbetra valdi á likömum sinum og fengið meiri hörku. Einnig eigum við tvo góða og hávaxna leikmenn sem dveljast i Bandarikjunum um þessar m undir, sem geta þvi miður ekki verið með gegn Bretum á laugardaginn. Bak- verðirnir eru greiniiega okkar beztu menn og gætu þeir allir sómað sér vel hvar sem er. Menn eins og Kristinn Jörunds- son, með sina seiglu og leik- gleði, Jón Sigurðsson með sina tækni og sitt jafnvægi, og Kári Mariusson sem hefur vaxið að getu með hverjum leiknum i vetur, og stendur hinum tveimurekkertað baki, eru allir mjög góðir leikmenn. Kolbeinn Kristinsson og Guðsteinn Ingi- marsson eru einnig góðir. Kol- beinn Pálsson meiddist fljótlega i þessum leik og lék þvi lítið samt mátti merkja að hann er ekki eins afgerandi lcikmaður og hann hefur verið. Bræðurnir Kristinn og Jón Jörundssynir voru stigahæstir okkar manna í leiknum, báðir með rúm 20 stig. Föstudagur 6. febrúar 1976. OLD TRAFFORD STRÁK- ARNIR GERA ÞAÐ GOTT //O L D TRAFFORD KRAKKARNIR" eins og hið gamalfræga lið Man- chester United hefur lengi verið kallað— er nú á toppnum í 1. deild ensku dei Idarkeppni nna r í knattspyrnu og árangur þessa liðs hefur í vetur verið með eindæmum. Jafnvel hörðustu aðdáendur félagsins, þar með talinn Tommy Docherty, Skotinn eitil- harði, sem þjálfar þá, bjóst ekki við þvi að þeir stæðu sig svo vel sem raun ber vitni. Hann sagði áður en keppnistimabilið hófst að hann myndi gera sig ánægð- an með ef liðið yrði fyrir ofan miðju, en árið svo á eftir myndu þeir berjast á toppnum. En annað hefur komið á daginn. Þeir hafa leikið mjög vel i vetur, og er það álit flestra að þeir eigi skilið að vera i efsta sæti. ,,Nú hef ég lokið við að draga að mér mannskap” sagði Docherty eft- ir að hann keypti Gordon Hill frá Millvall, og meinti a þar með teldi hann að hann hefði þann mannskap sem til þyrfti til að vinna meistaratitilinn. Og hver veit nema honum takist það ári fyrr en áætlað var? Liverpool verður samt ekki auðveldlega stungið af, og svo má einnig segja um Leeds og Derby. öll þessi lið hafa það til að bera sem þarf til þess að vinna Englandsmeistaratitil- inn, getu, reynslu, og vilja. En snúum okkur að 23. getrauna- seðlinum. Birmingham City — Middlesbrough x. Ekki er gott að segja hvort liðið vinnur þennan leik. Middl- esbrough er sterkara lið, en Birmingham er á heimavelli, og gæti aðstöðumunurinn þvi nægt þar til sigurs. Jafntefli er ekki heldur svo ólikleg úrslit, einkum þegar það er lika haft i huga að Middles- brough er með sterka vörn. Burnley — Ipswich Town x. Leikir þessara félaga hafa verið mjög rokkandi i vetur, svo ekki sé meira sagt. Þau tapa oft á heimavelli, þegar búist er við sigri, en ná jafntefli eða vinn- ing, á útivelli þegar sizt er von. Það getur þvi auðveldlega átt sér stað að annað liðið sigri, en meiri likur hljóta þó að vera hjá Burnley. Jafntefli er líka ekki fjarri lagi. Coventry City — Manchester United x. Coventry gæti gert Manchest- erliðinu skráveifu, með þvi að sigra i þessum leik, en ekki ætti þó að vera svo fjarri lagi að United krækti sér i jafntefli. Ekki er nokkur vafi að ef Old Trafford félagið fær 50% út úr þeim útileikjum sem þeir eiga eftir að leika i deildinni, þá verða þeir meistarar. Þessi leikur gæti þvi gefið nokkuð góða hugmynd um það hvort þeir ná þeim árangri, eða ekki. Þeir eiga eftir að leika við flest toppliðin á heimavelli og standa þvi vel að vigi. Liverpooi— Leeds United 1. Með fullri virðingu fyrir öðr- um leikjum, þá er þetta stór- leikur umferðarinnar, og lik- lega sá leikur sem rikisútvarpið brezka BBC mun lýsa. Liver- pool er að sjálfsögðu mun sigur- Nú styttist éðum I lok keppnistimabilsins á Englandi, og spádómar um það hverjir verða meistarar verða enn háværari en áður. Það lið sem vinnur kemst í Evrópukeppni meistaraliöa, og á þá möguleika a að vinna þennan bikar sem Bayern Munchen leikmennirnir halda hér á. stranglegra og þykja líkurnar á að það vinni 70-30. Leeds fékk slæma útreið gegn Norwich á heimavelli siðasta laugardagog hafa hrakfarirnar gegn Crystal Palace i bikarkeppninni helgina þar á undan vafalaust haft mikil áhrif á leikmenn liðsins. Liver- pool aftur á móti sýndi stór- góðan leik gegn West Ham i Lundúnum á laugardaginn og má þvi búast við þvi að það haldi striki að minnsta kosti á laugardaginn. Manchester City — Aston Villa 1. City hlýtur að vinna þennan leik, ef að likum lætur. Þeir eru mjög erfiðir heim að sækja, og hefur leikvangur þeirra Maine Road, verið aftökupallur fyrir mörg liðin i vetur. Aston Villa hefur ekki leikið á Maine Road i mörg ár, og mun þvi frami stað- arins i augum leikmannaanna, hjálpa til við ósigurinn. Newcastle — Derby County 1. Já, þessi leikur verður mjög erfiður fyrir meistarana, þvi Newcastle hefur verið i miklu stuði á St. James Park i siðustu leikjum, og unnið stórt. Ekki þykir liklegt að Derby nái sér i stig, út úr þessari viðureign, og verður að vorkenna þeim að þurfa endilega að mæta New- castle einmitt þegar það er i formi, en eins og flestir vita þá er það mjög rokkandi i leikjum sinum. Norwlch City — Arsenal 1. Ekki búast vist margir við að Arsenal fái stig i þessum leik. Félagið hefur verið afar slakt i veturAog hefur ekki staðið sig 'eins illa i nokkra áratugi. Nor- wich er heldur ekkert sérstakt lið, en þó svona rétt aðeins um meðallag. Þeir ættu að verða of- jarlar Arsenal á Carrow Road i Norwich á laugardaginn. Q. P. R. — Wolverhampton Wanererers 1. Q.P.R. virðist eitthvað vera að ná sér, eftir slakt timabil kringum jólin og i byrjun árs- ins. Wolves hafa lika tekið sig verulega á eftir áramótin og hafa ekki tapað leik i nokkurn tima. Q.P.R. ætti þó að hafa það af að sigra þá á Loftus Road á laugardagin, ef að likum lætur. Sheffield United— Ever- ton x. Eitthvað virðist Sheffield vera að skána, ef miðað er við leiki liðsins að undanförnu. Þeir eru samt of djúpt sokknir i deildinni til þess að eiga ein- hverja möguleika á að bjarga sérfrá falli. Jafntefli ætti það þó að vera nokkuð öruggt með á laugardaginn á Bramall Lane, þó auðvitað allt geti átt sér stað. Stoke — Leicester 1. Stoke er að flestra mati örlit- ið betra lið en Leicester og má þvi fastlega búast við sigri þess i þessum leik. Alan Hudson hjá Stoke er einn bezti miðjuleik- maður á Bretlandseyjum i dag, og enginn leikmaður i Leicester jafnast á við hann að getu. Hann mun þvi stýra Stoke til sigurs á laugardaginn. Tottenham Hotspur — West Ham United 1. Tottenham hefur sannað það i siðustu leikjum að félagið er ágætis lið, og að margra mati betra heldur en taflan segir til um. Það hefur leikið þrjá leiki i vetur við West Ham, gert eitt jafntefli tapað einum leik 0:1 en unnið einn 2:0 og var sá leikur einmitt á heimavelli West Ham. Það hefur þvi mikla mögul. á að vinna óhamingjusamt West Ham liðið um þessar mundir, á White Hart Lane i Norður- Lundúnum. Fulham— Sunderland x. Fulham hefur ekki staðið við þær vonir sem bundnar voru við félagið i upphafi keppnistima- bilsins. Flestir bjuggust við þvi að það myndi rjúka beint upp i 1. deild eftir hinn góða árangur liðsins i bikarkeppninni i fyrra. En það hefur brugðist. Sund- erl. hlýtur nú að komast i 1. deild að nýju, eftir að hafa misst naumlega af lestinni siðustu þrjú ár. Það ætti þvi að verða verðugt að minnsta kosti jafn- teflis. P, rö (/) f-i cn C) QJ (/) U 0 U 'V U O Síðústu Síðustu b íeikir 1 sömu liöa o u u i—1 0) r- X Czl t: •H f-4 r—1 o, o 0) cn 0 ö heiraa útileikir 8 síðustu árin. X cn cn cn ÍH VJTV'W/'T HIliMIKGHAM—KII/DL JSÍ3RCU2H JTVTTVJT 1 '1 x 2 Y - - 2 X Y 2 X i rVTTJVTT EURNL2Y — IPSVICIS VJTJ'JJVJ - 1 2 X -. - 2 1 X 2 2 X X X TJJWTJV COVEN Tl?Y —MAN . UNIT3D V TTTJVJJ 1 1 2 1 2 X 1 - X 2 x X 2 2 J VJTj VVj LIVBRPOCL —LCEDS U. VJTJV'TVJ 1 X X X 2 1 1 1 X x 1 V Á X 1 JJVVJVTV MAN.CITY -ASTON VILLA JTTTJ' l’TJ 1 1 1 1 I 1 JWTVJ'JV NSWCASTLE -DERBY C. JJVJTJTV - - 2 1 2 1 2 2 X V .'Y 1 1 X 1 J VTTVjJV NORWICH —ARSSNAL t rrrjTTr I 2 - 1 I 1 1 I X WJVVJVV Q.P.R. —WOLVES TTTVTTJV . - 2 - - X 1 ' 1 1 1 1 1 1 TTJTTTJJ SHSFF. U. -3VERT0N VTTTJVJT 2 - - X 2 X X ! 2 2 x X X X TJVVJVJV STCKS C. -L3ICSSTER JJJVJTTJ 1 1 - - 1 1 1 1 1 i 1 1 1 1 J VJVJTTJ TýTTENHAM -WEST HAM VTVTTTTT 1 1 2 X 2 1 1 1 X i X x X 1 JJJVTTVJ FULKAM -SUNDERLAND jTvvrrrj 1 - - - x 2 2 2 n CL 2 V 2 2 2 < Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.