Alþýðublaðið - 06.02.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 06.02.1976, Blaðsíða 9
Saga úr undirdj úpunum Mánudaginn 2. febrúar s.l. birti ,,Dagblaðið" frétt, sem er dæmigerð um ástandið í afbrota- og refsimálum á íslandi. I fréttinni er frá því sagt, hvernig íslenzk réttvísi meðhöndlar — eða öllu heldur meðhöndlar ekki — þá afbrotamenn, sem nú vaða uppi. Er sögð saga af afskiptum réttvísinnar af einum þeirra, sem nú sitja i gæzluvarðhaldi. Hefur sá nú játað á sig aðild að morði unga mannsins úr Hafnar- firði. Þetta er sagan sögð með orðum ,,Dagblaðsins": ,,Nánari málsatvik varðandi atburðinn við Hlemm haustið 1973 voru þau, að Kristján og f élagi hans töldu, að ungi maður- inn, sem hér segir sögu sína, hefði komið upp um stuld þeirra á gítar úr Hl jóðfærahúsinu þá um haustið. Sátu þeir fyrir honum við Tónabæog neyddu einhvern, sem ungi maðurinn gat ekki nafn- greint, til þess að aka sér um bæ- inn. Tvisvar sinnum þjörmuðu þeir að honum á leiðinni, en er niður að Hlemmi var komið var hann hrakinn út úr bílnum. Sögðu þeir honum, að nú ætluðu þeir að drepa hann. Kristján og félagi hans börðu nú unga manninn og spörkuðu í hann, unz hann missti meðvit- und. ,,Ég man ekki, hvað gerðist eftir það, en þeir héldu áfram að sparka", sagði hann. „Það eina, sem ég veit er, að ég vaknaði allur blautur og kaldur og mér tókst einhvern veginn að komast út á Hlemm, þar sem einhver fann mig. Uppi á slysavarðstofu kom í Ijós, að ég var allur mjög brotinn t andliti, brákað nef og kinnbein brotinn. Allar tennur voru lausar, en verst hefur mér gengið að ná mér að fullu i bak- inu. Eymslin þar taka sig alltaf upp aftur, þrátt f yrir sprautur og nudd." Kristján og félagi hans fengu skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir þetta athæfi og lét Kristján sér það greinilega ekki að kenningu verða. Ungi maðurinn sagði í viðtalinu, að hann hefði alltaf farið á dansleiki og önnur mannamót í fylgd vina og það hefði einu sinni komið fyrir, að þeir hefðu hitzt síðan atburður þessi gerðist. Var það í Þórscafé, en þá gátu vinir hans komið í veg fyrir árás Kristjáns. Þá hefur hann verið dæmdur f yrir árás á eldri konu hér í bæ og vitað er um mörg önnur afbrot, sem maðurinn er aðili að. „Þetta er allt dómskerfinu að kenna", sagði ungi maðurinn. „Þeir vita það, að þeir fá bara skilorðsbundinn dóm og geta því gengið um frjálsir ferða sinna, eftir sem áður." Þannig hljóðaði lýsingin í frétt Dagblaðsins. Sagan er óhugnan- leg og lýsir þeim aðstæðum, sem farnár eru að ráða ríkjum i undirheimum höfuðborgarinnar. Afbrotamaður þykist vita af þvi, að ákveðinn maður hafi komið upp um þjófnað, sem hann átti aðild að. Afbrotamaðurinn situr fyrir manninum að kvöldlagi, ógnar bif reiðastjóra, sem enginn veit nein deili á, til þess að aka sér um bæinn ásamt „fanga" sinum. Þar sem fátt er manna- ferða dregur afbrotamaðurinn „fangann" út úr bifreiðinni og hótar þvi, að nú skuli hann drepinn fyrir uppljóstranirnar. Er svo gengið hreinlega til þess verks og maðurinn skilinn eftir í blóði sínu mikið særður. Svo kemur íslenzka réttvísin til sög- unnar og dómurinn er „skilorðs- bundin fangavist". Sá, sem bakaði sér reiði af brotamannsins vogar sér ekki lengur á manna- mót nema í f ylgd vina vegna ótta við f rekari hef nd og í I jós kemur, að betra var að fara varlega, því i næsta skipti sem af brotamaður- inn sér „uppljóstrarann" eru það vinirnir, sem geta hindrað aðra árás. Tveimur árum síðar er svo afbrotamaðurinn settur i gæzlu- varðhald vegna hvarfs annars ungs manns og játar skömmu siðar að hafa verið valdur að dauða hans. Annars vegar er hér um að ræða Ijóta lýsingu á samvizku- lausum glæpum manna, sem virðast vera gjörsneyddir allri tilfinningu og hegða sér líkt og villidýr.Hinsvegarer um að ræða Ijóta lýsingu á íslenzku réttar- fari. Meðhöndlun samfélagsins á afbrotum eins og þessum lýsir ekki mildi, heldur forheimskun og getuleysi. Frumkrafan til • dóms- og refsivalds er ekki sú að sjá í gegnum fingur við afbrota- menn. Frumkrafan er sú að koma í veg fyrir lögbrot og vernda saklausa borgara fyrir afbrotum. Það verður ekki gert með því að siga af brotalýð á hinn almenna borgara vegna einhvers misskilnings á hvað eru mannúð- leg sjónarmið í refsimálum. Það nær ekki nokkurri átt, að sam- félagiðali vanaafbrotamenn upp í þeirri trú, að ódæðisverk þeirra séu ekki refisverð. Lögin segja eitt, framkvæmdin annað og þannig er Island orðið að skolla- leiksríki í réttarfari þar sem borgarar, sem lenda í útistöðum við afbrotamenn, fyllast slíkum ótta, að þeir verða nánast að haf a um sig lífverði til þess að forða sér frá hefnd manna, sem sam- kvæmt réttum lögum ættu að vera undir lás og slá. Engin viöskipti, sagði Olafur — viðskipti sagði flokkurinn HÉR ERU BRÉFAVIÐSKIPTIN byggja hana til annarra nota en veitingareksturs, leyfi ég mér vinsamlegast að minna á, að þetta hefur verið gert gegn mót- mælum minum sem leigutaka á eigninni, og að itreka áskilnað minn um fullar skaöabætur fyrir orðið og óorðið tjón, ef leiguréttur minn yrði fyrir borö borinn. 1 þessu sambandi ber sérstak- lega að minna á, að öll aðstaða til veitingareksturs á eigninni hafði nýlega sætt gagngerðum endur- bótum, þegar gildandi leigu- húsinu. Mátti vænta þess, að unnt yrði að stunda hag- kvæman rekstur I húsinu allan þann tima, með tiltölulega litl- um kostnaði af viðhaldi eða endurbótum, eins og að var vikið hér að framan. Tel ég yður bera skýlausa ábyrgð á þeim aðstöðumissi, sem hér er um að ræða vegna ráðstöfunar á húsinu til annarra nota. Tjón mitt vegna hans verður seint full bætt, enda enginn kostur að flytja starfsemina i annað sam- UMRÆDUR UM GÍFUR- YRDI RÁDHERRANS OG DÚMSMÁLIN Á ALÞINGI Hér fer á eftir texti yfirlýsingar stjórnar Húsbyggingarsjóðs Framsóknarfélaganna í Reykja- vík og orörétt bréfaskipti sjóösins og Sigurbjarnar Eirikssonar veitingamanns. Koma þar fram viöskipti flokksins og Sigur- bjarnar og einnig skýrt frá þvi aö þegar Glaumbær brann hafði ný- lega veriö undirritaöur samningur til fimm ára um áframhaldandi viöskipti. „Vegna skrifa I blöðum undan- farið um fjárhagsleg tengsl milli Húsbyggingasjóðs Framsóknar- félaganna i Reykjavik og Sigur- björns Eirikssonar veitinga- manns i Klúbbnum, vill stjórn sjóðsins taka fram eftirfarandi: Sigurbjörn Eiriksson leigði af Húsbyggingarsjóðnum húseign- ina nr. 7 við Frikirkjuveg, Reykjavik, undir veitingarekstur (Glaumbæ), en við þeim rekstri tók hann af Ragnari Þórðarsyni i Markaðnum. Þegar húseign sú brann i desember 1971, setti Sigurbjörn fram kröfu um að staðurinn yrði endurbyggður, eins og fram kemur i bréfum hans dags. 4. janúar og 3. mai 1972. Voru tæp 5 ár eftir af leigusamn- ingnum, en Sigurbjörn haföi ný- verið gert ýmsar ráðstafanir, sem byggðust á leigusamningn- um, m.a. ráðist i kostnaðarsamar innréttingar og varð auk þess af þeim hagnaði, sem hann byggöi á samningnum. Eftir brunann átti húseigandinn að sjálfsögðu kost á fé tii endur- byggingar hússins frá Húsa- tryggingum Reykjavikur og hefði þannig getað staðið við leigu- samninginn. Sá kostur var hins vegar valinn að selja húseignina Listasafni ríkisins. Með bréfi dags. 14. júli 1972 krafðist Sigur- björn mikilla skaðabóta, rúmlega 5 milljóna króna, vegna þess að leigusamningur væri ekki efndur. Að athuguðu máli þótti sýnt, að málaferli út af kröfum þessum gætu leitt til fjárútláta fyrir hús- byggingarsjóðinn og tafið fyrir sölu eignarinnar, en Sigurbjörn hefði getað hindrað afsal eignar- innar. Þess vegna var horfið að þvi ráði, að leysa málið sem sam- komulagi, sem gert var 17. októ- ber 1972. Skv. þvi féll Sigurbjörn frá öllum kröfum á hendur sjóðn- um gegn þvi að honum væri veitt lán til 3ja ára úr sjóðnum með góðri tryggingu aðfjárhæð kr. 2,5 milj., i þvi skyni að festa sér ann- að húsnæði til veitingareksturs. Frá þvi að ofangreint sam- komulag var gert hafa engin f jár- hagsleg tengsl verið á milli Sigur- björns Eirikssonar og Húsbygg- ingarsjóðs Framsóknarfélaganna I Reykjavik, né annarra stofnana Framsóknarflokksins. Slik tengsl höfðu aldrei myndast við Veit- ingahúsið Klúbbinn. Reykjavik. 5. febrúar 1976. Stjórn Húsby ggin gars jóös Framsóknarfélaganna i Reykja- vik.” 1. bréf Reykjavik 4. jan. ’72 Þar sem nú er liðinn meira en mánuður frá þvi að húsið nr. 7 við Frikirkjuveg brann, þá vil ég undirritaður sem leigutaki húss- ins skora á yður að hraða svo sem frekast er unnt endurbyggingu og viðgerð þess, svo að veitinga- rekstur geti hafist þar að nýju i samræmi við leigusamning frá 30. sept. s.l. 1 þessu sambandi leyfi ég mér að vekja sérstaka athygli á þvi, að mjög mikil eyðilegging á hús- inu hefur átt sér stað eftir brun- ann af völdum rigninga og mun erfiðara og kostnaðarsamara verður að þurrka húsið þvi lengri timi sem liðursvo að húsiö er opið einsognú er. Hniga þannig öll rök til þess, aö viðgerð á húsinu sé hraðað. Þá vil ég, til að fyrirbyggja hugsanlegan misskilning, taka það fram, að ég legg þann skilning i leigusamning minn viö yður að ég þurfi eigi að gjalda leigu fyrir þann tima, sem hús- næðið er óhæft til notkunar. Tel ég mig skv. þessu ekki þurfa að greiða leigu fyrir byrjaðan mánuð eða framvegis þar til hús- ið verður tekið til notkunar á ný. Með vinsemd og virðingu, Sigurbjörn Eiríksson Til stjórnar húsbyggingarsjóðs Framsóknarfélaganna Reykjavik. 2. bréf. Reykjavik 3/5 1972. Þar sem fram hefur komið, bæði i fjölmiðlum og óformlegum viðtölum manna úr stjórn yðar við mig, að ákveðið sé að selja fasteignina nr. 7 við Frikirkju- veg, sem ég hefi á leigu fyrir veitingarekstur, þá vil ég ekki láta hjá liða að taka fram, að ég tel að ég hafi átt skýlausan rétt til þess að húsið væri lagfært eftir brunatjónið og mér afhent það aftur i samningshæfu ástandi án alls óþarfa dráttar. Vil ég hér meö gefa yður til kynna, að áskilinn er allur réttur til fullra skaðabóta fyrir orðiö og óorðið tjón mitt I þessu sambandi, en leyfi mér jafnfram að vænta þess að þau mál verði leyst á samningsgrundvelli. Með vinsemd og virðingu, Sigurbjörn Eirfksson Til stjórnar húsbyggingasjóðs Framsóknarfélaganna Reykjavik. Mótt. samhljóðabréf. 3. bréf Meö tilliti tilþess, að fasteignin nr. 7 viö Frikirkjuveg hefur nú verið seld og afhent nýjum eig- anda, sem ætla mun aö endur- samningur okkar var gerður hinn 30. september 1971 og komin i það horf, sem á átti að byggja um reksturinn yfir hinn umsamda leigutima. Sú röskun á hagsmun- um minum, sem leiöir af aö- gerðum yðar til sölu á eigninni, eftir brunann i byrjun desember- mánaðar 1971, er aö sjáfsögðu þeim mun alvarlegri fyrir þá sök, hversu góður grundvöllur hafði þá verið lagður fyrir hin um- sömdu afnot hússins. Tel ég mig jafnframt hafa átt þeim mun betri rétt til þess, að húsinu yrði aftur komið i samningshæft ástand, eins og farið var fram á i fyrri bréfum minum. Það er ekki ætlunin með bréfi þessu að setja fram tæmandi kröfulýsingu á hendur yöur, heldur að benda á þær helztu bótakröfur, sem til greina koma á grundvelli samningsins frá 30. september 1971, I þvi skyni að skapa umræðugrundvöll um upp- gjör okkar i milli. Er þar einkum um að ræða eftirfarandi: 1. Missir afnothins leigða. Leigu- samingur okkar var til 5 ára frá 1. október 1971, óg voru þvi 4 ár og 10 mánuðir eftir afleigu- timanum, þegar bruninn varö I bærilegt húsnæði. Tel ég mjög varlega áætlaö, ef það yrði metið á kr. 3.500.000.00 samtals. 2. Greiðsla á keyptum innrétting- um. Samkv. 11. gr. samningsins keyptuð þér af mér allar inn- réttingar og innréttinga- breytingar á efstu hæö hússins, er ég gerði á fyrra leigutima- bili og urðu þér eigandi þeirra Af kaupverðinu kr. 1.830.000.00, höfðu verið greiddar kr. 110.000.00, þegar bruninn varö (af húsaleigu fyrir okt.—nóv. 1971) Tel ég mig eiga kröfu um fulla greiöslu á mismuninum, kr. 1.720.000.00, að frádregnum eðlilegum kostnaði af væntanlegri hitaveituinnlögn i húsið, sem innifalin var i verðinu. Hefði hann væntan- lega orðið kr. 150—200 þús. Varðandi þessa kröfu ber að árétta, að hér var um aö ræða innréttingar, sem fylgja áttu húsinu og fólu i sér breytingar á þvi, en ekki innbúi þess. Náöi vátrygging min á innanstokks- munum hússins þannig ekki til þeirra. 3. Endurgreiðsla húsaleigu. Þegar brunatjónið varð, hafði ég greitt fyrirfram húsaleigu fyrir desembermánuð, kr. 160.000.00. Tel ég mig eiga rétt á endurgreiðslu hennar, þar sem húsið varð ónothæft, ekki sizt úr þvi að húsið var ekki aftur gert nothæft. 1 sambandi við framangreindar greiðslukröfur leyfi ég mér að staðfestá, að á móti þeim aö hluta mundi koma andvirði þeirra lausaf jármuna, sem leigðir voru með húsinu frá byrjun samkv. 1. málsgr. og ekki eru lengur fyrir hendi. Tel það felast i samningnum, að þessir munir hafi verið á minni ábyrgð innan um lausafé mitt i húsinu, og sé þá aukaatriði, hvort þeir hafi farið forgörðum i brunanum eða á ann- an hátt. Beri mér þannig að skila þvi verðmæti, sem ætla megi hlutum þessum eftir eðlilega notkun og rýrnum á leigutiman- um. Kröfur þessar eru að sjálfsögðu settar fram að áskildum öllum rétti, einsog um getur að framan, en ég leyfi mér að treysta þvi, að þær verði teknar til vinsamlegrar athugunar af yðar hálfu viö fyrstu hentugleika, og að unnt verði aö laysa mál þetta með góöu sam- komulagi. Með vinsemd og virðingu, Sigurbjörn Eiriksson Og samningurinn Reykjavik, 17. október 1972 Undirritaðir aðilar, annars vegar Sigurbjörn Eiriksson, Alftanesi, og hins vegar Hús- bygginarsjóður Framsóknar- félaganna i Reykjavik, lýsa þvi hér með yfir, að öll atriði, er varða leigumála þeirra um Framsóknarhúsið eru að fullu leyst og á hvorugur kröfu á hinn vegna leigutimabilsins, er lauk við brunann i des. s.l. (Hér er m.a. átt við eftirstöðvar kaupverðs af innréttingum, ca. 1.700.000,- tryggingabætur frá Samvinnutryggingum vegna inventars og lausafjár, and virði og uppgjör lausafjármuna, er voru i eigu Framsóknarhússins og Sigurbirni eða Gróu bar að bæta, en það sem óskemmt er af munum þessum er að sjálfsögðu eign Húsbyggingarsjóðsins. Enn- fremur fellur niður hugsanlegur réttur Sigurbjörns til bóta vegna þess að leigusamningur endaði af óviðráðanlegum ástæðum (bruni) ogað húsið varekki byggt upp, en tryggingabætur greiddar út og húseignin seld öðrum). Það skal tekið fram að Húsbyggingarsj. hefur i dag lánað Sigurbirni kr. 2.500.000,- sem endurgreiöist á næstu 3 árum ásamt útláns- vöxtum banka. F.h. Húsbygginarsjóðs Fram- sóknarfélaganna i Reykjavik: Guðjón Styrkásson Kristinn Finnbogason Sigurbjörn Eiriksson Vottar: Guðmundur Tryggvason SOLKOLI Dökkar punktalinur sýna 200 milna mörkin, brotnar linur 100 milna mörk, eða miðlínur og dökku svæðin 100 milna svæðin. NÚ GÆTU BRETAR HUGSAÐ SÉR 200 MÍLUR SJÁLFIR Þeirri skoðun vex nú ört fylgi á Bretlands- eyjúm að ef við getum ekki unnið bug á Islendingum i þessu nýjasta þorskastriði, eigum við hiklaust að fara að dæmi þeirra i fiskveiðilögsögumál- um, segir i upphafi greinar i nýjasta tölu- blaði brezka sunnudags blaðsins OBSERVER. Og greinarhöfundur heldur áfram. Samband brezkra togaraeig- enda, hér skammstafað BUT (British United Trawlers), hefur sent landbúnaðarráðu- neytinu háværar kröfur um aö Bretar verði að vernda sin eigin fiskimið með tafarlausri út- færslu. Tillagan beinist aö ekki einungis 200 milna útfærslu eða að miðlinu, þar sem það á við umhverfis Stóra Bretland, heldur og að 100 mllna belti næst landi verði sérstaklega vemdað. BUT telur, að þessar ráðstafanir gætu þýtt árlega veiði áþessum heimaslóðum sem næmi 2,2 milljónum tonna. Það myndi gera okkur fært, segja þeir, að vera sjálfbjarga með um 90% af matfiskþörf okkar. Nú erum við þaö, af eigin veiðum, að 85 hundraðshlutum. t viöbót við þetta gætum við svo flutt út sem svarar 1,4 milljónum tonna til annarra fiskneyzluþjóða i Evrópu. Þorskafli Breta á íslandsmiöum nemur um 10% af neyzluþörf okkar, segja þeir ennfremur. Þetta getum viö bætt okkur upp með veiðum á heima- miöum, ef farið yröi aö okkar tillögum. Hér viðbætast svo ný- fundin lýsumið vestur af Skot- landi, sem áætlað er, að taka mætti úr um 1 millj. tonn ár- lega, án þess að stofninn biði tjón af. Norðursjávarsildin.sem nú er að ganga til þurrðar, myndi brátt rétta við, sama máli gegndi um makrilinn við suöur og suð-vestur ströndina. BUT, er sammála Islending- um i, að það er algerlega óhugs- andi, að hafa nauösynlegan hemil á ofveiði, nema strand rikið hafi óskoraða lögsögu yfir viðáttumikilli landhelgi. ALþjóðlegar reglur um kvóta- skiptingu á aflamagni hafa þegar gengið sér til húðar, og það mættikalla fulla fásinnu, aö veiða I skepnufóður nema um eðlilegan úrgang sé að ræða. Við ættum i stað kvótakerfis- ins, að snúa okkur aö reglu um leyfðar fiskveiöar ákveðins skipafjölda á tilteknum svæðum. Samfara þvi þyrfti að hafa mikla gæzlu á möskvastærö, sem notuð yrði. Þetta myndi kosta stóraukna gæzlu varðskipa og flugvéla, en hvaö um það. Tækist þetta, myndu renna upp bjartari dagar fyrir brezka togaraútgerð. En við erum nú ekki einir i heiminum! Hér myndum við reka okkur á hagsmuni ýmissa félaga okkar i EBE. Þess myndi áreiðanlega óskað að við leyfðum þeim ein- hverjar veiöar innan lögsögu okkar. Vist er um það, að Vestur-Þjóðverjar, sem nú hafa timabundinn samning við Is- lendinga myndu ekki fagna þvi, að vera að mestu útlokaðir frá Norðursjónum. Fram til þessa hafa Danir fiskað um 1,5 milljónir tonna af ýmisskonar fiski i Norðursjó. Frakkar hafa einnig tekið um- talsverðan skerf bæði þar og einnig i Ermarsundi. Talsverðar umræður hafa þegar farið fram um þessi mál milli EBE fulltrúanna i Brussel og sýnist sitt hverjum. Likur benda tU, að flestum þeirra þætti Bretum ætlaður of stór hlutur. Við skulum heldur ekki gleyma „garminum honum Katli”, Rússum. Þeir búa sig nú undir stórauknar fiskiveiðar samkvæmt 5 ára áætlun, og ganga nú hartað makrilnum við suður og suð-vestur strönd okkar. Efamál er, að rikisstjórnin sé tilbúin i eitt fiskastriðið enn og þá við Rússa. En ef svo er ekki megum við búast við að þurfa að láta þeim i té verulegan skerf með samningum. Svo ris enn eitt vandamál i viðbót. Erfitt mun verða að kenna okkar ihaldssömu húsmæðrum átið á lýsunni. Hún er talsvert lakari matfiskur en þorskurinn, og nú erum viö reyndar búnir að eyöa minnst fjórðungi milljónar punda i að sannfæra þær um, að þorskur- inn sé hinn eini, sáluhjálparlegi matfiskur. Okkur má hrjósa hugur við, að leika sama leikinn aftur með lýsuna og sjálfsagt yrði ódýrara að kaupa þorskinn af Norðmönnum eða Islending- um. Nú hefur fiskneyzla að visu dregizt verulega saman hér á Bretlandi siðan fyrir striö. Nú er talið, aö hún nemi um 18 lbs á ibúa árlega. BUT fullyrðir, að meö 100 milna friðuðu svæöi frá ströndum, sem fullt vald er yfir, þýddi það gnægð ódýrs fiskjar fyrir innanlandsneyzlu og út- flutning. Þetta er mál, segja þeir sem við veröum að leggja aðal- áherzlu á, þegar hafréttar- ráðstefnan kemur saman i næsta mánuði. l’lns&iMi lil PLA STPQ KAVE R KS M HD J A Sbw 82439-82455 Vatnogörftum 4 Boji 4064 - R*ykjævfc Pípulagnir Tökum að okkur alla pipulagningavinnu Oddur Möller löggildur pipulagningameistari Hafnarfjarðar Apótek Afgreiðslutlmi: Virka daga kl. 9-18.30 'Laugardaga kl. 10-12.30. Heigidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsingjsimi 51600. JFasteignasalanl 1 11 Lautravep-i 18^ 11 ‘-tTJ simi 17374 fP 74717 og 82209. Teppahreinsuh llrpinsum gólfteppi og húsgögn I heimahúsum og fyrirlækjum. Eruin meft nýjar vélar. Góft þjón- usta. Vanir raenn. SIGFÚS BIRGIR 82296 40491 BREIÐÁS Vesturgölu 3 simi 25144 K0STAB0D á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Simi 74200 — 74201 DÚÍIA Síðumúla 23 /ími 04900 Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Símar 25322 og 10322

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.