Alþýðublaðið - 10.03.1976, Page 5

Alþýðublaðið - 10.03.1976, Page 5
alþýöu- felaöiö Miðvikudaqur 10. marz 1976 5 Vegna stöðu sinnar er sjómaðurinn í fæstum til- vikum fær um að standa í daglegu þrasi og kröfu- gerðum um betri og tryggari afkomu. Hann verður að treysta á ein- hverja menn í landi, sem hafa verið kjörnir (og þvílíkar kosningar) til að fara með sitt mál. Við segjum að það sé mjög gott að búa i þvi þjóðfélagi, sem við búum i, og ég tel að það sé nokkuð rétt. En það gæti verið ennþá betra ef eggið gerði ekki eins miklar kröfur til hænunnar áður en þvi er orpið. Þar tel ég að meinvaldurinn sé. Kröfugerðir námsmanna Nú undanfarna mánuði hefur fólk verið að safnast saman til funda og kröfugerða, fara i göngur og iðka trimm máli sinu til stuðnings. Fyrir skömmu fóru námsmenn i hinum ýmsu menntastofnunum hér i borg i kröfugöngu um bæinn og til Menntamálaráðherra og lögðu fyrir hann kröfur sinar. Þetta var ekki hófleg beiðni um aðstoð vegna þess að kröfugöngumenn þyrftu á aðstoð að halda vegna náms i fræðum sem sum hver eru að minu mati óþörf og þjóna engum tilgangi til framdráttar þjóðinni. Nei þarna var fólk með afdráttarlausar kröfur um ölmusufé sem verður að taka úr vasa hins almenna borgara t.d. sjómannsins. Nú er ég að tala af eigin reynslu þar sem ég stunda nám um þessar mundir i einum af þeim skólum, þar sem nem- endur hafa farið fram á bætt kjör. A meðan að kjaftforir lærling- ar standa uppi á vörubilspalli niður á Austurvelli, þenja sig og blanda saman óskyldu efni eins og lánamálum og kjarabaráttu ASÍ, þá á fiskiskipafloti lands- manna i basli með að láta enda ná saman. Ég hef ekki til þessa dags heyrt nokkurn ráðherra láta i ljós þær skoðanir, að kom- ið væri til móts við kröfur sjó- manna en aftur á móti hafa tveir ráðherrar lofað náms- mönnum skjótum úrbótum og heitið þeim vasapeningum. Maður gæti haldið að það sé gott að vera námsmaður á Islandi, og það er tilfellið. En þaðjer ekki eins gott að vera sjó- maður á tslandi, það þekki ég einnig. Við vorum að færa fiskveið- lögsögu okkar út i 200 milur, þvi fiskurinn er okkar lifibrauð. Ég held að allir séu sammála um þá staðreynd. Eins veit hver SIÖMAfiURINN Bjarni Þór Kjartansson, vél- skólanemi skrifar um mólefni sjómanna og sitthvað fleira HINIR LANDI Islendingur að landið er umflot- iðsjó. Þvi finnst mér að sérhver ráðherra og námsmaður hljóti að sjá, áð ekki verður gengið fram hjá þeirri staðreynd að sjómenn eru undirstöðustétt þjóðfélagsins. Þó ætla ég ekki að ganga fram hjá bændum og iðnaðarmönnum, sem skila sinu pundi, þvi get ég ekki gengið framhjá og horft upp á lánleysi islenzka sjómannsins, án þess að leggja ocð i belg. Opinberir startsmenn Formaður BSRB kom fram i sjónvarpi fyrir skömmu vegna kröfu um verkfallsrétt opin- berra starfsmanna. Þar lét sá góði maður i ljós þá skoðun, að opinberir starfsmenn væru alltaf að dragast afturúr i þjóð- félaginu og fengju aldrei það sem þeir færu fram á. (Lélegur formaður það, og skifta þörf i þvi félagi.) Hann gerði litiö úr hlunnindum opinberra starfs- manna (sumarbúátöðum o.fl.) Það er hægt að telja hugsunarlausum blýants- nögurum trú um að þeir séu undirstaða þjóðfélagsins, en sjómaðurinn sem oft er angandi af fisklykt, hann er álitinn vera neðar i mannfélagsstiganum. Það væri ekkert ráðuneyti, eða svo margir finir kontórar, ef ekki væru menn sem kærðu sig um að gera annað en að naga blýanta. Ég nefndi það áðan, að tsland er umflotið sjó á alla vegu. Þar af leiðir að mestur hluti þess er til landsins kemur, er fluttur með skipum, og til að skip geti siglt þarf sjómenn. Sjómannadagurinn Einn dagur á ári er helgaður sjómönnum — sjómanna- dagurinn. Þá eru haldnar ræður og einstaka sjómaður heiðraður. Maður gæti haldið að þetta væru minnigarathafnir um eittvað sem liðið er. Það sést aldrei nein krafa um, að meira tillit sé tekið til sjómannsins. Það er eins og allir séu fegnir að þeir ágætu menn, sem verið er að heiðra, skulu vera orðnir svo gamlir, að af þeim stafi ekki nokkur hætta. Og eftir athöfnina eru þeir svo gleymdir. Dagarnir 1. des. og 17. júni hafa verið notaðir sem dagar sjálfstæðisbaráttu. Innan einnar menntastofnunar landsins, sem telst vera lýðveldi, er eins- atkvæðismeirihluti látinn ráða. Sá meginhluti fær inni i einum viðtækasta fjölmiðli landsins 1. des. Setjumst nú niður og hlustum á hvað þessum uppvaxandi tslendingum liggur á hjarta. Ekki heyrist orð um tsland eða innbyggja þess, ekki orð um iðnaðarmanninn, bóndann eða sjómanninn. Ekki orð um hvert gagn þeir geta gert landinu. Dagar s já If stæðisbaráttunnar 1. des. og 17. júni eru tengdir sjálfstæðisbaráttu tslendinga. Hún er tengd bónda og sjómanni meir en nokkrum öðrum. Námsmenn hér áður fyrr voru baráttumenn sjálfstæðis okkar, og þeir voru nátengdir þvi sem er undirstaða þess sjálfstæðis, bændum, sjómönnum og hand- verksmönnum. Nú eru aftur á móti hátiðisdag- arnir notaðir sem baráttudagar fyrir þjóðir og þjóðarbrot, sem fæstir af hinum málglöðu ölmusumönnum þekkja haus né sporð á. Það heyrist hvorki hósti né stuna i nokkurri málpipu varðandi okkur tslendinga, sjómenn eða aðra^nú undan- farna baráttudaga sjálf- stæðisins. Það væri mikil gæfa fyrir okkuröll.ef þaðkæmufram jafn duglegir málsvarar fyrir Island, eins og pipur þær sem gjalla hvað hæst fyrir einhverja útlenda isma, sem hæfa okkur ekki. Sjómaðurinn er einhver þarf- asti þjónn tslands. Þvi er það algerlega öfugt að farið að höggva i afkomu sjómannsins, ef stjórnarráðsmönnum tekst ekki að ná endum saman. Það sýnir að stéttin þarf á málsvara að halda, sem hefur skilning og getur komið fram fyrir hennar hönd. Námsmenn telja sig hafa nægan tima til að standa i baráttu fyrir ölmusupeningum. En sá timi sem fer i að halda fundi um baráttuaöferðir, er borgaður af almenningi. Slikar aðferðir geta sjómenn ekki notað, og i þvi felst getuleysi þeirra til sjálfstæðis- og kjara- baráttu. Kjör sjómanna og opinberra starfsmanna Eins og ég nefndi hér að framan, kom formaður BSRB fram i sjónvarpi eigi alls fyrir löngu. Hann var ekki á þvi, að opin- berir starfsmenn byggju við betri kjör, en aðrir starfsmenn i landinu. Ráðuneytisstjórinn er að leika þar skollaleik, sem ég og aðrir sjómenn lýsum frati á. Þvi að reyndin er sú, að hið eina sem sjómenn hafa fram yfir opin- bera starfsmenn, er verkfalls- rétturinn. Það er ég viss um, að ef opin- berir starfsmenn fá verkfalls- rétt, þá hvarflar ekki að forystumönnum þeirra að láta eitthvað i staðinn. Ef sjömenn fá einhverja kjarabót, þá eru það óskráð lög að þeir verða að láta eitthvað i staðinn, og á ég þá við að stofn- aður verði einhver sjóður sem tiefur framfærslu af fiskveiðum — undirstöðunni. Einnig virðast hlaðast upp ambætti hjá hinu opinbera, sem oeinlinis miða að þvi að reyta peninga af sjómannastéttinni i rikiskassann. Eins og getið hefur verið þurfum við að sækja mikinn hluta þess, sem við notum, sjóleiðina. Til þess þurfum við skip. Til þess þurfum við sjómenn. Það er liðinn timi kreppuáranna að það séu for- réttindi að komast á millilanda- skip. Nú eru vandræði að manna skipin. Af hverju? Jú, það er ekki eftir neinu að sækjast. Launin eru jafn góð i sendla- starfi i landi, og þar hefur maður fast land undir fótum, og getur eytt launum sinum áður en sjóðsstjórar ná i þau. Tollgæzlan Tollgæzlustjóri rikisins hefur sérlegan ýmugust á sjómönnum og er ekki feiminn við að láta það i ljós. Hann hefur doðrant einn mikinn, sem kerfið hefur komið sér upp.til lesningar. Maðurinn er ungur og á fyrir sér framtið sem kerfisembættis- maður. Þá er eins gott að stiga ekki út af doðrantinum. Þar fá sjómenn að finna fyrir þvi hvar Davið keypti ölið. Ég undanskil þó þá menn, sem eru til sjós og stunda smygl i stórum stil. Með þeim hef ég enga samúð. En þar vantar ekki' upplýs- ingar frá opinberum aðilum. Ekki eru sigarettur taldar upp i kartonum eða pökkum, eða vin i kössum. Nei, sigarettur eru taldar upp i stykkjatali og vin i litrum, til að geta birt sem hæstar tölur um afbrot þessara sjómannsbófa. Þegar slik mál komast upp, eru fréttir birtar jafnharðan,.og eru þá sjómenn allir undir sömu sökina seldir sem smyglarar og lögbrjótar. Eitt mál kom upp i sumar sem ég vil minnast á. t flestum eða öllum islenzkum farskipum er klefi eða skápur, þar sem geymdareru vörur, svo sem vin og tóbak umíram leyfilegt magn sem má koma með til landsins. Geymsla þessi er innsigluð af tollyfirvöldum við tollskoðun. Nú gerist það að i skipi, sem er af og til i millilandaferðum, eru til fá þúsund af sigarettum og nokkrir litar af vini i skáp, sem tollgæzlan hefur innsiglað og veit hvert innihaldið er. Tollþjónn kemur um borð og segir: „Þetta er ekki hægt. Þið eruð ekki i reglulegum ferðurn milli landa. Þessi varningur á ekki að vera hér. Siðan tilkynnti hann skip- verjum að varningurinn yrði lagður undir islenzka rikið og þeir jafnframt kærðir fyrir smygl ef þeir væru með eitt- hvert múður. Vörurnar voru siðan teknar i land, með svo miklum hraöa að með ólikindum þótti, þar eð þetta voru aðgerðir kerfisim;. Enginn af skipshöfinni vissi hvað um var að ræða, fyrr en allt var afstaðið. Hver smyglaði hverju? En litum nú á. Hvern var hægt að kæra fyrir smygl? Ekki skipsmenn, þeir höfðu ekki að- gang að þessum skáp. Hver hafði aðgang að skápnum? Toll- gæzlan. HÚN var að smygla, ef þetta var smygl. Astæðan fyrir þessari aðgerð tollgæzlunnar var sú, að nokkrir menn höfðu verið staðnir að þvi, að brjóta upp slikan skáp vegna þess sem hann hafði að geyma. En það er ekki mál tollgæzlunnar, heldur lögreglunnar. En þetta er aðeins eitt dæmi. Ég ælta að leyfa mér að nefna annað dæmi. tslenzka tollgæzlan hafði fengið nasasjón af þvi hjá erl. kollegum, að töluvert magn af áfengi hefði varið um borð i fiskiskip sem lá i erlendri höfn, en var á leið til tslands. Samkvæmt fyrirskipun islenzka Tollstjórans var gerð leit á skipinu i erlendri höfn, og fannst þar mikið af vini. Var nú ekki Tollstjóri að stiga út af doðrantinum i þessu máli? Ég hef að visu ekki stjórnar- skrána við hendina og get þvi ekki vitnað i hana, en mig minnir að skv. henni megi enginn starfsmaður rikisins siga erlendum eftirlitsmönnum á islenzka borgara. Hefði ekki heldur verið nær að leyfa skipinu að komast heim og slá þá tvær flugur i einu höggi? Samvinna tollþjóna Eitt dæmið enn. Toliþjónar þeir sem starfa fyrir embættið eru ekki alltof vel settir. Þeim er sumsé gert að passa hver annan, svo litið verður úr samvinnu gegn smyglurunum sjálfum. En þetta atriði, svo og mörg fleiri verða til þess að oft verður minna úr umsvifum toll- gæzlunnar, en ætlast er til. Með þessum orðum ætla ég að ljúka þessu greinarkorni, þótt fæst sé upp talið. sem vert er að minnast á.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.