Alþýðublaðið - 30.03.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.03.1976, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ Eiga opinberir starfs- menn að hafa verk- fallsrétt? - sjá úrslit skoðanakönnunar á baksíðu Hún fylltist ofsahræðslu og faldi sig í mannlausu húsi.. í þessu húsi leitaöi stúikan skjóls aöfaranótt miöviku- dagsins 20. nóvember. Viö rannsókn málsins gat hún bent á ákveöiö herbergi sem hún hélt sig i um nóttina. Myndirnar tvær af Geirfinni Einarssyni. Myndin sem dreift var til fjölmiöla var tekin áriö 1968, eöa sex árum áöur en hann hvarf. Hin myndin var tekin fimm árum seinna eöa áriö 1973. Lögreglan f Keflavik fékk þá mynd stuttu eftir aö þeirri eldri haföi veriö dreift og taldi aö þaö myndi aöeins rugla fóik I riminu ef nýja myndin birtist lika. Margir eru á öndveröum meiöi viö lögregl- una og telja, aö hér hafi veriö um mistök aö ræöa sem hafi reynzt afdrifarik viö rannsókn málsins. —SG Þriðjuda gs- kvöldið 19. nóvem- ber árið 1974 hefur orðið örlagarik fyrir marga. Um kl. 22.30 það kvöld hélt fólksbifreið frá Reykjavik til Keflavikur og staðnæmdist við dráttarbrautina þar um kl. 23.30. Bilst jóri og farþegar utan ein stúlka stigu út og gáfu sig á tal við nokkra menn sem biðu við bát er bundinn var við bryggju. Allir nema einn fóru siðan um borð i bátinn og haldið var frá landi. Samkvæmt fram- burði vitna lét Geirfinnur Einar- sson lifið i þessari för. Stúlkan sem sat i Dil- num fylltist ofsahræðslu og kveðst hafa óttast um lif sitt, enda orðið heyrn- arvottur að þvi er rætt var um að ákveðinn mað- ur þyrfti að hverfa. Hún læddist út úr bilnum og faldi sig um nóttina i mannlausu og heldur óhrjálegu húsi þarna skammt frá . Þar dvaldi hún það sem lifði nætur en komst til Reykjavikur á puttanum daginn eftir. Það var siðan ekki fyrr en liðlega tveimur árum seinna, sem hún skýrði frá þvi sem hún varð Ekið var aö dráttarbrautinni þar sem nokkrir menn biöu. - • »» !■» yttr Frá þessari bryggju var lagt upp i hina örlagariku sjóferö. Ekki hefur veriö upp- lýst hvaöa bátur var notaður og ekki er vitaö hver stjórnaöi honum. sjónarvottur að, en þá hafði hún orðið fyrir hót- unum sem ollu þvi að hún leitaði til lögreglunnar. A þessum tveimur ár- um hafði staðið yfir ein viðtækasta rannsókn á mannshvarfi sem um get- ur hérlendis. Lýst var eft- ir mönnum, dularfull simtöl fengust ekki upp- lýst, leitað var að ákveð- num bifreiðum um nær allt land þog þar fram eftir götunum. Hvorki gekk né rak, lögreglan virtist standa uppi ráðþrota og allt útlit var fyrir að þarna væri um óleysanlega gátuað ræða. Frá þvi að stúlkan gaf ákveðnar upplýsingar um máliö i janöar s.l. hefur fátt verið meira rætt en Geirfinnsmálið og von- andi tekst að uppiýsa það til fulls. Hér birtast myndir frá Keflavik sem koma við sögu þessa máls. —SG ÞÚ SKULDAR TVÖ ÞÚSUND DOLLARA í BEINHÖRÐUM GJALDEYRI! — sjá bls. 2 I ÚDAVERDBÓLGUNNI: HUSALEIGA LÆKKUO! I þeirri flóöbylgju verðhækkana sem yfir ganga glóir þó á eina perlu: Húsaleiga I hjónagöröunum nýju hefur verið lækkuð um 25% frá áöur auglýstu veröi. Akvöröun þessi var tekin á grundvelli athugana töldu sig geta fengið leigt húsnæöi úti í bæ fyrir minna verö, auk þess aö hægt væri að fá stærra húsnæöi en það sem boðiö er upp á í hjónagörðunum fyrir sama vcrö. Nánsmenn bentu á visitölu framfærslukostnaöar og þær tölur sem uröu niðurstaða könnunar á fram- færslukostnaöi námsmanna og Lánasjóöur islenzkra námsmapna gekkst fyrir. Fallizt var á rök þeirra og leigan var lækkuö. Sjá bls. 7. Embætti umboðsmanns Alþingis þarf að setja á stofn hér Embætti umboðs- manns Alþingis þarf að setja á stofn hér á landi hið bráöasta. Að visu var samþykkt þings- ályktunartillaga árið 1972 um að rikisstjórn- in léti undirbúa frum- varp til laga um um- boðsmann. Forsætisráðherra fól siðan Sigurði Gizurar- syni, sýslumanni, að semja frumvarpið og skilaði hann þvi, ásamt greinargerð i marz 1973. Siðan hefur ekki ert gerzt. Á fundi i félaginu islenzk réttarvernd, sem haldinn var að Hót- el Esju 24.marz flutti Sigurður Gizur^rson er- indi um umboðsmann Alþingis. Þar kom meðal annars fram að almenningur á hinum Norðurlöndunum er mjög ánægður með störf umboðsmanna. Þetta kemur fram hjá fólki bæði utan þings og innan, enda er það rikj- andi skoðun. að auð- veldara sé að hreyfa er- indum við stjórnvöld eftir að umboðsmennir- nir tóku til starfa. Sjá bls. 4—5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.