Alþýðublaðið - 30.03.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.03.1976, Blaðsíða 2
2 STJÖRNMÁL Þriðjudagur 30. marz 1976. blaöíö1' ——Ö-tg-eftnrd-h—Ai-þý-ftirfttrirkttriirn-r- Rekstur: Reykjaprent hf. Tækni- legur framkvæmdastjóri: Ingólfur Steinsson. Ritstjóri og ábyrgöar- maður: Arni Gunnarsson. Ritstjóri: »ighvatur Björgvinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Bjarni Sig- tryggsson. Aðsetur ritstjórnar er I Siöumúla 11, simi 81866. Auglýsingar: simi 28660 og 14906. Prentun: Blaðaprent h.f. .Askriftarverð: 800 krónur á mánuöi og 40 krónur i lausasölu. alþýóu blaóíó Hin gleymda stétt 5 Þegar rætt er um kjaramálin og að náðst haf|| samningar milli aðila vinnumarkaðarins þá vilj^g menn gleyma því, að málefni eins fjölmenns hóp^ launþega — starfsmanna ríkisins — eru ekki leyst|gj Þetta er raunar ekki í fyrsta sinn, sem menn — viljjj andi eða óvil jandi — gleyma Bandalagi starfsmannaS; rikis og bæja í umræðum um kjaramál. öll blöð erÆ full af fréttum og frásögnum þegar launþegar á hin2 um frjálsa vinnumarkaði heyja kjarabaráttu. En e|~jj starfsmenn ríkisins eiga í hlut, þá þegja blöðin ogj'i aðrir f jölmiðlar. Það er eins og BSRB haf i ekki öðK ast viðurkenningu sem launþegasamtök enda þót|| innan þess vébanda megi finna ýmsa mestu lág- launahópa í þessu landi. Barátta BSRB snýst að þessu sinni ekki einvörð- ungu um kaup og kjör. Opinberir starfsmenn berjast nú fyrir því að öðlast réttindi, sem aðrir launþegar • hafa notið árum og áratugum saman. Opinberife starfsmenn vilja fá að öðlast þau sjálfsögðu mann-jj;: réttindi að fá að leggja verðmætamat á vinnu sina og fá að ráða því sjálfir, hvortþeir vilja selja hana á þvP verði, sem boðið er, eða ekki. Verkfallsréttur er auðJí vitað sama réttindamál fyrir opinbera starfsmenr og aðra launþega og þegar tillit er tekið til þess, hve oft er búið að lofa opinberum starfsmönnum þeir réttindum og hve oft er búið að svíkja þau loforð- þc er eðlilegt, að þeir séu orðnir þreyttir á biðinni vilji fá að sjá eitthvað gerast í málinu. Margir þeirra, sem telja verkfallsrétt sjálfsögðP mannréttindi fyrir launafólk á hinum frjálsa vinnu® markaði, Ifta öðrum augum á slík réttindi hjá opin-® berum starfsmönnum. í slíkri afstöðu er fólgin al® varleg þversögn. Auðvitað á það ekki að skipta máll® varðandi slík atriði hjá hverjum launþeginn starfar.® Þaðer að sjálfsögðu lítiðsamræmi í því ef hægt er ad® svipta launþega félagslegum réttindum við það eitlB að hann f lytur sig til í starfi — f rá einkaatvinnurek® enda og yfir til ríkis eða sveitarfélags. Það er eðlfli starfans, sem málinu skiptir, en ekki hitt, hver greiðJB ir launin. Og eðli flestra opinberra starfa er ekki éH þann veg, að það réttlæti, að opinberir starfsmenrB hafi ekki sama samningsrétt og aðrir launþegarH Krafa BSRB um fullan samningsrétt fyrir opinberöj| starf smenn er því réttlát og eðlileg og allir þeir, serrg vilja styðja að auknum félagslegum réttindurr|§g launafólks, ættu að styrkja opinbera starfsmenn jgg þeirri baráttu. Alþjóðadagur fatlaðra: Síðastliðinn sunnudag var haldinn Alþjóðadagurp fatlaðra. Einkunnarorð dagsins voru: "Fatlaðir jg| starfi." Samtök fatlaðra notuðu daginn til þess acjgg skýra fyrir almenningi þá aðstöðu til starfa, serr^ fötluðu fólki er búin í samfélaginu, og æskja úrbóta«p Flest það, sem f ram kom um þetta efni, hlýtur a<£ vekja fólk til alvarlegrar umhugsunar. Fatlað^tí fólkið á sama rétt og aðrir þegnar þjóðfélagsins | m.a. þann sjálfsagða rétt að fá að starfa og a störfum þess og vinnuframlagi sé sýnd virðing a samfélaginu. En mikið skortir til þess að svo sé. Á þess að heilbrigt fólk geri sér fulla grein fyrir þv leggja heilbrigðir samborgarar og þjóðfélagið sjálf marga steina í götu fatlaða fólksins — og flesti þessara steina eru lagðir þar alveg að þarflausu og. án umhugsunar eða umhyggju. Fatlaða fólkið á við marga erfiðleika að glíma, sem þeir, sem heilbrigðir eru, þekkja ekki. En fatlaðir biðja ekki um vorkunnsemi eða náðarbrauð frá okkur hinum. Þeim er miklu meira virði að fá viðurkennt að þeir eigi sama rétt og aðrir — m.a. þann rétt að fá að sjá sér farborða með vinnu hugar og handa og öðlast þá lífshamingju sem því fylgir að fá að vera þátttakendur í því, sem er að gerast, en ekki aðeins áhorfendur. Það þarf ekki að kosfa annað en eðlilega umhyggju — sömu umhyggju og samfélagið sýnir fullfrískum manni, sem leitar að vinnu við sitt hæfi. Fatlað fólkl geturverið nákvæmlega jafn nýtir þjóðfélagsþegnarH og þeir, sem heilbrigðir eru og það hef ur áhuga á að[“" svo geti orðið. Þá viðleitni fatlaða fólksins eigum við að styðja. Gleymskan er slæm, en vorkunnsemin getur þó verið verri. Það er ekki meðaumkun,, sem fatlaðir æskja, heldur skilningur á því að það verður að fá að lifa eðlilegu lífi eins og annað fólk og það kostar okkur miklu minna, en við höldum, að gera því það kleift. Skuldabvrðin við útlönd nemur nú tvö bús- und dollurum á hvert mannsbarn í landinu 2 DOLLARAR AF HVERJUM 10 SEM AFLAST MEÐ ÚTFLUTN- INGIFARA í VAXTA- GREIÐSLUR OG AFBORGANIR „Viö höldum nú f annaö sinn aðalfund i skugga gifurlegrar veröbólgu sem i tvö ár hefur verið um 50% hvort áriö eöa 113% ef bæði árin eru tekin saman. A sama tima hafa inn- lán í Iðnaðarbankanum aðeins aukizt um 62% og er hann þó fyrir ofan meöallag i banka- kerfinu. bannig komst Gunnar J. Frið- riksson, formaður bankaráðs Iðnaðarbanka tslands, að orði i ræðu á aðalfundi bankans i vik- unni er leið — er hann gerði efnahagsmálin að umræðuefni, og bætti við: ..Þetta þýðir að hlutfallsleg geta bankans til þess að sinna þörfum viðskiptavina sinna hefur minnkað um helming eða þvi sem næst. A sama tima eykst þörf fyrir- tækjanna á fyrirgreiðslu. Þessar staðreyndir segja okkur það, að verði áframhald á óðaverðbólgu, sem þvi miður allt bendir tií, er framtið iðn- aðarins og annarra atvinnuvega stefnt i hreinan voða, auk þess sem slikt verðbólguástand hlýtur að leiða til upplausnar i þjóðfélaginu. Ég vil þvi ljúka jiessum orðum minum með áskorun, já, kröfu um það, að hversu óvinsælt það kann að vera þá séu gerðar nauðsyn- legar ráðstafanir til þess að stöðva þennan hrunadans.” Skuldafen Ofangreind voru lokaorð i ræðu Gunnars, en i upphafi ræðu sinnar fjallaði hann um skuldabyrði islenzku þjóðar- innar erlendis, hve mikil þau væru að umfangi og hver áhrif þeirra væru orðin á islenzkt efnahagslif. Um það fórust Gunnari svo orð: Þjóðarframleiðsla og þjóðar- tekjur eru helztu mælikvarðar um afkomu þjóðarinnar hverju sinni. Aætlað er, að árið 1975 hafi þjóðarframleiðslan minnk- að um 3-4% en árið 1974 minnk- aði hún um 3%. Talið er, að þjóðartekjur muni hafa minnk- að ennþá meira eða um 8%, og er það vegna versnandi viðskiptakjara. I Aætlað er, að heildar- fjármunamyndun þ.e.a.s. fjárfesting hafi minnkað á árinu 1975 um rúmlega 3% en árið 1974 jókst hún um tæp- lega 7%. Aðal ástæðan fyrir þess- ari minnkun cr gifurlegur samdráttur i fjárfestingu at- vinnuveganna cða um 16% en á hinn bóginn jukust opin- berar framkvæmdir um hvorki meira né minna en 18- 19% og er það ástæðan fyrir þvi að fjármunamyndunin minnkaði ekki meira en áður er getið. m~ m\ Jr-pL Gunnar J. Friðriksson, formaður bankaráðs Iðnaðar- bankans. ■ Útlán viðskiptabank- anna að undanskyldum afurðarlánum og lánum til Framkvæmdasjóðs jukust á árinu um 15%, samanborið við 42% aukningu samsvar- andi lána árið áður. ■ Heildarútlán banka- kerfisins jukust hins vegar um tæplega 35% á árinu og munar þar mest um skuldasöfnun ríkissjóðs við Seðlabankann. ■ En skuldir rikissjóðs jukust um tæplega 6.8 millj- arða króna sem er tvöfalt meiri aukning en árið 1974. ■ A sama tima batnaði lausafjárstaða innlánsstofn- ana gagnvart Seðlabank- anum um nær 3 milljarða króna árið 1974. ■ H i n gifurlega skuldasöfnun rlkissjóðs við Seðlabankann átti drýgstan þátt i þvi að viðhalda þenslu og óhagstæðum viðskipta- jöfnuði. ■ Samkvæmt bráða- birgðatölum um viðskipta- jöfnuðinn 1975 varð hann óhagstæður um tæpa 22 milljarða króna en 1974 varð hallinn 15,5 milljarðar króna, heildargreiðslujöfn- uðurinn við útlönd var óhag- stæður um tæpa 5 milljarða króna. ■ i árslok var netto gjaid- cyrisstaðan neikvæð um nær 3.4 milljarða króna. ■ Hin óhagstæða þróun á stöðu þjóðarbúsins við útlönd hefur leitt til sivaxandi lán- taka erlendis. Arið 1975 juk- ust erlend lán til lengri tima en 1 árs um 31,2 milljarða króna eða 75%. ■ Illutfall þessara lána af þjóðarframleiðslunni var i upphafi ársins um 31% en jókst i um það bil 41% i árslok, — sé miðað við þær bráðabirgðatölur sem til staðar eru nú. | i árslok 1975 voru þessar skuldir 72,6 milljarðar króna eða um 425 milljónir dollara sé miðað við gengi i árslok. I Þetta samsvarar þvi um 2 þús. dollurum eða á núver- andi gengi um 350 þús. kr. á hvert mannsbarn i landinu. I En ekki er öll sagan sögð, þvi á sama tima og við höfum aukið lántökur okkar í þvi mæli sem ég hefi hér greint frá, þá hafa lánskjör á crlendum mörkuðum versn- að, vextir hækkað og láns- timi styst. I Greiðslubyrðin þ.e.a.s. hlutfallið milli afborgana og vaxta-greiðslna af þessum löngu lánum hefur því stór aukist. Arin 1970-1974 var greiðslubyrðin að meðaltali 10,7% af útflutningstekjum. i ársbyrjun 1975 var þetta hlutfall 11,2% en i árslok var það komiö i 14,8%. | Hlutfall þetta mun enn vaxa á næstu árum og ekki er óvarlegt að áætla að það verði komið i 20% á næsta ári eða þar næsta. Þetta þýðir, að þá fara tveir dollarar af hverjum 10 sem við öflum með útflutningi beint til greiðslu vaxta og afborgana. | Og rétt er að taka fram að hér er eingöngu verið að tala um erlend lán til lengri tima en 1 árs, og ótaldar eru lántökur sem farið hafa i að styrkja gjaldeyrisstöðu landsins. | Væru þvi allar okkar skuldir erlendis teknar með er raunveruleg greiðslubyrði töluvert hærri en þessar tölur. Eðlilegt er að spurt sé. Hvert stefnir? Er hægt að halda áfram að auka opin- bera fjárfestingu og sam- neyslu en takmarka fjárfest- ingu og rekstrarlán fram- leiðsluatvinnuveganna? Hve mikið mega erlendar skuldir aukast? Hvað verður ef við getum ekki staðið i skilum? Þetta eru spurningar sem upptaka hugi allra sem að hér eru inni og sem æskilegt væri að efnahagssérfræð- ingar þjóðarinnar gæfu skýr og greinargóð svör við. —BS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.