Alþýðublaðið - 30.03.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.03.1976, Blaðsíða 6
Þriðjudagur 30. marz 1976. SiL U" ið — segir í ályktun frá Bandalagi kvenna í Reykjavík Aöalfundur Bandalags kvenna I Reykjavik, haldinn 8. og 9. febrúar sl., hefur sent frá sér eft- irfarandi ályktun: 1. Aðalfundurinn vill þakka menntamálaráðuneytinu fyrir að hafin skuli vera endurskoð- un barnaverndarlaganna og treystir þvi að hún verði sem fyrst til lykta leidd. 2. Fundurinn beinir þeirri áskor- un til heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins, að komið verði hið bráðasta upp ráðgjafar- og hjálparstöð fyrir andlega og likamlega þroska- heft börn, þar sem sjúkdóms- greining geti farið fram. Ætti þá einnig að koma til tilkynn- ingaskylda af hálfu lækna, ljósmæðra, fæöingarheimila og ungbarnaeftirlits. 3. Fundurinn óskar eindregið eft- ir því, að athugaður veröi sá möguleiki að koma upp fleiri dagheimilum handa þroska- heftum börnum, og einnig vist- heimili fyrir þau börn utan af landi, er verða að dveljast i Reykjavik til lækninga vegna sjúkleika sins. 4. Fundurinn vill skora á menntamálaráðuneytið að reglugerö um sérkennslu veröi gefin út svo fljótt sem unnt er. 5. Aðalfundurinn fer þess á leit viö borgaryfirvöld aö komið verði á ungbarnaeftirliti f öll- um úthverfum borgarinnar og óskar eindregið eftir, að likar deildir séu undir umsjón barnalækna. Jafnframt fagnar fundurinn þvi sem áunnizt hef- ur í þessum eöium. 6. Aðalfundurinn beinir þeirri eindregnu ósk til borgaryfir- valda.aðsvofljóttsem unnt er verði gerðar ráöstafanir til aö auðvelda fötluðum að fara ferða sinna (t.d. i hjólastól) og þá meðal annars með þvi að hafa hliðsjón af sliku við gerð og lagfæringar opinberra bygginga og skipulagningu umferðar. 7. Aðalfundurinn skorar á borg- aryfirvöld, aðhlutast til um að komið verði upp i borginni úti- búi frá Slysavarðstofu Borgar- spitalans, sem hefði þaö hlut- verk að sinna minni háttar meiðslum barna frá kl. 9—6 á daginn. Aður fyrr létu Land- spitalinn og Landakotsspital- inn slika þjónustu I té. Fundur- inn vill benda á, hve nauðsyn- legt slikt er vegna mikils álags á Slysavarðstofunni. 8. Aðalfundurinn skorar á borg- aryfirvöld að fjölga nú þegar dagvistunarstofnunum, þ.e. dagheimilum, leikskólum og skólaathvörfum. I barnagæzlunefnd eiga sæti: Jóna Kristin Magnúsdóttir, Bryndis Zoé'ga, Brynhildur Skeggjadóttir, Sólveig Matthias- dóttir og Ásta Gunnarsdóttir. Mál dr. Braga - svör og andsvör RADHERRA: DOMNUM VERDUR ÁFRÝJAD! ,,Ég vil ekkert segja um nýuppkveðinn dóm I máli Braga Jósepssonar gegn rikissjóði. Ég hef ekki enn séð dóminn, né dómsforsendur og get því ekki tjáð mig um málið,” sagði menntamáiaráðherra, Vihjálm- ur Hjálmarsson, i samtali við Alþýðublaðið I gær. ,,Ég held ég segi bara eins og Ólafur, ekki tjáir að deila við dómarann. Hins vegar get ég sagt það strax, að þessum dómi verður áfrýjað til Hæstaréttar, og það er alls ekki ljóst hver verður niðurstaða hans.” Yfirlýsing ráðherra t fyrradag, barst blaðinu yfir- lýsing frá menntamálaráð- herra, vegna orða, sem höfð hafa verið eftir dr. Braga Jósepssyni I fjölmiðlum undan- farna daga. — Vegna endurtek- inna fullyrðinga dr. Braga Jósepssonar, sem birzt hafa I dagblööum, um að uppsögn hans úr starfi deildarstjóra í menntamálaráðuneytinu, hafi verið byggð á röngum upplýs- ingum frá ráðuneytisstjóra, skal þetta rifjað upp: í fréttatilkynningu frá menntamálaráðuneytinu, dags. 13. desember 1974, er getið um ástæður fyrir uppsögninni. Eru eingöngu tilfærð atvik, sem áttu sér stað eftir stjórnarskiptin 1974 og aðeins vitnað til um- mæla dr. Braga Jósepssonar sjálfs. Allt tal um, að uppsögnin hafi verið byggð á röngum upplýsingum er þvi markleysa. Fleiri missagnir eru i þvi, sem blöö hafa eftir Braga Jósepssyni, en þær skipta minnu. — „Misskilningur dr. Braga” — „Fróðleiksfýsn Alþ.bl.” Alþýðublaðiðspurði ráðherra, hvaða fleiri missagnir væri átt við i ofangreindri fréttatii- kynningu. — Mér þykir vænt um aö þið leitið eftir upplýsingum þar að lútandi. Það ber merki um sannleiksást og fróðleiks- fýsn. Þessar fleiri missagnir, sem minnzt er á i fréttatilkynn- ingunni, eru tvenns konar. Annars vegar þar sem Bragi segir, aö ég hafi ekki séð ástæðu til að bjóða honum annað starf, er ég vék honum úr embætti deildarstjóra. Þetta er mis- skilningur hjá Braga. Astæðan var sú, að ég kom einfaldlega ekki auga á neitt starf, sem ég gæti boðið honum.” „Hitt atriðið er varðandi þá yfirlýsingu Braga, að starfsfólk ráðuneytisins hafi komið að máli við mig á sinum tima og reynt að fá mig ofan af þeirri ákvörðun að vlsa honum úr starfi. Ég kannast ekki við, að slikt hafi gerzt. Hins vegar kall- aði ég starfsfólk ráðuneytisins á minn fund og skýrði frá ákvörðun minni, að vikja Braga úr starfi deildarstjóra.” —GAS BIRGIR: EG STÝRIEKKI RAÐHERRANUM „Ég var aö koma heim erlendis frá og hef þvl ekki séð dóminn,” sagði Birgir Thorla- cius ráðuneytisstjóri i menntamáiaráöu- neytinu I gærdag. „Mér hefur þó verið sagt frá meginniðurstööum dómsins.” Fékk Bragi ekki 3,5 milljónir, en fór fram á 35?” Hvað segir þú um þá yfirlýsingu dr. Braga Jósepssonar, að þö eigir að láta af embætti vegna embættisafglapa, þar sem dómurinn hafi komist aö þeirri niöurstööu að brottvikningin hafi verið ólögmæt? „Bragi virðist halda, að ég stýri ráð- herranum, en sannleikurinn er sá, að ráö- herrann stýrir okkur.” En vilt þú ekkert segja um meginniður- stöður dómsins? „Ég veit ekkert um þetta. Þakka þér.” — GAS »GAF BRAGA MÍN BEZTU MEÐMÆLI« Menntamálaráðherra og dr. Bragi Jósepsson eru ekki á eitt sáttir um viðbrögð starfsfólks fræðsludeildar menntamálaráðuneytisins við brottvikningu dr. Braga. Blaðið hafði þvi samband viö Þorstein Einarsson I- þróttafulltrúa, sem hefur starfað I ráðuneytinu um nokkurra ára skeið. „Þetta var og er mjög viðkvæmt mál. Gerðist þetta allt mjög snögglega á sínum tima. Það verður að segjast eins og er, að uppsögnin kom mér mjög á óvart. Ég haföi aldrei trúað að úr þessu yrði, þ.e. að Bragi yröi rekinn,” sagði Þorsteinn. „Það var ráðherra sem kallaði okkur starfsfólk fræðsludeildar á sinn fund og sagði okkur hvernig málið liti út. Ég hafði orð fyrir okkur starfsfólkinu á fundinum. Vil ég ekki vera að endurtaka þau orð min, en ég gaf Braga min beztu meðmæli, enda átti hann allt hiö bezta skilið af okkur öllum,” sagði Þorsteinn að lokum. — GAS □ Athugasemd við ummæti lögreglustjórans á Höfn Formaöur tsienskrar réttarvernd ar, dr. Bragi Jósepsson, hefur beöið Alþýðu biaðið aö gcta þess, af gefnu tilefni, að félagið tslenzk réttarvernd hefur ekki haft með höndum rannsókn á hátfðnitækjum eða öðrum hljóð- tækjum, sem nú hafa veriö bönnuð I fangelsum hér á landi. Hann kveður rannsókn á tilvist þeirra og notkun hafa veriö i höndum dóms- málaráðuneytisins. Hins vegar hafi íslenzk rétt- arvernd átt hlut að ábendingum um slik tæki og hafi dómsmálaráðuneytið gefið félaginu kost á þvi að fylgjast með rannsókn þeirri, sem gerð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.