Alþýðublaðið - 30.03.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 30.03.1976, Blaðsíða 9
8 HORNIÐ ___ _______ íslenzka tonlist í íslenzka útvarpið! Gamall og tryggur hlustandi rtkisútvarpsins leit inn til okkar á dögun- um og vildi koma á fram- færi i Hornið ábendingu til tónlistardeildar rikis- útvarpsins. Þessi ágæti kvaðst vilja heyra meira af islenzkri tónlist i tón- listartimum útvarpsins, og þá gjarnan lög eftir Inga T. Lárusson, Eyþór Stefánsson og 12. septem- ber, svo nokkur tónskáld séu nefnd. Hann kvað þetta vera skoðun margra kunningja sinna, eldra alþýðufólks, sem hefði hlustað og hlustaði enn á útvarpið þótt sjónvarpið væri komið tíl sögunnar. maður Útvarpsráð - þegar menn verða að saltstólpum Fyrir nokkru var samþykkt i út- varpsráði tillaga frá Friðriki Sófussyni, sem gengur i þá átt að fækka þeim þjóð- málablöðum, sem njóta þeirrar sér- stöðu, að úr þeim er lesið á mánudags- morgnum. Aðra daga vikunnar er lesið úr leið- urum dagblaðanna eins og kunnugt er. Margt bendir til þess, að þessi úrdráttur úr leiðurum dagblaða og þjóðmálablaða sé mjög vinsælt efni. Óhætt er að segja, að mikill fjöldi þeirra sem áhuga hafa á stjórnmálum, hlusti á þennan lestur, ef þeirgeta komið þvi við. Og það jafnvel þótt þeir hafi aðstöðu til að lesa blöðin sjálf á eftir. Að vissu leyti má segja, að þessi dag- skrárliður útvarpsins hafi algera sér- stöðu, þ.e.a.s. meðal fastra dagskrár- liða. Sérstaðan liggur fyrst og fremst i þvi, að þarna eru fluttar skoðanir. Það er einmitt hræðslan við skoðanir, sem gerir rikisútvarpið að dauðum og andlausum fjölmiðli. Þar er hlutleysis- stefnan svo herfilega mistúlkuð, að skoðanaágreiningur og frjáls skoðana- skipti um hin ýmsu málefni verða að þoku, sem hefur deyfandi áhrif á fólk. Dæmigert rikisbákn Af tvennu illu má ef til vill segja, að sjónvarpið sé þó skömminni skárra en hljóðvarpið. Þar hafa þó sést tilþrif, sem benda til þess, að það séu ekki allt eintómar vofur, sem þar starfa heldur lifandi fólk, sem skynjar mannlifið, þjóðfélagið og einstaklinginn. Þrátt fyrir þessa viðleitni er ljóst, að drungi rikisbáknsins vinnur seig- drepandi á hverjum ljósgeisla, sem kemst inn fyrir dyr þessarar stofnunar. Það er mikil ábyrgð, sem hvilir á hverri þeirri rikisstofnun, sem hefur einokunaraðstöðu i landinu. Það er ein- mitt slik aðstaða, sem rikisútvarpið hefur, og það er hörmulegt til þess að vita, að almenningur i landinu skuli láta sér gott þykja. Ekki bæta stjórnmálamennirnir úr En þó að rikisbáknið sé slæmt, verður vart sagt, að þjóðkjörnir fulltrúar okkar á Alþingi geri mikið til að bæta úr skák. Allir þykjast þeir þó berjast fyrir lýð- ræði. En þegar tii kastanna kemur, eru minnihlutahópar i þjóðfélaginu miskunnarlaust fótum troðnir. Og þetta gera þingmenn okkar með bros á vör og án þess að nenna að hugsa um málin. Þegar lifandi menn verða að saltstólpum 1 útvarpsráði sitja menn, sem til þess eru kjörnir af Alþingi. Þetta eru stjórn- málamenn að þvi leyti, að þeir eru kjörnir samkvæmt pólitiskri uppstill- ingu. Sumir þessara manna eru fullir af umbótaanda i upphafi. En eftir að andi kerfisins er búinn að umlykja þá nokkra stund, breytast þeir i saltstólpa. Ef til vill væri réttara að kalla þá kerfisþræla. Það kom i hlut Friðriks Sófussonar að gerast málsvari þeirra, sem vilja kæfa rödd minnihlutahópa i þjóðfélaginu. Rökstuðningur Otvarpsráðs að lands- málablöðin séu of mörg er fyrir neðan allar hellur. Spurningin hlýtur fyrst of fremst að snúast um það, hvort eigi að lesa þessa leiðara eða ekki. Það má vel vera að það sé hagræðing fyrir kerfis- menn útvarpsins að þeim sé fækkað þannig að þeir geti skipulagt og staðlað prógramið. Hinni spurningunni virðist algerlega gleymt: Hvað segir fólkið eða hvað vill fólk heyra? Það sem á bak við þetta liggur er þó fyrst og fremst það, að reyna að kæfa niður raddir, sem kerfismönnum finnst of háar. Og til þess að réttlæta svinariið eru einstök málgögn kerfismanna iátin fljóta með. Lesandi blaðsins Utvarpið er ódýrt þrátt fyrir allt! Alþýðublaðinu barst athugasemd frá "útvarpsmanni”, vegna fréttar er birtist I blaðinu þriðjudaginn 22/3’76. Til GÁS á Alþýðublaðinu. Þú reiknar út i blaðinu hvað kosti að hafa útvarp og sjónvarp. ,,Þaö er þvi oröinn dýr munaður aö hlusta á hljóðvarp og horfa á sjónvarp þessa dagana. Hvorki meira né minna en 16 þúsund krónur á ári, eða tæpar 44 krónur á dag.” Já, það er nú meira hvað þetta er dýrt. Hvað kostar livert eintak af Alþýðublaðinu og hvað kosta fjórar sigarcttur á dag? ódýrt er nú útvarp og sjónvarp miöað við þetta hvorttveggja — eða hvað finnst þér? Væri ekki nær lagi, að þetta kostaöi 100 krónur á dag. „Útvarpsmaður” VETTVANGUR Þriðjudagur 30. marz 1976. Ma^a" alþýóU' blaöið Þriðjudagur 30. marz 1976. 3 VETTVANGUR 9 FYRIR SER A AUSTFJORÐUM? Helgi F. Seljan alþingismaður hefur lagt fram tillögu til þings- ályktunar um að Alþingi skori á rlkisstjórnina að hafnar verði til- raunaveiðar á rækju á djúpslóð- um fyrir Austurlandi. Til þessara veiða verði fengin a.m.k. tvö skip, og verði rekstur þeirra i samráði við fiskifræðinga. Leggur hann til, að veiðitilraunir þessar standi eigi skemur en þrjá mánuði. 1 greinargerð þingsályktunar- tillögunnar, segir Helgi, að til þessara tilraunaveiða þurfi veru- legan fjárstuðning, eða þá að rik- ið sjálft stæði beinlinis aö veiðun- um. Aukakostnaður er mikill i byrjun, og áhættan of stór fyrir útgerðaraðila til að stunda veiðar sem þessar. Einnig rikir enn mik- il óvissa hvernig til tekst, jafnvel þó horfur séu góðar. Helgi telur að málið sé það brýnt að skipu- legar veiðar eigi að hefja á sumri komanda, með beinni aðstoð op- inberra aðila, svo sem Fiski- málasjóðs, og undir umsjá Haf- rannsóknarstofnunar. Helgi bendir á, að hér þurfi ákveðnar og skipulegar aðgerðir þegar i stað, þvi nú eru jafnvel uppi tillögur um að leggja þorskveiðibátum i 2—4 mánuði á næsta sumri. Sjálf- sagt þykir þvi að leitað sé allra leiða til þess að hér geti opnast nýjar veiðislóðir fyrir þorskveiði- báta okkar. n Fapa tillögunni „Já, það er mjög mikill áhugi fyrir hendi með rækjurannsóknir á djúpslóðum fyrir austan land, og getum við ekki annað en fagn- að tíllögu Helga um þetta mál”, sagði Sólmundur Einarsson fiski- fræðingur i samtali við Alþýðu- blaðið. Sólmundur hefur unnið við rannsóknir á rækjumiðum um langt skeið, og spurðum við hann nánar út I rannsóknir þessar, og fleira sem rækju viðkemur. „Helgi bendir á i tillögu sinni, að sérstök skip séu nauðsynleg til slikra rannsókna, og er ég alveg sammála honum i þvi efni. Ég held að til þessara rannsókna sé bezt að fá leiguskip, sem fylla all- ar nauðsynlegar kröfur. Annars eru þrir aðilar á landinu sem eru að breyta skipum sinum i þá átt, að hægt sé að heilfrysta vissa stærð af rækju í skelinni, en verka rækju sem er fyrir neðan þennan stærðarflokk á venjulegan máta.” ] Rannsóknir djúpmiðanna r' Það þarf að efla leit á djúpmið- unum fyrir austan til muna. Hingað til höfum við mest stund- að rannsóknir inn á fjörðum, og þá aðeins litillega út fyrir grunn- slóðina. Fyrir austan eru góð grá- lúðumið, og hefur rækja ánetjast töluvert mikið. Með þessa vis- bendingu um rækjumið, fórum viðiathuguná þessar slóðir i mai i fyrra. Styrkti það enn skoðanir okkar um að góð rækjumið væri þarna að finna, að i rækjuleit, sem Hafþór fór, fékk hann 200 kg á klst. af stórri og góðri rækju djúpt út af Vattarnesi. Fórum við norður með linu sem er dregin 400 metra frá landi, og urðum við alls staðar varir við rækju. En þegar norðar dró, minnkaði magnið nokkuð, enda er þar kargabotn. Hins vegar er sléttur og góður rækjubotn þar suður af, en við höfðum ekki tima til að kanna þau svæði nánar. 1 mai næstkomandi, förum við á Arna Friðrikssyni austur, og verða þessi svæði könnuð nánar. Þessi ferð verður i samvinnu við uppsjávarfiskideild Hafrann- sóknarstofunarinnar. Mjög jafnt dýpi er á þessum slóðum, eða 400—500 metrar. Hlutföll rækj- unnar sem er á djúpmiðunum, er stærri en á grunnmiðum, og þvi meira eftir henni að sækjast. Flestir þeir bátar sem stunda rækjuveiðar eru fremur smáir, og geta þeir ekki stundað rækjuveið- ar á djúpmiðunum. Þetta langt frá landi, er oft mikið veðraviti, og einnig er dýpið það mikið, að erfitt er um vik. Skip sem eru stærri en 150 tonn, geta þvi ein- göngu veitt þarna, og einnig eru smærri skuttogarar hentugir fyr- ir rækjuveiðar á þessum djúp- miðum. Rækju á djúpslóðum er ekki eingöngu að finpa fyrir austan land. Úti fyrir Norðurlandi, eru mörg góðmið, sem litið eða ekk- ert hafa verið nýtt. Við erum lengra kompir með rannsóknir á þeim en fyrir’austan, og hefur Snorri Snorrason frá Dalvik verið helzti forgangsmaður fyrir þeim rannsóknum, sem hafa gengið vel. Nokkur af þessum miðum hafa verið nýtt, t.d. við Grimsey og Kolbeinsey. Rækjan virðist vera nokkuð þétt við Grimsey, en við Kolbeinsey er verri botn, og rækj- an dreifðari. Annars hefur isinn hamlað nokkuð veiðum á þessum slóðum. Ég hef gert kort yfir þau rækju- miðsem litið eða ekkert hafa ver- ið nýtt. Meðal þeirra er Kolluáll, sem er nokkuð djúpt út frá Ond- verðanesi. Við Djúpál út frá tsa- fjarðardjúpi eru ágæt mið sem ekkert hafa verið nýtt. Austur með Reykjafirði eru ágæt mið, svo og um mest allan Húnaflóa. Austur af Siglunesi við Eyjafjörð, er svæði sem engar veiðar hafa verið stundaðar á. Við Axarf jörð eru ágæt mið sem nokkuð hafa verið nýtt. 1 Bakkaflóadýpi út af Langanesi eru mið sem hafa gefið góða raun. Sama er að segja um Héraðsflóadýpi, Berufjarðarál og Lónsdýpi. Þar suður af, allt að Eldey, eru svæði sem eftir er að rannsaka. Rækjuveiðar hafa ver- ið stundaðar á Hólakanti við Eld- ey i langan tima, en þær voru bannaðar fyrir tveimur árum, vegna þess hve mikið var um smáfiskadráp i rækjutrollunum. f-] Smáfiskadráp í rækjutrollum Ungfiskur sem fer i rækjutrollin hefur alltaf verið höfuðverkur hjá okkur. Sérstaklega er mikið um að þorskur á fyrsta ári veiðist i trollin inn á fjörðum. Húnaflói og Axarfjörður eru alveg hreinir af fiski, en á öðrum fjörðum erþetta atriði mikið vandamál. A dýpri svæðum erum við lausir við þetta. Á Breiðafirði er það ekki smá- fiskur sem veiðist, heldur fiskur af venjulegri stærð, og þá er spurning, hvort um rækjuveiðar sé að ræða. Guðni Þorsteinsson hjá Haf- rannsóknarstofnuninni hefur ver- ið að vinna að breytingum á rækjutrolli. Klæðir hann fremsta hluta trollsins með þéttriðnu neti, sem gerir það að verkum að meiri hreyfing kemur á sjóinn við troll- ið og fælir fiskinn frá þvi”, sagði Sólmundur að lokum. —GG “I Skuttogari á rækju [~| Ný rækjumið ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ÞAÐ ER HÆGT AÐ AGA BÖRNIN AN ÞESS AD ÞAU TAKI NEI- KVÆDA AFSTÚÐU TIL SKÓLANS Þegar barn kemur i fyrsta sinn i skóla er það venjulega fullt tilhlökk- unar og jafnframt eilitið kviðið. Það væntir sér hins bezta og vill læra og það vill gjarnan fara eftir þeim reglum og fyrir- mælum sem skólinn set- ur. En barnið reynist ekki ætið þess megnugt að uppfylla þær kröfur sem skólinn gerir um hegðun og námsgetu. Ef svo er ekki verður hann að koma til móts við barnið og örva þaö og hvetja með öllum hugsan- legum ráðum, svo það verði ekki fullt minnimáttarkenndar og gef- ist jafnvel upp. Hér á eftir fara nokkur atriði sem gott er að hafa i huga þegar skólabörn eiga hlut að máli. Kurteisi er nauðsynleg Margir gerast sekir um ókurt- eisi og klaufaskap, vegna þess að þeir þekkja ekki reglur þær og háttu sem gilda um kurteisi. Fyrir þvi varðar miklu að börn- um séu kenndar helztu kurteisis- venjur og þeim sé tamið að beita þeim i daglegu lifi. Þarf að glæða vilja þeirra i þá átt. Gæti þeim þá orðið þetta ó- sjálfrátt og fyrirhafnarlaust. Þau þurfa að skilja, að þau gera þetta fyrst og fremst sjálfra sin vegna. Börn verða t.d. á einhvern hátt að heilsa kennara sinum og kveðja hann, þá er þau koma og fara heim úr skóla. Kennarinn þarf að segja börn- unum hvernig þau eiga að ávarpa hann I skóla og heilsa honum, þegar þau mæta honum utan skóla. Er viðunandi að þau nefni hann nafni sinu, en virðulegra að við- hafa orðið kennari, og segi „komdu sæl” eða „komdu sæll” þegar þau hitta hann úti, eða hneigi sig aðeins: Og auðvitað á kennari þá að taka glaðlega og greinilega undir. Loks mega þau ekki gleymá að segja „skólastjóri” þegar þau á- varpa skólastjóra. Börnin eiga að venjast hreinlæti Kennara ber að fræða yngri börnin um hreinlæti, hvers vegna þau þurfi að þvo sér, baða sig, greiða hárið, skafa undan nöglunum o.s.frv. Fræðsl- an um þetta styrkir viðleitni barnsins til að vera hreinlátt. Gera verður kröfur til þess að nemendur mæti i skóla hreinir um andlit og hendur, snyrtilega klæddir og hafi helzt vasaklút. Sjálfsagt er að skilja óhreina úti- skó eftir framan við skólastofu- dyr og ganga inn annað hvort á sokkaleistum eða inniskóm. Æskilegt er að skólahjúkrunar- konan hafi tima til að lita inn i skólastofurnar öðru hvoru til að athuga hreinlætið. Það er nokkurt aðhald fyrir sóð- ann. En kennari mun þó jafnan þurfa að vera á verði um, að hreinlætiskröfum sé fylgt. Hann getur t.d. einu sinni i viku eða svo, gengið um stofuna fyrir- varalaustog skoðað allarhendur. Þeir sem koma óhreinir i skólann verða að fara að handlauginni og þvo sér. Séu mikil brögð að sóða- skap nemenda og lagist ekki við áminningar kennara, er rétt að hjúkrunarkona taki málið að sér, enda er þá oftast heimilinu um að kenna. Hafa verður reglu á hlutunum Reglusemi barna fer mjög eftir þeim venjum sem rikja á heimil- inu. Mörg börn eru svo reglusöm þegar þau koma i skóla að ekki verður að fundið, en önnur þarf að venja á reglusemi, ella yrði nám þeirra allt i molum. Börnin kynn- astfljóttreglum skólans. Þau eru látin hengja yfirhafnir á snaga og setja útiskó á vissan stað, o.s.frv. Það er tiltölulega auðvelt fyrir kennara að gæta þess að börn hlýði skólareglunum meðan þau eru i skóla. Hitt er öllu erfiðara að sjá um ■RHHNmim að börn séu reglusöm i heima- námi og heimanbúnaði. Kemur þar meir til kasta heimilisins. Kennari þarf að tala við börnin um reglusemi. Hann getur t.d. gert skólatöskuna að umtalsefni: Hana ætti alltaf að geyma á sama stað heima, láta áhöld og náms- bækur niður i hana þegar heima- námi er lokið dag hvern, en ekki leggja það frá sér hér og þar, og lita á stundaskrána til að athuga hvort ekkert muni vanta i töskuna sem nota þarf i skólanum daginn eftir, eða ekkert hafi gleymst að læra undir daginn. Börn eru gleymin Mörg börn eru gleymin og margt glepur. Þrátt fyrir góðan vilja, getur þess vegna oft orðið misbrestur h reglusemi i námi. Kennari verður þvi að styrkja vilja þeirra og minni með þvi að segja þeim skýrt og skilmerki- lega, hvað þau eigi að læra heima ef um heimanám er að ræða, hvað þau eigi að hafa meðferðis i skól- ann, hvenær þeim ber að skila verkefnum o.þ.h. Gott er að rita það einnig á skólatöfluna. Hann ætti að hvetja nemendur til að nota að jafnaði SAMA TIMA DAGSINS til heimanáms, og helzt að ljúka nokkrum hluta þess áður en farið er út að leika sér. Komið getur til mála að hafa gleymskulista i bekknum. Einhver nemandi gæti merkt þar við nöfn þeirra, sem gleyma. Kennari gæti svo birt bekknum niðurstöðurnar i Jok hvers mán- aðar. Um leið gæti hann gefið ein- hverja viðurkenningu þeim, sem aldrei hafa gleymt neinu. Varast ber mikinn hávaða i kennslu- stundum Mikill hávaði inni i skólanum er alltaf hvimleiður. Hávaðasamur bekkur er oftast erfiður, og kennslan þar nýtist illa. Þess vegna verður kennari að vinna með öllum skynsamlegum ráðum gegn hávaðanum, enda þótt eðli- legt sé að nokkur hávaðasemi fylgi börnum jafnan. Greina má þó á milli þess hávaða, sem stafar af starfsáhuga og hins er af slæm- um venjum er sprottinn eða stundum af verkefnaskorti. Kennari ætti sjálfur að temja sér að tala i fremur lágum tón. Kapp- kosta ætti að fá börnin til að hljóðna þegar þau ganga um úti- dyr, og fara hávaðalitið um, inn- an veggja skólans. Kenna þarf ungum börnum hvemig þau eiga að færa til stól- inn sinn, setjastog standa upp, án þess að allt ætli um koll að keyra. I flestum bekkjum eru til há- vaðabelgir. sem fljótt munu láta til sin heyra. Er nauðsynlegt að þagga niður i þeim strax, en biða þess ekki að þeir smiti út frá sér. þar til bekkurinn er orðinn hávær. Þá getur verið um seinan að bæta þar um, þvi ekki er einhlitt að ætla sér að þagga niður almennan hávaða með þvi að sussa eða kalla yfir hópinn. Þegar eitt barn veldur hávaða eða truflun, nægir oft að nefna nafn þess. skipa þvi að þagna eða áminna einslega. Nokkur vandi er að ljúka kennslustund, svo að ekki verði hávaði eða óregla. en mikils virði erað það gerist skipulaga einkum þegar kennslu er lokið hvern dag. svo að börnin gangi stillilega útúr kennslustofu og af stað heimleið- is.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.