Alþýðublaðið - 02.04.1976, Síða 10

Alþýðublaðið - 02.04.1976, Síða 10
alþyóu- Föstudagur 2. apríl 1976. blaöió lO Auglýsing um skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Keflavíkur, Njarðvíkur, Grindavíkur og Gullbringusýslu i lögsagnarumdæmi Keflavikur, Njarð- víkur, Grindavikur og Gullbringusýslu. Samkvæmt umferðarlögum tilkynnist hér með, að aðalskoðun bifreiða i lögsagnar- umdæminu hefst mánudaginn 12. april 1976. mánudaginn 12. aprii Ö-1 — Ö-75 þriðjudaginn 13. april Ö-76 7 Ö-150 miðvikudaginn 14. april 0-151 7 Ö-225 þriðjudaginn 20. aprfl Ö-226 — Ö-300 miðvikudaginn 21. aprfl Ö-301 — Ö-375 föstudaginn 23. aprfl Ö-376 — Ö-450 mánudaginn 26. apríl Ö-451 — Ö-525 þriðjudaginn 27. aprfl Ö-526 — Ö-600 miðvikudaginn 28. aprfl Ö-601 — Ö-675 fimmtudaginn 29. aprfl Ö-676 — Ö-750 föstudaginn 30. apríl Ö-751 — Ö-825 mánudaginn 3. maí Ö-826 — Ö-900 þriðjudaginn 4. maí Ö-901 — Ö-975 miðvikudaginn 5. maf Ö-976 — Ö-1050 Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sinar að Iðavöllum 4 i Keflavik og verður skoðun framkvæmd þar á fyrr- greindum dögum milli kl. 9—12 og 13.00—16.30. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi að bifreiðagjöld fyrir árið 1976 sé greidd og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð, þar til gjöldin eru greidd. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, verður hann lát- inn sæta sektum samkvæmt umferðarlög- um og lögum um bifreiðaskatt og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist hér með öllum sem hlut eiga að máii. Vakin er sérstök athygli á þvi, að auglýs- ing þessi varðar alla eigendur Ö-bifreiða, hvar sem þeir búa í umdæminu. Bæjarfógetinn i Keflavik, Njarðvik og Grindavik. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Aðalfundur Kaupfélags Hafnfirðinga Verður haldinn mánudaginn 5. april næst- komandi i Skiphól. Fundurinn hefst kl. 20.30. Dagskrá: Samkvæmt samþykktum félagsins. Stjórn Kaupfélags Hafnfirðinga Styrkir til að sækja kennaranámskeið f Sviss Evrópuráðið býður fram styrki handa kennurum til að sækja stutt námskeið i Sviss á tfmabilinu mai 1976 — janú- ar 1977. Styrkirnir eru ætlaðir kennurum við menntaskóla, kennaraskóla eða sérskóla fyrir nemendur á aldrinum 15- 19 ára og nægja fyrir ferðum og uppihaldi á námskeiðs- tímanum, sem að jafnaði er ein vika. Umsækjendur skulu hafa gott vald á þýsku eða frönsku. Umsóknum skai komið til menntamálaráðuneytisins fyrir 20. april n.k. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um námskeiðin fást i ráðuneytinu. Mennta mála ráðuney tið, 29. mars 1976. GETUR BARN DAID EF MB BORÐAR TÓBAK? Börn á vissum aldri, eru, eins ,og flestir vita, gjörn á að stinga öllum hlutum upp i sig. Eitt af þvi sem veldur foreldr- um og öðrum miklum áhyggjum er ef barn nær i sigarettur eða aðrar tóbaksvörur og er að leika sér með þær þegar komið er að þvi. Enginn veit hvort það hefur borðað eitthvað af þeim, en hitt vita allir að tóbak er hættulegt þegar börn eiga i hlut — en hversu hættulegt? Tage Egsmose sem vinnur við Heilbrigðisstofnun Kaup- mannahafnarháskóla segir að það'geti reynst börnum banvænt ef þau borða sigarettustubb, þvi þar sé eitrið mest og nikótin- eitrun sé alvarlegur hlutur. Ef foreldrar hafa grun um að barn hafi látið ofan i sig tóbak, skal tafarlaust fara>með barnið á spitala, segir Egsmose, þar sem annað hvort verður að dæla innihaldi magans upp, eða gefa barninu mótefni. Skýrsla frá barnadeild i Malmö sýnir, að i þeim 93 tilfell- um sem börn hafa orðið fyrir eitrun af einhverjum orsökum, eru 33 tilfelli af völdum tóbaks. FRAMHALPSSAGAM sannaði hreinskilni hans. Og hún, sem vissi betur en margir aðrir, hvilik kvöl ástin getur verið, gat ekki annað en vorkennt honum. — Ef það er satt, þá veiztu líka hvernig mér liður, sagði hún hljóðlátlega. — Farðu nú, og reyndu ekki að heimsækja mig aftur. Sjáðu um að enginn komist nokkru sinni að þvf að ég . . . var með þér í nótt. Gerirðu þér grein fyrir þvi, hvað myndi koma fyrir, ef Vane kæmist að þvi? Hún þagnaði snögglega, og þau snéru sér bæði að dyrunum þegar þau heyrðu drepið létt á dyrnar. Sinclair flýtti sér út að gluggan- um, og stóð og leit út i garðinn, þegar Beverly Harrington kom inn. — Sæl, Phillida, sagði hún. — Ég hélt að þú hefðir verið i Nice i nótt? Hún var óvenju föl, og ef Phillida hefði ekki sjálf verið i' uppnámi, hefði hún tvimælalaust tekið eftir einkennilegri fram- komu Beverly. — Ég ákvað að koma heim i staðinn, sagði Philiida. — Ég kom seint i gærkvöldi. • — Sæl, Beverly. Sinclair hafði snúið sér við, þegar hann heyrði rödd frænku sinnar. — Hvernig gengur? — Agætlega, þakka þér fyrir . . Hún leit snöggt á hann, og siðan aftur á Phillidu. — Það var gremjulegt, að ég skyldi ekki vita. . . að þú værir komin heim. Ég talaði við Vane i sima i morgun, og ég varð að segja honum að þú værir ekki heima. — Vane? sagði Phillida. — Var . . . er eitthvað að? — Nei, þvert á móti. . . alit er i bezta lagi. . . að minnsta kosti það, sem mestu skiptir, sagði Beverly. — Ef þú hefðir verið heima i gær, hefðir þú getað tekið þátt i mikilli hrifningu yfir þvi, að Sainte Marie Sjúkrahúsið kæmist i mannkynssöguna sem sjúkra- húsið, sem átti þátt i mestu upp- götvun læknavisinda nútimans. Þá mestu, siðan penisillinið var fundið upp, og ekki siður mikil- væga. — Beverly. . . Phillida greip i handlegg hennar. — Þú átt ekki við, að . .. að þið hafið fundið það, sem Vane leitaði að? — Ég á við að hann hafi fundið það, sagði Beverly. — Ég skipti engu máli i þvi sambandi. Það er sannarlega leitt, að hann skuli hafa neyðzt til að fara einmitt i þessu, en ég hringdi þegar i stað til hans til að segja honum frá þvi. Það hefur tekizt... lifsverk hans! Og hann er enn svo ungur. ,. hann á enn svo margt framundan. Kinnar Beverly glóðu.ogaugu hennar ljómuðu. — Hann er dásamlegur. — Ég býst við, að þetta þýði að Cordrey verði talsvert þekktur maður, sagði Sinclair. — Heimsfrægur! Beverly leit einkennilega sigri hrósandi á hann. — Hann mun ekki þurfa á öllu þvi að halda, sem. .. yfirleitt fyll- ir lif venjulegs manns. Hann verður eitt þeirra nafna, sem verða skráð með gullletri I sög- una. — Og þú ferð til hans á morgun? — Já. Hún leit á hann einkenni- lega, næstum fyrirlitlega. — Þú hugsar sjálfsagt vel um Phillidu á meðan. * cy4stareldur* eftir Valerie North.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.