Alþýðublaðið - 21.04.1976, Page 2
2 STJORNMÁL
AAiðvikudagur 21. apríl 1976 bSaSið''
Ctgefandi: Alþýöuflokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri
og ábyrgðarmaður: Árni Gunnars-
son,. Ritstjóri: Sighvatur Björgvins-
son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs-
son. Aðsetur ritstjórnar er í Siðu-
múla 11, simi 81866. Auglýsingar: simi 28660 og 14906. Prent-
un: Blaðaprent h.f. Áskriftarverð:1000 krónur á mánuði og 50
krónur i lausasölu.
alþýóu-
blaöið
Við vetrarlok
Sá vetur, sem nú er brátt á enda, hef ur verið um-
hleypingasamur með afbrigðum a.m.k. á Suður- og
Vesturlandi. Veður hafa oft verið válynd og óvana-
lega mikið um hvassviðri. Fólk er óvanalega þreytt á
vetrarrosanum og bíður með meiri óþreyju en oft
áður eftir sumri.
I stjórnmálaheiminum hafa veður einnig verið
mjög válynd á þessum vetri. Fley i íkisstjórnar Geirs
Hallgrímssonar sökk að vísu ekki í vetrarstormum
pólitíkurinnar, en ekki er ástandið beysið. Ríkis-
stjórnarfarið er vart eða ekki sjófært lengur, heldur
marar stjórnlaust í hálfu kafi, brynjað klaka með
brotinn reiða og öll stjórntæki ónýt.’ Og ekki er
ástandið betra meðal áhafnarinnar. I lúkarnum
ræður grémjan og óánægjan ríkjum. Þar harma
hásetar Géirs Hallgrimssonar rýran hlut, kasta á
milli sin kerskniyrðum um kafteininn og aðra
yfirmenn á st jórnarf leyinu, gefa dauð-
ann og djöf ulinn í hvort siglt er eða hvernig.en horfa
til þess með tilhlökkun þegar þeim gefst tækifæri til
þess að forða sér í land af þessum manndrápsbolla.
Og uppi í brú standa yf irmennirnir — ráðherrarnir
átta — gefa hver öðrum hornauga og talast ekki við
nema í brýnustu nauðsyn. Kafteinninn horfir alvar-
legum augum út í sortann í von um að eitthvað rof i til
svo hann sjái, hvar hann sé staddur. Fyrsti stýri-
maður, sem sviptur var skipstjórninni fyrir þremur
árum vegna þess, hve hann aflaði iila, hefur
blendnar tilfinningar. Hann er ekki frekar en aðrir
ánægður með úthaldið — og þó. Það er út af f yrir sig
ánægjulegt, að nýi skipstjórinn skuli vera enn meiri
fiskifæla og minni stjórnandi, en hann var sjálfur.
Kannski verður þetta mjög svo misheppnaða úthald
til þess, að fyrsti stýrimaður fær skipstjórnina aftur
— ef þá tekst að koma skipinu í höfn. Þannig er nú
hugsað í brúnni á þjóðarskútunni.
Það getur vel verið, að sumarið, sem nú er fram-
undan, haf i í för með sér veðurfarsbreytingu til hins
betra — að framundan sé bjartari tíð með blóm í
haga. En jafnvel þótt svo verði mun það ekki fá
bjargað stjórnendum þjóðarskútunnar. Ríkisstjórn
Geirs Hallgrímssonar á sér ekki viðreisnar von, þótt
hún kunni að geta treint í sér lífið í sex eða kannski
tólf mánuði til viðbótar. örlög þeirrar ríkisstjórnar
eru þegar ráðin. Þau réðust í vetur. Hvernig þau
réðust er á ailra vitorði. Hvenaér er aðeins tíma-
spursmál.
Efling BUR
Nýlega ritaði Sjómannafélag Reykjavíkur borgar-
stjórn bréf og skoraði á borgaryf irvöld að kaupa tvo
skuttogara af minni gerðinni fyrir Bæjarútgerð
Reykjavíkur til þess að ef la skipastól fyrirtækisins.
Taldi Sjómannafélagið þetta skjótvirkustu leiðina til
þess að efla atvinnu í borginni, en hætta væri á
atvinnuleysi. Borgarf ulltrúi Alþýðuflokksins, Björg-
vin Guðmundsson, tók undir þessa áskorun
Sjómannafélagsins í borgarstjórn og flutti síðan
tillögu i borgarráði um kaup á einum notuðum skut-
togara innanlands fyrir BÚR. Tillagan var sam-
þykkt. Skömmu síðar varð að ráði, að BÚR keypti
skuttogarann Freyju, sem smíðaður var í Frakklandi
1972. Var kaupverð skipsins 350 milljónir króna.
Frumkvæði Sjómannafélags Reykjavíkur og
borgarf ulltrúa Alþýðuf lokksins að ef lingu skipastóls
BÚR bar þannig skjótan árangur og vill Alþýðublaðið
fagna því. Hitt mun rétt vera, sem fram hefur
komið, að verð skipsins haf i verið í hærra lagi og lét
fulltrúi Alþýðuflokksins í útgerðarráði, Björgvin
Guðmundsson, bóka athugasemd þess ef nis. En ekki
mun hafa verið kostur á því að kaupa ódýrara sam-
bærilegt skip hér innan lands. Um innflutning skips
er ekki að ræða, þar eð ríkisstjórnin hef ur sett nýjar
reglur um hann. Væntanlega eru skipakaup þessi
aðeins byrjunin á frekari uppbyggingu BÚR.
Enn um matvælakönnun Neytendasamtakanna
60% gölluð segja
Neytendasamtökin
- 37% gölluð segir
Heilbrigðiseftirlitið
I Alþýðublaðinu s.l. laugar-
dag var getið um rannsókn sem
Gerla rannsóknardeild
Rannsóknarstofnunar fisk-
iðnaðarins gerði á matvæla-
sýnishornum fyrir Neytenda-
samtökin. Eins og fram kom i
greininni voru niðurstöður
þessarar rannsóknar heldur
ömurlegar, um 61% sýnanna
voru ýmist dæmd gölluð, slæm
eða hreinlega ósöluhæf vegna
fjölda starfandi gerla, svo sem
saurgerla og stafylokokka.
Matvælaeftirlit rikisins
1. marz sl. tók til starfa
Matvælaeftirlit rikisins.
Hlutverk þess er að vera
þjónustuaðili fyrir Heilbrigðis-
eftirlitið og aðrar stofnanir og
einstaklinga, og framkvæma
fyrir þá þá gæðarannsóknir á
matvælum sem eru á
markaðinum.
Alþýðublaðið hafði samband
við Guðlaug Hannesson og bar
undir hann niðurstöður þeirrar
rannsóknar sem gerð var á
vegum Neytendasamtakanna.
Guðlaugur kvaðst ekki vilja
gefa út neina yfirlýsingu vegna
skýrslu Neytendasamtakanna.
Þó taldi hann að dómur sinn um
einstakar vörutegundir sem
teknar voru til rannsóknar hefði
orðið svipaður á grundvelli
þeirra upplýsinga um þann
gerlafjölda, sem i sýnunum var.
Guðlaugur gat þess, að enginn
viðurkenndur staðall væri til
sem gæti skorið úr um hvenær
vara væri ósöluhæf eða ekki, en
viða um heim væri unnið að
gerð sliks staðals t.d. á vegum
FAO, matvælastofnunar Sam-
einuðu þjóðanna.
Það er hægt að
framleiða og selja
góðar vörur
Eins og fram kom i skýrslu
Ney tendasamtakanna var
mikill munur á gerlamagni
hinna einstöku sýna. Annað
hvort var gerlafjöldinn
tiltölulega litill eða fjöldinn
hljóp á milljónum i hverju
einstöku grammi. Þetta kvað
Guðlaugur benda til þess að vel
væri hægt að framleiða góða og
gallalausar vörur ef hreinlætis
væri gætt í hvivetna.
Heilbrigðiseftirlitið
Það er Heilbrigðiseftirlitið
sem á að veita þeim sem fram-
leiða og höndla með matvörur
nauðsynlegt aðhald hvað snertir
hreinlæti og hollustuhætti.
Alþýðublaðið hafði samband
við Þórhall Halldórsson hjá
Heilbrigðiseftirlitinu og
spuröist fyrir um hvernig þessu
starfi væri háttað.
Þórhallur sagði, að á vegum
Heilbrigbiseftirlitsins væri
sifellt I gangi könnun á hollustu-
háttum og hreinlæti i matvöru-
verzlunum. A vegum eftirlitsins
eru starfandi svonefndir
heilbrigðisfulltrúar, sem hver
um sig hefir i sinni umsjá
ákveðinn fjölda fyrirtækja, og
tækju þar stöðugt sýni til ranns-
óknar.
Hvað um skýrslu
N ey tendasamtakanna
Við spurðum Þórhall álits á
skýrslu Neytendasamtakanna.
Hann sagði að vissulega væru
niðurstöðurnar ekki fagrar, en
lita bæri á það að tekin hefðu
verið tiltölulega fá sýni og gæfu
þvi rannsóknir ef til vill ekki
alveg marktækar heildar niður-
stöður.
Hann gat þess jafnframt að i
siðustu ársskýrslu Heilbrigðis-
eftirlitsins kæmi þá fram að af
u.þ.b. 620 sýnum sem tekin
hefðu verið af matvælum
svipaðrar tegundar, á vegum
þeirrar stofnunar hefðu um 230
reynst vera „gölluð” vara, þ.e.
um 37% sýnanna. Eins og áður
er um getið voru um 60% þeirra
sýna, sem Neytendasamtökin
tóku, dæmd ”gölluð”.
Að lokum sagði Þórhallur að
með tilkomu Matvælaeftirlits
rikisins yrði eftirlit með hrein-
læti allt miklu auðveldara og
öruggara. —ES—
Starfsemi Menningarsjóðs
hefur dregizt saman
- kemur einkum niður á bókaútgáfunni
Árið 1928 var komið á fót tveim
merkum meningarstofnunum,
sem voru Menntamálaráð og
Menning arsj óður.
Samhengi var milli beggja
þessara stofnana og er svo enn.
Þannig er Menntamálaráði ætlað,
að stjórna Menningarsjóði og
bókaútgáfu hans. Hlutverk
Menningarsjóös eru, auk bókaút-
gáfunnar, að veita fé til lista-og
menningarstarfsemi i landinu,
m.a. með þvi að veita
utanfarar-og dvalarstyrki og
annast listkynningu.
Fyrst i stað beindust
styrkveitingar einkum að þjóð-
legum fræðum, og gera verulega
enn, en á síðari árum hafa aðrar
greinar bætzt i hópinn, s.s. tón-
verkaútgáfa og styrkur til kvik-
myndagerðar. Dvalarstyrkur
listamanna hefur og fjölgað.
Fjárhagur Menningarsjóðs
hefur jafnan verið i þrengsta lagi,
og hefur þess gætt verulega á
siðustu verðbólgutimum, að
minna er fyrir hendi en skyidi, til
þess að halda raungildi
styrkveitinga. Af þessum
orsökum hefur starfsemi
Menningarsjóðs dregizt mjög
saman, virðist það einkum korna
niður á bókaútgáfunni.
Aðaltekjustofn sjóðsins, er svo-
kallað miðagjald, samkvæmt
lögum um skemmtanaskatt.
Hefur þetta miðagjald, sem
ákveðið er i lögum að krónutali,
verið óbreytt frá 1970. Þarf ekki
að sökum að spyrja um núverandi
raungildi á þessum timum.
Að auki hefur svo til komið
nokkurt, beint framlag úr rikis-
sjóði, sem nam á siðasta ári 3,3
milljónum.
Bókaútgáfan.
Stefna Menningarsjóðs i bóka-
útgáfu hefur ætið verið, að binda
sig við útgáfu fræðilegra rita og
bókmenntaverka, en ekki etja
kappi við aðra bókaútgefendur
um útg. afþreyingarbóka. Þar á
meðal má nefna Islenzka
orðabók, Alfræði Menningarsjóðs
og ýmsar ritraðir i samvinnu við
stofnanir Háskóla Islands.
Samvinna hefur verið við hið
islenzka þjóðvinafélag um útgáfu
ársrita félagsins, Almanakið og
Andvara, sem bæði eiga langa og
merka sögu, sem ekki er þörf upp
að rifja.
Af likum ræður við vaxandi
fjárþröng til bókaútgáfunnar og
um leið vaxandi þörf fyrir
fjölbreytta útgáfustarfsemi, að
Menntamálaráð hefur orðið að
marka sér skýra stefnu. Þvi hefur
þó jafnan verið fylgt, að ljúka
útgáfu bókaflokka, sem hafin
hefur verið, enda þótt nýjar
ákvarðanir um breytta útgáfu-
hætti kæmu til. Verður i þvi efni
að aka seglum eftir vindi. Þannig
má skipta, samkvæmt stefnu
ráðsins, útgáfunni i sex flokka
aðallega og þar að auki nokkra
undirflokka. Starfsemin beinist
einkum að útgáfu visinda- og
fræðirita, bókmenntaverka inn-
lendra og þýddra, bóka um listir,
útgáfu tónverka, timarita og/eða
félagsrita og loks s.n. smábóka i
kiljubúningi, þýdd bókmennta-
verk erlendra höfunda.
Fullyrða má, eftir nær þvi
hálfrar aldar starfsemi
Menningarsjóðs við bókaútgáfu,
að þar hafi verið unnið hið
merkasta starf. Er nú þess að
vænta, að yfirstjórn fjármála
landsins sjái sóma sinn i að auka
möguleika sjóðsins með rikari
fjárframlögum en áður. Það væri
verðug afmælisgjöf eftir hálfrar
aldar heilladrjúgt starf.
—OS—