Alþýðublaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 14
Miðvikudagur 21. apríl 1976 bia^fö1 Ferðafélag íslands verður 50 ára 27. nóv. 1977. Á hverju ári gefur það út árbók, sem er innifalin í ársgjaldinu. Félagið og deildir þess eiga 16 sæluhús víðs vegar í óbyggðum. Gangið í Ferðafélag íslands og takið um leið virkan þátt í störfum þess. Frá Útivist Ferðir okkar eru viöattra hæfi og öllum opnar. Kynnið ykkur ferðaáætlunina og fylgist með tilkynningum Útivistar í félagslífi dagblaðana. 1. ársrit Útivistar (1975) er ný komið út. Gerist félagar og eignist ritið frá byrjun. Utivist Lækjargötu 6 - Pósthólf 17 Sími 14606. Lyfjatækniskóli íslands auglýsir inntöku nema til þriggja ára náms við skólann. Inntökuskilyrði eru gagnfræðapróf eða hiiðstæð próf. Umsóknir um skóiavist skal senda skóia- stjóra Lyfjatæknaskóla íslands, Suður- landsbraut 6, fyrir 25. júni 1976. Umsókninni skal fylgja: 1. Staðfest afrit af prófskírteini. 2. Almennt læknisvottorð. 3. Vottorð samkv. 36. gr. lyfsölulaga (berkiaskoðun). 4. Sakavottorð. 5. Meðmæli (vinnuveitanda og/eða skóla- stjóra)'. 13. april 1976 Skólastjóri. FRAMHALPSSAGAN sagði hún og brosti glaðlega. Hann tók um axlir hennar. Hún leit upp. Siminn hringdi. Greenwood lokaði augunum og opnaði þau svo aftur. „Láttu eins og ekkert hafi i skorizt,” sagði hann. Siminn hringdi aftur. „Þetta gæti verið áriðandi, sagði hún. ,,Ég hef simsvara,” sagði hann. ,,Þeir svara.” Siminn hringdi aftur. ,,Ég hef sjálf verið að hugsa um að fá mér simsvara,” sagði hún. Hún laut ögn áfram og færði sig þvi úr faðmi hans og snéri sér við með annan fótinn undir sér. ,,Er það dýrt?” Siminn hringdi i fjórða sinn. „Tuttugu og fimm á mánuði,” sagði hann og brosti þvingað. „En það er ekki mikið fyrir þau þægindi.” Fimmta skipti. „Nei. auðvitað ekki,” sagði hún. „Og svo fær maður öll skilaboðin.” Sjötta. Greenwood hló. „Þeir eru ekki alltaf jafnáreiðanlegir og á væri kosið.” Sjö. „Þannig er fólk núna,” sagöi hún. „Það nennir enginn að vinna.” Átta. „Það er rétt.” Hún laut nær honum. „Titrar annað augnalokið á þér? Það hægra.” Niu. Hann strauk hendinni um andlit sér. „Er það? Hað kemur stundumfyrir, þegar ég er þreyttur.” „Nú ertu þreyttur?” TÍU: „Nei,” flýtti hann sér að svara. „Ekkert sérlega. Ef til vill var birtan á veitingahúsinu svo dauf, að ég hef reynt of mikið á...” Ellefu. Greenwood greip skyndilega simann. þreif tólið af og öskr- aði: ,, Hvað er það?” „Halló?” „Halló sjálfur! Hvað viltu?” „Greenwood? Alan Green- wood?” „Við hvern tala ég?” spurði Greenwood. „Er þetta Alan Greenwood?” „Já, andskotinn hafi það! Hvað viltu?” út undan sér sá hann, að stúlkan var risin á fæt- ur og starði á hann. „Þetta er John Dortmunder.” „Dort-” Hann þagnaði og hóstaði i staðinn. „Nú,” sagði hann rólegri. „Hvernig gengur?” „Vel vantar þig vinnu?” Greenwood leit á stúlkuna og hugsaði um bankareikninginn. Hvorugt leit vel út. „Já,” sagði hann. Hann reyndi að brosa til stúlkunnar, en hún brosti ekki á móti. Hún virti hann varkárnis- lega fyrir sér. „Það er fundur i kvöld,” sagði Dortmunder. .Klukkan tiu. Geturðu komið?” „Já,” svaraði Grcenwood. Hann var alls ekki glaðlegur. 9. kafli. Dortmunder kom inn á O.J. barinn i Amsterdam Avenue, ÞAÐ VAR EINU SINNI DEMANTUR...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.