Alþýðublaðið - 21.04.1976, Síða 18

Alþýðublaðið - 21.04.1976, Síða 18
alþýúu- Miðvikudagur 21. apríl 1976 blaðið IKil „Telur sér ávinning í að boðun orðsins” hlýða á „Allir, sem ég hefi talað við hafa verið ánægðir með kirkjusókn núna um páskana”, sagöi sr. óskar J. Þorláksson, dómprófastur I samtaii við biaðið. „Það er siður hjá okkur i dómkirkj- unni, að hafa sérstaklega mikið við á páskadags- morgni”, hélt sr. Óskar áfram. „Því er raunar ekki að neita, að verulega hefur fækkað i dómkirkju- söfnuðinum á siðari timum, vegna þess að fólkið hefur flutzt i stórum stil út í út- hverfin. En það hefur ekki breytt neinu um mjög góða kirkjusókn i heimakirkjum þess.” „Nú eru páskarnir orðnir mikil ferðahelgi. Virðist þér það hafa nokkur veruleg áhrif hér á?” „Nei, ekki það séð verður. Þrátt fyrir það eru aliar kirkjur yfirléitt, hér á Reykjavikursvæðinu, fullar. Jafnvel núna, þegar veður var sérlega óhagstætt, virtist það ekki gera neina breytingu.” „Er kirkjusókn á páskum ef til vill ekki minni en á sjálfum jólunum?” „Nei. Ég hygg hún - segir sera * Oskar J. Þorláksson, dómprófastur, um góða kirkjusókn um páskana sé álika., hreint ekki minai.” „Svo þú ert þá ánægður með hlut kirkjunnar i þessu hátiða- haldi?” „Að þessu leyti, já, og við prestarnir litum svo á, að þegar fólk kemur til guðs- þjónustu, telji það sér ávinning i að hlýða á boðun orðsins”, lauk séra Óskar J. Þorláksson, dómprófastur máli sinu. ALMENNINGI KYNNTAR NYJUNG- AR í ÍSLENZKRIHÚSGAGNAGERÐ Húsgagnavikan í Laugardalshöllinni 23. apríl-2. maí Fjórða „Húsgagnavikan”, sem haldin er á vegum Félags húsgagna-og innréttingafram- leiðenda og Meistarafélags húsgagnabólstrara, verður opnuð formlega i Laugardags- höllinni, fimmtudaginn 22. april kl. 17.00. Á „Húsgagnavikunni” verður, i Laugardalshöllinni, haidin sérsýning á islenzkum húsgögnum sem um 30 fram- leiðendur taka þátt i. Markmiðið er að kynna húsgagnakaupmönnum það nýjasta i innlendri framleiðslu og á þann hátt að kanna undir- tektir við nýjum húsgagna- gerðum sem framleiðendur hafa hug á að koma á markað. Húsgagnavikan verður eins og fyrr segir formlega opnuð 22. april, en verður siðan opin almenningi frá 23. april til 2. mai. í tilefni af opnun „Húsgagna- vikunnar” kölluðu aðstandendur hennar blaðamenn á sinn fund og gerðu nokkra grein fyrir þróun og stöðu islenzks húsgagnaiðnaðar. RVIIII9IIHSI Erfitt upp að sækja Það kom fram að húsgagna- iðnaðurinn á nú við ramman reip að draga þar sem er inn- flutningur á lágt tolluðum húsgögnum erlendis frá. Við inngönguna i EFTA voru fors varsmönnum iðnaðarins gefin ýmis loforð um vernd og fyrirgreiðslu þar sem ljóst var að innlendur iðnaður var ekki vel i stakk búin að mæta sam- keppni háþróaðs iðnaðar EFTA-rikjanna. Fæst af þessum loforðum hafa verið efnd. Tollur á fullunnum erlendum iðnvarningi hefir hrfðlækkað (á húsgögnum úr 86% niður i 43%), en ennþá liggur ekkert fyrir um, hvenær stjómvöld hyggjast fella niður tolla á ýmsum mikilvægum aðföngum, hráefnum og vélum, sem falla utan tollsrrárnúmera, sem eingöngu eða aðallega hafa að geyma aðföng til iðnaðar. Reikul stefnumörkun hins opinbera i skattamálum hefir mikil áhrif á atvinnurekstur eins og iðnað. Arið 1971 voru ■ !!■■■■■■■■■» staðfest ný skattalög þar sem skattakerfi okkar var samræmt þvi skattakerfi sem gilti i helztu samkeppnislöndum. En þau skattalög tóku aldrei gildi, þvi árið 1972 var lögunum breytt af nýrri stjórn sem þá hafði tekið við völdum. í fjármálum hafa land- búnaður og sjávarútvegur allan forgang umfram iðnað. Auk þess að eiga kost á hærra láns- fjárhlutfalli eru lán til land- búnaðar og sjávarútvegs á mun hagstæðari kjörum, t.d. eru vextir af rekstrarlánsfé i iðnaði um 36% hærri en i landbúnaði og um 32% hærri en i sjávarútvegi. Allt þetta er næsta hlálegt þegar á sama tima er litið til iðnaðar sem þess atvinnuvegar sem taka muni að mestu við mannaflaaukningu næstu ára. Staða húsgagnaiðnaðar Samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar hefir afkoma fyrirtækja i húsgagna-og innréttingaiðnaði versnað verulega frá árinu 1973. SUMARBINGÓ Multiple Sclerosis félag íslands heldur bingó i Sigtúni á sumardaginn fyrsta (á morgun) kl. 20.30. Húsið opnað kl. 19.30. Meðal fjölda glæsilegra vinninga eru ferðir til sólar- landa, fjölbreyttar innanlandsferðir, ferðabúnaður, raf- magnstæki, myndavélar, vatnslitamynd, sjónvarpsborð og margt, margt fleira. Allur ágóði rennur til tækjakaupa i endurhæfingarstöð Sjálfsbjargar að Hátúni 12 i Reykjavik. Multiple Sclerosis félag islands. Skattlagður hagnaður hefur minnkað úr 5,7% i 0%. A árabilinu 1969-1973 jókst fjöldi starfsmanna i hús- gagnaiðnaði hröðum skrefum. Frá 1973-1974 varð aukning svo til engin og liklegt er að starfs- mannafjöldi hafi haldizt óbreyttur eða jafnvel dregizt saman siðan. Sömu sögu er að segja af framleiðsluaukningu,. Eftir inngöngu okkar i EFTA hefir hún dregizt saman svo miklu nemur. Loforðin verði efnd Forsvarsmenn húsgagna- iðnaðarinstelja aðnú sé kominn timi til að EFTA loforðin verði efnd. Að iðnaðinum sem hingað til hefir verið homreka hvað snertir alla fyrirgreiðslu verði nú veitt sú aðstaða sem honum ber. Að stjórn islenzka hag- kerfisins verði miðuð við fram- tiðina en ekki einungis hugsað fyrir skammtimavandamálum. ES Ef hagfræðileg styrk- leikahlutföll raskast „Breytingaí- á hagfræðilegum sty rkleikahlutföllum i heiminum” heitir fyrirlestur sem Jan-Otto Andersen háskólakennari flytur i Norræna húsinu i kvöld kl 20.30. Anderson er háskólakennari i hagfræði og millirikja- samsk iptum og starfar við hag- fræðistofnun sænska háskólans i Turku (Abo) i Finnlandi. Reykjavikurdeild Norræna sumarháskólans gengst fyrir málþingi (seminar) með þátt- töku Andersons um efnið „Riki, auðmagn og kreppa”. Málþingið fer fram i Lögbergi, stofu 308, laugardaginn 24. april og hefst kl 13.30. Málþingið er opið öllum þátttakendum i námshópum sumarháskólans og öðrum sem áhuga hafa. Anderson er kominn til landsins á vegum Norræna sumarháskólans og Norræna hússins. EB Rithöfundar gerast bóksalar selja áritaðar sumargjafabækur Rithöfundar ætla að afla fjár i dag, siðasta vertrardag, kl. 10-17 með bóksölu á Bernhöfts- torfu. -Rithöfundasamband Islands gengst fyrir þessari sölu. - Seldar verða áritaðar og innpakkaðar bækur, og er verð hverrar bókar 1500 krónur. Enginn veit hvaða bók hann fær og getur þessi bókamark- aður þvi orðið æði spennandi. — Bókatitlar eru 603 skáldsögur, ljóðabækur, leikrit, þjóðlegur fróðleikur, viðtalsbækur og bók- menntasaga. Allt eru þetta is- lenzk verk, hvert áritað með sumarkveðju frá höfundi. —AG K0STAB0Ð á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Simi 7 4200 — 742(H Duna Síðumúla 23 /íffli 04900 V Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Sfrnar 25322 og 10322 Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 Onnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gömul húsgögn

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.