Alþýðublaðið - 25.04.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.04.1976, Blaðsíða 3
Sunnudagur 25. apríl 1976 9 alþýöu- BlaöiA |------------------------------------------- þjóöfélagsins heldur af þvi að húsakynni fullorðins fólks ganga fyrir. Ibúðarhúsnæði Stefna stjórnvalda varðandi ibúðarhúsnæði landsmanna hefur á undanförnum áratugum verið sú aö allur þorri fólks eignist sitt eigið húsnæði. Engin löggjöf er á íslandi til verndar hagsmunum leigjenda, eins og tiðkast i nágrannalöndunum. Húsaleigu- okur og öryggisleysi leigjenda ýtir þvi fólki út i að reyna að eignast sitt eigið húsnæði, þrátt fyrir að lánamöguleikar eru mun minni hér en I nágranna- löndunum. Margir fara að brjótast i húsbyggingu eða ibúðarkaupum á unga aldri um svipaö leyti og börn þeirra eru að hefja skóiagöngu. Þetta hefur djúptæk áhrif á skólahald, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Ahrifin vil ég greina i tvennt. I fyrsta lagi hrúgast barnafjöl- skyldur f nýbyggð hverfi, þar sem þörf verður fyrir stóra skóla i nokkur ár. Þegar börnin eru komin af skólaaldri og flytjastað heiman i önnur hverfi, sitja for- eldrarnir einir eftir i húseignum sinum i stað þess að flytja i minni Ibúðir. Afleiðingin er sú, að skóla- þörf þessara hverfa dettur niður. Er augljóst, að slik stefna i húsnæðismálum torveldar mjög skynsamlegt skipulag á skóla- byggingum. Vinnuþrælkun 1 öðru lagi gangast foreldrarnir undir vinnuþrælkun myrkranna á milli,á meðan þeir eru að eignast sina Ibúö eða hús. Afleiðingin verður oft sú, að börnin eru van- rækt og umhiröulaus á daginn utan skólatima, en það ýtir undir, að þau verði eirðarlaus og vansæl i skólanum, ekki sizt á gelgju- skeiöinu. Þetta hygg ég, að sé önnur meginástæöan fyrir þvi vandræðaástandi, sem er viða I efstu bekkjum grunnskóla. Hin meginástæðan snýr að kennur- unum og viðhorfi samfélagsins til kennarastarfsins, en að þvi verður vikið hér á eftir. Ég vil leggja áherzlu á, að þetta vanda- mál er miklu stærra hér á íslandi en f öðrum löndum, og orsakir þess hljóta þvi að liggja að miklu leyti í sérlslenzkum aðstæðum. Geymslustaðir Margir virðast llta á skólana, a.m.k. I þéttbýlinu, fyrst og fremst sem geymslustaði fyrir börn og unglinga á meðan for- eldrar þeirra eru i vinnu. Þvi þykir það litlu skipta, hverja menntun kennararnir hafa eða hvemig þeir eru að öðru leyti undir það búnir að veita nem- endunum menntun og þroska. 1 flestum tilvikum mun þetta viðhorf stafa meir af athugunar- leysi en sannfæringu. Mönnum hættir til að sjást yfir, hve mikinn hluta ævi sinnar nemendur dvelja i skólum og að það er einmitt á helztu mótunarárum ævinnar. Ég veit ekki um aðrar fjölmennar starfsgreinar en kennarastarfið, þar sem starfsréttindi eru ekki bundin við ákveðin menntunar- stig, nema ef vera skyldi almenn verkamannavinna. Að vlsu eru i lögum og reglugerðum óljós ákvæði um tilskilda menntun kennara, en þau eru hunzuð að geðþótta. Þessi afstaða til kennarastarfsins er án efa ná- tengd þeirri litilsvirðingu, sem stjórnkerfið og aðrir aöilar sýna börnum, þörfum þeirra og hags- munum. Það viðhorf, að þarfir og hagsmunir barna séu annars flokks, birtist I ýmsum myndum og ekki aðeins I stjórnkerfinu, heldur hjá öllum þorra fólks. Barnabækur eru yfirleitt ekki eins vandaðar að gerð og málfari ogbækurfulloröinnaog þær kosta minna, barnaherbergi I nýjum húsum eru oft og tlðum smá- kytrur við hliðina á glæstum vistarverum fulloröna fóiksins, fullorðnir eru oft afgreiddir I verzlunum á undan börnum o.s.frv. DÓMSMÁLIN ( SVIÐSLJÓSINU Björn Finnur Bjarni Friðjón, 1 'ZL Ólafur Dómsmálaráðherrarnir 19 Jóhann Auður Dómsmál og réttar- far hafa verið á hvers manns vörum nú i langan tima. Ef til vill hafa tslendingar aldrei rætt þessi mál jafn mikið sem nú. Saka- mál, afbrot og hvers konar glæpir eru á hvers manns vörum og fólk virðist oft á tiðum fylgjast með atburða- rásinni á svipaðan hátt, sem um spennandi glæpareifara væri að ræða. Auk afbrotamála er svo fjöldinn allur af málum, sem varða samskipti einstaklinga, rétt þeirra og hagsmuni, án þess þó að heyra undir refsilög. En það eru ekki bara afbrotin sjálf, sem fólk ræðir um þessa dagana. Dómskerfið hefur allt legið undir þungum ásökunum frá almenningi vegna seina- gangs og skipulagsleysis. Það er engum blöðum um það að fletta, að glæpir og hvers konar afbrot hafa aukizt mjög á siðustu árum. Hver svo sem skýringin á þvi kann að vera er augljóst að stjórnvöld þurfa að gera eitthvað til þess að koma þessum málum I viðunandi horf. Engum dettur þó I hug, að það sé á færi stjórnvalda að draga úr afbrotum og misrétti meö beinum tilskipunum. A hinn bóginn munu flestir telja að mikið mætti úr bæta með þvi að skapa betri aðstöðu fyrir dóm- stóla landsins og aðra þætti, er varöa rannsókn og meöferð opinberra mála. Dómsmálaráðherra, Ólafur Jóhannesson, fylgdi fyrir nokkru úr hlaði stjórnarfrum- varpi um dómsmál og réttarfar. Hér er reyndar um að ræða þrjú frumvörp, þ.e.a.s. frumvarp til laga um rannsóknarlögreglu rikisins, frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð opinberra mála og frumvarp til laga um breytingu á lögum um skipan dómsvalds i héraði; lög- reglustjórn, tollstjórn o.fl. Með þessum frumvörpum er lagður grundvöllur að breytingum á Islenzku réttar fari, sem almenningur mun án efa fagna og ekki sizt þeir, sem að þessum málum vinna. Sigurgeir Jónsson, bæjar- fógeti i Kópavogi, flutti fyrir nokkru mjög athyglisverða ræðu á fundi i félaginu tslenzk réttarvernd í ræðu sinni fjallaði Sigurgeir um þessi þrjú frumvörp og svaraði siðan fyrirspurnum fundarmanna. Alþýðublaðið óskaði eftir að fá að birta þessa ræðu, þannig að sem flestir fengju tækifæri til að kynnast málinu. Hefur Sigurgeir Jónsson gefið ieyfi. til þess og munum við þvi' birta ræðuna i heild strax eftir helgi. Til fróðleiks fyrir lesendur blaðsins höfum við tekið saman skrá yfir alla dómsmálaráð- herra á islandi allt frá 1904 til þessa en þeir eru 19 talsins. Fram til 1917 er ráðherrann aðeins einn og fór hann þvi að sjálfsögðu með dómsmál ásamt öðrum málaflokkum. Til 1917 voru dómsmálin þvi i höndum eítirfarandi manna: 1. Uannes Hafstein, 1904-09 og 1912-14 2. Björn Jónsson, 1909-11. 3. Kristján Jónsson. 1911-12. 4. Sigurður Eggerz, 1914-15, siðan aftur 1922-24. 5. Einar Arnórsson, 1915-17, siðan al'tur 1942-44. Fram til 1944 voru dómsmála- ráðherrar, sem hér segir: 6. Jón Magnússon, 1917-22 og 1924-26. 7. Magnús Guðmundsson, 1926-27 og 1932-34. 8. Jónas Jónsson, 1927-32. 9. Tryggvi Þórhallsson. 20.4. 1931- 18.8. 1931. 10. Ólafur Thors, 14.11. 1932- 23.12. 1932. 11. Ilerinann Jonasson. 1934-42 og siðan aftur 1956-58. 12. Jakob Möller, 16.5. 1942-16.12. 1942. Frá 1944 til þessa dags hafa dómsmálaráðherrar verið sem hér segir, auk þeirra sem áður er getið: 13. Björn Þórðarson, 2.9. 1944-21.10. 1944. 14. Finnui- Jónsson, 1944-47. 15. Bjarni Benediktsson, 1947-56 og 1959-63. 16. Friðjón Skarphéðinsson. 1958-59. 17. Jóhann Hafstein. 14.9. 1961-1.1. 1962 og 1963-70. 18. Auður Auðuns, 1970-71. 19. Ölafur Jóhannesson, 1971-. Þessi upprifjun á þvi, hverjir liafa farið með stjórn dóms- mála á Islandi er byggð á heim- ildum úr bók Agnars Kl. Jóns- sonar, Stjórnarráð islands 1904-1964 og Stjórnartiðindum. —BJ 1. hluti birtist á þriðjudaginn Greiðsla oliustyrks fyrir timabilið des. ’75—febr. ’76 fer fram á bæjarskrifstofunum, Strandgötu 6. Styrkurinn greiðist þeim fram- teljendum til skatts, sem búið hafa við oliuupphitun ofangreint tima- bil, en þó ekki til þeirra sem áttu þess kost að tengja ibúðir sinar við hitaveitu fyrir lok febrúarmánaðar 1976, sbr. 2. gr. 1. nr. 6/1975. Framvisa þarf persónuskilrikjum til að fá styrkinn greiddan. Greiðslum verður hagað þannig: Til framteljenda hverra nafn byrjar á: A-F mánudaginn 26. april kl. 10-12 og 13-16 G-J þriðjudaginn 27. april kl. 10-12 og 13-16 K-R miðvikudaginn 28. april kl. 10-12 og 13-16 S-ö fimmtudaginn 29. april kl. 10-12 og 13-16. Bæjarritarinn i Hafnarfirði. TIL fermingar GJAFA Texas Instruments vasatölvur í úrvali HAGSTÆD VERD D V______/ POR“ SIIVII SISOa-ARIVIULA'n

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.