Alþýðublaðið - 25.04.1976, Blaðsíða 1
SUNNUDAGSLEIDARI
biaSfð Sunnudag
ur 25. apríl 1976 — 78. tbl. — 1976 — 57.
árg.
Hálfrar aldar leiklistar-
afmæli Vals Gíslasonar
Um þessar mundir á einn
fremsti listamaður Islendinga
hálfrar aldar starfsafmæli.
Fimmtiu ár eru nú liðin, siðan
Valur Gislason lék fyrsta hlut-
verk sitt á leiksviðinu i Iðnó.
Frá stofnun Þjóðleikhússins
hefur hann verið einn aðalleik-
ari þess og leikið þar á annað
hundrað hlutverk. Hann hefur
nýlega horfið þar úr föstu starfi
fyrir aldurs sakir samkvæmt
reglum þeim, sem um opinbera
starfsmenn gilda.
Islenzk leikmennt á sér ekki
aldargamla sögu. Upphaf
hennar er skömmu fyrir siðustu
aldamót. Og marga fyrstu ára-
tugina var hún tómstundastarf
áhugamanna. Það er einn af
furðuþáttum islenzkrar menn-
ingarsögu, hversu miklum
þroska leiklistin náði, meðan
hún var enn hjáverk fólks, sem
litið eða ekkert hafði lært á
þessu sviði og hafði ekki tima
til þess að sinna henni fyrr en
að loknu fullu dagsverki.
Valur Gislason er einn
þeirra, sem ruddi brautina með
þessum hætti. Sá, sem þetta rit-
ar, sá hann i fyrsta hlutverkinu
i Iðnó, þá bam að aldri. En sýn-
ingin var heillandi ævintýri,
sem ungum dreng gleymist
aldrei. Og ungi maðurinn, sem
þá sté fyrstu sporin á leiksviði
og mælti þar fyrstu orðin, varð
einn af mestu leikurum, sem
íslendingar hafa eignazt, einn
þeirra, sem gerði islenzka leik-
list að þvi, sem hún er i dag,
sambærilega heimlistinni i
leikhúsum stórborga, og þar
með að einum af hornsteinum
islenzkrar menningar.
Þeim, sem heyrðu Val Gisla-
son leika riddaraliðsforingjann
i leikriti Strindbergs, Föðurn-
um, i útvarpi á sumardaginn
fyrsta, mun ekki geta dulizt, að
þar var snillingur að verki. En
ekki einungis slik hlutverk hef-
ur hann leyst af hendi með á-
gætum. Hann hefur leikið jafn-
vel á gamansama strengi. Lik-
lega er óhætt að segja, að hann
hafi aldrei leikið hlutverk, sem
hann hafi ekki farið vel og rétt
með, hvort sem það var stórt
eða litið.
Enhvað er það, sem gert hef-
ur Val Gislason að miklum leik-
ara? Það er gamalt og alkunn-
ugt boðorð, að menn skuli læra
að þekkja sjálfan sig. Það er
öllum mönnum hollt og nauð-
synlegt. En þeim, sem verður
mikill leikari, er það ekki nægi-
legt. Hann verður einnig að
þekkja aðra. Að sjálfsögðu er
auðveldara að skilja aðra, ef
menn skilja sjálfan sig. Ekki
skal um það dæmt, hvort sé tor-
veldara. En hvort tveggja er á-
reiðanlega erfitt. Fáir þekkja
sjálfan sig. Og enn færri þekkja
aðra til hlitar. Þegar leikari
sýnir okkur manngerð á þann
hátt, að við trúum þvi, að þetta
sé maðurinn, sem höfundurinn
vildi kynna okkur, hvort sem
hann er heilbrigður eða sjúkur,
raunsær eða draumóramaður,
þá er hann mikill leikari. Þvi
aðeins getur hann gert slikt, að
hann þekki aðra menn. Og eng-
inn kynnist öðrum mönnum
réttilega, nema á grundvelli
þekkingar á sjálfum sér.
Af þessum sökum er erfitt að
verða mikill leikari. Þess
vegna eru stórbrotnir leikarar
ekki á hverju strái, þeir eru fá-
ir, einnig meðal stórþjóða. En
Valur Gislason er einn slikra
leikara. Þekking hans á mann-
eðlinu er margslungin. Hún á
ekki rót sina að rekja til lær-
dóms. Mannþekking er ein sú
þekking, sem ekki verður lærð.
Hún er náðargjöf, sem aðeins
verður þegin, en gerir siðan
kleift að miðla öðrum ómetan-
legum verðmætum.
Valur Gislason er ótvirætt
mikill listamaður. Slikir menn
eru oft flókin manngerð. Milli
þeirra og umheimsins skápast
oft andstæður. Þetta á ekki við
um Val Gislason. Sjónarmið
hans eru heilbrigð og mótuð af
sanngirni. Jafnframt er hann
svo fágaður einstaklingur, að
fágætt má teljast.
Það er ánægja að þakka slik-
um manni hálfrar aldar starf.
GÞG