Alþýðublaðið - 25.04.1976, Blaðsíða 8
14 ÚTLOND
Sunnudagur 25. apríl 1976 blafflö*
SÚ HIN MIKLA DYRKUN!
Hinn föðurlegi, stórkostlegi, mikli,
vitri og virti leiðtogi Norður-Kóreu
tslenzkic fjölmiölar fá viku-
lega blgö frá Noröur-Kóreu,
sem nefnist „The People’s
Korea.” Blaðinu er dreift á
vegum stjórnar Noröur-Kóreu. t
þvi eru pólitiskar greinar um
landið en þó einkum um hinn
mikla leiötoga þjóöarinnar,
Kim II Sung. — Hann er aldrei
nefndur annaö en hinn mikli,
hinn stórkostlegi, hinn eiskaði,
hinn virti, og á síðum blaðsins
birtist einhver mesta persónu-
dýrkun sem sögur fara af.
Hinn föðurlegi
leiðtogi
t blaðinu, sem út kom 10.
marz.ergrein um hinn máttuga
þjóðhöföingja og leiðtoga. Hér
verða birt nokkur sýnishorn úr
þessari grein:
„Félagi Kim II Sung, hinn
mikli leiðtogi flokks okkar og
þjóðar, leiöbeinandi „á staðn-
um” við framkvæmdir og vinnu
á Anju-svæðinu frá 27. febrúar
til I. marz. — Við það að hafa
hinn virta og elskaða félaga
Kim II Sung svo nálægt sér, og
að njóta kennslu hins mikla leið-
toga, fylltust flokksfélagar og
vinnandi fólk á Anju-svæðinu
óbeizlaðri gleði og rikum
tilfinningum. Hjörtu þeirra voru
barmafull af itrasta þakklæti til
hins mikla leiðtoga, sem stjórn-
ar byltingunni eftir vegi sigurs-
ins og „gloríunnar” og hefur
fært fólki okkar ómælda
hamingju.
Til þess að reisa nútlmaborg i
Anju, fór hinn föðurlegi leiðtogi
eftir snæviþöktum vegum i lok
desember 1973, og valdi sjálfur
borgarsvæðið, og hefur kennt
þar yfir 40 sinnum.
Takmarkalaus gleöi og til-
finningar fylltu hjörtu byggj-
enda.sem hafa reist þessa stóru
nútlmaborg á liðlega einu ári,
og staðfest þannig með brenn-
andi hjarta staðfastar ákvarð
anir hins fööurlega leiðtoga um
að skapa hamingjusamari og
ríkari heim fyrir fólk okkar.
Gaf ráð
Þegar hinn mikli leiðtogi Kim
II Sung kom til Anju 27. febrúar
horfði hann yfir borgina og leit
inn á nýja hóteliö og veitinga-
staðinn og gaumgæfði persónu-
lega allan innri búnað. Hann
hrósaði mjög smíði þessarar
dásamlegu borgar og veitti
skipulagða kennslu. — 1. marz
veitti hann leiðsögn við starfið i
nágrenni Anju.
Eftir að hafa farið um götur
Anju, hrósaði hinn mikli leiðtogi
borgarsmiðunum, sagði að
borgin væri nokkuð stór og hún
væri nútimalega og vel reist.
Hinn mikli leiötogi hrósaði
byggingameisturum fyrir að
hafa valið Hótel International
stað á hæö mikillar fegurðar
með útsýn yfir Chongchong
gang-fljót.
Hinn mikli leiðtogi leit við i
hinu nýja hóteli, fékk fréttir um
stærð þess, og lét I Ijós ánægju
og sagði að það væri all-vel
byggt.
Hinn mikli leiðtogi fór á
þessum sama degi á hinn viröu-
lega og nýtizkulega Chilsong
veitingastað, sem ris fagurlega
við vatn i Chilsong-garði, hrós-
aði hinni velheppnuöu hönnun
og horfði yfir garðinn og göt-
urnar frá svölum annarrar hæð-
ar.
Hinn niikli leiðtogi veitti
skipulagða kennslu hvernig
reisa ætti Anju-borg hraðar og
betur.”
Siðan er þvi lýst hvernig hinn
föðurlegi, hinn mikli og stór-
kostlegi leiðtogi hafði veitt alla
nauðsynlega aðstoð við smiði
borgarinnar, leyst öll vandamál
og hve mjög hinn mikli leiðtogi
hefði stuðlað að borgar-
smiðinni. „Leiöbeiningar hans
munu þeir geyma i hjarta sinu”,
segir I lok greinarinnar.
Ekki er þörf fleiri orða um
Kim II Sung. En kannski má
finna einhverjar hliöstæður I Is-
lenzkum blöðum?
MORÐINGI í
FYLGD SVÍA-
KONUNGS
Otvarpsstöð i New Jersey i
Bandarikjunum skýrði frá þvi, að
i hópi blaðamanna, sem fylgdust
með Sviakonungi i opinberri
heimsókn hans til Banda-
rikjanna, hafi verið morðingi,
sem er að afplána lifstiðar-
fangelsisdóm. Þessi uppljóstrun
hefur vakið mikla athygli og
harða gagnrýni á bandarisku
öryggislögregluna, sem að vera
ábyrg fyrir öryggi háttsettra
gesta Bandarikjastjórnar. Eng-
inn hefur sagt, að Sviakonungur
hafi verið i lifshættu vegna nær-
veru morðingjans, en þessi
atburður sýnir alvarlega veilu i
öryggisnetinu. öryggislögreglan
á að kanna vel feril allra þeirra
blaðamanna, sem fá að koma
nálægt háttsettum, erlendum
gestum, en það viröist hún ekki
hafa gert i þessu tilviki.
Morðinginn, sem hér um ræðir,
er 38 ára að aldri og hann stóð
augliti til auglitis við Sviakonung
á meðan stóðá heimsókn konungs
i bænum Swedesboro i New
Jersey. Morðinginn, sem heitir
Henry F. Mosello, hafði verið
ráðinn af útvarpsstöð i fylkinu til
þess að segja frá heimsókn
konungs og fylgja honum eftir á
ferðum hans. Mosiello, sem
afplánar lifstiöardóm fyrir morð,
hefur sakir góðrar hegðunar i
fangelsinu öölazt takmarkað
frelsi og hefur leyfi til þess að
vera á ferli utan fangelsismúr-
anna um hábjartan daginn.
Þegar hann sótti um hið tima-
bundna starf við útvarpsstöðina
lagði hann enga dul á stöðu sina.
Hann gaf upp rétt nafn og nafn-
númer og tilgreindi heimilisfang
sitt i rikisfangelsinu i Trenton i
New Jersey. Allar þessar
upplýsingar voru sendar öryggis-
lögreglunni, sem virðist ekki einu
sinni hafa litiö á þær áður en hún
úrskurðaði að óhætt væri, að
„blaðamaður” þessi yrði i
fylgdarliði Sviakonungs.
Talsmaður öryggislögreglunn-
ar hefur ekki viljað viðurkenna,
að þessi atriði hafi farið fram hjá
henni, en segir, að þrátt fyrir þau
hafi lögreglan ekki talið nauð-
synlegt að meina fréttamannin-
um að gegna starfi sinu.
Ekki vantaði það, að mikið bæri á öryggisvörðum á meðan á
heimsókn Sviakonungs í Bandarikjunum stóð. Maðurinn sem örin
bendir á, er einn af öryggisvörðunum, sem vöktuðu konung á
meðan haldið var hádegisverðarborð honum til heiðurs i
Minneapolis. Hins vegar virðist hafa gleymzt að athuga feril
þeirra fréttamanna, sem fylgdust með konungi þvi i þeirra hópi
var dæmdur morðingi, sem tilgreindi heimilisfang sitt i ríkis-
fangelsinu I New Jersey.