Alþýðublaðið - 25.04.1976, Blaðsíða 7
IÞRÚTTIR 13
alþýóu-
blaoíó
Sunnudagur 25. apríl 1976
Islandsmeisturum FH
KEPPTU Á 13. HÆÐ I
SKÝ JAKLJÚF
Þú hefur nú leikiö úfáa leikina
yfir ævina, hverjir eru nú hvaö
minnisstæöastir?
— Það er nú erfitt um það að
segja. Ég keppti hátt á annað
hundrað leiki með Haukum og
hef leikið um 100 leiki með FH
svo af nógu er að taka. Lands-
leiki hef ég leikið 82.
— Minnisstæðustu landsleik-
irnir eru alltaf þeir, 'þegar vel
gengur gegn þeim liðum sem
eru i fremstu röð. Þá eru einnig
fyrstu landsleikirnir alltaf ofar-
Iega i huga. Td. fyrsta árið sem
ég lék i landsliði, árið 1966, þá
fór ég i keppnisferð til
Bandarikjanna og var keppt á
13. hæö i skýjakljúf i New York.
— Jafnteflisleikurinn við þá-
verandi heimsmeistara,
Rúmena, hér heima árið 1970,
þegar við náðum jafntefli 14-14
er alltaf skemmtileg endur-
minning. Þá man ég mjög
glöggt landsleik við Tékka á
Olympiuleikunum árið 1972. Við
höfðum yfir 18-15, þegar örfáar
minútur voru til leiksloka, en
misstum unninn leikinn niður i
jafntefli, 18-18 og þar meö vor-
um við úr leik i keppninni.
Tékkar hlutu hins vegar silfur i
Olympiukeppninni i handbolta
þetta árið. Islenzka landsliðið
sem þarna lék, var að minu
mati það bezta sem tsland hefur
átt, fyrr og siðar.
ERFITT AÐ ÞJALFA
ÞEGAR MAÐUR LEIK-
UR SJALFUR
llvaö meö hiö breytta hlut-
vcrk þitt hjá iandsliöinu. Fyrst
sem leikmaöur, en siöan sem
þjálfari. Er ekki erfitt aö þjálfa
menn sem þú hefur kannski
leikiö meö sem samherji áriö
áður?
— Nei, mér hefur ekki veitzt
það erfitt. Samstarf mitt viö
strákana i landsliðinu hefur
gengiö með ágætum. Það var
fyrst og fremst mikill áhugi
minn á þjálfun sem varð til þess
að ég tók við starfi landsliðs-
biálfara. Svona eftir á að
hyggja þá sé ég dálitiö eftir þvi
að hafa byrjað að þjálfa eins
fljótt og raun ber vitni, þvi það
fer alls ekki saman að þjálfa og
vera að auki leikmaður. Maður
verður að gefa sig alfarinn að
öðru verkefninu. En þetta
finnur maðurekki fyrr en mað-
ur hefur reynt það.
Þar ofan á bætist að ég er
iþróttakennari og þegar þjálfun
og æfingar bætast við iþrótta-
kennsluna, þá er þvargið i
kringum þetta orðið einum of
mikið.
EKKI HÆGT AÐ ÚT-
FÆRA AÐFERÐIR OG
HUGMYNDIR HÉR
HEIMA
— Annars vaknaði áhugi
minn fyrir þjálfun fyrst fyrir al-
vöru þegar ég hóf að sækja
þjálfaranámskeið. í Júgóslaviu
t.d. kynntist ég ýmsum
þjálfunaraðferðum sem voru
mögulegar við hinar góðu
aðstæður sem þar rikja. Hins
vegar áttaði ég mig ekki á þvi,
að aðstæðurnar hér heima eru
svo ólikar þvi sem þar er, að oft
er erfitt og nær ógerlegt að út-
færa þær aðferðir og hugmyndir
sem þar sjást, i handknattleikn-
um hér heima.
EKKI HRÆDDUR VIÐ
STARFIÐ N É GAGN-
RÝNINA
— Eg var ekkert hræddur við
að taka starf landsliösþjálfara
að mér. Ég vissi vel hvað ég var
að ganga út i. Fyrirrennari
minn i starfinu, Birgir Björns-
son, hafði fengið mjög harða og
ósanngjarna gagnrýni fyrir sitt
starf og ég gerði mér ljóst að
slíkt gæti einnig hent gagnvart
mér.
— Ég vissi þvi vel hvar ég
stóð, en aöalspurningin sem
brann i huga mér, var hvort ég
fengi þann mannskap sem ég
kysi til að æfa á þann máta sem
ég vildi. Ég tók við liöinu um
mánaðamótin mai—júni i fyrra,
svo eitt ár er nær liðið.
ÞARF MEIRA EN EITT
ÁR
— Það er mjög erfitt að
byggja upp gott handknattleiks-
landsiið á aðeins einu ári, ekki
sizt þegar miðað er við skipulag
móta og æfingar félagsiiða hér-
lendis. Kröfur félaganna til leik-
manna eru geysilegar og það
gefur þvi auga leið að landsliðið
fær ekki mikinn tima aflögu. Þá
má einnig geta þess að
húsnæðisskorturinn sem hefur
háð landsliöinu er óviðunandi.
Mér var reyndar lofað af for-
ystu HSl að húsnæðisvandræði
yrðu engin, en raunin varð sú að
ég varð alltaf að vera upp á vel-
vilja þjálfara félagsliðanna
kominn til að fá æfingatima
fyrir landsliöið.
— Þessi þjálfunartimi minn
með landsliðinu hefur verið
mikil og dýrmæt reynsla fyrir
mig. Reynsla sem ég hefði ekki
viljað vera án. Hef ég kynnzt
mörgu, bæði skemmtilegu og
óskemmtilegu, þótt jákvæöu
minningarnar beri auðvitað
hærra.
HALFATVINNU-
MENNSKA NAUÐSYN-
LEG
—Frá minum bæjardyrum
séð, þá er það ljóst að við náum
ekki lengra i handknattieiknum,
nema farið verði að greiða
mönnum laun fyrir æfingar með
landsliðinu. Eina leiðin til að
byggja upp gott landslið, er að
fá mannskapinn óþreyttan á
æfingar. Landsliðsmenn yrðu
sem sé launaðir að hálfu leyti
fyrir aö æfa og leika handknatt-
leik. Þá getum við fyrst farið
að gera kröfur til leikmanna og
ég þori að ábyrgjast að við ná-
um þá upp landsliði á heims-
mælikvarða á nokkrum árum.
Ekki vantar efniviðinn.
— í löndunum fyrir austan
járntjald, rikir atvinnumennska
i handboltanum, á þvi leikur
enginn vafi. Það veit ég og get
fullyrt. Júgóslavar t.d. borga
leikmönnum kaup. Þeir vinna
einnig létta vinnu samhliða og
vinnuveitendur eru stoltir að
hafa landsliðsmenn i vinnu og
fri og leyfi ymiskonar vegna
landsliðsins eru meira en vel-
komin.
FÉLAGSLIÐIN LEIKA
SAMKVÆMT ÓSKUM
LANDSLIÐSINS
— Svo ég tali áfram um
Júgóslaviu og skipulag hand-
knattleiksmála þar, þá eru leik-
mönnum ekki aðeins greidd
laun, heldur er landsliðið að-
stoðaö á margan hátt annan.
Þannig er, að i upphafi keppnis-
timabils, þá er ákveöið af yfir-
mönnum landsliðsins, hvernig
varnarleik og sóknarleik skal
leika i deildarkeppninni. Með
öðrum orðum, landslitseinvald-
urinn segir félagsliðunum t.d.
að i ár eigi að spila 3-3 i sókninni
og 5-1 i vörninni, þvi landsliðið
komi til með að spila þá aðferð
og þvi þurfi landsliðsmennirnir
einnig að venjast þvi hjá sinum
félagsliðum.
EKKI ANÆGDUR, EN
ÞÓ....
Viðar, ef þú litur til baka yfir
nýlokiö keppnistimabil lands-
liösins.ertu miðaö viö aöstaaöur
allar, ánægöur meö árangur-
inn?
— Ég er ekki ánægður, tap-
leikirnir urðu of margir. Viö
höfum oftast miðað getu okkar i
handboltanum við aðrar
Noröurlandaþjóðir. Töp fyrir
Norðmönnum og Dönum komu
sér þvi frekar illa þótt á það beri
auðvitað að lita að þegar þeir
leikir voru háðir var liðið alls
ekki komið i sina beztu þjálfun.
Hins vegar var liðið I toppæf-
ingu þegar við gerðum jafnteflið
við Rússa hér heima og töpuð-
um með einu marki gegn
Júgóslaviu ytra, þar sem við
hefðum með smáheppni átt að
sigra.
— En eins og ég sagði áðan,
þá bjóst ég ekki við miklu,
fyrsta árið á meöan maður er að
kynnast mannskapnum sem
þjálfari i sambandi við
innáskiptingar leikkerfi og ann-
að þviumlikt.
EKKI ERLENDA
ÞJALFARA
Hvaö meö erlenda þjálfara?
Telur þú, að viö eigum aö fá er-
lenda þjálfara til landsins og
láta þjálfa félagslið og landsliö,
eins og gert er i knattspyrn-
unni?
— Nei, ég er alls ekki á þeirri
linu. Við eigum að visu að fá
erlenda leiðbeinendur hingað
upp til að kenna okkar þjálfur-
um en ekki til að þjálfa leik-
menn. Þaðan af siður eigum við
að taka upp háttu körfuboltans
og hefja innflutning leikmanna.
Úrvalið hér heima er nægilegt.
— Hvað varðar þessar burt-
reisur okkar beztu handknatt-
leiksmanna vil ég segja þetta.
Ég tel „standardinn” hjá þýzk-
um félagsliðum ekki betri en hjá
islenzkum og þvi held ég ekki að
þessir islenzku leikmenn sem
þarna eru bæti nokkuð við getu
sina sem handknattleiksmenn.
Að minnsta kosti eru þeir að
minu mati, alls ekki betri núna,
heldur en þegar þeir fóru. Jafn-
vel eru þeir slakari núna.
— Þá er hin mikla pressa sem
á þeim er alls ekki til að bæta
ástandið. Þeir eru útjaskaðir
barðir niður og meiðsli eru tið.
Afleiðingin er sú að 5-6 topp-
handknattleiksmenn hér heima
eru aðeins miölungsleikmenn i
Þýzkalandi, þótt „standardinn”
þar sé sizt betri en hér.
MEÐALMENNSKA
RÍKJANDI i HAND-
KNATTLEIKNUM
Fáein orð um islandsmótið
siðasta?
— Ég verð að segja það aftur
sem ég hef áður lýst yfir. Mér
finnst islenzk félagslið vera á
meðalmennskuplaninu i dag.
Liðin eru kannski ekki verri en
áður, ef til vill jafnari, en að
minu mati vantar alian klassa i
liðin. Fáirskara fram úr, litrik-
ir leikmenn sjást ekki og litleys-
ið i.leik liðanna er algert.
— Samhliða þessu hefur að-
sókn að leikjunum dottið niður
og er það að sjálfsögðu vegna
þess að fátt fallegt sést i leikjun-
um. Ferðalög okkar beztu hand-
knattleiksmanna erlendis hafa
efalaust einhver áhrif á þessa
þróun.
Hvað er þá til ráöa i þessu
sambandi?
— Menn verða að átta sig á
þvi, að áhorfendur mæta ekki
bara af gamalli venju á hand-
knattleiksleiki. Þeir hætta að
mæta ef leikir eru leiðinlegir.
Þess vegna þurfa felögin að
taka upp fallegar leikfléttur.
fjölbreyttari og hraðari sóknar-
leik. Það er ekkert lið á tslándi i
dag. sem reglulega gleður auga
áhorfenda. Þá er ekki fjarri lagi
að breyta uppsetningu móta.
T.d. mætti koma á úrslitakeppni
4efstu liða Islandsmótsins, eins
og tiðkast i Sviþjóð.
RÓTTÆKAR
BREYTINGAR
— Það er greinilegt að gera
þarf róttækar breytingar i þess-
um efnum og það fyrr en siðar.
Kerfið er orðiö einum of fast-
mótað hjá okkur og leiðigjarnt
um leið. bæði fyrir áhorfendur
og leikmennina sjálfa.
F H VANN VERÐ-
SKULDAÐ
Hvaö um úrslit siðasta
islandsmóts?
— Um þau má efalaust margt
segja. Framan af mótinu voru
Valsmenn greinilega með heil-
steyptasta liðið. Voru þeir vel
þjálfaðir og náðu öruggri for-
ystu. Við FH-ingar ollum von-
brigðum i byrjun mótsins, en
sóttum okkur og sýndum yfir-
burði i siðari umferðinni. Jafn-
hliöa dró af Valsmönnum og þvi
held ég að við höfum unnið þetta
mót verðskuldaö, enda syndu
sigurleikir okkar gegn Val. að
þetta var engin tilviljun.
„HELD AFRAM MEÐ-
AN GAMAN ER"
Að lokum Viöar, hvað meö
framtiöina?
— Ef heilsan verður i lagi, þá
held ég áfram. þótt óneitanlega
sé mann nú farið að langa að
draga aðeins i land. Handboltinn
er góð heilsubót og meðan ég hef
gaman af iðkun iþróttarinnar
þá held ég áfram.
Viö látum þetta vera lokaorð
Viðars að sinni og vonum að is-
lenzkur handknattleikur eigi
eftir að njóta starfskrafta hans i
næstu framtið. hvort sem er á
leikvelli eöa utan hans. Hvort
sem hann er leikmaður eða
þjálfari.
— GAS.
Þess rná geta. aö eftir að
olangreiut viötal var tekið,
liefur ýinislegt nýtt gerst i
ýmsum þeim málum sem Viöar
fjallar um. M.a. hefur Viöar
Simonarson sagt starfi sinu sem
landsliösþjálfari lausu.
Astæðurnar fyrir uppsögn
Viöars ku vera þær að HSÍ hafi
ekki staöiö yiö ýmis loforö sem
gefin voru viðvikjandi lands-
liösmálum. Þá inun Viðar ekki
liafa veriö ánægður með þá yfir-
lýsingu formanns llSi aö stefna
ælti aö ráöningu erlends
þjálfara. þar sem áöur haföi
verið gert ráð fyrir þvi aö \ iðar
sæi um landsliösþjálfunina i 3
ár.
-GAS.