Alþýðublaðið - 29.04.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.04.1976, Blaðsíða 7
alþýöu- blaöíö Fimmtudagur 29. apríl 1976 VIDHORF 7 OGTIMABÆRAR BREYTINGAR □ Hraði máls meðferðar Kem ég þá aö slöasta atriöinu varöandi meiriháttar breyting- ar samkvæmt þessum frum- vörpum en það er hraöi máls- meöferöar. Þetta er mál sem mikiö hefur verið rætt um aö undanförnu ogmjög mikiö hefur veriögagnrýntog þaö réttilega. Aö visu veröur aö viöurkennast aö seinagangur i málsmeöferö liggur oft hreinlega i þvi aö menn eru mismunandi duglegir viö að afgreiöa þau mál, sem þeir hafa fengiö til meðferöar. Þaö er meiningin aö rann- sóknarlögreglan hafi þeim sér- fræðingum á aö skipa, sem hingaö til hefur þurft aö leita til utan réttarkerfis, t.d. til endur- skoöenda, sérstaklega i sam- bandi viö gjaldþrotamál og fjár- svikamál. Ætti þetta aö geta losaö rétt- arkerfiö viö hina miklu og oft hneykslanlegu drætti, sem veröa á afgreiöslu slikra mála. □ Eru frumvörpin til bóta? Þegar svara áspurningunni um þaö hvort lagafrumvörpin, sem hér hefur verið f jallaö um, verði til bóta ef lögfestyröu, þá finnst mér fyrst og fremst vera tvö at- riði, sem hafa verði i huga: t fyrsta lagi. Eru hin nýju lög likleg til þess aö gera réttar- vörzluna i landinu starfhæfari en nú er, þannig aö meiri likur séu til en áður, að glæpir komist upp? í öðru lagi. Verða hagsmunir þeirra einstaklinga, sem rikis- valdið þarf af réttarvörzluá- stæðum aö taka til rannsóknar eða frelsissviptingar um stund- arsakir eða annarra þrenginga, betur tryggð en áöur? Ég leyfi mér aö svara fyrri Sigurgeir Jónsson, bæjarfógeti í Kópavogi: spurningunní afdráttarlaust játandi. Þaö er einkum tvennt, sem ég sé aö hljóti að batna, þ.e. að ætlað er aö beina einhverju verulegu fjármagni i þaö aö raunhæf rannsókn geti fariö fram tafarlaust i sambandi viö fjármálabrot þau, sem mest hefur verið gagnrýnt hve laus- um tökum séu tekin, og þar með tel ég vera likur á þvi aö öll slik mál fáimiklu hraöari afgreiöslu en veriö hefur. Þá veröur auö- veldara aö efla tækjabúnaö og sérfræöingaliö i einni allsherj- arstofnun fyrir alit landiö en aö dreifa kröftum um ailt land. Siöari spurningunni svara ég einnig hiklaust játandi vegna þess aðskilnaðar, sem gert er ráö fyrir milli rannsóknarvalds og dómsvalds, svo sem tiðkast I flestum réttarrikjum, sem hafa svipaö þjóöskipulag og viö höf- um. Hins vegar skal þaö játaö, aö ekki geru geröar neinar tillögur nú um breytingar á réttarfarsá- kvæöum á lögunum ym meöferö opinberra mála frá 1974, aörar en þær sem leiöa af frumvarpi um rannsóknarlögreglu rikisins og þeim aöskilnaöi milli rann- sóknar ogdóms, sem frumvarp- iö gerir ráö fyrir. Eins og áöur segir, er ætlazt til heildarendur- skoðunar réttarfarslaga eftir aö þessi breyting kemst á og sú breyting á dómaskipan sem er i undirbúningi. □ Heppilegur tími til breytinga Ég tel að nú sé heppilegur timi til þess aö koma á þeim breytingum, sem hér er lagt til að gerðar verði. Það hafa um langt skeiö veriö miklar deilur út af rannsókn og meðferð saka- mála. Tiltekin mál hafa verið fyrir lögreglu og dómstólum mánuöum og árum saman án þessaöhægt væriaöljúka þeim. Þettaástandhefuraö sjálfsögöu marga galla i för með sér. Þaö dregur úr viröingu fyrir dóms- Sigurgeir Jónsson. kerfinu og fólk vantreystir þvi og efast jafnvel um aö þetta kerfi sé i raun og veru til fyrir borgarana. Þaö er bent á ýmis konar mismunun og ranglæti i sambandi viö þetta. Stundum eru þaö utanaðkomandi ástæö- ur, sem þessu valda, aðilar máls eöa þeir sem meö mál fara.annað hvortdeyja eða fara úr embætti o.s.frv. Stundum stafar þetta af þvi, aö þaö er ekki til starfsfólk til þess aö vinna þetta og e.t.v. algengast af öllu, t.d. varöandi fjársvika- brotin, að þar veröur aö sækja undir einkaaðila s.s. endurskoö- endur, sem eru yfirleitt önnum kafnir við önnur störf, eða I ljós kemur að einkastörf þeirra tengjast málsaðilum. Aö þvi er þetta snertir er einmitt lagt til i frumvarpinu, að úr þessu veröi bætt. Það er augljóst, aö kostnaðar- aukning veröur þessum fyrir- huguðu breytingum samfara. Gerð er grein fyrir þvi i athuga- semdum aö ýmis útgjöld sparist þar á móti. 1 þessu sambandi má benda á, að mjög almennur áhugi virðist vera á þvi aö koma þessum málum i betra horf og af þeim sökum ætti einhver kostnaöarauki ekki aö hindra framgang málsins. Þeir sem i alvöru vilja koma á einhverjum lagfæringum i þeim málum, sem þessi frumvörp fjalla um, ættu aö reyna aö fylgjast meö þvi, að þau veröi ekki skemmd með breytingum, sem ganga gegn þeim 2 megin- sjónarmiöum (efling löggæzlu og réttlætissjónarmið sakbom- inga), sem hafa þarf i huga við slikar breytingar, sem frum- vörp þessi stefna aö. Að ofan: Hluti af tækjabúnaði rannsóknar- lögreglunnar í Reykjavik. Tii hliðar sést hluti af hinu mikla jkjalasafni Hæstaréttar. Væru skjölin geymd á örfilmú kæmust þau fyrir i einni skrifborðsskúffu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.