Alþýðublaðið - 15.06.1976, Page 1
ÞRIÐJUDAGUR 15. JUNÍ
Áskriftar-
síminn er
14-900
I BLAÐINU I DAG
Sömu laun fyrir sömu störf
Það hefur löngum viljað vera misbrestur
á, að greidd séu sömu laun fyrir sömu
vinnu. Um þetta atriði, og ýmis fleiri er
fjallað i blaðinu i dag.
Sjá opnu
í
ÚTLÖND
Mun verða mikilmenni
Það verður varla sagt um Knud Fryden-
lund utanrikisráðherra Noregs að hann
hafi verið umsvifamikill, en hann hefur
verið farsæll og sloppið við skyssur sem
gætu hafa orðið afdrifarikar.
bls.4
n
o
OQD'
JCJ t
CZ3C
Fyrsta starfsári
Fjölbrautarskólans lokið
Fyrsta starfsári Fjölbrautarskólans i
Breiðholti er nú nýlokið. Á þessu fyrsta
starfsári skólans voru samtals 228 nem-
endur við skólann. Sagt er frá skólaslitum
i blaðinu i dag. ... .
S|a bls. 6
D1
C3ÍÉ
uc
□ CZ3!
3
’OI
?Q
iocjcc Qag
Af hverju nafnnúmer?
Hvers vegna eru kvittanir gegn greiðslu á
opinberum gjöldum aðeins merktar með
nafnnúmeri, i stað þess að nota fullt nafn
þess sem i hlut á»
bls. 13
piE
íOt
H3L 3^
Þrifnaður í borg og bæ
Flestir tslendingar gera sér æ ljósari
grein fyrir þeim verðmætum sem felast i
fögru og óspilltu landi. Það ber tvimæla-
laust að setja hörð viðurlög við illri um-
gengni.
bls. 2
□c
aa
Nv lög um fiskveiðar:
ÉFTIRLITSMENN
BORÐ í ÍSLENZKUM
FISKISKIPUM
Nú er þess ekki langt
að biða að sérstakir
eftirlitsmenn verði um
borð i islenzkum fiski-
skipum og fylgist með
aflasamsetningu og
stærð aflans. Ráðherra
getur veitt þeim vald til
að loka veiðisvæðum i
allt að þrjá daga telji
þeir ástæðu til vegna
smæðar afla.
í samtali við Alþýðublaðið i gær
sagði Þórður Ásgeirsson skrif-
stofustjóri sjávarútvegsráðu-
neytisins, að nú yrði auglýst eftir
mönnum til starfa við þetta eftir-
lit. Þetta væri samkvæmt lögum
um fiskveiðar i landhelgi sem
taka eiga gildi þann 1. júli. Lögin
gera ráð fyrir að eftirlitsmenn
farii róðra meðfiskiskipum til að
fylgjast með aflasamsetningu og
stærðog hafi þeir tillögurétt til að
banna veiðar á afmörkuðum
svæðum ef um verulegt magn
smáfisks er að ræða i afla.
Ennfremur eiga þeir að fylgjast
með að settar reglur um fiskveið-
ar séu haldnar og reglur um bún-
að veiðarfæra.
Mjög hreyfanlegir
Þórður Ásgeirsson sagði, að
ekki væri búið að ákveða hve
margir menn yrðu ráðnir til eftir-
litsstarfa. Færi það nokkuð eftir
þvi hverjir byðu sig fram til
starfa. Ekki væri heldur ákveðið
á hvaða stöðum þeir hefðu aðset-
ur, en lögð yrði áherzla á að þeir
yrðu mjög hreyfanlegir og færu á
sjó með skipum frá sem flestum
stöðum. Gert er ráð fyrir að
minnsta kosti sumir eftirlits-
mannanna hafi vald til lokunar
svæða i þrjá daga. Tekur þá lok-
unin gildi strax með tilkynningu
um talstöð og ákvörðunin jafn-
framt tilkynnt ráðuneytinu sem
rannsakar málið. Það er ráð-
herra sem veitir eftirlitsmönnum
vald til lokunar.
Ekki sizt togarar.
Vonazt er til að eftirlitsmenn
hefji störf um leið og lögin taka
gildi um næstu mánaðamót. Þeir
munu fylgjast með öllum hugsan-
legum brotum á fiskveiðum is-
lenzkra skipa i landhelgi og láta
sjávarútvegsráðuneytið vita
tafarlaust. Ekki sizt mun eftirliti
verða haldið uppi um borð i tog-
urunum, en að sjálfsögðu einnig i
öðrum veiðiskipum.
—SG
VIÐRÆÐURNAR VIÐ
ELKEM LOFA GÓÐU
— Þessar viðræður eru ekki til
lykta leiddar, en lofa góðu. Þeim
verður væntanlega haldið áfram
mjög fljótlega og er vonazt til að
niðurstöður liggi fyrir áður en
langt um llður, sagöi Árni Þ.
Árnason i iðnaðarráðuneytinu i
samtali við Alþýðublaðið i gær.
Viðræður við fulltrúa Elkem
málmblendihringsins norska fóru
fram iOsló i siðustu viku. Af hálfu
tslendinga tóku þátt i þeim
Jóhannes Nordal, dr. Gunnar
Sigurðsson, Árni Þ. Arnason,
Hjörtur Torfason og alþingis-
mennirnir Ingólfur Jónsson og
Steingrimur Hermannsson.
Að svo stöddu vildi Arni ekki
gefa frekari upplýsingar um
þessar viðræður en taldi sam-
komulagshorfur góðar. Verður
Gunnari Thoroddsen iðnaðarráð-
herra gcfin skýrsla um fundina i
Osló nú á næstunni.
Eins ogáður hefurkomiðfram i
fréttum hefur Union Carbide
dregið sig til baka og hætt þátt-
töku i byggingu járnblendiverk-
smiðjunnar á Grundartanga. Af
þeim sökum var leitað til norska
fyrirtækisins um þátttöku i stað
bandariska hringsins. Fram-
kvæmdir á Grundartanga iiggja
niðri þar tii ljóst verður hvort
Elkcm gerist hluthafi.
—SG
Ritstjórn Sfðuntúla II - Sfml 81866