Alþýðublaðið - 15.06.1976, Síða 2

Alþýðublaðið - 15.06.1976, Síða 2
2 STJORNMÁL Þriðjudagur 15. júní 1976 bia&fð' t' 11? e f a n d i: A1 þý ð u fl o k k u r i n n . Hekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri ' of» ábyrf'ðarmaður: Arni Gunnars- son.. Ritstjóri: Siglivatur Björgvins- son. Kréttastjóri: Rjarni Sigtryggs- son. Aðsetur ritstjórnar er í Siðu- múla 11, simi 81866. Auglýsingar: 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Áskriftarverð: 1000 krónur á mánuði og 50 krónur i lausasölu. Dæmum sóða úr leik Nokkur bæjarfélög hafa í vor og sumar haft sér- stakar f egrunarvikur og reynt að örva áhuga bæjar- búa á snyrtilegri umgengni og hreinu umhverf i. Víða hefur mikill árangur náðst, bæir og þorp tekið stakkaskiptum. Menn hafa hreinsað garða sína og lóðir og ekið burtu hverskonar óþrifnaði. Yfirvöld i Keflavtk gengu jafnvel svo langt að semja um af- sláttá málningu fyrir þá, sem vildu mála hússín. Þessar fegrunarvikur hafa verið til mikillar fyrir- myndar. Það hefur komið í Ijós á undanförnum ár- um, að örlítil hvatning getur boðað stórvirki í þrifn- aði og bættri umgengni. íslendingar hafa smátt og smátt áttað sig á mikilvægi snyrtimennsku og þrifn- aðar. Enn er þó langt í land að mál hafi þróazt svo, að beinlínis sé hægt að hrósa íslendingum fyrir góða umgengni við land sitt og nánasta umhverfi. Sóða- skapur var landlæg pest á Islandi fyrir nokkrum tug- um ára og hafa fáir menn lýst þessu fári jafn vel og Halldór Laxness. — Það er ekki nóg að gera hreint fyrir sínum dyrum einu sinni á ári, ef allt er látið dankast annars. Þrifnaður í borg og bæ er ekki aðeins æskilegur, heldur nauðsynlegur. Á þeim vettvanai hefur margt verið vel gert. En sárast af öllu er að sjá hvernig ís- lendingar ganga um land sitt og náttúru. Þrátt f yrir ítrekaðar tilraunir til að bæta umgengni um landið, eru margir fegurstu staðir þess stórspilltir af hvers- konar úrgangi eftir dæmalausa sóða. Staðir, sem skáld hafa tignað í verkum sínum, eru þaktir ryðguðum niðursuðudósum, plastumbúðum af öllu tagi, brotnum flöskum og hjólbarðar bifreiða hafa rist svöðusár i viðkvæman jarðveg, all upp á f jallsbrúnir. Þetta gerist á sama tíma og eitt helzta verkef ni núlifandi kynslóðar er að græða upp landið, sem hef ur í raun og sannleika veriðaðfjúka á haf út. íslendingar verða að herða sóknina á þessu sviði. Þeir eiga ekki að leyfa nokkrum sóðum að spilla um- hverf inu þannig, að vart er hægt að drepa niður fæti fyrir glerbrotum og fegurð víkur fyrir afskræmingu subbuskaparins. Tvímælalaust ber að setja hörð viðurlög við illri umgengni. Banna ber með lögum að fleygja hvers- konar rusli út úr bifreiðum, en til dæmis í Bretlandi varðar slíkt sektum. Sé maður staðinn að því að skilja eftir rusl á tjaldstað eða áningarstað ber að kæra hann og refsa honum. Þeir, sem nota byssur til að skjóta á hvað sem fyrir er eða valda röskun í ríki náttúrunnar eiga að hljóta refsingu. Þeir, sem aka jeppum eða öðrum farartækjum utan vega, og valda tjóni á náttúru, eiga slíkt hið sama skilið. Flestir íslendingar gera sér æ Ijósari grein fyrir þeim verðmætum, sem felast í fögru og óspilltu landi, ósnortinni náttúru, friði og kyrrð útivistar- svæða. Margar þjóðir hafa þegar fórnað verulegum hluta þessara óbætanlegu verðmæta og harma það mjög. Islendingar skyldu gæta þess, aðslíkt hið sama komi ekki fyrir þá. Reynsla annarra ætti að vera þeim nægur lærdómur, og af henni ættu þeir að geta dregið þær ályktanir, sem nægðu til hugarfarsbreyt- ingar. Nú fer sumarleyf istíminn i hönd. Þúsundir Islend- inga munu f erðast um landið, f ara troðnar og ótroðn- ar slóðir. Þejrra vegarnesti ætti að vera, að ganga svo um að ekki vérði greint að þeir haf i um landið farið. Næstu kynslóðjr eiga sama rétt á lándinu og þeir, ög eiga kröfu á javí, að vel sé um það gengið. Einkunnarorðin eiga þvi að vera einföld: Dæmum sóða úr leik. 11 ■ P W L i E. ■j m Finnur Torfi Stefánsson, lögfræðingur: Alþingi, áhrif þess og völd A laugardag birti Alþýöublað- ið fyrri hluta erindis, sem Finnur Torfi Stefánsson, lög- fræðingur, flutti i utvarp fyrir skömmu um Alþingi, áhrif þess og völd. Þetta erindi Finns Torfa vakti mikla athygli, og hér kemur siðari hluti þess. Áhrif valdskorts á hegðun þingmanna. Hér hafa verið rakin nokkur dæmi, sem sýna að allmiklir brestir eru komnir i þær megin- stoðir sem vald Alþingis hvilir á. Við þessar aðstæður eru rikar ástæður til þess að efast um, að Alþingi sé sá aöili, sem stjórnar landinu. Eins og kunnugt er gera lýðræöislegír stjórnarhættir ráð fyrir þvi, að frambjóðendur i kosningum geri kjósendum grein fyrir störfum sinum við lands- stjórnina og afstöðu til þing- mála. Siðan eiga menn að standa og falla með verkum sin- um. Augljóslega verður þetta erfitt fyrir Alþingismenn I leit aö endurkjöri , þegar lands- stjórniner ekki I þeirra höndum og engin málefnaafstaða til, sem unnt er að skýra kjósend- um frá. Þingmenn hafa þvi orð- ið að leita annarra ráða i keppn- inni um hylli kjósenda. Utan- bókarlærdómur á slagoröum er algengt úrræði. Þannig hafa sumir náð furöugóðum árangri með nokkrum velvöldum frös- um t.d. um her i landi, ellegar her Ur landi. Þó er annað úrræði sem flestum hefur reynst nota- drýgra. Hér er átt við það sem nefnt hefur verið pólitisk fyrir- greiðsla og skal þetta fyrir- brigði nú athugað eilitið nánar. Fyrst um verðbólguna Til þess að átta sig á hinni pólitisku fyrirgreiðslu er nauð- synlegt að rif ja upp nokkrar al- kunnar staðreyndir um áhrif verðbólgunnar á þjóðlífið. Við Islendingar höfum stund- um kallaö okkur sjálfa heims- methafa I verðbólgu, og ekki er ósennilegt að við höfum til þess titils unnið. Margt hefur verið rætt um skaðleg áhrif verðbólg- unnar og fæst ofmælt. Hafa menn þá einkum haft i huga hin efnahagslegu áhrif. En afleið- ingar verðbólgunnar teygja sig viöar. Má þar m.a. nefna til áhrif hennar á siðferöi allt og stjórnarfar i landinu. Það er al- kunna, að i verðbólguþjóðfélagi græöir sá sem skuldar, en sá tapar sem sparar. Það er raun- ar með ólíkindum hvað viö Is- lendingar höfum verið fljótir að aölagast þessu ástandi, einkum þegar litið er til þess, að það gengur þvert á það siðferðis- mat, sem áður var talið gott og gilt. Hafa margir haldið þvi fram að þjóðin ha'fi tekið upp nýtt siöferöi, svonefnt verö- bólgusiöferði. Blákaldur raunveruleiki verðbólguþjóðfélagsins knýr menn til þess að eyða fé sinu eins fljótt og unnt er, og helst meiru en aflað er. Hafi menn keypt allt, sem þeir geta látið sér detta i hug, er þvi gamla fleygtsvo unntsé að kaupa nýtt. Vörur eru frámleiddar meö skamma endingu fyrir augum svo fíjótlega sé ástæða til að káupa nýtt, framleiða nýtt, og svo koll af kolli. Margir hafa orðið til þess að benda á hag- fræðilega kosti þessa ástands. Fjármagn nýtist vel, þar sem það dvelur jafnan skamma hrið á hverjum staö og er á stöðugri hreyfingu. Eftirspurn eftir láns- fé er gifurleg, en skuldabagg- arnir eru siðan ákjósanleg svipa til að knýja meiri vinnu út úr fólki, sem þarf að standa undir vöxtum og afborgunum. Með þessum hætti eru framleiöslu- þættirnir fjármagn og vinnuafl gernýttir og markmiöi hag- vaxtarins náð. Hin pólitiska fyrir- greiðsla Eins og minnst var á fylgir verðbólgunni yfirspennt eftir spurn eftir lánsfjármagni. Allir þurfa á lánum aö halda, til þess að ná sinum hiuta af hinum titt- umrædda verðbólgugróða þessu fylgir aö stjórnendur lánastofn- ana fá stórkostleg völd og áhrif, þegar þeir útdeila lánum og þar með verðbólgugróða til þegna þjóðfélagsins. Mætti ræða margt um þetta frekar, en þvi sleppt að sinni og vikið að þeim ávinningi sem margir stjórn- málamennhafa af verðbólgunni og nefna mætti pólitiskan verð- bólgugróða. Eins og áöur sagði gripa stjórnmálamenn gjarnan til Síðari hluti pólitiskrar fyrirgreiðslu, þegar þeir treystast ekki til að ná hylli kjósenda á grundvelli frammi- stöðu sinnar á Alþingi eöa við stjórn landsins. Með pólitiskri fyrirgreiðslu er átt við ýmiss- konar viðvik og snúninga stjórnmála manna fyrir einstaka kjósendur með þeim skilmála að kjósandinn veiti stjórnmálamanninum stuðning við kosningar I staðinn. Hér áð- ur fyrr snerist hin pólitiska fyrirgreiðsla um smávægilegri hluti. Þingmaður útvegaði kjós- anda sinum ný sttgvél eða keypti saumnálar fyrir hús- freyju hans. Nú þarf meira til. Pólitisk fyrirgreiösla nýtimans snýst einkum um útvegun láns- fjármagns. Þannig hagnýta stjórnmálamenn verðbólgusið- ferðið og hina óeðlilegu eftir- spurn eftir lánsfjármagnisér til pólitisks ávinnings. Svonefndar „vixlareddingar” eru algengt form á þessu. Stjórnmálamað- urinn útvegar skjólstæðingi sin- um vixillán og gefur honum þannig kost á verðbólgugróða Viö næstu kosningar fær stjórn- málamaðurinn siðan sinn póli- tiska veröbólgugróða. Af þessu verður áhugi margra stjórn- málamanna á setu i bankaráö- um og öðrum stjórnum lána- stofnana ofur skiljanlegur. ö- hætt er að fullyrða aö ýmsir þeirra Alþingismanna, sem eiga hvað traustust sæti á Al- þingi, geta þakkað þaö tilþrifum sinum I pólitiskri fyrirgreiðslu. Spillingin. Nú heyrist þvistundum haldið fraip, að fyrirgreiðsla af þessu tagi sé sjálfsögð og eðlileg þjón- usta við kjósendur. Þessu skal alfarið mótmælt. Besta þjón- usta, sem Alþingismenn geta veitt kjósendum sinum er aö sinna stjórn landsins af alúð og samviskusemi og verja helst tima sinum ekki i annaö. En fleira kemur til. Pólitisk fyrir- greiðsla er andfélagsleg og býð- ur spillingu heim enda er mismunun grundvallarein- kenni hennar. Einum er veitt það sem annar fær ekki, en báð- ir eiga jafnan rétt til. Ctdeiling fjármagns og hlunninda i stór- um stil eftir stjórnmálaskoðun- um manna er þannig alþekkt spillingareinkenni og kennslu- bókardæmi um stjórnarfar i hnignun. Þessi einkenni voru á þýzku stjórnarfari áður en nas- istar hrifsuðu völdin og þvi gri'ska einnig fyrir valdatöku herforingjanna. Og þær eru fleiri þjóðirnar, sem glötuöu lýðræðislegum stjórnarháttum fyrir pólitiska spillingu. Unnt er að byggja upp rikis- vald með tvennum hætti. Annars vegar með likamlegu valdi. Þar sem þegnarnir eru knúðir til þess i krafti hervalds eða lögreglu að lúta boðum valdhafanna. Hins vegar á trausti þegnanna til valdhaf- anna, þar sem þegnarnir gegna sjálfviljugir boðum og bönnum einfaldlega af þvi þeir telja sér það rétt og skylt. 1 lýðræðisrikj- um er þetta traust afar mikil- vægt og forsenda þess að lýð- ræðisleg skipun haldist. Hér á landi má finna þess ýmis merki að traust þegnanna á valdhöfunum er ekki svo sem best væri á kosið. Kemur það fram i þvi, að fólk hlitir ekki ákvörðunum löglegra stjórn- valda, eöa það gripur fram fyrir hendur þeirra og framkvæmir sjálft þá hluti, sem stjórnvöld hafa látið ógerða. Skulu ne&id um þetta nokkur dæmi frá sið- asta ári. Fyrst má nefna verk- fall starfsmanna i rikisverk- smiðjum i fyrravor. Hér reyndi á það hvort ætti meira traust löglega kjörin rikisstjórn eða verkalýðshreyfingin. Rikis- stjórnin bannaöi verkfall með bráðabirgða lögum, en verka- lýðshreyfingin fyrirskipaði það gagnstæða. Þar varð rikisvaldið aö láta i minni pokann. Dæmin eru fleiri. Suðurnesjamenn lok- uðu herstöðinni, hópar opin- berra starfsmanna hófu fjölda- uppsagnir, konur fóru I verkfall. Allt eru þetta merki vantrúar og vantrausts á löglegum stjórn- völdum , merki þess, að fólk tekur ekki mark á öörum stjórnendum, en þeim sem þaö hefur sjálft til valda og getur fellt ef þvi sýnist svo. Vandinn snýst þvi um það hve virkt lýð- ræðið er. Hvort það er raun- veruleiki eða einungis bókstafir I stjórnarskrá. Hversu auðvelt það er fólki að velja sjálft eöa fella fulltrúa á löggjafarsam- komu og hver raunveruleg völd þeirrar samkomu eru um stjórn landsins. Ljóst er að Alþingi ris ekki updir kröfum þjóðarinnar I þessu. Arið 1945 var Alþingi endur- reist eftir aldalanga kúgun þjóðarinnar. Nú þarf að endur- reisa Alþíngi •: að nýju. Spurn- ingin er hvort það tekst.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.