Alþýðublaðið - 15.06.1976, Síða 12

Alþýðublaðið - 15.06.1976, Síða 12
12 Erum fluttir á Rauðararstíg 1 sími 2o82o Seljum stöðluð eyðublöð, skrifstofuvörur, umslög og pappír í miklu úrvali. Sjáum um hönnun og prentun eyðublaða. J EYÐUBLAÐATÆKNIL Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðar er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðju- daginn 15. júni kl. 12-3. — Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. Sala Varnarliðseigna. TRÉSMIÐJA BJÖRNS ÓLAFSSONAR REYKJAVÍKURVEGI 68 - SÍMI 51975 HAFNARFIRÐI HÚSBYGGJENDUR! Munið hinar vinsælu TI- TU og Slottlistaþétting- ar á öllum okkar hurö- um og gluggum. * Ekki er ráð nema i tíma sé tekið. Pantið timanlega. Aukin hagræðing skapar lægra verð. Leitið tilboða. BÍOI I HREINSKIUMI SAGT Þriðjudagur 15. júní 1976 ýðu- blaöió ENN A Z-UNUM! Svar til Pálma Jósefssonar fyrrum skólastjóra Þakka þér fyrir skeytið Pálmi, frá 11. þessa mánaðar. Enda þótt ég telji mig hafa þegar goldið „Torfalögin” i um- ræðum um islenzka stafsetn- ingu, kemst ég ekki hjá þvi að ræða við þig nokkru nánar, er það reyndar ekki óljúft. ■ Þvi er auðvitað siður en svo fyrir að fara,að ég geti státað af nokkrum nafnbótum vegna málkunnáttu, ef það þætti ein- hvers virði. En ég hefi ekki haft skap til þess, að láta óhappa- mönnum haldast uppi mót- mælalaust frá minni hálfu, að lima sundur mitt móðurmál. Það er alger og brosleg firra, að frá minni hálfu sé þetta mál rekið vegna fastheldni við einn bókstaf, sem þið teljið af hinu illa. Ég þykist að visu hafa full rök fyrir þvi, að þar séuð bið á villigötum, en fleira kemt.’ til. Að minum dómi er sök þéirra glundroðamanna, sem illu heilli fengu aðstöðu til að grauta i is- lenzkri stafsetningu á hunda- daga stjórnarferli Magnúsar Torfa á menntamálunum, mjög þung. Og ég hika ekki við að kalla þá til fullrar ábyrgðar á þvi athæfi. Þvi miður á islenzk barna- kennarastétt þar talsverðan hlut að máli, annaðhvort vegna fádæma skilningsleysis á þörf fyrir eðlilegan og rökréttan búning islenzks ritmáls, eða undanbragða frá að einka sér hann á sinum tima, nema hvort- tveggja sé. Þú kallar fram tvö vitni nafn- greind úr kennarastétt, sem hafi verið ósammála breyting- unum frá 1929, einkum andvig upptöku Z-u i ritmáliö, og þar að auki pokafylli, eina eða fleiri af ónafngreindum kennurum. ója, það sést oftast á reiðtygjum og öðru fargervi hvar hofmann fara! Vera má.að þér finnist það ótugtarlegt — en mál sannast er, að ég hefi aldrei falazt eftir neinum „gæðastimpli” mér til handa hefi látið dauðum sauð- kinda- og nautaskrokkum þann heiður eftir — að geta þess til, að þessir nafngreindu heiðurs- menn og svo allur hinn ónefndi skari, hafi i senn talið það hinn mesta óþarfa, að einka sér aðra stafsetningarhætti, en þeir höfðu við alizt og talið sér duga. Ekki dettur mér i hug, að það hefði ekki kostað þá talsverða fyrirhöfn. En svo vitum við báðir örugglega, að það er oft- ast seint, ,,að kenna gömlum hindi að sitja.” Þessi tilgáta er reyndar ekki alveg út i bláinn. Það vill svo til að ég hefi átt þess kost, að ræða hér um við kennara, nokkuð oft á minni starfsævi. Það er á engan hátt sagt i hugsunarleysi, að leyfi til glundroðans hafi verið „væltf'út á sinum tima. Með þvi háttalagi voru þeir, sem að þvi stóðu, að vinna óþurftarverk, sem stefndi beint á að fleyga sundur ritmál þeirra, sem hættu námi við fullnaðarpróf og hinna, sem brutust eitthvað lengra. Þessir menn viröast hafa ver- ið haldnir þeirri rótgrónu van- metakennd, að rökrétt staf- setning væri aðeins fyrir „heldri manna börn”. Þvi vil ég, að minnsta kosti fremur trúa, en það þeim hafi ekki þótt þurfa að „vanda torf- ið” undir „lægri stéttar” lýð! Sjálfur hefi ég ætið haft ein- staka ömun á vanmetakennd, einkum þeirri, sem birtist i að telja það sjálfgefiö að einhver, sem af tilviljun er fæddur af „heldra fólki”, sem svo var og hefur verið kallað, hljóti að vera þeim æðri sem á aðeins venju- legt, óbreytt fólk að! Það var með ráðnum hug, að ég geymdi mér að fjalla um trompásinn þinn, Pálmi, próf. Finn Jónsson. Hver og einn má leggja mér það út, sem honum sýnist, en álit hans vil ég nú heidur telja til þess að hafa „hunda” á hendi en háspil. Það skal játað að ég hefi ekki lesið öll hans ritverk, en dálitið gluggað i bragfræði hans þó og sitthvað, sem að þeim málum lýtur. Maður er nefndur E.Sievers, þýzkur málfræðingur, sam- timamaður próf. Finns. Hann tók sér fyrir hendur að kenna Is- lendingum bragfræði, islenzka! Séu þessar rannsóknir Sievers eitthvað rýndar ofan i kjölinn kemur i ljós, að þar er um furðulegt rugl að ræða, sem mestmegnis sprettur af kunn- áttuleysi á islenzku máli og bragfræðireglum, eindæma handahófshætti i rannsóknum og fjarstæðu fullyrðingum. Þetta sullum bull tók próf. Finnur Jónsson upp á sina arma og kallaði „sannvisindalega bragfræði” sem nú hefði i fyrsta sinn verið sett á laggirnar fyrir Islendinga! Og það var meira blóð i kúnni. Jafnhliða þessu fullyrti hann, að þess hefði ekki verið að vænta, að forfeður okk ar, þ.á m. Snorri Sturluson hefðu getað samið visindalega bragfræði!! Ekki skorti þó á, að hann gæti haft fyrir framan sig meistara- verk Snorra, Háttatal, sem þvi miður virðist vera minni gaum- ur gefinn en skyldi af fræöi- mönnum. Hér hefði þó Islenzkt mál ekki átt að vera prófessornum neinn fjötur um fót, eins og út- lendingnum. Þú verður að virða mér það til nokkurrar vorkunnar Pálmi, að traust mitt daprist á fræði- manni, sem lætur á þrykk út ganga eftir sig aðrar eins loka- leysur i sinni eigin fræði- og kjörgrein. Þar eð er að visu ekki sagt, að próf. Finnur hafi ætið farið með rangt mál, og mætti fyrr vera. Ég hygg, að það sé hinsvegar á engan hallað.þó fullyrt sé að próf Halldór Halldórsson sé einn okkar lærðasti núlifandi fræði- maður i islenzku máli. Satt er það, að hann skrifaði undir þá óheillabreytingu, sem Torfa- liðið stóð að. En hann lýsti þvi jafnframt yfir, að hann myndi i engu breyta sinni stafsetningu. Og hvers vegna ekki? Varla verður próf. Halldór Halldórs- son vændur um flysjungshátt eðaþvermóðsku i visindagrein sinni. Hitt er nokkurnveginn vitað, að hann samþykkti breyting- una, vegna þess, að hann var að forða frá enn alvarlegri mál- spjöllum, sem glundroðamenn höfðu fuilan hug á að fá viður- kennd. Ég hygg að þessi afstaða hans verði og hafi verið metin/af rétt- sýnum mönnum, á lika iund og undirskrift Arna Oddssonar forðum i Kópavogi. Eftir þessar almennu athuga- semdir, sem ég skal fúslega játa, að eru lauslegri en vert væri, þykir mér hlýða að við göngumst dálitiö nær^Pálmi. Ekki vil ég ætla þér verri hlut en svo að það sé sannfæring þin að Z-a hafi ekki gildi til mál- skilnings. En þar erum við á öndverðum meiði. Auðvelt væri að færa fram mýmörg dæmi máli minu til stuðnings, en ég skal ekki að svo stöddu, taka nema eitt. Ég mun rita fyrst með réttri stafsetningu og svo með Torfaklambrinu. Þú getur svo borið saman? Þeir hafa oft átzt við — Þeir hafa oft ást við! Notaðu nú Torfaklambrið og skýrðu fyrir okkur með ljósum og óyggjandi rökum, hvað er átt við með hinu siðara. Er verið að væna mennina um kynvillu, eða hvað? Minnstu þess bara, að þú ert fullþroska maður með rikari málkennd en litt þroskaðir unglingar. Ætli það sé til þrifa fyrir nem- endur að gera mælt mál að krossgátum? Vel má vera að þú teljir, að Stefán Jónsson sé einhver spá- maður og ekki skal ég fullyrða að svo sé ekki. En við tillögu hans um að Z-u- prófa þingmenn vildi ég bæta þessu, að hann yrði sjálfur prófaður i Torfaklambrinu! Mér þykir alveg ósýnt, að óreyndu, að hann riði neitt ak- feitum hesti frá þeirri viður- eign. En vitanlega er auðvelt að slá fram svona grini, enda er maðurinn gamansamur. Það var alger óþarfi, og reyndar ekki þér likt, að fella úr ummælum minum, þegar ég gat um leiðindi af flá- og linmæli. Þvi er siður að ég telji, að það myndi láta þér vel I eyrum að hlusta á Iinmælið, sem m.a. sprettur af þvi, að tvöfaldur samhljóði og eða Z-a sé niður fellt I framburði og rithætti, enda býður ein syndin annarri heim. Það getur auðvitað verið ánægjulegt gömlum eyfirðingi” að fá að vita i veðurfregnum að „hidinn” sé svo og svo margar gráður á „Agureyri”, en getum við ekki verið sammála um að betra sé að hafa hitzt heldur en hist? Mér þykir svo rétt að dvelja örstutt i lokin við tvennt, sem þú dregur fram, og eiga að vera rök að ég hygg. Hið fyrra er um, að nægir örðugleikar séu á vegum nem- enda og kennara þó Z-u sé sleppt og að nærtækara sé að kenna og leggja áherzlu á „lif- andi þætti móðurmálsins.” Þessi framsláttur er mér ekk- ert ókunnugur. En það er bæði min reynsla og skoðun á henni reistj að það sé ekki til fram- dráttar málskilningi, að fella burtu stofnlæg hljóð úr málinu. I annan stað þekki ég ofurlitiö til árangursins af kennslu i hinu lifandi máli Z-ulausu nemend- anna og þó þar séu auðvitað alls ekki allir undir sama hatti, virðist jörðin hafa verið ótrú- lega grýtt, þegar maður þarf ekki lengur að efast umatorku við sáninguna og tækifærin! Um stafsetningarkunnáttuna skal ég vera fáorður. En mér kemur það svo fyrir, að nemendur séu i stórum meiri vanda með að nota n-in rétt, heldur en hina mjög svo bannfærðu Z-u, þegar allt kemur til alls. Máske mega skólamenn eiga von á þvi, að barnakennarar beiti sér næst fyrir afnami n- anna- Ekki veit ég. Þetta örðugleikasöngl má auðvitað færa á hvaða svið sem er i námi og leiðin er ætið hæg, þar sem hallar undan fæti. Svo eru menn misjafnlega bratt- gengir i þokkabót. Þaö var leitt að mér skyldi sját yfir það, að þú hefðir á að byggja tvitugri reynslu i að láta kenna Z-u i þinum skóia. Vissulega er hægt að tala úr flokki með annað eins i poka- horninu, þó stundum þyki annað um að tala en i að komast. Það er tilgáta min, sem auðvitað getur allt eins verið röng, vegna ókunnugleika, að eitthvað af þinum islenzku- kennurum, ef til vill talsvert hafi orðið að kenna bæði i ‘ barnabekkjum og unglinga- bekkjum. Sé, eða hafi svo verið, furðar mig ekki á, þótt kennarar yndu þvi illa að þurfa að kenna tvennskonar stafsetningu. Leiðindi þeirra af þvi mættu vel hafa komið niður á skóla- stjóranum, sem við vitum áreiðanlega báðir, að eru ekki ætið öfundsverðir ef kennurum þykir eitthvað að. Svo kann sá andi, sem svifur yfir vötnunum frá hendi skóla- stjóra, einhveru að áorka á viö- horf nemenda- og kennara. Ég er þess fullviss, að hvorugur okkar vill á neinn hátt vanmeta reynsluna. Nokkru máli viröist þó skipta, að minni hyggju, hvernig hún er fengin, hvort hún er fengin með nær fjögurra áratuga vett- vangsstarfi eða tvitugri reynslu i að hlýða á nöldur. Oddur A. Sigurjónsson

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.