Alþýðublaðið - 15.06.1976, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 15.06.1976, Blaðsíða 16
Neptúnus seldur til Spánar? Togaramir Júpiter og Neptúnus hafa legið i Reykjavikurhöfn um nokkurra ára skeið. Þeir tilheyra nýsköpunartogurunum svokölluðu sem á sin- um tima ollu gjörbv lt- ingu i togaraútgerð hérlendis. En nú eru það skuttogararnir sem hafa tekið við og gömlu siðutogararnir óðum að týna tölunni. Margir þeirra hafa verið seldir úr tandi i brotajárn, en aðrir liggja bundnir við bryggju þar sem ekki hefur reynzt mögulegt að fá áhöfn á þá. Alþýðublaðið hafur fregnað að Neptúnús hafi verið seldur til Spánar til niðurrifs. A skrifstofu útgerðarinnar reyndist ekki Júpiter og Neptúnus eru meðal siðustu nýsköpunartogaranna sem enn sjást við bryggju hérlendis. Sveinbjörn Helgason talar hlýlega um siðutog- arann Neptúnus og er stoltur af skipinu. unnt að fá neinar upplýsingar þar að lútandi og vildu menn þar hvorki játa fréttinni né neita. En hvað um það, á góð- viðrisgöngu um höfnina hittum við Sveinbjörn Helgason um borð i Neptúnusi og taldi hann fullráðið að togarinn legði innan skamms i sina siðustu ferð. Sveinbjörn hefur lengi starfað hjá útgerðinnioglét vel af skip- inu. Nú vildu bara allir fara á skuttogara og þvi væri ekki hægt aö gera siðutogarana út lengur. En það hefði alltaf verið dyttað að Neptúnusi og honum haldið við. Var auðheyrt að Sveinbirni var annt um skipiö og sagði með nokkru stolti, að ekki þyrfti að draga Neptúnus eins og einhvern kálf á aftöku- staðinn. Hann færi fyrir eigin vélarafli. —SG i Yfir 100 Vestfirðingar voru í menntaskólanum á ísafirði - og 59 búsettir utan Vestfjarða Menntaskólanum á Isafirði var slitið laugardaginn 5. júni s.l. við mikið fjölmenni, og komu sumir langt að. Að þessu sinni voru 35 stúdentar útskrifaðir, en alls hefur skólinn útskrifaö 94 stú- denta á 3 s.l. árum. Hæstu einkunn við stúdents- próf hlaut að þessu sinni, Jónas Guðmundsson frá Siglufirði með fullnaðar einkunn 8,0. Jónas stundaði nám á eðlis- fræðikjörsviði. Nokkur nýmæli hafa verið upp tekin á þessu námsári, þar á meðal að kennsluvikan var nú 5 dagar. Mun svo verða fram- vegis. Tekin var upp kennsla í stjörnufræði og nokkrar nýjar valgreinar, s.s. heimspeki, sálarfræði og mannfræði, spænska, viðbótarnám i stærð- fræði og námskeið fyrir leiö- beinendur i iþrótta og æskulýös- starfsemi. IJr bókasafni skólans. Tuttugu valgreinar voru i boði, en aöeins 15 hlutu næga þátttöku. bá hafði Menntaskól- inn náið samstarf við aðra skóla á staðnum og stunduðu sumir nemendur M.l. sumar valgrein- ar sinar viö þá skóla. Námsefni hefur verið aukiö og kennslu- timum fjölgað i efna- og eðlis- fræði á raungreinakjörsviöi. Skólinn var settur 15. septem- ber og prófum lauk 31. mai. Nemendur voru i upphafi 161, en 11 heltust úr lestinni og þar að auki náðu 17 manns ekki til- skilinni lágmarkseinkunn til framhaldandi náms, eöa 17,3%. Kennarar viö skólann voru alis 17, þar af 5 stundakennarar. Þar af munu 5láta af störfum og hafa 3kennarastöður verið aug- lýstar við skólann til umsóknar. I yfirliti um búsetu nemenda er þess getið, að þar hafi numið s.l. skólaár 70 Isfirðingar, 32 annarsstaðar af Vestfjörðum og 59 búsettir utan Vestfjarða. í 1.-3. bekk stunduðu flestir nám á félagsfræðisviði eða 57, en 54 á raungreinakjörsviöi. Piltar I skólanum voru 82 en stúlkur 79 við skólaupphaf. Dúx skólans varð að þessu sinni Rúnar Helgi Vignisson frá Isafirði meö fúllnaðareinkunn 9,3. Er það hæsta einkunn, sem gefin hefur verið viö skólann. Félagslif var með blómleg- asta móti og voru gefin út 5 tbl. af skólablaðinu, „Emmi Jóns”, auk þess sem nemendur áttu að- ild að útgáfu vestfirzks timarits, ,,Hljóðabungu”.Við skólaslit hlaut Jónas Guðmundsson nýstúdent verðlaun úr aldaraf- mælissjóði Isafjaröarkaupstað- ar, að upphæð kr. 40 þús. Hann flutti og ræðu af hálfu nýstúdenta við skólaslit. Fjór- tán aðrir nemendur hlutu sér- staka viðurkenningu fyrir námsafrek á liðnum vetri. ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1976 alþýðu blaðiö Heyrt: Að gárungar i hópi þeirra manna, sem ánægð- ir voru með samninga Breta og Islendinga i land- helgisdeilunni, hafi i gamni gefið Geir Hallgrimssyni, forsætisráðherra, nýtt nafn og kalli hann nú Sigurgeir. Hlerað: Að ýmis nöfn hafi verið nefnd i bandarisku ut utanrikisþjónustunni, þeg- ar talið hefur borizt að nýj- um sendiherra Bandarikj- anna á íslandi. Ekkert hefur þó enn verið ákveðið i þeim efnum, en allt hendir til þess að fyrir valinu verði reyndur starfsmaður utan- rikisþjónustunnar, eins og siðasti sendiherra var. Lesið: Að norskir sjómenn krefjist þess, að fá að hafa meiri áhrif en nú er við alla ákvarðanatöku i sambandi við væntanlega útfærslu norsku landhelginnar i 200 sjómilur. Þeir telja, að þeir hafi litt fengið að fylgjast með málum og viti litið hvaða áætlanir norska stjórnin hafi uppi um hugs- anlega samninga og fleira. Lesið: t Islendingi á Akur- eyri, að von sé á seinni vélasamstæðunni i Kröflu- virkjun til landsins eftir nokkrar vikur, en fyrri vélasamstæðan sé þegar komin að stöðvarhúsinu og . verði byrjað að setja hana upp innan skamms. Haft eftir Jóni G. Sólnes: „Jón sagði ennfremur, að ráð- gert væri að sá hluti stöðvarhússins, sem ætlað- ur væri fyrir fyrri véla- samstæðuna væri að verða tilbúinn, en hin vélasam- stæðan yrði ekki sett upp fyrr en á næsta ári." Heyrt: Að stöðugt hækki verð dollarans á svörtum markaöi, og nú sé algengt að hann sé seldur á 250 krónur stykkið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.