Alþýðublaðið - 16.06.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.06.1976, Blaðsíða 3
alþýöur blaóió AAiðvikudagur 16. júní 1976 Orðabókin var 23 ár í smíðum! 1 dag kemur út hjá Isafoldar- prentsmiðju, ný islenzk-dönsk orðabók. Höfundar bókarinnar eru þeir Ole Widding, Haraldur Magnússon og Preben M. Sören- sen. Það mun hafa verið 1953 sem hafizt var handa um gerð bókar- innar. Höfundar frá byrjun hafa verið þeir Ole Widding og Harald- ur Magnússon siðar, eða árið 1967 bættist Preben M. Sörensen i hóp- inn. Haraldur Magnússon sagði á fréttamannafundi sem haldinn var i tilefni útkomu bókarinnar, að á þeim tima sem unnið hefði verið að gerð bókarinnar hefði málið þróast mikið. Bókin var skrifuð i tveim löndum, á Islandi og i Danmörku. — Höfundar unnu orðabókina að öllu leyti i fritim- um sinum sagði Haraldur, og það veit enginn hve margar vínnu- stundir hafa farið i gerð þessarar bókar. Útgáfudagur bókarinnar, 16. júni, ei' valinn i tilefni af þvi að þá hefst hundraðasta starfsár ísa- foldarprentsmiðju. Þann dag árið 1876 kom út fyrsta blað ísafoldar, sem prentað var i hinni nýju prentsmiðju.. Gefin hafa verið út 150 tölusett eintök af orðabókinni i þessu tilefni. Þau eru sérstaklega innbundin og verða til sölu hjá Bókaverzlun Isafoldar, Austur- stræti 8. Á fréttamannafundinum sem að framan greindi, kom fram að forlagið hyggst einnig gefa út við- hafnarútgáfur af öðrum þeim bókum, þ.e. frumsömdum sem félagið mun gefa út á þessu afmælisári. Orðabókin er 948 blaðsiður og kostar 8400.- krónur. Viðhafnar- útgáfan kostar 10.000.- krónur. MYNDASAMKEPPNI ÍÞRÓTTAKENNARA- FÉLAGS ÍSLANDS — úrslit kynnt, fyrstu verðlaun ferð til Færeyja — A þriðjudag voru kynnt úrslit i myndasamkeppni sem íþrótta- kennarafélag íslands efndi til meðal nemenda i barna og gagn- fræðaskólum á öllu landinu, og var myndefniðsem fjalla átti um, Olympiuleikarnir og eðli iþrótt- anna. Að öðru leyti voru nemend- um gefnar frjálsar hendur, hvað varðar efnistök. Var keppt i tveimur aldurshópum þ.e. hópur 9-12 ara og 13-15 ára. Alls bárust um 600 myndir, og var þátttakan i yngri hópnum talsvert almennari. Voru veitt þrenn verðlaun i hvorum aldurs- hópi. Fyrstu verðlaun, ferð til Færeyja, hlutu þær Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir, 11 ára frá Vest- mannaeyjum, og Þóra B. Val- steinsdóttir, 13 ára nemandi i Kvennaskólanum. önnur verð- laun, Elan skiði sem verzlunin Sport gaf til keppninnar, hrepptu þeir Jón Garðar Henrýsson, 9 ára nemandi i Æfingardeild Kennara- skólans og Jón H. Marinóson 15 ára nemandi i Oddeyrarskóla Akureyri. Þriðju verðlaun féllu i hlut þeirra Guðmundar Bender 12 ára nemanda i Breiðagerðisskóla og Guðlaugar Tryggvadóttur 13 ára nemanda i Kvennaskólanum, fengu þau bók dr. Kristjáns Eld- járns, Hundrað ár i Þjóðminja- safni. Dómnefnd skipuðu þeir Þórir Sigurðsson, Hörður Ingólfs- son og Halldór Þorsteinsson. •GEK Þessi hlutu verölaun, taliö frá vinstri Guðbjörg ósk, Þóra, Guölaug, Guðmundur Bender, Jón Garðar, á myndina vantar Jón AAarinósson. IiESENDUR - Sendið Hominu línur eða hringið og eegið skoðun ykkar á málefnnm líðandi sttindar. - Ykkar rödd á líka að heyrastí « í RÍtstjórn ^AÍþýðúbláðsTns^er^f S ; Síðumúla 11 - Sími 81866} FRÉTTIR 3 Þjóðhátíð á morgun Flestir launþegar landsins munu að venju eiga frí á morgun, 17. júní og verður hátíðahald með hefðbundnu sniði viðast hvar á landinu. Blaðinu hefur borizt þjóð- hátíðardagskrá þriggja staða, og fara þær dagskrár hér á eftir. Skólahljómsveitin annast hótíðahöldin í Kópavogi Skólahljómsveit Kópavogs hefur verið falið að sjá um 17. júni hátiðahöld i Kópavogi i ár. Ungu hljóðfæraleikurunum hef- ur sózt undirbúningsstarfið vel, og er hátiðardagskráin tilbúin og komin á prent i bæklingi Félagsmálastofnunar Kópavogs. Hátiðarhöld hefjast við Kópavogshæli kl.lOárdegis, þar leikur Skólahljómsveitin, en klukkan 10.30 hefst viðavags- hlaup skólanna i bænum og koma iþróttamennirnir i mark á hl jómsveitarsvæðinu. Kl. 13.30 verður farið i skrúð- göngu undir forystu skáta og Skölahljómsveitarinnar, en þá stjórnar Guðrún Lóa Jónsdóttir hljómsveitinni. Göngunni lýkur á Rútstúni og þar hefst hátiðardagskrá kl. 14.00. Jón Guðlaugur Magnússon, bæjarritari, setur hátiðina, Þór Magnússon, þjóðminjavörður, flytur ræðu, nýstúdent ávarpar hátiðargesti og margir af vin- sælustu leikurum þjóðarinnar syngja og leika. Má nefna Gisla Halldórsson, Róbert Arnfinns- son, Guðrúnu Þ. Stephensen og Gisla Alfreðsson og auk þess verður skemmtiþáttur Halla og Ladda. Sigurvegurunum i viða- vangshlaupi verða afhent verð- laun og Kópa-Dixie-bandið blæs. Skólahljómsveit , Kópavogs leikur á milli atriða undir stjórn Björns Guðjónssonar, og leikur einnig undir söng Sigriðar Ellu Magnúsdóttir og Guðmundar Jónssonar. 'Operusöngvararnir syngja einsöng og tvisöng. Hátiðarsvæðið á Rútstúni verð- ur listilega skreytt á ýmsa vegu, þar verða seld merki dagins og hátiðaleikföng, veitingar verða á boðstólum við allra hæfi og dýr úr Sædýrasafninu verða til sýnis allan daginn á hátiðar- svæðinu. Kynnir verður Jón Múli Arnason. Klukkan 17.00 verða HLEKKIR komnir á sviðið við Kópavogsskóla og leika þar á unglingadansleik og klukkan 18.00 hefst knattspyrnukeppni á grasveliinum. Þar keppir Breiðablik við Unglingalands- liðið. Um kvöldið hefst dansleikur við Kópavogsskóla kl. 21.00, þar leikur FRESSflokkurinn, þar tii hátíðarhöldum lýkur á miðnætti. Akranes: Hefst með hlaupi og endar á dansleik Dagskrá: Kl. 10.00. 17.júnihlaup á vegum U.M.F. Skipaskaga. Kl. 13.00 Messa, sr. Björn Jónsson. Kl. 14.00 Á Iþróttavelli. 1. Setning, form. þjóðhátiðar- nefndar, Gunnar Sigurðsson. 2. Ræða, Bragi Þórðarson, prentsmiðjustjóri. 3. Fjallkonan, Laufey Skúla- dóttir. 4. Hlaup, þátttaka frá Rotary — Lion — Kiwanis og Junior Chamber. 5. Kirkjukór Akraness syngur undir stjórn Hauks Guðlaugs- sonar. Kl. 15.00 Kaffiveitingar i Tónlistarskól- anum á vegum Kirkjunefndar. Kl. 16.45 Safnast saman á Akratorgi. Lúðrasveitin Svanur leikur fyrir skrúðgöngu frá Akratorgi að i- þróttahúsinu, þá verður stað- næmst við Sjúkrahús Akraness og leikin nokkur lög. Kl. 17.00 Barnaskemmtun i iþróttahús- inu. 1. Skagaleikflokkurinn skemmtir. 2. Ragnar Skúlason syngur 3. Gisli og Baldur skemmta. Lúðrasveitin Svanur-Ieikur á milli atriða. Kl. 21.00 Skemmtun á Akratorgi. 1. Ávarp, Magnús Oddsson, bæj- arstjóri. 2. Karlakórinn Svanir syngur undir stjórn Hauks Guðlaugs- sonar. 3. Gisli og Baldur skemmta. 4. Skagaleikflokkurinn skemmt- ir. 5. Ragnar Skúlason syngur. 6. Verðlaunaafhending v/hlaups. 7. Skátafélag Akraness skemmtir. Um kvöldið verður dansleikur i Hótel Akranes. Kvöldskemmtanir verða í úthverfum Reykjavíkur í miðborginni en ekki Á blaðamannafundi með Þjóðhátiðarnefnd i gær greindi Már Gunnarsson, form. nefndarinnar, fréttamönnum frá tilhögun hátiðahaldanna i Reykjavik 17. júni. Hátiðahöldin hefjast með samhringingu kirkjuklukkna Reykjavikurborgar klukkan fimm minútur fyrir 10. Þá mun Olafur B. Thors, forseti borgar- stjórnar leggja blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar i kirkju- garðinum við Suðurgötu. Að þvi loknu mun Lúðrasveit verka- lýðsins leika lagið Sjá roðann á hnjúkunum háu, en stjórnandi hljómsveitarinnar er Ólafur L. Kristinsson. Hátiðahöldin viö Austurvöll hefjast siðan með lúðrablæstri kl. 10.30 og siðan mun Már Gunnarsson setja hátiðina með ávarpi. Forseti tslands, dr. Kristján Eldjárn mun siðan leggja blómsveig frá isl. þjóð- inni á minnisvarða Jóns Sigurðssonar og Geir Hallgrimsson, forsætisráð- herra, mun flytja ávarp. Karla- kórinn Fóstbræður mun syngja ættjarðarlög og ávarp fjall- konunnar verður flutt. Klukkan 11.15 verður guðsþjónusta i Dómkirkjunni þar sem séra úlfar Guðmunds- son mun prédika. Þá munu lúðrasveitir leika bæði við Harfnistu og við Elliheimilið Grund. Þrjár skrúðgöngur munu safnast saman kl. 14.15, ein við Hlemmtorg, önnur við Mikla- torg og hin þriðja við Mela- skólann. Klukkan 14.50 hefst svo barnaskemmtun á Lækjartorgi, þar sem fjölbreytt skemmti- atriði verða flutt. Stjórnandi verður Klemenz Jónsson og kynnir Gisli Rúnar Jónsson. Klukkan 16.15 hefst siðdegis- skemmtun á Lækjartorgi og kynnir þar verður Gunnar Eyjólfsson. Þar mun Mennta- skólinn i Hamrahlið syngja undir stjórn Þorgerðar Ingólfs- dóttur, Dixilandhljómsveit Arna Isleifs mun leika ásamt söngkonunni Lindu Walker, Diamolus In Musica flytur nokkur lög og Hljómsveitin Paradis mun einnig leika. I Laugardalssundlaug verður siðan háð sundmót og á Mela- vellinum verður 17. júnimótið i frjálsum iþróttum. Hið siðar- nefnda hefst reyndar i dag kl. 19.30 með keppni i eftirtöldum greinum: 110 m grindahlaupi, 200 m hlaupi, 200 m hlaupi kvenna 1500 m hlaupi, lang- stökki kvenna, þristökki, há- stökki, kringlukasti, kringlu- kasti kvenna og 1000 m boð- hlaupi. Á morgun heldur frjáls- iþróttamótið áfram áfram og hefst þá kl. 16.00, en þá verður keppt i: 100 m grindahlaupi kvenna, 100 m hlaupi kvenna, 100 m hlaupi, 400 m hlaupi, 400 m hlaupi kvenna, 800 m hlaupi, 800 m hlaupi kvenna, kúluvarpi, hástökki kvenna, spjótkasti kvenna, langstökki, 4x100 m hlauði kvenna og 4x100 m hlaupi. Kvöldskemmtanir verða haldnar á ýmsum stöðum i úthverfum borgarinnar, s.s. við Austurbæjarskóla, Breiðholts- skóla, Langholtsskóla, Mela- skóla, Arbæjarskóla og Fella- skóla. Þá verða einnig samfelld skemmtiatriöi fiutt I Arbæjar- hverfi sem hefjast kl. 13.00 og i Breiðholtshverfum kl. 12.45. Mikil vinna hefur farið i að undirbúa hátiðahöldin og er óhætt aö segja að Þjóðhátiðar- nefnd hafi unnið mikið og gott starf. —BJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.