Alþýðublaðið - 19.06.1976, Side 12
D Bílamálin meðal helztu baráttumála fatlaðra
D Norðurlandaþingi fatlaðra nýlokið í Reykjavík
A þingi Bandaiags fatl-
aðra, á Norðurlöndum
sem haldið var á Hótel
Loftleiðum fyrir skömmu
voru m.a. til umræðu
bílamái, tryggingarmál
og réttur fatlaðra til
atvinnu hjá ríki og bæjar-
félögum. ólöf Rikarðs-
dóttir, fulltrúi hjá Sjálfs-
björg, var ein þeirra sem
sátu þingið af islands
hálfu. Blaðamaður Al-
þýðublaðsins hitti ólöfu
að máli fyrir skömmu og
bað hana að gera nokkra
grein fyrir hvernig ofan-
greindum málum væri
háttað á hinum Norður-
löndunum, og hvernig ís-
land stæði samanborið
við þau.
„Ég vil segja, að það sé betur
að þessum málum staðið i
þessum löndum, heldur en hér,
sagði Ólöf. Ef við tökum bíla-
málin'sem dæmi, þá er mikill
munur á hvað það er auðveld-
ara fyrir fatlað fólk i Dan-
mörku, Sviþjóð og Noregi held-
ur en hér að eignast og reka
eigin bifreið. Finnland er eigin-
lega sizt hvað þetta snertir, en
þar er þetta bundið við at-
vinnu.”
,,t Danmörku t.d. er veitt
40.000 (d) króna lán til kaupa á
bifreið, og jafngildir það verði á
bifreið i meðalverðflokki. Þessi
upphæð fer eingöngu til kaupa á
bifreiðinni, en hjálpartæki eru
ekki innifalin. Siðan skiptist
lániö i tvennt, það er að segja að
helmingurinn afskrifast á fjór-
um árum, en hinn helmingurinn
er greiddur. Er þá miðaö við að
afborganir séu 200 (d) kr. á
mánuöi. Þarna er svohægt að fá
lánsendurveitingu með fjögurra
ára millibili, i stað fimm ára
hér.”
„Auk þessa er veittur sér-
stakur styrkur til hjálpartækja
og sérinnréttingar bifreiðarinn-
ar og er hámark hans 5.600 kr.
d.
Ef við berum þetta saman við
tsland, þá fáum við hér hjálpar-
tækin greidd til helminga. Hitt
verðum við að borga sjálf. Þá
eru þessi tæki sem þeir eru
með afar fullkomin, og nægir
þar t.d. að nefna hreyfanleg
sæti, sem má snúa þannig að
fólk á mun auðveldara með að
komast úr og i bifreiðina,
sjúkralyfta og rennibraut. Þessi
tæki eru öll greidd fyrir þá sem
þurfa á þeim að halda. Bil-
skráning er einnig greidd, svo
Það á ekki
að einangra
fatlað fólk
- rætt við Ólöfu Ríkharðs-
dóttur hjá Sjálfsbjörg
þess að borga eyri á milli. Að
auki eru Sviar með sérstakt
bensinverð fyrir fatlað fólk. Er
það miðað víð vissan kilómetra-
fjölda á ári og gildir það bæði
fyrir einkaakstur, svo og akstur
til vinnustaðar.”
„1 Finnlandi þarf maður að
greiða 1/3 hluta kaupverðsins
sjálfur, en 2/3 þess á íslandi.
Þessi lán, sem veitt eru til bila-
kaupa eru vaxtalaus á öllum
Noröurlöndunum, nema hér.
Hér eru þau veitt með 11-12,5%
vöxtum. Við erum þvi talsvert á
eftir eins og þessar tölur sýna.”
„Hvað viltu segja um rekst-
ur bifreiða, Er veittur einhver
styrkur til hans?
„í Danmörku er rekstur bif-
reiðarinnar frádráttarbær frá
skatti og svo er um öll hin
Norðurlöndin. En þar er þunga-
skattur slikra bifreiða felldur
niður, og munar mikið um slikt.
„Það má segja að þessi mál
séu lengst komin i Danmörku,
Sviþjóð og Noregi. Að visu hefur
siöast talda landið verið heldur
á eftir fram til þessa, en það er
þó i hraöri framför. Einn full-
trúi þaðan, sem sat þingið, sagði
aö menn væru mjög ánægðir
með þær framfarir, sem átt
hefðu sér stað i þessum málum,
og þaö væri ekki yfir neinu að
kvarta”
„En það er gaman að skjóta
þvi hér inn i, að i Sviþjóö hefur
verið tekið upp nýtt fyrirkomu-
lag, sem auðveldar fötluðu fólki
mjög að komast milli staða. Er
þetta svokölluð ferðaþjónusta
fatlaðra. Miðar hún að þvi, að
koma til móts við þá, sem eru
þaö mikið hreyfilamaðir, að
þeir geti ekki notað almennings-
vagna, eöa eigið faratæki. Þá er
hægt aö panta 70 ferðir á ári,
annað hvort með venjulegum
leigubilum, eða bifreiðum, sem
eru sérstaklega útbúnar til
slikra flutninga. Ferðirnar eru
og bilhítari sem er nýttfyrir-
bæri. Siðast en ekki sizt er fötl-
uðum veittur styrkur til að læra
á bil, en slikt er mjög dýrt i
Danmörku.”
„Hvað er að segja um Svi-
þjóð, og Noreg. Er þetta svipað
þar?
„Já, það er alveg sömu sögu
að segja um Noreg og Sviþjóð
það er hægt að skipta um bil, án
greiddar með sérstökum mið-
um, sem jafngilda strætis-
vagnamiða, að verðgildi.
„Þessi þjónusta er einnig að
ryðja sér til rúms I Noregi og
Danmörku, en ekki I Finnlandi
enn sem komið er.”
„Það á að gera tilraun með
sllka þjónustu hér, og hefst hún
væntanlega i haust. Er fyrir-
hugað að nota öryrkjabanda-
lagsbilinn, en hann er sérstak-
lega útbúinn fyrir hjólastóla.”
„Nú er greinilegt eftir þvi að
dæma sem undan er komið, að
Island er talsvert á eftir i þess-
um efnum. Telur þú að það
verði breyting á þessu innan
tiðar?
„Það vona ég svo sannarlega.
Ég get ómögulega séð að það sé
tekjumissir fyrir rikið, þó að-
flutningsgjöld bifreiða séu felld
niður. Þvert á móti auðveldar
það fólki að komast til og frá
vinnustað, og stuðlar að þvi að
fólk geti unnið fyrir sér sjálft.
Þetta er þvi i raun og veru stór-
kostlegur sparnaður fyrir þjóð-
félagið, þegar á það er litið
hversu mjög það stuðlar að þvi
að gera hvern þegn sjálfbjarga.
Um mannlega hlið málsins þarf
ekki að fjölyrða, hún er auðsæ
öllum þeim sem hugleiða þetta
mál á annað borð”
„Tryggingarmál voru einnig
á dagskrá þingsins. Hver hefur
þróunin orðið i þeim efnum?
„Það er sömu sögu að segja
um þau og bilamálin. Þau eru i
miklu betra horfi á hinum Norð-
urlöndunum heldur en hér, og
þá sérstaklega i SViþóð og Dan-
mörku. Þar dugir örorkulifeyr-
irinn til framfærslu og vel það. í
Finnlandi er þetta öllu erfiðara,
enda er þetta fátækari þjóð. Aft-
ur á móti hafa samtök fatlaðra i
Finnlandi komið upp fjölda iðn-
skóla um allt land, og eru þeir
langfremstir I þvi að mennta
fólkið og koma þvi út á vinnu-
markaðinn.
„Hér er lifeyririnn 34.000, en
getur þó farið upp i 48.660 en
þaf. er algjört hámark.
„Hvað er að segja um at-
vinnumál fatlaðs fólks I þessum
löndum?”
„Sviar, Danir og Norðmenn
hafa sterka aðstöðu til að út-
vega fólki atvinnu gegnum
endurhæfingarstöðvarnar. 1
Danmörku hefur aftur á móti
verið atvinnuleysi og þá bitnar
það fyrst og fremst á fötluðu
fólki, eins og oft vill verða.”
„En það var eitt atriði sem ég
vildi minnast á og það eru
bilanatryggingar bifreiða i
Danmörku. Eins og allir vita,
getur það alltaf gerzt að bifreið-
in bili, eða hjólbarði springi, og
lendir viðkomandi ökumaður oft
i standandi vandræðum, þó ekki
þurfi nema að skipta um hjól-
barða. Gegn þessu er hægt að fá
tryggingu i Danmörku. Ef bif-
reiðin bili, eða hjólbarði springi,
og lendir viðkomandi ökumaður
oft I standandi vandræðum, þó
ekki þurfi nema að skipta um
hjólbarða. Gegn þessu er hægt
að fá tryggingu I Danmörku. Ef
bifreiðin bilar, er hægt að kalla
menn til aðstoðar, og koma þeir
bifreiðinni á verkstæði og hjálpa
eigandanum að komast á
ákvörðunarstað. Fyrir þessa
þjónustu þarf ekki að greiða að
öðru leyti en þvi, að árlegt. ið-
gjald er greitt af tryggingunni.
„Að lokur Olöf. Hvað telur þú
að þurfi að vinnast i málefnum
fatlaðra, hér til að þeir teljist
ekki vera fyrir borð bornir mið-
að við aðra þjóðfélagshópa? ”
„Fyrst og fremst þarf að
koma sem flestu fötluðu fólki út
á vinnumarkaðinn og útvega þvi
húsnæði við hæfi. 1 þvi sam-
bandi vil ég taka það skýrt
fram, að það á alls efcki að ein-
angra það húsnæði sem ætlað er
fötluðu fólki, heldur á að láta
fatlaða búa i sambýli við „heil-
brigða.”
Þá eiga þeir , sem ekki eru
færir um að sjá sér farborða
vegna hreyfilömunar, að fá
mannsæmandi lifeyri. Að sið-
ustu eiga skólar og annað hús-
næði að byggjast með það fyrir
augum, að fatlaöir eigi jafn
greiðan aðgang að þvi og aðrir.
—JSS
LAUGARDAGUR
19. JÚNÍ 1976
alþýðu
blaðið
HEYRT,
SÉÐ OG
HLERAÐn
S------------—i'.
Frétt: Að aðeins ein um-
sókn hafi borizt um em-
bætti bæjarstjóra á Akur-
eyri.Erþað Jón Sæmundur
Sigurjónsson, ungur hag-
fræðingur, menntaður i
Þýzkalandi, en ættaður frá
Siglufirði. Umsóknarfrest-
ur rennur út 15. júli.
o
Tekið eftir: Að Ökindin,
óháð háðblað, hefur ekki
komið út um nokkra hrið,
en nýtt tölublað mun hafa
komið út i gærkvöldi. Þá
munu upphaflegir eigendur
hafa selt blaðið og nýir
rekstraraðilar tekið við
þvi. Mynd úr siðustu
Ókind:
o
Heyrt: Að Albert
Guðmundsson komi viða
við. Nýlega gerði hann að
tillögu sinni I borgarstjórn
að umferðatakmörkum
þeim, sem nýlega hafa
verið gerðar á gatnamót-
um Elliðavogs og Suður-
iandsbrautar i Reykjavik,
verði aflétt þegar I stað,
þar sem komið hafi I ljós,
að fyrirtækið Nesti hafi
beðið fjárhagslegt tjón af
umræddum umferðatálm-
um. Þessari tillögu
Alberts var visað til
umferðarnefndar.
o
Heyrt: Að mikill ferða-
mannastraumur íslend-
inga til útlanda en lágar
gjaldeyrisyfirfærslur hafi
skapaö ákjósanlegar
aðstæður fyrir þá sem
braska með gjaldeyri á
svörtum markaði. Gang-
verðið á dollurum á slikum
viðskiptum mun nú vera
um 260 krónur, en gang-
verðiðmun veraum 182kr-
ónur.
o
Heyrt: Aö Baldvin Jóns-
son, formaður bankaráðs
Landsbankans, eigi i dag 25
ára starfsafmæli i banka-
ráöinu og að enginn hafi
fyrr setið svo lengi i banka-
ráði.