Alþýðublaðið - 10.08.1976, Page 1
ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST
Áskriftar-
síminn er
14-900
I BLAÐINU I DAG
Baráttan gegn berklum
Dr. Sigurður Sigurðsson fyrrum land-
læknir hefur tekið saman itarlegt yfirlit
um verkanir berklanna hér á landi og
hvernig landsmönnum vegnaði i barátt-
unni gegn þessum skelfilega sjúkdómi og
hvernig tókst að sigrast að fullu á honum.
Sjá opnu
Þjóðsagan og skímslið
Loch Ness er þekktasta vatn Skotlands.
Þar hefur alþýða manna um langan aldur
taliðað væri að finna skrimsli og hafa
veriö settar fram margar kenningar um
hvernig á tilvist þess stendur.
Sjá bls. 7
'Sr
SOL
Rannsóknarstofa KEA
Kaupfélag Eyfirðinga hefur ákveðið að
koma á fót sérstakri rannsóknastofu til
þess að fylgjast með gæðum framleiðslu
kjötvinnslustöðvar fyriritækisins. Þetta
er ákveðið vegna nýútkominnar reglu-
gerðar Sjá bls. 3
íacz
o(
iCO'
50
n
Náttfari fyrir þremur árum
Náttfari hefur skelft margan þann sem
haft hefur fjármuni sina heima. Alþýðu-
blaðið birti fyrir þremur árum bréf frá
lesanda sem sagði sögu af náttfara einum
sem ekki vann á ósvipaðan hátt og þessi
gerir.
Eignarhald á landi
Alþýðuflokkurinn hefur fyrir alllöngu sett
fram itarlegar tillögur um skipan eignar-
halds á landi. Þær hafa þvi miður ekki
hlotið þann hljómgrunn. enn sem siðar
mun verða.
Alyktanir ráðstefnu Sameinuöu
þjóðanna um þetta mál eru i góðu sam-
ræmi við tillögur Alþýðuflokksins.
Bolvíkingar mótmæltu í fyrra
ENN FAST ENGflR
SKÝRINGAR Á SKflTT-
LEYSI HflTEKJUMflNNfl
Þegar skattskrá Vestfjarðaumdæmis var lögð fram i fyrra báru Bolvik-
ingar fram skrifleg mótmæli gegn því misræmi,sem fram kom i skattskrá
Bolungarvikur. Undir þetta bréf rituðu 50 skattgreiðendur nöfn sin og bentu
á, að nær allir þeir sem stundi vélbátaútgerð séu skattlausir, en ekki fari á
milli mála að tekjur þeirra séu miklar. Er bent á bilakaup, siglingar og
fleira i þvi sambandi.
Alþýðublaðið hafði samband
við Ævar tsberg, sem nú gegnir
. störfum rikisskattstjóra og
spurðist fyrir um hvaða ráðstaf-
anir hefðu verið gerðar vegna
bréfsins. Ævar sagði, að svipað
bréf hefði einnig borizt frá ibú-
um Hverageröis. Ákveðið hefði
verið að taka skattamál Boivik-
ina til rannsóknar og þáverandi
skattrannsóknarstjóri, Ólafi
Nilssyni, falin framkvæmdin.
En Ævar sagðist ekki hafa séð
niðurstöður athugunanna.
Gunnar Jóhannsson skattrann-
sóknarstjóri sagði i samtali við
blaðið, að Óiafur Nilsson hefði
skilað skýrslu um þessa rann-
sókn til fjármálaráðuneytisins
og málið þvi ekki lengur hjá
skattrannsóknardeild.
Höskuldur Jónsson ráðuneyt-
isstjóri fjármálaráðuneytisins
sagði i samtali við blaðið, að
þau atriði sem þarna voru á
ferðinni hefðu fyrst og fremst
varöaö afskriftir og rekstrar-
tap. Þessir liðir væru i skatta-
lögunum hversu réttlátir sem
þeir væru. En það heföi verið
rannsakað hverjar ástæður
lægju að baki þessum iágu
sköttum, sem vitnað var til i
bréfi Bolvikinganna. Hér væri
frekar hægt aö tala um heimiid-
ir I ska ttalögum heldur en skatt-
svik og þvi sneri þetta mál frek-
ar að iöggjafanum. Sagði Hösk-
uldur, að Bolvikingum hefði
ekki verið send greinargerð
vegna þessarar könnunar..
Ekkert svar
Alþýðublaðið snéri sér tii Ein-
ars Helgasonar verksmiðju-
stjóra á Bolungarvik, en hann
var einn 50 mcnninganna sem
skrifuðu undir mótmælabréfið.
Einar sagði að lengi vel hefði
verið beðið svars við erindi
þeirra, en aldrei hefði það kom-
ið. Menn voru kallaðir fyrir
skattstjóranna á isafirði og
beðnir að tilgreina nöfn manna,
sem iitla eða enga skatta
greiddu. Fannst bréfriturum
raunar slikt liggja I augum
uppi. Einnig voru þeir spuröir
hvort þetta væri pólitiskt, en
Einar sagöi að fólk úr öllum
fiokkum hefði staðið að undir-
skriftunum og þvi út i hött að
reyna að gera þetta pólitiskt.
Hann sagði að fyrir þeim hefði
einfaldiega vakað að fá vitn-
eskju um hvort þaö gæti staðist,
að menn sem lifðu I vellysting-
um bæru ekki tekjuskatt á við
aldrað verkafólk, eða hvort
þessir skattleysingjar nytu ein-
hverra sérstakra friðinda. Þvi
hefði verið frdðlegt að fá skýr
svör, en þvi miður hefðu engin
borizt.
Óbreytt ástand
Einar var þá spuröur hvort
skattskráin i ár væri nokkuð
réttiátari en I fyrra. Hann
kvaðst ekki hafa kynnt sér hana
enn, hins vegar hefði hann heyrt
að sömu aðilar væru enn með
lágmarksskatt, enda giltu sömu
lög og i fyrra. Greinilegt væri að
þingmennirnir hefðu ekki tima
til að sinna þessum málum.
— SG
Sektarmiða vantar
- og ekkert sektað í fjóra mánuði
Undanfarna mánuði
hefur Reykjavikurlög-
regian ekki beitt sektar-
ákvæðum gegn þeim
ökumönnum sem lagt
hafa bifreiðum sinum
ólöglega.l Astæðan til
þess er sú að dómsmála-
ráðuneytið hefur ekki
gefið út svokallaðar
sektarbækur, en sektar-
miðarnir sem festir eru
við bifreiðarnar eru
skrifaðir út úr þeim bók-
um. Samkvæmt upplýs-
ingum sem Alþýðublað-
ið hefur aflað sér hefur
þetta ástand varað i
fjóra og hálfan mánuð.
Að sögn HjaltaZóphóniassonari
dóm smálaráöuneytinu hefur
ráðuneytið ekki gefið téðar sekt-
arbækur út vegna þess að staðið
hefur yfir endurskoðun sektar-
upphæða. Hann kvaðþess þó ekki
langt að biða að bækurnar yrðu
gefnar út að nýju.
Hjalti sagði að upphæðirnar
hefðu verið óbreyttar frá í sept-
embermánuöi árið 1974 og þvi
þætti orðið tfmabært að hækka
þær til samræmis við það sem
verðlag á öllum hlutum hefur
hækkað á þvi timabili sem liöið er
frá þvi að upphæðirnar voru
hækkaðar siðast.
Hann sagði að rikissaksóknari
gæfi út skrá þar sem sektarupp-
hæðir væru ákveönar og ráðu-
neytið færieftir þeirri skrá þegar
sektarbækur væru prentaðar.
Hjalti sagði aö innan skamms
væri að vænta þess að handrit að
þeim hluta skrárinnar sem hefði
að geyma sektarupphæðir sem
lögreglumönnum er heimilt aö
beita, yrði tilbúið til prentunar,
en trúlega liði lengri timi þar til
tæmandi skrá um sektarupphæðir
liggur fyrir.
— EB
Ritst|órn Síöumúla II - Sfmi 8181