Alþýðublaðið - 10.08.1976, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 10.08.1976, Qupperneq 6
6 alþýöu- Þriöjudagur 10. ágúst 1976 Það er til fleira en London og París eftir norska píanós nillinginn, Kjell Bækkelund Viö fréttum daglega af stór- stjörnum, sem prýöa forsiöur enskra, bandariskra, þýJkra og franskra blaöa, eigi siöur en blaöa og tímarita á Noröur- löndum. Viö fáum glýju i augun vegna Liz Taylor, enska kónga- fólksins, kvikmyndahátiöinni I Cannes, hátíbartónleikum meö von Karajan I Salzburg, Leonard Bernstein og þrætum :um erföaskipti ættingja Picassos. Viö fyigjumst meö i menningarheiminum. Viö troöum enn heföbundnar slóöir og beinum athyglinni aö Hollywood og Broadway, New York, Paris (listasöfnin), London, Berlin og nú einnig Moskvu (Boisjoj leikhúsiö). Á þessum stööum veröur listin tií. A meöan eru menn á Noröur- löndum aö ræöa og gera áætlanir um aukna menningu. Þar vilja menn losna viö stór- stjörnurnar. Þeir vilja aukiö „demókrati” i list og menningu og halda þvi einnig fram, aö samvinna okkar við önnur lönd eigi aö vera „alþjóöleg” en meö þvi er átt viö, aö viö réttum fram hönd okkar til annarra landa en þeirra, sem eru fremst á sviöi i stjörnudýrkun. Viö minnumst gjarnan á, aö rétt sé, aö bæta samvinnu okkar og landa Asiu, Afriku, Suður- og Miö-Ameriku. Þaö gerist lika vafalaust. Þaö bendir ekkert til annars, en tengsl milli landanna aukist og batni. Aukin tengsl merkja einnig samvinnu, ef um list er aö ræöa. Þaö krefst aftur breyttra viö- horfa hjá okkur. Þaö þýöir, aö viö hættum aö einbeina okkur aö þeirri list, sem fyrirfinnst aöeins i New York, Paris og London. Viö verðum að viðurkenna, a&. list og listtúlkun finnst i i Egyptalandi, tran, Indlandi (löngu áöur en indversk klass- isk tónlist varö „fin” á Norður- löndum), Kúbu, Singapore, Costa Rica, o.s.frv. o.s.frv. Þaö gerist meira utan „heföbundnu landanna”, en okkur grunar hér á hinum samvinnuþýðu Noröur- löndum. Ég er nýkominn heim úr mán- aðarferö til Grikklands, Egyptalands, írans og Indlands. Ég kom bæöi til Nýju Delhi, Kalkútta og Bombay, Kairó og Teheran. Aiis staðar urnulista- menn mikiö. Ég varö hvaö eftir annaö var viö mikinn áhuga á Noröurlöndum og norrænum listum hjá stofnunum og ein- staklingum. Mér var boöiö að gera klukku- stundar þátt meö norrænni tón- list fyrir útvarpið i Bombay. Ég kom fram bæöi i sjónvarpi og útvarpi i Kairó. Iranska sjón- varpiö haföi viötal viö mig, og þar var ég spuröur meö ákafa, hvernig liststefnu Noröurlanda væri háttaö. Dagblöö og timarit tóku mig tali til aö spyrja um styrkveitingará Noröurlöndum. Menn vildu vita, hvaöa hlut- verki stjórnvöld gengdu i lista- lifi Noröurlanda. Þeir vildu vita, hvernig listamönnum i vel- feröarrikjum Noröurlanda heföu þaö. t stuttu máli sagt: Forvitni og áhugi voru fyrir hendi. Menn drógu ekki dul á, aö þeir væru þreyttir á einræöi stjórn- valda —lika á listasviöinu. Þeir viidu aukna og bætta samvinnu við Noröurlönd. Þá vaknar sú spurnin^: Hvaö getur við gert? Til aö leggja okkar af mörkunum til friösam- legrar sambúnaðar einnig á listasviðunum? Við eigum aö segja viö sjálf okkur, aö list ogmenning finnist annars staöar en i New York, og London, Paris og Moskvu. Viö eigum aö taka afleiöingunum af þessu og segja viö norska, danska og sænska ráðherra, að þegar Palme, Jörgensen og Nordli fara til Portúgal, Kúbu, Venesúela og fleiri rikja, eigi þeir ekki aöeins aö ræða um oliu, vandamál aust’ rs- og vesturs og viöskiptasámninga. Þeir eiga einnig að sjá um, aö menningartengsl séu bætt. Viö verðum aö taka afleiðingunum af þvl, aö okkur er alvara i tali okkar um samvinnu þjóöanna, ekki láta sitja við orðin tóm. Ferö min til Austurlanda fjær undirstrikar bara það, sem mig grunaði: Við verðum aö taka okkur á. Við verðum aö gera eitthvað — láta merkin sanna verkin. Islenskubaettir Albýðublaðsins eftir Guðna Kolbeinsson Jón Steingrímsson skrifaöi þættinum snemma i júli og biö ég hann afsökunar á að bréfi hans er svo seint svarað. Jdn segir: „Orsök þess að ég loksins þrif penna er sú að hrein dönsku- sletta virðistalveg vera búin að hreiðra um sig i málinu og ég hef beðið lengi eftir að einhver legði til atlögu við þennan ósóma. Þaö er þetta „af og tif’ sem tröllriður þjóöinni nú ljóst og leynt i þllum fjölmiðlum, manna.á meðal og margir mæt- ustu menn nota þetta i granda- leysi. Eru islensku orðin stund- um, nokkrum sinnum, öðru hvoru eða öðru hverju, annað slagið o.fl. svipuð að gleym- ast?” Rétt er það að orðatiltækið af og til er dönskusletta sem náð hefur mikilli útbreiðslu. Vilji menn vanda mál sitt ber þeim þvi að forðast þetta orðasam- band, og eins og Jón Stein- grnnsson bendir á eru alimörg islensk orð sem hægt eroð nota i staðinn. — En á hinn boginn eru mörg mállýti alvarlegrí sem menn ættu að venja sig af á undan þessu. Ruglingur á orðunum aöog af i^ýmsum samböndum er orðinn iskyggilega aigengur. Sem dæmi má nefna hve algegnt er að heyra og sjá: af gegnu tilefni istaö aðgefnu tUefni.Hér er um að ræða sams konar orðatiltæki og t.a.m. að þvi loknu, að svo stöddu, en ruglingurinn viröist sem betur fer litt hafa náö til þeirra enn sem komiö er. Geta menn þvi notað þau tii þess að minna sig á að rétt er aö segja: að gefnu tilefni. Einn af lesendum þessa blaðs hringdi til min nýlega og kvaöst hafa séð málvillu i einum islenskuþættinum hér i blaöinu. Heföi þar veriö talaö um að gera mikið afeinhverju i stað mikiö aðeinhverju. Kvað hann rugling i þessu orðasambandi mjög algengan. Ég varö aö kannast viðaðþað væri mér eölilegt mál að tala um að gera mikið eða litið afeinhverju og sannfærðist raunar ekki um að ég færi hér villur vega fyrr en ég hafði flett upp i' tiltækum orðabókum. Varð ég þá að játa afglöp mih. Hér er á ferðinni enn eitt dæmiö um ruglingá aðog af.Að visu vel skiljanlegan rugling þarsem ofter talaðummikið af AF gefnu til- efni — eða AÐ gefnu tilefni? einhverju. (Raunar er um þessar mundir oftast talað um mikið magn af einhverju.), en samt fer þessi málanotkun: að gera.mikið af einhverju, i bága við málhefö og er skylt að forðast hana. Eitt af þvi sem einkennir hinn svonefnda „Iærða stíl” i fornum ritum er mikil notkun lýsingar- háttar nútiðar. En nú á timum þykir „sagnastillinn” taka „lærða stilnum” fram um flest og þeir sem vilja vanda mál sitt forðast flestir einkenni „lærða stilsins”. En ekkert er algilt og lýsingarháttur nútiðar er farinn að ryðja sér rúms á nýjan leik, en likast til fremur fyrir áhrif frá enskri setningaskipun en „lærða stilnum” á sumum forn- ritanna. Einn lesandi Alþýöu- blaðsins benti mér á grein i'þvi blaði, 30. júli siðastliðinn, eftir Eirik Baldursson. Þar segir: „Talandi um þessar vinlausu útiskemmtanir, eða hátlðir eins og þær eru gjarnan ncfndar þá...”Það væri einfalt að þýða þessa setningu á ensku og þyrfti ekki að breyta setningaskipun hennar. A ensku hæfist hún svo: , Speaking about Eðlilegt er að nota hér lýsingarhátt á enskri tungu en fremur er það andkannalegt á islensku. 1 Alþýðublaðinu 31. júli — daginn eftir — er svo þessi klausa á bls 2, skrifuð að Eiriki Baldurssyni: „Það sér hver sem vill að gamalt fólk sem er i heimili með öðrum og fullvinnandi”, gerandi ráð fyrir (leturbr. min) þvi að þar sé á ferðinni fyrir- vinna, hlýtur að verða að dvelj- ast langdvölum eitt, án samneytis við aðra.”. „gerandi ráð íyrir” yrði á górði ensku „supposing” — en góö islenska verður það seint. Þó svo að Eirikur Baldursson sé sá sem fyrir skeytinu verður, þyrfti naumast lengi að leita til að finna aðra skotspæni. Málfar sem þetta er alitof algengt, en égvonaað þeir sem þessar linur lesa varist óhóflega notkun þess.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.