Alþýðublaðið - 10.08.1976, Qupperneq 12
12
Norrænir styrkir til þýðingar og útgáfu
norður landabókmenn ta.
Síöari úthlutun 1976 á styrkjum til útgafu norrænna bók-
mennta i þýBingu á aðrar norðurlandatungur fer fram á
fundi úthlutunarnefndar 11. til 12. nóvember n.k. Frestur
til að skila umsóknum er til 20. september n.k. Tilskilin
umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást i mennta-
málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, en umsóknir
ber að senda til Nabolandslitteraturgruppen, Sekre-
tariatet for nordisk kulturelt samarbejde, Snaregade 10,
DK-1205 Köbenhavn K.
Menntamálaráðuneytið
5. ágúst 1976
Byggung Kópavogi
auglýsir
í undirbúningi er stofnun 3. byggingar-
áfanga félagsins.
1 honum verða 48 ibúðir. Framkvæmdir
hefjast i april/mai á næsta ári.
Tekið verður við umsóknum um ibúðir
þessar dagana 9. til 13. ágúst kl. 3-6 dag-
lega á skrifstofu félagsins, Engihjalla 3.
Eldri umsóknir óskast staðfestar.
Upplýsingasimi 4-49-80.
Deildarfuiltrúa
I fjölskyldudeild stofnunarinnar er laus til umsóknar
fyrir félagsráðgjafa. Æskilegt er að umsækjandi hafi
starfsreynslu.
Ennfremur er laus staða
Félagsráðgjafa
með aðsetri I Breiðholtsútibúi, Asparfelli 12.
Nánari upplýsingar veitir yfirmaður fjölskyldudeildar
Félagsmáíastofnunar Reykjavlkurborgar.
Umséknir skulu hafa borist Félagsmálastofnun
Reykjavfkurborgar, Vonarstræti 4, fyrir 1. sept. n.k.
___________________________________________J
WF| Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
W Vonarstræti 4 sími 25500
Aðstoðarlæknir
óskast i Heilsuhæli N.L.F.l. Hveragerði.
Laun samkvæmt kjarasamningum
sjúkrahúslækna. Umsóknir sendist fyrir
31. ágúst 1976 i skrifstofu N.L.F.Í. Lauga-
vegi 20B sem veitir nánari upplýsingar.
Heykjavik 31/7 1976
Stjórn Náttúrulækningafélags tslands.
Tækniteiknarar
Hafnamálastofnun rikisins vill ráða
tækniteiknara.
Umsóknir séu skriflegar og tilgreini
menntun og starfsferil.
Vol ks wagene i gendur
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurð'ir - Vélarlok —
r.: Geymslulok á Woikswagen I allflestum litum. Skipium á
. einum degi með liagsfyrirvara fvrir ákveðið verö.
Reynið viðskiptin. ' -.*
Bilasprautun Garðars Sigmundssonar.
Skipholti 25 Simar 19099 og 20988.
Auglýsið í Alþýðublaðinu
Þriðjudagur 10. ágúst 1976
alþýdu’
MaAlð
Takið ekki lyf
til að lækna
streitu - því
þau læknahana
ekki varanlega
Það er ekki raunhæft
að taka inn lyf til að
draga úr þeim áhrifum
sem streita getur haft á
likamann, segir
Lennart Lewi, en hann
starfar við rannsóknir
á sérstökum tegundum
lyfja og fara þær rann-
sóknir fram á Rann-
sóknarstofnun
Háskólans i Stokk-
hólmi.
Nú er fullfrisku fólki
gefin inn slik lyf til að
minnka áhrif streitu.
En það er litið vitað um
aukaverkanir sem geta
hugsanlega fylgt þeim,
séu þau notuð i miklum
mæli.
1 Sviþjóð einni saman eru
teknar inn meir en 170 millj.
tafla árlega og hefur notkun
lyfjanna aukizt verulega á sið-
ustu árum.
Þær tegundir sem um ræðir
eru: Aptkin, Seloken, Visken,
Trasicor og Indreal, og eru þau
einkum ætluð gegn of háum
blóðþrýstingi.
Gefin við streitu.
Nú er farið að gefa þessi lyf
við annars konar krankleika.
Fólk sem vinnur störf, sem leiða
til str eitu notar þau gjarna til að
losna við þau óþægindi sem
fylgja streitunni. Óg þaðer ein-
mitt slik notkun sem Lennart
Lewi hefur varað mjög við.
,,Ef fólk vill ekki viðurkenna
aðþað sé „stressað”, leitar það
gjarna á náðir lyfja sem
þessara”, segir hann, til að það
sé ekki talið taugaveiklað. Eftir
að hafa tekið þau inn verða
menn ekki eins skjáifhentir, auk
þess sem hjartsláttur inn
minnkar.
En þaðer alrangt að halda að
FRAMHALDSSAGAN
á þessum stað „áður en hvitu
mennirnir rændu landi okkar”.
Wamasook talaði góða ensku.
Hann lýsti fallegu indianabrúð-
inni sinni, sem stökk fram af
Dumbartonkletti, þegar hann féll
i orrustu, og sagði, að einn frum-
byggjanna hefði grafið mikið gull
i brunninum áður en indiánarnir
réðust á það. bað sem enginn
brunnur var sjáanlegur i ná-
grenninu og Wamasook virtist lit-
ið vita um nútimastaðsetningu
húsanna, var heldur litið á þessu
að græða.
Næsti gestur að handan sagðist
heita George og talaði með skozk-
um hreimi. Frú MacDougal sagði
strax, að þetta væri George Bart-
on, sem reist hafði húsið. Hann
sagðist lifa I eilifu sólskini um-
kringdur blómum og ást.
Skömmu seinna sagði Maybelle,
en Maddama Nada væri þreytt.
Ljósin kviknuðu og Ruth brosti,
þegar hún sá svipinn á Pat. Frú
MacDougal sá það einnig, og tal-
aði við Maddömu Nada eins og
hún væri að kvarta yfir kjól við
saumakonuna sina.
,,Ég er hrædd um, að þetta hafi
ekki verið góður fundur, Nada.”
Miðillinn, sem néri augun, og
leit út fyrir að vera nývöknuð,
varð undrandi á svipinn.
„Er það? Það var leitt. Kom
Maybelle ekki?”
„Jú, en hún hafði svo sem ekk-
ert að segja.”
„En ég fékkdásamleg skilaboð
frá pabba,” sagði Grace, feitlagin
eldri kona með svart flauelisband
um visinn hálsinn. „Um blóm og
ást...”
„Og sólskin,” sagði Pat, sem
gat ekki orða bundizt lengur.
„Það var ekkert einkennandi fyr-
ir pabba gamla, ef sögurnar um
hann eru sannar.”
„Þú veist, að fólk breytist eftir
Pat. Til hvers annars væri þetta
allt?”
„Já, til hvers?” sagði Pat
aðlaðandi.
Móðir hans leit reiðilega á
hann.
„Mér þykir leitt, að þetta var
misheppnað,” sagði miðillinn.
Hún minnti Ruth á eitthvað...
Rjóma? Nei, olivuoliu.
„Andstæð áhrif, geri ég ráð fyr-
ir,” sagði frú MacDougal kulda-
lega. Miðillinn leit snöggt á hana.
„Má vera. Má vera það sé að-
eins húsið. Það er ekki rétt and -
rúmsloft i sumum húsum, frú
MacDougal.”
Þegar Ruth hugleiddi málið
seinna, skildi hún alls ekki, hvað
hafði komið fyrir! Hún gat ekki
hafa verið svona drukkin! Hún
var heldur ekkert sérlega hrifin
af miðilsfundinum, sem henni
hafði þótt bæði leiðinlegur og
þreytandi. Hún vildi ekki einu
sinni viðurkenna aðra ástæðu en
drykkjuskap núna... þegar að
þessu fór að liða. Nei, hún var of
munnhvöt, og kannski hafði hún
viljað gleðja frú MacDougal, sem
var greinilega óánægð með
frammistöðu miðilsins. Hvað
hafði komið henni til að bjóða
frúnni og Maddömu Nada að
halda miðilsfund heima hjá
henni?
Ég veit, hvað er að mér, hugs-
aði hún letilega. Ég er að sofna...
Ég veit, hvað er að mér,
hugsaði hún letilega. Ég er að
sofria....
Ruthdreymdi.að hún lægi í sóf-
anum andspænis arninum eins og
húnraunargerði.þviaðhún hafði
lagt sig, þegar hún kom inn og
veltfyrirsér atburðum kvöldsins.
Sara stóð fyrir framan hana, og
þaðvar eins og'verið gat. En hún
sá aðeins andlit hennar: föt
hennar og lfkami minntu á lands-
lag, sem móða hvilir yfir, sem
þykknar og lokkar og gefur óljóst
til kynna það, sem þokan geymir.
Hún sá andlit Söru jafngreinilega
og þaðværi uppljómað: þar lauk
raunveruleikanum lika. Ruth
hafði aldrei séð þennan svip á
nokkurri manneskju, sizt allra
frænku sinni, og óskaði þess ekki,
að hún ætti það eftir. Augun voru
svo galopin, að hvitan sást greini-
lega meðfram augasteininum
öllum. Húðin undir blásvörtu hári
Söru, var grá sem aska og fölar
varirnar opnar af skelfingu.
Ruth varð svo hrædd, jafnvel i
svefninum, aðhún reyndi að bæra
á sér. Hún gat það ekki, og vissi
jafnframt, að það er algengt i
svefni. Þessi svefniömun var lika
góð, þvi að þá vissi hún, að hana
var að dreyma.
Þá birtist skugginn. Hann var
myndlaus i fyrstu, en hún vissi að
upprunalegt form hans var henni
aðeins hulið. Hún sá aðeins um-
mál hans og fann ógnunina, sem
gnæfði yfir draumsýn af frænku
hennar.Varir Söru opnuðust tilað
reka upp vein, sem var enn ógn-
þrungara vegna þess, að það var
hljóðlaust. Veinið var svo hræði-
legt,aðRuth vaknaði. Og þá hófst
martröðin.
Hún lá eins og henni hafði virzt i
drauminum, á sófanum and-
spænis arninum. Hún sá daufa
gióðina þar — en ógreinilega eins
og hún sæi allt i móðu. bað logaði
i daufri peru á borðlampanum
við sófannogallt umhverfis virt-
ist óraunverulegt. Hún fann
hrjúftáklæðiðundir vanga sér og
stirðleikann eftir að hafa legið i
þó þægilegri stillingu. Allt þetta
sýndi henni, að hún var vakandi.
Draummynd Söru var auðvitað
horfinn.
Ekki skugginn.
Hann gnæfði milli hennar og
arineldsins — myrkur, dökkgrár,
þykkur mökkur og reykmyrkur,
það var hann, sem deifði glóðina
á arninum. Hann hafði enga
mynd, en myndin var að hefjast,
skugginn barðist fyrir sinni eigin
mynd, svo að þykkur reykjar-
mökkur móðunnar bugðaðist og
hreyfðist....
Komdu
heim,
Ammí
Höfundur:
Barbara Michaels
Þýðandi:
Ingibjörg Jónsdöttir