Alþýðublaðið - 08.09.1976, Qupperneq 1
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER
Áskriftar-
síminn er
14-900
I BLAÐINU I DAG
Á fyrsta skóladegi
A mánudaginn var voru flestir skólarnir i
Reykjavik settir. Blaðamenn Alþýðu-
blaðsins fóru af þvi tilefni i tvo skóla, og
festu á filmu það sem fyrir augu bar og
sjáum við árangurinn af þvi i blaðinu i
dag.
Bls. 8 og9
—'I I
;oL
K
:
Sportveiðar á Grænlandi
„Þetta var þannig, að við gátum aðeins
staðið með stöng i hendi eina klukkustund
eða svo á hverjum morgni. Þá höfðum við
þegar veitt meiri fisk en við gátum torgað
þann daginn.” Svo segist einum þeirra
frá, sem heimsótt hafa Grænland þeirra
erinda að renna fyrir fisk. g|s ^
'ai—\
'□r
=Oi_
Ekki hjá okkur
I lesendadálki annars siðdegisblaðanna
sl. mánudag birtist hörð ádeila á þau
vinnubrögð sem sagt er að tiðkuð séu i
rannsóknum á skattframtölum. 1 Alþýðu-
blaðinu í dag er leitað álits þeirra aðila
sem hlut eiga að máli á þeirri gagnrýni,
sem fram kemur i umræddu bréfi.
bls. 3
!C
;ac=:
Uppákoma vagnstjóra
Það er ósjaldan kvartað undan strætis-
vögnum Reykjavikur, er það ýmist að
vagnarnir halda ekki , áætlun eða þá að
fólki gremst framkoma vagnstjóranna. í
horninu i dag gerir einn farþegi athuga-
semd við mjög svo undarlega yfirlýsingu
vagnstjóra i lok ferðar
=OC3
Samningar við Elkem?
Nú þegar islenzk stjórnvöld eiga viðræður
við fulltrúa norska stórfyrirtækisins
Elkem Spiegerverket ættu þau að geta
byggt á fyrri reynslu i slikum samninga-
gerðum og þess þvi að vænta að þau geri
góða samninga og láti ekki hlunnfara sig.
Bls.2
Reynir á hvort greidd verði sömu laun fyrir sömu störf:
Röngentæknar
hóta að ganga út
af sjúkrahúsunum!
— Ef ekki verður komið til
móts við okkur i þessari kjara-
baráttu okkar, þá er aðeins eitt að
gera: að ganga út þann 20.
nóvember næstkomandi, sögðu
þau Arngrimur Hermannsson
trúnaðarmaður röntgentækna á
Landspitalanum og Inga V. Ein-
arsdóttir röntgentæknir á sama
staðiviðtaliviðblaðamann igær.
—■ Við erúm orðin langþreytt á
þvi sinnuleysi sem málum okkar
er auðsýnt af viðsemjendum okk-
ar, þar sem við litum svo á, að
kröfur okkar beinist aðeins að þvi
að leiðrétta hróplegt misræmi i
launamálum sem bitnar á okkar
starfsgrein. Þetta viljum við að
verði leiðrétt þegar i stað, og
kröfu okkar til enn frekari stað-
festingar, höfum við neyðst til að
segja upp störfum okkar við spi-
talana.
Röitgentæknar eru ung starfs-
stétt á íslandi. Siðan Röntgen-
tæknaskóli Islands var stofnsett-
ur árið 1972 hefur hann útskrifað
27 löggilda röntgentækna, en þeir
hafa það aðalstarf, að taka
röntgenmyndir á sjúkrahúsun-
um.
A sumum sjúkrahúsum vinna
lika svo nefndar röntgenhjúkrun-
arkonur.og ganga röntgentæknar
i öll störf þeirra, eða að minnsta
kosti miðast menntun Röntgen-
tæknaskólans við það að svo geti
verið. En þó svo að þessir hópar
vinni hlið við hlið á sjúkrahúsun-
um, nákvæmlega sömu störfin,
þá hafa þeir ekki setið við sama
borð hvað laun snertir. Röntgen-
hjúkrunarkonur eru nú einum
launaflokki ofar, samkvæmt
samningi, en eru i raun tveimur
flokkum ofar. Sagði Inga V. Ein-
arsdóttir þetta vera mikið órétt-
læti, ,,enda finnst manni það vera
lágmarkskrafa allra, að þeir sem
vinna sömu vinnu hljóti sömu
laun”. Benti hún á i þvi sam-
bandi, að það tiðkaðist hvergi á
Norðurlöndunum, nema á ts-
landi.að þessir tveir hópar væru i
mismunandi launaflokkum.
En engin leiðrétting mála hefúr
fengizt, hvorki hjá Starfcmanna-
félagi rikisstofnana né hjá rikinu
oghafa báðir aðilar visað málinu
frásér. Þvivar þaðsem Röntgen-
tæknafélag tslands lagði fram
sérkröfur i samningstilraunum
opinberra starfsmanna við rikið i
vetur, en ekkert tillit var tekið til
þeirra þegar kjaradómur féll i
júli. Að visu voru nokkrar starfs-
stéttir i heilsugæzlu, svo nefndur
„heilbrigðishópur”, hækkaðar
upp um einn launaflokk, en út-
borgun samkvæmt þeirri flokka-
tilfærslu hefur aldrei komið til
framkvæmda.
Uppsagnir
Þegar fyrirsjáanlegt var að
enginn árangur yrði af hinni
„hefðbundnu” baráttu röntgen-
tækna, gripu þeir til þess ráðs að
senda yfirvöldum bréf, þar sem
þeir segja upp störfum sfnum við
sjúkrahúsin frá og með 20.
nóvember næstkomandi. A þetta
við um alla starfandi röntgen-
tækna við Fjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri, Landsspitalann,
Borgarspitalann og Landakots-
spitalann.
Skilyrði Röntgentæknafélags
tslands fyrir þvi að uppsagnir fé-
lagsmannanna verði dregnar til
baka eru nær samhljóða sérkröf-
um félagsins frá þvi i vetur:
1. Að almennir röntgentæknar
verði launaðir samkvæmt B-12
launaflokki starfsmanna rikisins
(likt og röntgenhjúkrunarkonur
og meinatæknar), en þeir eru nú i
B-10. Mánaðarlaun byrjenda i
þeim flokki eru um 85.000 kr. á
mánuði.
I 2. Að staðið verði við það
samningsatriði frá þvi i sumar,
að röntgentæknar hækki um einn
launaflokk eftir fjögurra ára
starf.
3. Að yfir- og deildarröntgen-
tæknar úti á landi hækki um 2
launaflokka (þaðer að þetta verði
bundið i samningi).
4. Að röntgentæknar með eins
árs sérnám hækki um einn launa-
flokk.
5. Að sett verði i samninga 16
daga vetrarorlof allra röntgen-
tækna, en sem stendur hafa að-
eins röntgentæknar Borgarspital-
ans samningsbundið vetrarorlof.
— Ef engar úrbætur fást, þá
munum við hætta öll sem eitt, og
við teljum að allir séu sáttir á aö
hætta ef kaup hækkar ekki,”
sögðu þau Arngrimur Hermanns-
son og Inga V. Einarsdóttir að
lokum. —ARH
Sjómenn hljóta
að mótmæla!
segirjón Sigurðsson um bráðabirgðalögin
„Mér finnst þessi setning
bráðabirgðalaganna næsta ein-
kennileg þar sem engin hótun um
vinnustöðvun eða verkfaU hefur
komið fram af hálfu sjómanna,”
sagði Jón Sigurðsson forseti Sjó-
mannasambandsins i samtali við
Alþýðublaðið, Kvaðst hann fast-
lega gera ráð fyrir að samtök sjó-
manna myndu i heild mótmæla
þessari lagasetningu, en Jón
sagðistekkiverabúinnaðfá lögin
i hendur.
Eftir að samningar voru undir-
ritaðir siðast, þann 28. júli, fór
fram allsherjaratkvæðagreiðsla
um þá hjá sjómannafélögunum.
Þátttaka var fremur litil og voru
samningarnir felldir. Jón Sig-
urðsson sagði, að þegar talað var
við fulltrúa útgerðarmanna eftir
þessi úrslit hefðu þeir ekki verið
til viðræðu um nýja samninga.
Hér er raunverulega um að ræða
samninga sem upphaflega voru
gerðir i lok febrúar, en þeir voru
samþykktir I sumum félögum en
felldir I öðrum. Samt hefur verið
greitt eftir þeim jafnframt þeim
sem felldu og þeim er samþykktu
þá
Sjómenn á Austfjörðum og
Vestfjöröum eiga ekki aðild að
sjómannasambandinu og mun
Farmanna- og fiskimannasam-
bandið annast samningagerð fyr-
ir þá, en fyrir mun liggja úr-
skurður félagsdóms þess efnis að
samningar séu lausir þótt gert
hafi verið upp eftir samkomulagi
sem fellt var.
Tekur af tvimæli
I samtali við Alþýðublaðið
sagði Kristjan Ragnarsson,
framkvæmdastjóri LIÚ, að nauð-
synlegt heíði verið að taka af öll
tvimæli um kaup og kjör. Það
hefði verið langbezt að taka af
allan vafa um stöðuna eftir 16.
febrúar og þetta kæmi sjómönn-
um ekki siður vel en viðsemjend-
um þeirra. Auðvitað væri það
heppilegast að aðilar kæmu sér
saman og raunar hefði tvivegis
verið búið að undirrita samkomu-
lag. Það hefði svo endanlega ver-
ið fellt i allsherjaratkvæða-
greiðslu, en þar hefði þátttaka
verið mjög dræm. Nú hefðu kjör
sjómanna um land allt verið jöfn-
uð og þar með batnaði hagur
sumra, en bráðabirgöalögin yrðu
ekki til að skerða kjörin.
Það voru allir aðilar orðnir
uppgefair á þessu stappi og ekki
fyrirsjáanlegur neinn árangur af
frekari viðræðum, sagði Kristján
Ragnarsson að lokum. —SG
Bráðabirgðalögin
birt á blaðsiðu 3.
eru
Rltstjórn Síðumúla II - Sfmi 81866