Alþýðublaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 16
HÉR ERU ATJÁN ÞÚSUND NEYTENDUR, SEM VILJA VERZLA VIÐ YKKUR Undirskriftalistarnir gegn lokun mjólkurbúða afhentir í gær Lilja Kristjánsdóttir, afhendir forstjóra Mjólkursamsölunnar undirskriftarlistana. 1 gær gengu fjórir félagar i „Starfshóp um lokun mjólkur- búða” á fund Stefáns Björnssonar forstjóra Mjólkursamsölunnar og afhentu honum undirskriftarlista gegn lokun mjólkurbúða i Reykjavik og nágrenni. Jafnframt var Stefáni afhent bréf frá starfs- hópnum, þar sem farið er fram á að stjórn Samsölunnar breyti afstöðu sinni til málsins og verði við kröfum starfsstúlkna i mjólkurbúðum og neytenda. Er vonast til, að stjórnin sjái sér fært, að svara bréfinu fyrir 14. september n.k. Alls höfðu 17.173 ritað nöfn sin á listana, en undirskriftum var safnað i Reykjavik og Njarð- vikum. Sögðu stúlkurnar sem afhentu listana, að allt starfsfólk i mjölkurbúðum hefði ritað nöfn sin á listana auk ijölmargra neytenda. Þá hefði komið í ljós, að ellilifeyrisþegar hefðu sýnt þessu máli mikinn áhuga og talið lokun búðanna mjög baga- lega. Eins og fram hefur komið i Alþýðublaðinu, munu nú vera um 170 stúlkur fastráðnar hjá Mjólkursamsölunni. Var fyrir- hugað að koma upp vinnu- miðlun fyrir þessar stúlkur, og átti hún að auðvelda þeim að fá sér aðra vinnu, þegar búðunum yrði lokað. 1 gær sögðu stúlkurnar hins vegar að slik vinnumiðlun væri ekki til nema að orðinu til. Kaupmenn hefðu litið sem ekkert notað hana, heldur fengju þeir sér vinnukraft með þvi að auglýsa eftir honum. Stjórn Samsölunnar ræðir málið ,,Ég veiti þessum undir- skriftarlistum viðtöku, án þess að hafa nokkurn persónulegan rétt til að tjá mig um málið, sagði Stefán Björnsson, þegar hann tök við listunum. Ég mun siðan afhenda þá stjórn Mjólkursamsölunnar og þar verður málið rætt. Þá sagði Stefán að nokkurs misskilnings virtist gæta varðandi rekstur samsölunnar, þvi þar væri hvorki um gróða né tap að ræða. Samsalan væri rekin samkvæmt sérstökum lögum og það værisvokölluðsex manna nefnd sem ákvarðaði verð á mjólkurvörum. hverju sinni. Búðirnar væru reknará eins hagkvæman hátt og unnt væri, og ef yrði einhver söluhagnaður, þá skilaðist hann til bændanna. Hins vegar væri ekki alltaf um slikan hagnað að ræða og siðast liðið ár hefði t.d. vantað talsvert þar á. —JSS Tlmaáætlun hins nýja fjölbýlishúss hefur staðið nákvæmlega. SIÖ- ari sex ibúðirnar verða afhentar innan tveggja mánaða. Ljósmynd: Stefán Pedersen, Sauðárkróki. Flutt í átta nýj- ar leiguíbúðir á Sauðárkróki A Sauðarkróki voru i s.l. mán- uði teknar i notkun 8 ibúðir i 14 ibúða fjölbýlishúsi. Er hús þetta byggt samkv. lög- um um leiguibúðir i sveitarfélög- um, en þau voru samþykkt á al- þingi á árinu 1973. Þessar 8 ibúðir eru tveggja og þriggja herbergja, og afhendast fullbúnar, dúklagðar og búnar öllum venjulegum heimilistækj- um. Smiði hússins hófst voriö 1974 og var samið við Byggingafélagið Hlyn h.f. sem aðalverktaka, en yfirsmiður er Bragi Haraldsson. Hefur timaáætlun byggingarinn- ar staöist nákvæmlega meö af- hendingu þeirra 8 ibúða sem fyrr er getið, en þær 6 sem enn er ólok- ið, á að afhenda 1. desember n.k. Þeir sem taka við ibúðunum tryggja sér leigurétt i næstu 5 ár — og forkaupsrétt að þeim tima ioknum — verði þær seldar, með þvi að kaupa skuldabréf af bæjar- sjóði fyrir upphæð sem svarar 20% af byggingarkostnaði. End- anlegur byggingakostnaður ligg- ur hins vegar ekki fyrir. Af þessum 8 ibúðum heldur Sauðárkróksbær 3, en 5 var ráð- stafað til einstaklinga. Auk þessa eru á annað hundraö ibúða i smiðum á Sauðárkróki. Gjaldheimtustjóri: Ákveðnar reglur um innheimtu og lítið svigrúm lil breytinga Skattar og skattheimta hefur verið umræðuefni fólks siðan skattskrá kom út. Sumir hafa borið sig illa undan háum skött- um og fullyrt, að þeir fái tómt launaumsiag á útborgunardegi og sjái ekki fram á að hægt verði að skrimta næstu mánuði. Er þá Gjaldheimtunni gjarnan úthúðað fyrir harkalegar inn- heimtuaðgerðir. „Vfst kemur það stundum fyrir, að allt kaup manna er tek- ið upp i opinber gjöld”, sagði Guðmundur Vignir Jósefsson, gjaldheimtustjóri, er Alþýðu- blaðið ræddi þessi mál við hann. „En það er ekki þar með sagt að viðkomandi hafi ekkert til að lifa á. Ef um er að ræða kvænt- an mann og eiginkonan vinnur einnig úti má benda á, að yfir- leitt er ekki snert við hennar kaupi. 1 öðrum tilfellum er það svo að gjaldandi hefur önnur störf með höndum og fær óskert laun fyrir þau.” Þá sagði gjaldheimtustjóri, að stundum vaknaði sú spurning hvort þjóðfélagið ætti nánastað hugsa fyrir fólk i þessum efn- um. Við gætum tekið sem dæmi hjónsem hefðu haft rifandi tekj- ur i fyrra, en eytt þeim jafnóð- um i fjárfestingu eða annað. Nú þyrftu þau að borga skatta af þessum tekjum þegar álagning hefur farið fram, en tekjur kannski ekki jafn miklar nú. Ef ekkert hefði verið lagt til hliðar til greiðslu opinberra gjalda kæmu auðvitað upp erfiðleikar. En hér væri einfaldlega búið að taka lán hjá hinu opinbera sem falliðværii gjalddaga ogstanda bæri skil á. Heyrir til undantekninga Gjaldheimtustjóri var spurð- ur hvort fólk ætti í meiri erfið- leikum nú að standa skil á opin- berum gjöldum en áður. Hann kvaðst ekki hafa orðið þess var. 1 sumum tilfellum ætti fólk i erfiðleikum vegna þess að það hefði af einhverjum orsökum verr launaða vinnu en i fyrra. Þegar leitað er til gjaldheimt- unnar vegna mikillar skatta- byrða er sú málaleitan tekin til athugunar. Ef til vill væri hægt að dreifa greiðslum á fleiri mánuði og gjaldendur greiddu þá dráttarvexti. En um inn- heimtu gjaldanna giltu ákveðn- ar reglur sem farið væri eftir og litið svigrúm til að breyta þeim. Einnig yrði að gera greinarmun á þeim sem ættu i raunveruleg- um erfiðleikum og þeim sem neyttu allra bragða til að kom- ast hjá að standa skil á lögboðn- um gjöldum. En það heyrði frekar til undantekninga að allt kaup manna væritekið af þeim. —SG MIÐVIKUD AGUR 8. SEPTEMBER 1976 alþýðu blaðið Frétt: Að Matthias Bjarna- son, sjávarútvegsráðherra, hafi ekki verið fyrr búinn að undirrita bráðabirgða- lög um sjómannasamn- inga, en hann hvarf úr landi til vikudvalar erlend- is. o Heyrt: Að Ragnar Arnalds, formaður Alþýðubanda- lagsins, sé nú á ítaliu. Ýmsir gera þvi skóna, að hann vilji læra af itölskum kommúnistum hvernig hraða megi valdatöku kommúnista á fslandi. o Tekið eftir: Að i Morgun- blaðinu i gær er birt yfir- lýsing frá vestur-þýzka lögreglumanninum Karl Schutz, þar sem hann harð- neitar þvi að hafa nokkru sinni verið i tygjum við Gestapo, en Sigmund hafði teiknað mynd af honum i slikum búningi. Hins vegar getur Morgunblaðið þess ekki, að Karl Schutz hafi kært blaðið fyrir myndbirt- inguna. o Tekið eftir: Ráðherrar rikisstjórnarinnar hafa að undanförnu mikið talað um nauðsyn þess, að taka upp . viðræður allra stjórnmála- flokka um almenna sam- stöðu gegn þeim vanda, sem við blasir.Slikur mál- flutningur hefur löngum verið fyrirboði þess, aö rikisstjórnir hafi verið komnar i ógöngur. o Frétt: Að þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar- flokks séu nú ákveðnir i þvi að núverandi rikisstjórn harki af sér út kjörtimabil- ið. Ráðherrar vonast til að úr efnahagsmálum rætist, ef verð á islenzkum fiskaf- urðum heldur áfram að hækka á erlendum mark- aði, eins og nú er. Heyrt: Að ekki sé fráleitt að innan skamms verði stofnað til óháðs framboðs i Reykjavik fyrir næstu.Al- þingiskosningar. A stefnu- skrá þess lista yrði fyrst og fremst krafan um leigu fyrir afnot varnarliðsins af landinu, og fleiri slik mál, sem likleg eru til vinsælda, þegar að kreppir i fjármál- um. o Lesið: 1 Hagtiðindum, að fyrstu sjö mánuði ársins voru flutt til útlanda 80,3 tonn af islenzkum hrossum fyrir 37,2 milljónir króna. Er ekki dálitið kaldrana- legt að telja „þarfasta þjóninn” i tonnum? I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.