Alþýðublaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 4
4 VIDHORF Þriðjudagur 21. september 1976 æar „TVÖ PÖR UTAN AF ÓSKA EFTIR ÍBÚÐ....” Eins og auglýsingarl dagblaðanna bera glöggt vitni um, er eftirspurn eftir leigu- húsnseði i höfuðstaðn- um mun meiri en fram- boð. Þannig hefur þetta verið langa lengi og þannig mun þetta lik- lega verða um óákveð- inn tima. Alltaf er stór hópur fólks sem berst um og leitar sér að þaki yfir höfuðið. Stór hluti þess er efnalitið fólk, þ.e. í þessum gamla góða skilningi þess orðs. Fólk sem hefur tekjur um eða undir lifsafkomumarkinu, greiðir himinháa beina og óbeina skatta og stendur utan óopin- berra hagsmunasam- taka kerfiffiflenda (sbr. ávisanakeðju- falsara, og fl. álika) Algengast er aö leigjendur séu námsmenn, ungt fólk aö hefja búskap, fjölskyldufólk úr „lágstéttunum ” og fleiri. Margar sögur hafa oröiö til af tilraunum fólks til aö veröa sér úti um húsnæöi til leigu.Ég hélt stundum aö þetta gæti ekki ver- iö eins slæmt og af var látiö. Þaö er það e.t.v. heldur ekki, en nógu bölvaö fannst mér þó aö standa i þessu sjálfur s.l. sumar. Á götunni Sagan hefst i júní í sumar, en þá hóf ég, ásamt sambýlisfólki mfnu, tilraunir til aö finna hentuga ibúö fyrir veturinn. Fyrstu tveimur vikunum eydd- um viö i hringingar út og suöur, viötöl og heimsóknir til vina og vandamanna.Viö höföum nefni lega heyrt, aö „maöur þekkir mann sem þekkir annan mann-aðferöin” reyndist oft bezt allra aðferða til þessa brúks. Hún reyndist okkur gagnslaus. Þá var tekiö til viö auglýsingar á opinberum vett- vangi. Viö keyptum auglýsingar og létum birta i smáauglýsinga- dálkum siödegisblaöanna flesta daga i heila viku. Þetta voru ósköp hógværar auglýsingar; „tvenn pör utan af landi dska eftir ibúö sem fyrst — fyrir- framgreiösla”. Viö slepptum „algerri reglusemi heitiö”,. „skilvisar greiöslur”, „algerri bindindissemi heitiö” os.frv., enda virðist þessi yfirmáta „bindindissemi” og „reglu- semi” vera i æpandi mótsögn viö sukkiö og svalliö umhverfis okkur. Eöa er þaö bara viö, óreglufólkiö, sem fáum aö lok- um ibúö, en reglufólkiö situr i súpunni.auglýsirbaki brotnu og fær ekkert? Jæja, en árangur þúsundanna i auglýsingar varð sá aö viö fengum fáeinar upphringingar, lang-flestar úr Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ. Einnig var hringt úr Breiðholti, en ekk- ert af þessum töldum viö okkur geta notað. 18 þúsund króna rottuhola Eina ibúö skoöuöum viö þó, hún var svona miöja vegu á milli Reykjavikur og Kópavogs. Eigandinn var ekki heima þeg- ar okkur bar að garöi, en viö hittum stúlku, sem búiö haföi i húsinu meö barn sitt, siöustu LANDI mánuöi. Hún var á förum og virtist slöuren svo súr yfir hlut- skipti sinu. Þetta var íitiö hús, stofa og lttil ruslakompa á hæö, en eldhús og 2 smáherbergi i kjallara, Ipfthæð var um eöa undir tveim ur metrum, málning flögnuö af veggjum og raki á gólfi og veggjum. Heldur óskemmtilegur Iverustaöur. Viö spurðum stúlkuna spjörunum úr um húsiö, og kom þá i ljós að I þvi höföu búiö auk hennar og barnsins, ótrúlega margir auka-ibúar, sem vafasamt er aö pappirar manntalsskrifstofunn- ar nái yfir. Viö sáum einn þeirra látinn — likiö var i skoti inn af stofunni. Viö sáum lika hluta af haganlega geröum verustööum þeirra. Inngangur aö einum þeirra var litil hola niöur viö gólf viö enda eldhúsbekkjarins. Stúlkan kvaöst oft hafa séö þessar sambýlisverur um há- bjartan dag, en á næturnar væri þó aöalathafnatimi þeirra. „Þetta er meira en ég fæ þol- aö”, sagöi stúlkan. Lái henni þaöhver sem vill. Fyrir herleg- heitin haföi hún greitt kr. 18.000 per. mánuö. Leigumiðlaraþáttur Þá varþaö dag nokkurn.aö ég snaraöi mér á fúnd leigumiðl- ara eins i borginni, enda birtast nær daglega anzi trúverðugar auglýsingar frá honum i dag- blöðum. Hann tók erindi minu ótrúlega ljúfmannlega, skrifaöi niöur beiöni mina, tók niöur starf okkar allra og aldur og mér tvöþúsundogfimmhundruö- krónur fyrir mánaöar þjónustu. Þjónustan átti aö felast i þvi aö I hvert sinn sem inn kæmi ibúö, sem hugsanlega væri viö okkar hæfi, þá léti hann okkur vita. „Þjónustan” varð sú i reynd- inni, aö ég hefi siöan aldrei heyrt manninn eöa séö, en ef til vill hefur bissnessinn gengiö svona bölvanlega einmitt i júll. Mér hefur þó stundum dottiö I hug eftir á, aö svona viöskipti minni helzt á sögurnar af gárungunum sem seldu ein- feldningum Effelturninn i Paris Gullfoss og jafnvel tungliö. Svo mikiö er vist, aö ég ætla ekki aö njóta „viðskipta” viö slikar stofnaniri annaö sinn, þótt þörf- in gerist brýn. Máftur aug- lýsingarinnar Enn á ný stóöum viö uppi jafn Ibúöarlaus og fyrr, og var ekki laust viö að vonleysis væri fariö aö gæta I hópnum. Viö ákváöum þá aö gefa dauöa og djöful I allt og kaupa enn eina smáaug- lýsingu I Visi. Þaö væri hvort sem er engu aö tapa. Og viti menn, varla var auglýstur simatlmi hafinn, þegar kona ein hringdi og bauð ibúö eina til sýnis og leigu. Viö skoðuöum hana I krók og kring og slðan voru geröir samningar viö eig- andann. Þar búum viö nú og un- um hag okkar mæta vel. Þessari eldskirn undirritaðs I leigubransanum er þvi lokiö. Endalokin uröu góö hjá okkur, en af öörum er ekki sömu sögu aö segja. Vandamáliö meö hús- næöi I borginni, ibúöavöntunin sem viöhaldiö er, braskiö og sníkjullfiö sem i kjölfar þess siglir — þetta vandamál veröur ekki leyst I einu vetfangi. Það þarf anzi margt aö breytast I þjóðfélaginu öllu fyrst. Atli Rúnar Halldórsson i „ÚTLAGASTJÓRN”! Sérkennilegur móts- staöur Fyrir nokkru siðan bárust út þær fregnir, að ráöherrar vorir væru á faraldsfæti. Vitanlega er það engin ný saga, aö ráöherrar ferðist, þvi margs þarf búiö við, og aö mörgu þarf aö hyggja. Mörgum þótti þó athyglisvert, aö förin beindist aö sama staö, sem sé Lundúnum, og þaö var einnig upplýst, að þar væri sam- timis staddur helmingur rikis- stjórnarinnar, þar með taldir forsætisráöherra, sjávarút- vegsráðherra, og sagt var aö utanrikisráöherra myndi stinga þar einnig viö stafni úr pila- grimsgöngu til Prag og Búda pest. Lundúnir eru vissulega stór staöur, og þangaö eiga margir erindi, einkum áttu þó, meöan „magt og veldi” Bretans voru i hámarki. Þeir, sem muna eitt- hvaö úr gangi styrjaldarinar, minnast þess einnig, aö London var á timabili aösetur „útlaga- stjórna” úr Vestur-Evrópu, sem fundu þar hæli, og freistuðu að stjórna þjóðum sinum þaöan, þegar þeirra eigin lönd voru hernumin. Aö visu er þaö ekki svo, aö viö höfum staöið i heimsstyrjöld undanfarib, þó litt friösamlegt væri á íslandsmiöum fyrir skemmstu. Og það sem meira var, að þaö voru einmitt Bretarnir, sem hjuggu upp á okkur og ekki þarf að rifja upp. Það mætti þvi vera móti öllum vonum, að ef islenzku rikisstjórninni þætti hitna um of undir stjórnarstól- irnum, aö hún veldi sér Lundúni sem aösetur „útlagastjórnar’” Gárungar hafa veriö til hér á öllum öldum, og misjafnlega heppnir meö sitt oröfæri. En vissulega fundu þeir bragöiö af þvi, aö islenzka rikisstjórnin væri nú tekin að hafa I seli þar ytra! En þaö er nú bara upp aö ákveönu marki, aö hægt sé aö hafa i fiflskaparmálum, hvernig og hvaöan landi og lýö sé stjórnaö. Hitt veit almenningur mæta- vel, aö núverandi ástand i viö- skiptum viö Breta, er aöeins hlé. Menn geta velt þvi fyrir sér, hvort þetta hlé boði stormaslot, eða hvort það sé aðeins eitthvert svikahlé á undan aöalstorm- inum. Eitt er nokkurnveginn vist, aö viö munum ekki þurfa aö búast viö neinum freigátu blikkdósum á Islandsmiöum aftur. Þeim kapitula I deilum þjóöanna mun endanlega lokiö. Or honum fengum viö góöan hlut, meira aö segja furðulega góöan, þegar þess er gætt, aö viö byggjum ekki á neinni reynslu i hernaöartækni. En þar héldu lika sjómenn um stjórn- völinn. Fátt mun um sjómenn I nú- verandi rikisstjórn, og enn minna þó um, aö nokkur þar hafi til aö bera sjómannsskap- lyndi. Þeir þar eru meira „hertir” i mjúkum stólum, dundandi viö fánýt refabrögö á vettvangi svokallaöra stjórn- mála, sem ættu frekar annaö nafn skiliö, þ.e. klikustarfsemi á lágu siðferöisstigi. Þaö er þvi naumast á verra von, þegar þessir menn fara aö reyna mátt sinn viö þá, sem eru miklu margreyndari i „diplómatiskum” brögöum meðal stórþjóða. Um þetta eru samningarnir viö Vestur-Þjóöverja næsta óljúgfrótt vitni, aö ekki sé minnst á óskhyggjublaöur utan- rikisráðherra um bókun 6 i brezku samningunum. Margir velta fyrir sér, hvaö þvi valdi, að þetta fjölmennasta ráöuneyti, sem setið hefur á stjórnarstólum á Islandi, skuli vera svo gæfusnautt, sem raun hefur oröiö á , sem næst i öllum sinum tiltektum. Samt þarf þetta ekki að vera nein ráögáta, ef litið er niöur i saumana. Þaö er sannarlega ekki allt fengiö meö höföatöl- unni. Þar skiptir meira máli, aö höfuöin séu einhvers megnug, en fjöldinn. Það er eymdarlegt, að flestir ráöherranna hafa á sinum skamma valdatima nú, flækst inn i leiðindamál, sem mörg hver eru þess eðlis, að meöal annarra þjóöa heföu þau varöaö afsögn eöa brott- vikningu úr embætti meö litlum sóma. Um sum hafa beinlinis gengiö dómar, enda þótt dómsmála- kerfið sé fyrir annab þekkt en snögg viöbrögð. Og ferillinn er allt frá valdniöslu til þess aö vera uppvisir ab þvi aö krafla til sin fé I krafti aðstöbu, annaö hvort aö láni eða beint i vasann! Vitaö er, að stjórnmálamenn þyrftu oft á þvi aö halda, að geta lagt hnefann á borðið, þegar mikiö liggur við. Nú er þaö mála sannast, aö skiliö beinlinis myndu hnefar stjórnarherr- anna ekki vekja neinn ugg i brjósti eins eða neins. En það er lika til óbein merking, sem sé, aö þora aö taka af skariö! Þaö er gömul saga, aö þeir, sem aldrei þekktu ráö, þeir bjarga ekki hinum, og þó unnt sé aö nlðast á litilmagnanum, sem á þess ekki kost aö bera hönd fyrir höfuð sér, nægir sú geta skammt, til þess aö geta deilt meö árangri viö þá sem hafa I fullu tré eða meira. Engin ástæöa er til að hvetja til neins rembings. En þess veröur aö krefjast af þeim, sem meö vöidin fara að þeir láti ekki bjóða sér hvað sem er, jafnvel ekki i samskiptum viö „vin- veittar þjóöir”. Enginn, bók- staflega enginn viröir læpuhátt. Oddur A. Sigurjónsson I HREIWSKILWI SftCT

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.