Alþýðublaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 13
Heilbrigðismálaráöherra V-
býzkalands, dr. Katharina
Focke, er ólöt við að reka á-
róöur fyrir auknu heilbrigði og
hallari lifsvenjum i heimalandi
'sinu.
1 sumar feröaöist hún,
ásamt fræösluhópi um heil-
brigðismál, heila þrjú þúsund
kilómetra um V-býzkaland á
sex vikum. Hópur þessi hafði
^viökomu á 35 stöðum, þar sem
fólk dvaldist sér til hressingar
og heilsubótar, m.a. þar sem
meðfylgjandi mynd er tekin — á
stað sem liggur nærri Ruhr-
hraðbrautinni, miðja vegu milli
Osnabruck og Hannover. Dr.
Focke áætlar aö boðskapur
hópsins hafi náð til um 25.000
manna i sumarleyfisferðum
sinum, en hún bendir jafnframt
á, aö aukið heilbrigði sé mál
sem varði allar vikur ársins, en
ekki aðeins sumarleyfistimann.
Við áróðursstarf sitt notaði dr.
Focke meðal annars 15 sýn-
ingarbrúður, ein þeirra var
þetta kófreykjandi vél-
menni barna sýnir hún tjöruna
sem sezt i lungnavefina af
völdum einnar sigarettu. Einnig*
fjallaði hópurinn um vandamál
af völdum ofneyzlu áfengis. og
um hollari lifsvenjur yfirleitt.
_____________________________)
Trúnaðarráð Alþýðuflokksfélags Reykja-
vikur
Aðalfundur trúnaðarráðs verður haldinn
fimmtudaginn 23. september kl. 20:30 i.
Ingólfs Café, gengið inn frá Ingólfsstræti.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Uppástungur um fulltrúa á flokksþing.
3. önnur mál.
Stjórn trúnaðarráðsins.
Brridae
Margir spilarar hafa of litlar
gætur á stubbum. bvi þegar alls
er gætt, eru það einmitt stubb-
arnir, sem gefa vel af sér I
bridge. Spiliö i dag er stubbspii.
Norður
♦ 83
¥ 10 8 6 2
♦ A 8 7
*D975
Vestur
▲ KD 7 6 2
¥7 4 3
♦ 5 3
*K 4 ?.
Suður
♦ 10 9 5
¥ A D 9
♦ K D G 6
♦ G 8 3
Sagnir gengu:
Suður Vestur Norður Austur
ltig. lsp. 2 tigl. 2sp.
Pass Pass Pass
Norður sló út tigulási og siðan
tiguláttu, sem Suður tók á gosa
og spilaði tiguldrottningu út,
Vestur trompaði og hugsaði nú
sitt mál. Suður hefði varla opn-
að, nema hann ætti einnig
hjartaás og drottningu. bað
væri þvi þýðingarmikið, að geta
látið Suður spila út á réttu
augnabliki. Sagnhafi spilaði nú
spaðakóngi og smáspaða á ás og
tók siðan á gosann siðasta
tromp Suðurs, en Norður fleygði
hjarta I. Tigli var spilað frá
blindi og trompað með siðasta
trompi sagnhafa, en Norður lét
lauf. 'Sagnhafi spilaði nú smá-
hjarta, lét gosann úr blindi og
Suður tók á drottningu. Hann
gat ekki spilað hjarta og lét þvi
smálauf. Norður. lagði drottn-
ingu á, sem tekin var á ás i
blindi og spilaö laufi, sem sagn-
hafi tók á kóng og spilaði Suöri
inn á laufgosa. Attunda slaginn
fékk svo sagnhafi á hjartakóng.
En i umræðum við sagnhafa á
eftir spuröi einhver. Gat ekki
Suður afstýrt þessu meö þvi að
spila laufgosa út? bá heföi ég
drepið með kóngi heima, spilað
laufi og svinaö tiunni, ef drottn-
ingin kom ekki frá Norðri og
þannig fengið áttunda slaginn á
lauf, svaraði sagnhafi.
SSaSiö'' Þriðjudagur 21. september 1976
...TILKVÖLDS 13
Flokhsstarfió -------------------------------------
3. landsfundur Sambands Alþýðuflokks-
kvenna verður haldinn í Kristalsal hótel Loft-
leiða dagana 24. og 25. september n.k.
Dagskrá:
Föstudagur 24. september kl. 20:
Avörp flytja Kristin Guðmundsdóttir formaður Sambands
Alþýðuflokkskvenna, Gylfi b. Gislason formaður þing-
flokks Alþýöuflokksins og Björn Jónsson ritari Alþýðu-
flokksins.
Kosning forseta, varaforseta, ritara og vararitara.
Sameiginleg kaffidrykkja.
Laugardagur 25. september kl. 10 árdegis.
Kosning i nefndir Landsfundarins.
Málefni Sambands Alþýðuflokkskvenna, kvenfélaga
flokksins og Alþýöuflokksins.
Framsögumaður Kristin Guðmundsdóttir.
Lagabreytingar.
Kosningar
Kl. 12 formannafundur.
Kl. 14. Erindi. Ný stefnuskrá fyrir Alþýðuflokkinn. Dr.
Kjartan Jóhannsson varaformaður Alþýðuflokksins.
Jafnrétti kynjanna. Frú Asthildur Ölafsdóttir formaður
kvenfélags Alþýðuflokksins I Hafnarfirði.
Málefni aldraðra: Frú Aslaug Einarsdóttir formaöur
kvenfélags Alþýðuflokksins á Akureyri.
Unnið í starfshópum
Kl. 20 Kvöldfagnaður
Kl. 23. 3. landsfundi Sambands Alþýöukvenna slitið.
öllum Alþýðuflokkskonum er heimil fundarseta. bátttaka
tilkynnist 1 sima 15020.
Stjórnin.
37. þing Alþýðuf lokksins
verðurhaldið dagana 22. til 24. október n.k. aö Hótel Loftleiðum.
Dagskrá þingsins verður nánar auglýst siðar.
Benedikt Gröndal formaður
Björn Jónsson, ritari
Fundur sveitarstjórnarmanna Alþýðuflokksins
i Reykjaneskjördæmi
verður haldinn i félagsheimilinu Vik, laugardaginn 25. septem-
ber klukkan 14.
Fjölmennið og mætið stundvislega. — Nefndin.
Frá utanrikisnefnd SUJ
Aður auglýst ráðstefna SUJ um utanrikismál verður hald-
in laugardaginn 25. sept. nk. i Ingólfskaffi uppi, og verður
sett kl. 10 fyrir hádegi.
Utanrikisnefnd.
Aðalfundi FUJ frestað
Af óviðráðanlegum ástæðum er áður auglýstum aðalfundi
FUJI Reykjavik frestað til mánudagsins 27. sept. nk.
Guðmundur Bjarnason
formaður
Hver ber ábyrgð á dreifingu
Alþýðublaðsins?
Eftirfarandi bréf
barst horninu frá göml-
um alþýðuflokks-
manni. Hann segir:
,,Ég er nú búinn að
kaupa Alþýðublaðið i 3
ár samfleytt og hef
hugsað mér að halda
þvi áfram. Nú er þó svo
komið að ég sé ekki
fram á annað en að
gera einhverjar ráð-
stafanir. Þannig er
nefnilega mál með
vexti að siðan Alþýðu-
blaðið var tekið i fóstur
hjá ihaldinu, þ.e.a.s.
Visi eða Reykjaprenti
eða hvað sem þið viljið
kalla þetta, þá fæ ég
blaðið aldrei með nein-
um skilum.
bað kemur varla sú vika fyrir
að ég þurfi ekki að kvarta út af
blaðinu. Mér er sagt að það sé
verið aö endurskipuleggja eitt-
alþýöu
blaöió
hvað, börnin séu farin i skólana
eða hver veit hvað. bað er alltaf
til einhver skýring hjá ykkur.
Ég er bara orðinn þreyttur á
þessum skýringum. Sjálfur er
ég helzt farinn að hallast aö
þeirri skoðun að ihaldið og
Visismafian séu að reyna aö
eyöileggja söluna á Alþýðublað-
inu og sölsa undir sig flokkinn
með húö og hári. Ég hef lika
heyrt raddir einstakra manna
innan flokksins sem vilja að
Alþýðuflokkurinn hætti aö gefa
út blaðið. Slikir menn eru ekki
sannir alþýðuflokksm enn
heldur pólitiskir loddarar, sem
eiga að hypja sig eitthvað ann-
að.
Ég ætla nú að sjá til. Ég er bú-
inn að senda inn formlega og
rökstudda athugasemd til
flokksstjórnarinnar út af þessu
máli. Efþaðgengurekki, lætég
kanna þetta mál frá öðrum leiö-
um, og þá má vera að einhver
fari að verða undarlegur i and-
litinu. Með þökk fyrir byrting-
una. Gamall alþýðuflokks-
maður.”
HEILBRIGÐISMALARAÐ-
HERRA FER A STÚFANA