Alþýðublaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 11
11 biatfð1' Þriðjudagur 21. september 1976 að skora tvivegis, klaufalegt hjá Valsmöfinum. Olafur Einarsson var markhæstur Vikinganna með 10 mörk, en Jón Karlsson mark- hæstur hjá Val með 8 mörk. 1R sigraði Ármann með yfir- burðum, 25-14. Þróttur sigraði Fylki með 21 mark gegn 13. KR og Fram gerðu jafntefli, 15- 15 og voru KR-ingar betri aðilinn i leiknum og höfðu oftast yfir- höndina i leiknum. A sunnudaginn léku svo Valur og Armann. Flestir bjuggust við auðveldum Valssigri, enda höfðu Armenningar verið slakir á móti IR-ingum kvöldið áður, en leikn- um lauk með sigri Armenninga, 16-15. Siðasti leikur helgarinnar var leikur Vikings og Leiknis. Leiknismenn komu á óvart með dugnaði sinum og varáttu, en samt urðu þeir aö sætta sig við að tapa, 19-23. Mótið heldur áfram i kvöld með leikjum Fram og Þróttar, KR og Fylkis. —ATA. Nú í ár brydduðu íslenzkar getraunir upp á þeirri nýjung að nota kerfi við getraunirnar. Þessi nýjung þótti okkur á iþróttasíðunni mjög athyglisverð og vildum gjarnan kynna hana les- endum vorum, því ekki kunna allir að nota kerfin. Þess vegna skrif- uðum við smá pistil og létum seðil fylgja með til skýringar. Þessa skýringu okkar hafa íslenzkar getraunir fallist á, og létu sérprenta viðkomandi íþróttasíðu úr Alþýðublaðinu. Sérprentun þessi hef ur nú verið send til allra íþróttafélaga á landinu, eða f lest ættu nú þegar að vera búin að fá síðuna. Til gamans birtum við mynd af síðunni. Erlendum ferðamönnum hefur fækkað Samkvæmt skýrslu útlend- ingaeftirlitsins, komu 21.430 farþegar til Islands með skipum og flugvélum i ágústmánuði. Er það 1479 manns færra en á sama tima i fyrra. tslendingum fjölgaði úr 9557 i 10003, en útlendingum fækkaöi úr 13352 i 11427. Flestir voru útlendingarnir frá Banda- rikjunum eða 3085. Frá Norður- löndunum komu flestir frá Danmörku alls 1002. Frá áramótum til 1. september varfarþegafjölditil tslands 92.828 manns, og er það 3517 manns fleira en á sama tima i fyrra. tslendingar komu fleiri en í fyrra, en útlendingum fækkaði aftur á móti um 1186. Meö skemmtiferðaskipum komu til landsins alls 9269, og voruá farþegar þar flestir frá V-Þýzkalandi og Bandarikjunum. v— AB Hreint k tí^land | fagurt I land I LAIMDVERND KRISTiÁN KARLSS0N 0GBIRGIR SVAN Helgafell hefur gefið út bók með kvæðum eftir Kristján Karlsson. Bókin heitir því lát- lausa nafni, Kvæði. — I bókinni eru 25 kvæði og er þeim skipt I þrjá kafla. t fyrsta kaflanum eru kvæði um sitt af hverju tagi. í öðrum kaflanum eru kvæði um per- sónur og i þeim þriðja kvæði ort á ensku. Bókin er 62 blaðsiöur, prentuð i Vikingsprenti. t kvæðakaflanum um persónur er eitt kvæði með þessum formála: „Maður kemur i Möðrudal á Fjöllum að kvöldi dags á öndverðri 18. öld og fer ekki þaðan aftur”. Kvæðiö er á þessa leið: Vor raunamædda Margrét fór milli dags og nætur af tveim á fjóra fætur að finna fugiinn sinn. En gest er bar að garði og gægðist inn i kofann og skyggndist upp og ofan, varð illt við innganginn. A öllu Efra-Fjaili er afar reimt og skrýtið, og Manga býst i býtið og beiziar hestinn þinn. • Nætursöltuð ljóð. Þá hefur Alþýðublaðinu borist bókin „Nætursöltuð ljóð” eftir Birgi Svan Simonarson. Bókin er fjölrituð i Letri, gefin út I 500 eintökum, Valdis Öskarsdóttir gerði kápu og Grafik prentaði. Bókin er 90 blaðsiður og er ljóðunum skipt I kafla, sem heita: Heilabögull, Af augum, Athugið, Skeggjuð leiðarstjarna Birgir Svan og Biðstaða. Höfundur gaf út ljóðabók á siðasta ári, sem hét „hraðfryst ljóð”. Eitt kvæða Birgis heitir „1 sultarólinni”. Það er á þessa leið: verkamenn sitja á hakanum sjómenn leggja árar i bát gamalmenni hanga á horriminni bændur flá ekki feitan gölt námsfólk lepur dauðann úr skel er ekki ráð I tima tekiö að reisa harðviöargálga og hengja braskarana i sultarólinni. MiHwmG:| FRIÐRIK STEINSS0N fv. skipstjóri og húsvörður Sjómannaskólans Friörik Steinsson fv. skipstjóri og húsvörður Sjómannaskólans. I dag verður gerð bálför Friðriks Steinssonar fyrrum skipstjóra og húsvarðar i Sjó- mannaskólanum. Með honum er genginn góður drengur sem ljúft er að minnast eftir löng og ánægjuleg kynni. Friörik Steinsson var fæddur 26. sept. 1893 að Biskupshöfða við Reyðarfjörð og var því tæp- lega 83 ára er hann féll frá. Foreldrar hans voru Steinn Jónsson bóndi á Hofi i öræfum, A-Skaft., Bjarnasonar og kona hans Guöbjörg Marteinsdóttir. Þegar Friðrik var 7 ára gamall, en hann var næstyngst- ur 6 systkina, missti hann fööur sinn. Við fráfall hans uröu þáttaskil i lifi fjölskyldunnar á Biskupshöföa, heimilið leystist upp og fjölskyldan tvistraöist. Slikt er aö visu gömul saga og ný, en óhjákvæmilega hlýtur slik lifsreynsla að marka djúp Sfwr i ævibraut þeirra er fyrir veröa, og þá alveg sérstaklega þegar börn eiga i hlut. Drengnum unga var fyrst komiö fyrir á Högnastaöastekk i Helgustaðahreppi, en dvaldi siðan á Karlsskála i sömu sveit fram til 12 ára aldurs. Fluttist hann þá til móður sinnar inn á Reyðarfjörð og gekk þar i barnaskóla um tima. Kennari hans þar var Steinn Jónsson frá Gerði i Breiöabóls- staöarhverfi i Suöursveit og ræddi Friðrik oft um þá ágætu tilsögn sem hann hlaut hjá hon- um. Varð honum sérstaklega tiðrætt um frábæra rithönd Steins og hefur hann áreiðan- lega tileinkað sér vel tilsögn kennara sins, þvi að rithönd hafði Friðrik bæði fallega og skýra. Þrátt fyrir litil efni braust Friðrik til mennta, enda skorti hvorki áhuga né hæfileika til þeirra hluta. Hann tók gagnfræðapróf frá Flensborgarskóla vorið 1911 og gerðist kennari i Helgustaða- hreppi veturinn eftir. En Friðriki nægði þetta ekki, hærra skyldi stefnt. Veturinn 1912—13 var hann i Verslunar- skólanum, en hvarf frá versl- unarnámi eftir þann vetur, hef- ur sennilega fundið að þar væri hann ekki á réttri hillu. Snemma mun hugur Friðriks hafa hneigst að sjómennsku og útvegsmálum, enda fæddur með sjómannsblóð i æðum. Hann verður formaður á bátum frá Eskifirði aðeins 18 ára gamall og kynnist einnig lifi sjómanna á flutningaskipum við strendur landsins. Hér hefur stefnan verið tekin, teningnum kastað. Friörik út- skrifast frá Stýrimannaskólan- um árið 1918 og upp frá þvi og allt til siðustu stundar voru hug- ur hans og hönd bundin sjó- mennsku og sjávarútvegsmál- um með margvislegum hætti. Arið 1923 kaupir hann linu- veiðarann Sæfara frá Noregi ásamt tveim öðrum athafna- mönnum, þeim Simoni Jónas- syni frá Eskifiröi og Lúðvik Guðmundssyni frá Fáskrúös- firði. Friðrik Steinsson stjórnaöi þessu skipi i mörg ár, var fisk- inn vel og farsæll skipsstjórnar- maður. En þrátt fyrir vel heppnaða útgerð i mörg ár syrti i álinn hjá þessu þjóðþrifafyrirtæki eins og svo mörgum öörum þegar efna- hagskreppan mikla skall með öllum sinum þunga á þjóðinni um og upp úr 1930. Sæfara-út- gerðin galt þessa ástands og henni varð ekki bjargað frá falli. En Friðrik Steinsson lagði ekki upp laupana þótt á móti blési. Hann var i mörg sumur skip- stjóri og notabassi á siidarskip um bæði færeyskum og islensk- um og veiddi vel. A ég sjáifur mjög ánægjulegar minningar sem unglingur frá einu sliku sumri með honum á vélbátnum Birki frá Eskifirði. En Friðrik gerði meira en aö stunda sjó. Hann gerði sér glögga grein fyrir nauðsyn fræðslu fyrir sjómenn sem skipsstjórn vildu sinna. Er hlut- ur hans i þeim efnum bæði mik- ill og merkilegur. Hann hélt námsskeið i sigl- ingafræði á Eskifirði 1918 og sum næstu ár viðar á Austur- landi ýmist að sjálfs sin frum- kvæði eða á vegum Fiskifélags tslands, veitti slikum námskeiö- um forstöðu á Norðfirði og Vest- mannaeyjum frá 1927 til 1941 er Stýrimannaskólinn tók við um- sjón þeirra. Friðrik hafði mikinn áhuga á siidarverkun, var matsmaöur i mörg ár og kynnti sér tvivegis matjesverkun á sild erlendis. Hann var erindreki Fiski- félags tslands á Austurlandi 1931—1945 og fulltrúi Austfirð- inga á fiskiþingi. Áreiðanlega hefði Friörik stundaöi sjóinn af enn meira kappi en raun varð á ef ekki hefði komið til kölkunarsjúk- dómur i mjöðmum sem geröu honum mjög erfitt fyrir um sjó- sókn. En þegar svo var komiö beindust störf hans aö fræðslu- og skólamálum sjómanna- stéttarinnar. Arið 1945 fluttist Friörik til Reykjavikur og gerðist hús- vörður og kennari viö Sjó- mannaskólann. Hann lét af embætti húsvarðar 1961, en stundaöi áfram kennslustörf bæði við skólann og á heimili sinu. Kenndi hann fjölmörgum sjó- mönnum undir minna fiski- mannaprófið (30 tonna) jafn- framt þvi sem hann vann hjá Fiskifélagi Islands við söfnun og skráningu aflaskýrslna úr bát- um og togurum. Ýmis önnur störf mun hann hafa unniö fyrir félagið. Þó að málefni sjávarútvegs- ins væru Friðriki alla tið hug- leikin átti hann mörg ontiui hugðarefni. Hannhafði ákveðnar skoðar.u i stjórnmálum. aðhylltisi snemma jafnaðarstefnuna fylgdi Alþýðuflokknum að rnal um og var i framboði fyrir liann ásamt Jónasi Guðmundssyni i S-Múlasýslu i kosningunum 1937. Friðrik var fróður um marga hluti, enda viðlesinn, og hann naut þess i rikum mæli bæði að fræða og fræðast. Yndi hafði hann af góðum skáldskap, einkum snjöllum stökum. Sjálfur var hann hagmæltur, en flikaði þvi litt. Spilamaður Var Friðrik ágæt- ur og við græna borðið nutu margir af bestu eiginleikum hans sin mjög vel svo sem gjör- hygli hans og útsjónarsemi. Friðrik Steinsson var maður félagslyndur, viðræðugóður, hjálpfús og tryggur vinur vina sinna. Þetta eru ekki orðin tóm. Vinátta og tryggö hans i garð föður mins voru ósvikin enda mat hann Friðrik allra manna mest óvandabundinna. Skal ekki nánar fariö út i þaö hér, en hinum látna vini minum færðar innilegar þakkir fyrir dreng- skap hans og hlýju i garö föður mins. A heimili þeirra Friðriks og Onnu Mörtu átti hann ótaldar ánægjustundir bæði fyrr og siðar. Að leiðarlokum færi ég Friðriki Steinssyni bestu þakkir fyrir margar fróðlegar og skemmtilegar samverustundir. Af honum var margt hægt aö læra sakir mannkosta hans, langrar lifsreynslu og þekking- ar á mörgum sviðum. í minningunni er mynd hans skýr, sveipuð ljóma þess dreng- skapar sem yljar manni um hjartarætur og gerir lifiö bjart- ara og fegurra en ella. Eftirlifandi konu Friðriks, önnu Mörtu Guðnadóttur frá Karlsskála, fósturdóttur þeirra, Birnu Gunnhildi, fjölskyldu hennar og vandamönnum öllum færi ég innilegar samúðar- kveðjur. Guðmundur Magnússon.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.