Alþýðublaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 5
SE&" *|Fimmtudagur 30. september 1976 ÚTLÖND 5 Efnahagssamdrátturinn rekur konurnar aftur í eldhúsin! Samkvæmt könnun hagstofu ILO, Alþjóöavinnumála- stofnunarinnar i Genf, sem gerð var í 18 Evrópuríkjum, Bandaríkjunum, Kanada, Japan, Ástralíu og Nýja- Sjálandi, má gera ráð fyrir að sjö milljón konur hafi misst atvinnuna nýlega vegna efnahagssamdráttar í heiminum. Þessi tala er rúmlega 40% af öllum atvinnuleysing jum í umræddum ríkjum þótt konur séu aðeins þriðjungur vinnuafis á almennum vinnumarkaði sömu landa. % ' Fyrst reknar, siðast ráðnar. Með'fáeinum undantekningum voru konur reknar fyrst. t Sviþjóð, til dæmis, voru rúmlega 50% atvinnulausra t febriiar 1976 konur, og i Belgiu var atvinnu- leysi kvenna 14,3% um miðjan mai 1976 eða meira en helmingi hærra en hjá körlum (5.3%). Atvinnuleysi i Frakklandi jókst frá marz 1975 til marz 1976 um 73.783 fyrir karla, en 109.642 fyrir konur. Og i Japan hafa konum i stór- hópum „hætt” að vinna úti og þvi eru þær ekki einu sinni taldar með atvinnulausum. Þegar kreppan leysist streyma karlar til vinnu, en konurnar eru skildar eftir úti i kuldanum. At- vinnuleysiskönnun ILO sýnir, að i' flestum löndum eru þær ráðnar siðast. 1 Vestur-Þýzkalandi t.d. jókst atvinnuleysi kvenna frá 40 upp 46% milli april 1975 og april 1976, f jöldi atvinnulausra kvenna jókst satt að segja um rúmlega 60 þúsund konur, en fjöldi atvinnu- lausra karla lækkaði um næstum 55 þúsund á sama timabili. Staðreyndirsem þessar sýna að vinnumisrétti i garð kvenna er enn við liði — þrátt fyrir allar til- raunir til að kveða það i kútinn. Hvers vegna hefur svona litið áunnizt? Ný skýrsla ILO reynir að svara þessari flóknu spurningu (Women workers and society, safn 14 rit- gerða eftir höfunda úr mis- munandi heimshlutum. ILO Genf 1976). Þar er lögð áherzla á þrjár meginástæður meðal margra annarra, sem grundvöll fyrir at- vinnumisrétti: — kynmismunur i vinnuskiptingu, oft ásamt launa- og stöðuhækkana misrétti, — áhrifaskortur kvenna i mál- um, sem skipta þær beinlin- is, — úrelt viðhorf, sem gera áfram mögulega misnotkun á vinnuafli kvenna. Múrar 1 dag hafa karlar og konur enn mismunandi aðgangsleiðir að tveim mismunandi vinnumörk- uðum, sem mótaðir eru eftir kynjum,og þaðerbláttáfram um megn fyrir einstaklinginn að brjóta niður múrana milli þeirra, eftir þvi sem segir i skýrslu ILO. Framgangur þess að hneppa konur i „heppilega vinnu” hefst þegar i skólum og framhalds- námskeiðum. 1 Sviþjóð, en þar hefur mikiö verið gert fyrir jafn- rétti kynjanna, eiga konur enn um 25 mismunandi stöður að velja, en karlar 300. Valkostur helst i hendur við menntunar- og þjálfunarskort. Nýleg frönsk könnun sýnir, að 66,9% kvenna, sem misstu stöðu sina i kreppunni höfðu enga framhaldsmenntun og 48,6% hættu 1 skóla 16 ára eða yngri. Það er einkennandi, að stöður, sem eru minna eftirsóttar vegna atvinnuöryggis eöa launa verða þó furðulegt sétheppilegar stöður fyrir konur. Aftur á móti verða stöður, sem teljast hafa framtið fyrir sér fljótlega álitnar „karlmanns vinna”. I bernsku tölvutækni gerðust margar konur tölvumat- arar, en um leið og það starf bauð upp á framtiðar horfur og betri laun var þvi lýst sem óheppilegu starfi fyrir konuhugann. Á mörg- um stöðum er stúlkum ráðiö frá þvi að taka þetta starf. Þessi vinnuskipting kynjanna stuðlar að þvi að viðhalda mis- rétti i starfi með þvi aö halda kon- um frá störfum, sem bjóöa meiri ábyrgð, hærri laun og meiri ánægju i starfi. Og það, sem verra er, með þessu neyðast konur til að vinna störf.sem eru viðkvæm á kreppu- timum. Þetta á sérstaklega við um þriðja heiminn og vinnu hluta úr degi, en þar hefur vinnuafl kvenna komið að góðu haldi. Litil áhrif. Það er mikill munur á löggjöf og framkvæmdum, ræðum og raunveruieika, sérlega vegna þess, að konur hafa litil eða engin áhrif á mótun og framkvæmd lagasetninga, sem ætlað er að bæta úr misrétti, eins og bent er á i riti ILO. Þess vegna verða bein áhrif kvenna á nefndir, sem vinna að löggjöfum, sem varða þær, mjög litilsverð. Skýrslan leggur til, að vinnandi konur ættu að sjálfsögðu að vera i öllum nefndum, sem eiga að vinna að nýju starfsmati eða starfsflokkun, i þingnefndum, sem bera ábyrgð á stöðum, leiö- beiningum um stöðuval og endur- hæfingu. Þær ættu einnig að eiga fulltrúa i hagfræðinefndum, sem gera áætlanirum vinnusköpun, og lika i sameiginlegum starfsstjórnunar nefndum til aðræða og semja um vinnuágreining. A öllum þessum sviðum hafa verið teknar ákvarðanir um kon- ur, án þeirra. ILO leggur áherzlu á, að þetta verði að breytast. Bylting. Eætur vinnumisréttis kynj- anna, en upp af þeim vex hið gifurlega vinnuóöryggi, sem kon- ur búa við, er að finna i fordóm- um og þjóðsögum þjóðfélagsins. Það er nauösynlegt að auka þrýsting á stjörnvöld til að konur fái sin tækifæri i lifinu, en raun- verulegt jafnréttifæst aðeins með byltingu i huga bæði karla og kvenna, eins og ILO skýrslan leggur áherzlu á. Þessi bylting, sem stefnt væri gegn gamaldags skoðunum, ætti að ráðast á duldar og rangar skoðanir á hæfileikum, getu, lifs- mynd, hagleik og þrá kvenna. Það verður að skora á hólm hugmynd eins og þá um fyrir- vinnuna og heimavinnuna, múr- inn milli vinnu og heimilis. Og umfram allt, þaö á ekki lengur að hugsa um konuna eins og hluta af eiginmanni hennar, heldur sem sjálfstæða, þroskaða mannveru, sem hefur rétt og skyldur bæði stjórnmálalega, efnahagslega og þjóðfélagslega. Verðbólgan leikur lægst launaða verkamenn Milljónir lægst launuðu verkamanna i þriðja heiminum hafa orðið illa úti i kreppunni vegna þess að lágmarkslaun þeirra hafa ekki hækkað i samræmi við vöruverð skv. skýrslu ILO (,/lágmarkslaun í þró- unarlöndum: þjóðsögur og raunveruleiki," eftir Susumu Watanabe, birt í Internationa I Labour Reviw, nr. 3, 1976), sem byggð er á könnun í 29 ríkjum í Afríku, Asiu og Suður-Ameriku. A árunum milli 1963 og 1974 varð mesta lækkun á kaupmætti lágmarkslauna i Ghana 59,0%, en á hæla Ghana komu Zaire með 53,5% Pakistan 47,9%, Liberia 44,9%, Burundi 36,6%, Colombia 35,6%, Niger 33,2%, Mauritania 3,8% Madagaskar 30,5%, Filippseyjar 28,6%, Mið- afriska lýðveldið 19,4% og Zambia 17,4%. I veröbólgulandinu Argentinu var munurinn furðulega litill — 0,3% á sama timabili. Þessi mynd er þó ekki með öllu dökk, þvi að i nokkrum löndum hafa lágmarkslaun haldist I hendur við vöruverð. Hiö oliuauöuga Arabariki Libya er efst á lista með glæsi- lega hækkun á lágmarkslaunum um 121,7% á árunum milli 1963 og 1974. Aukning i Mexikó varð 40,6%. En það eru fleiri en oliurikin, sem hafa lækkað launin. Meðal þeirra er Marokkó með 77,4% hækkun. Congo 75,5%, senegal 46,8% og Perú 32,4%. Þó að sumar þessar hagfræði- legu staðreyndir séu ef til vill ekki fullkomlega trúverðugar og alþjóðlega sambærilegar, þá sanna þær eigi að siður þá sorg- legu staðreynd, að hinir fátæku i þriðja heiminum verða æ fátækari. Kreppan hefur ýtt undir það. óframkvæmanlegt. „Mörg riki hafa horfzt i augu við vaxandi atvinnuleysi og of mikið framboð á vinnuafli. Þetta hefur leitt til breytinga úr hálauna- til láglauna- stefnu” segir i könnuninni. Þar er þvi bætt við, að and- kreppu aðgerðir, sem sum riki hafi reynt, hafa endað með álika breytingum. ,,Ti) að forðast að koma af stað launalækkun hættir stjórn- völdum til að ákveða ný lág- markslaun, sem eru lægri en þau, sem flestir eftirsóknar- verðir verkamenn þéna þegar i fyrirtækjum á vegum rikis- stjórnarinnar”, stendur i skýrslunni. Og þó eru þeir, sem fá lág- márkslaun oft betur settir en aðrir. Burt séð frá hundruðum milljóna verkamanna, sem vinna á stöðum, sem ekki er fylgzt með, eru aðrar milljónir verkamanna, sem fá lægri en lágmarkslaun vegna gagns- lausra framkvæmda á skipu- lögðum lagmarkslaunatillög- um. Astandinu er bezt unnt að lýsa með eftirfarandi orðum: flestir atvinnuveitendur i þriðja heiminum, sem hafa efni á að greiða lágmarkslaun, gera það, og þeir, sem ekki geta það, myndu hvort eð er ekki gera það. t könnuninni er þess vegna lögð áherzla á, að stjórnvöld og verkalýðsfélög auki tilraunir verst sinar til að koma á lögboðnum lágmarkslaunum, ,,ef löggjöf um lágmarkslaun á að ná sinum upphaflega tilgangi að vernda óvenju lágt launaða verka- menn”. Mikið atvinnuleysi og vinnu- framboð i þriðja heiminum — nýlega metið um 200 milljónir — mun, hins vegar, halda áfram að færa lágmarkslaunamarkið neðar og undir meðallaun á vinnumarkaði, eins og skýrslan bendir á. Það er haldið áfram i efa- semdartón að spá, að slik laun verði ótrúlega lág. og að ,,sú hugmvnd að koma á lágmarks- launum. sem hægt væri að viðurkenna, fyrir alla verk- menn með lagaákvæði um laun, sé óframkvæmanleg.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.