Alþýðublaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 2
2 STJÖRNMÁL / FRÉTTIR
Fimmtudagur 30. september 1976
Otgefandi: Alþýöuflokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri
og ábyrgðarmaöur: Árni Gunnars-
son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs-
son. Otbr.stj.: Kristján Einarsson,
simi 14900. Aðsetur ritstjórnar er i
Siöumúla 11, simi 81866. Auglýsinga-
deild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftar -
simi 14900. Prentun: Blaðaprenti h.f. Áskriftarverð: 1000
krónur á mánuöi og 50 krónur i lausasöiu.
alþýóU'
Hin hliðin [
á kjara- [
baráttunni [
íslenzk verkalýðshreyf ing stendur nú að mörgugg
leyti á tímamótum. Kjarabaráttan í formi beinna
launabóta hef ur tekið verulegum breytingum. Kröfur
um margvíslegar endurbætur á f jölmörgum sviðumB
þjóðlífsins verða æ háværari. Má í þessu sambandiH
nefna kröfuna um lýðræði í atvinnuiífinu.
Þessi kraf a er einn þátturinn í þeirri viðleitni verka-
lýðshreyfingarinnar að færa lýðræðisleg stjórnar-
form til fleiri þátta þjóðlífsins, auka áhrif og völd
verkafólks í atvinnulífinu almennt og þá ekki sízt^
áhrif þess á það umhverfi, sem það starfar í, til
dæmis eigin vinnustað. Þessi barátta beinist að því að®
knýja fram áhrifa- og ákvörðunarrétt verkafólksins
sjálfs með breyttum stjórnarháttum á öllum sviðum,
allt f rá aðbúnaði og stjórn á vinnustað til yf irstjórnar
fyrirtækjanna. Markmið verkalýðshreyfingarinnar
er aukið efnahagslegt lýðræði, og lýðræði í atvinnulíf-
inu er einn þátturinn í þeirri baráttu.
Annan þátt í þessari kjarabaráttu má nef na, en það
er baráttan fyrir auknum jöfnuði og réttlæti og gegn
forréttindum ýmissa hópa. Mismunun í launum,
vinnutima og félagslegum efnum verður að hverfa. í
þessum efnum verður að efla baráttuna fyrir alhliða
jafnrétti karla og kvenna jafnt í atvinnulífi sem á
öðrum sviðum. Þessar kröf ur ná einnig til þeirra, sem
búa við skerta starfsorku og hópa, sem af ýmsum
ástæðum hafa dregistafturúr í lífsbaráttunni. Sérstök
skylda hvílir á verkalýðshreyf ingunni að berjast fyrir
hagsmunum slíkra þjóðfélagshópa.
í framhaldi af þessu mun verkalýðshreyf ingin berj-
ast fyrir raunverulegum launajöfnuði karla og
kvenna. Að forminu til eru laun karla og kvenna jöfn,
en staðreyndirnar sýna annað. Þetta stafar meðal
annars af því, að konur ráðast fremur í störf, sem
samkvæmt hefð eru verr launuð en önnur, oft
vegna ófullnægjandi menntunar og stundum vegna
skemmri vinnutíma. Verkalýðshreyfingunni ber því
aðherða mjög barátfuna fyrir raunverulegum jöfnuði
karla og kvenna, bæði í launakjörum og hvað snertir
atvinnumöguleika.
En það er á fleiri sviðum í þjóðfélaginu að mikill
tekjumismunur er. Þennan mismun ber verkalýðs-
hreyfingunni að afnema og að því mun hún stefna.
Mikilvægar orsakir tekjumismunar eru, aðoftskortir
á að atvinnugreinar og fyrirtæki njóti eðlilegs hlutar í
þjóðartekjum, þrátt fyrir að þær eru meðal hinna
mikilvægustu í ölfun þeirra. Einnig kemur fyrir að
launþegar njóta ekki góðs af launaskriði, sem ekki er
fest í kjarasamningum, og sumir starfshópar, sem
njóta tiltölulegra hárra launa, geta verið óháðir í al-
mennu kjarauppgjöri og ná þannig í krafti sérstöðu.
óeðlilega miklum launahækkunum umfram aðra.
Verðlagsbætur á laun eru grundvallarskilyrði fyrir
gildi allra launasamninga. En nútímaatvinnulíf er,
háð stöðugum og margvíslegum breytingum. Launa-2
kerfi verða því varla ákveðin í eitt skipti fyrir öll,
heldur verða þau að vera í stöðugri endurskoðun í
samræmi við aðstæður.
Hér hafa verið nefndir nokkrir þættir úr þeirrL
kjarabaráttu, sem ekki miðast beinlínis við launa-j
kröfurnar sjálfar, heldur eðlilegar breytingar á lýð-„
ræðislegu samfélagi, sem verður að byggja á raun-p
hæf ri og sanngjarni skiptingu arðsins af vinnu verka-^
lýðsins. Hækkanir í krónum eru ekki einhlítar: margirj®
aðrir þættir eru ekki síður mikilvægir til að tryggja^
verkafólki og þjóðinni allri þá hagsæld, sem hún hef ur®
unnið fyrir.
-ÁGM
Kjartan Jóhannsson, varaformaðurAlþýðuflokksins við
setningu Landsfundar sambands Alþýðuflokkskvenna:
An efnahagslegs
öryggis er
enginn frjáls
áhrifa hins vinnandi manns á þaö
hvernig aö honum er búiö i vinn-
unni, hvernig vinnustaðurinn er
úr garöi geröur og hvernig þeim
verðmætum er ráöstafaö sem
vinnan skapar. betta er grund-
völlur hins efnahagslega lýöræöis
og atvinnulýöræöis, sem við
stefnum aö.”
Undir lok ræðu sinnar fjallaöi
Kjartan um jafnréttismál og
benti á þaö misrétti, sem allir
heföu fyrir augunum i skattamál-
um, kjaramálum og samskiptum
kynjanna. Hann minnti á, aö
fyrstu ár Alþýöuflokksins hefðu
einkennzt af baráttu fyrir al-
mennum mannréttindum, sföan
heföi tekiö viö baráttan fyrir
félagslegri samhjálp og aöstöðu-
jöfnun m.a. með almannatrygg-
ingarkerfinu. Baráttunni á
þessum sviðum væri langt I frá
lokiö og sifellt bættust ný verkefni
viö. Jafnréttisbaráttunni yröi aö
halda áfram á grundvelli gamalla
og nýrra gildismata, hið félags-
lega öryggiskerfi þyrfti að um-
skapa, þannig aö það kæmi i
auknum mæli i veg fyrir orsakir
þess að menn yrðu fyrir áföllum
og hver og einn væri studdur til
sjálfsbjargar og grundvöll lýö-
ræðisins þyrfti aö treysta meö al-
mennari þátttöku i þeim ákvörö-
unum sem móta lif okkar og lifs-
gengi.
Kvennadeild Verkalýðsfélags
Akraness ályktar um
mjólkursölumálin
Mjólkursamsalan hefur
skyldum að gegna við
afgreiðslustúlkur í
mjólkurbúðum MS
„Frelsi, lýðræði, jafn-
rétti og efnahagslegt
öryggi eru samtengd
grundvallaratriði i
stefnu jafnaðarmanna-
flokks eins og Alþýðu-
flokksins. Frelsið er
undirstaða lýðræðisins,
og i tillögum að nýrri
stefnuskrá er bent á, að
án efnahagslegs öryggis
verður enginn frjáls.
Barátta Alþýðuflokksins
i tryggingarmálum og
kjaramálum er þvi ekki
einungis jafnréttisbar-
átta. Hún er lika frelsis-
barátta.” Þannig komst
Kjartan Jóhannsson,
varaform. Alþýðu-
flokksins að orði i ræðu
sinni á Landsfundi Sam-
bands Alþýðuflokks-
kvenna s.l. laugardag,
þegar hann fjallaði um
nýja stefnuskrá fyrir
Alþýðuflokkinn.
I upphafi ræðu sinnar ræddi
hann um, aö stefnuskrám væri aö
ýmsu leyti þröngur stakkur sniö-
inn aö þvi er varöaöi afstööu til
dægurmála, en minnti á, aö
stefnuskráin yröi aö sýna ljóslega
þau markmið, sem flokkurinn
vildi stefna aö og visa leiðina til
þeirrar þjóöfélagsmyndar, sem
eftir værí sótzt.
Kjartan sagöi, aö sú tillaga aö
stefnuskrá, sem lægi fyrir, endur-
speglaöi itrekaö nokkur grund-
vallaratriöi i sjónarmiöum jafn-
aöarmanna — grundvallaratriöi,
sem mótaö hafa starf og stefnu
Alþýöuflokksins hingað til, en
viöhorfin i dag gæfu ýmsum þess-
ara grundvallaratriöa nýjan
hljóm og inntak og bentu til nýrra
verkefna og verksviöa, eins og
stefnuskrár tillagan sýndi. Siöan
vék hann aö þvi hvernig frelsi,
lýöræöi, jafnrétti og efnahagslegt
öryggi væru greinar á sama
meiði og stæðust ekki hvert án
annars. Hann sagöi stefnuskrár-
tillöguna sýna trú jafnaöarmanna
á mátt og mikilvægi samstööunn-
ar. Hún sýndi hverja áherzlu
jafnaðarmenn leggöu á samstöö-
una meö hinum smaa og veika,
hinum undirokaða og kúgaöa. Og
i stefnuskrártillögunni kæmi
fram, hvernig Alþýöuflokkurinn
vildimeö afli samstööunnar leysa
þau verkefni, sem hin óhefta
frjálsa samkeppni ýmist ræöur
ekki við eöa sjálf skapar. •
Þá ræddi Kjartan viö viöhorfin
til vinnunnar og sagöi: „Viö
Alþýöuflokksmenn látum okkur
ekki nægja aö segja, aö fulla at-
vinnu verði aö tryggja, heldur
bendum á rétt allra til vinnunnar,
sá réttur er meðal annarra mann-
réttinda. Sérhver maöur á þannig
rétt á vinnu viö sitt hæfi. Og hann
á líka rétt á þvi aö vinnan og
vinnuumhverfiö sé i samræmi viö
viröingu fyrir vinnu hans og
vinnuffamlagi, að hann njóti sin i
vinnunni og njóti vinnunnar.
Vinnan skapar verðmætin. Þess
vegna skapar vinnan sjálf rétt til
Fundur sem haldinn var I
kvennadeild Verkalýösféiags
Akraness 22. september sam-
þykkti samhljóöa eftirfarandi
ályktun um mjólkursölumálin:
Kvennadciid V.L.F. Akraness,
lýsir andstööu sinni viö þær
breytingar á lögum um mjólkur
sölumál sem samþykkt voru á
Aiþingi á siöastliönu vori.
Fundurinn telur aö þjónusta
M jólkur sa m sölun na r viö
neytendur hafi veriö meö þeim
ágætum aö ekki hafi veriö þörf á
breytingum. Hér á Akranesi
hefur Mjólkursamsalan t.d. haft
búöir sinar opnar 1/2 klst. lengur
dag hvern en matvöruverzlanir.
Alls er óvist aö matvöruverzl-
anirnar á Akranesi vilji eöa geti
ábyrgst alla mjólkursölu til
bæjarbúa nema meö auknum til-
kostnaöisem trúlega myndi þýöa
meiri dreifingarkostnaö og þar
meö hækkaö mjólkurverö.
Auk þess standa þær konur sem
flestar eru orönar fullorönar,
andspænis atvinnumissi, ásamt
þvl aö missa þau félagslegu
réttindi sem þær hafa áunnið sér
á löngum starfsaldri. Félagiö tel-
ur aö Mjólkursamsalan hafi þvl
miklum skyldum aö gegna viö
þær konur sem hafa unniö hjá
fyrirtækinu um árabil.
1. Meö þvl aö tryggja þeim
konum sem þess óska atvinnu.
2. Aö greiöa þeim konum lifeyri
sem orðnar eru 60ára eöa eldri og
hafa unniö hjá fyrirtækinu um
árabil.
3. Aö ábyrgjast Sjúkra og Örlofs-
sjóöi A.S.B. til þess aö félagskon-
ur geti notiö áunninna réttinda.
Kvennadeild V.L.F. Akraness
lýsir samstööu sinni meö baráttu
A.S.B. fyrir hagsmunum og
réttindum félagskvenna sinna,
svo og þeim hópum neytenda sem
hafa beitt sér fyrir þvi aö
m jólkurbúöunum veröi ekki
lokaö.
Félagiö heitir þeim konum sem
vinna i m jólkurbúöunum á
Akranesi öllum þeim stuöningi
sem þaö getur i té látiö, til aö
gæta hagsmuna og réttinda
þeirra.
—BJ