Alþýðublaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 2. NOVEMBER Engar viðræður ó döfinni — segir Matthías Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra vegna frétta um viðræður islands og EBE í dag, 2. október, er einungis einn mánuður þar tilsamningur islendinga og Breta um veiðar Breta innan_200 milna fiskveiði- landhelginnar við island, renn- ur út. i gær bárust óstaðfestar fregnir um að samningaviðræð- ur milli Efnahagsbandalags Evrópu, sem nú fer með samn- ingamál fyrir hönd Breta sem og annarra þjóða bandalagsins, og islendinga væru um það bil að hefjast. Vegna þessara fregna átti Alþýðublaðið stutt -viðtal við sjávarútvegsmálaráðherra, Matthias Bjarnason, og innti hann eftir sannleiksgildi þess- ara frétta og jafnframt hver af- staða islendinga væri til samn- ingaviðræðna við aðrar þjóðir. Matthias kvað það alrangt að nokkrar viðræður væru á döf- innimilli islendinga og EBE, og sagðist ráðherra lita svo á að hafi ekkert annað verið ákveðið sé Bretum skylt að láta fiskiskip sin hætta veiðum i 200 milna landhelginni við ísland að morgni hins 2. desember. Aðspurður kvað ráðherra rikisstjórnina hafa lýst þvi yfir að hún væri tilbúin til viðræðna við aðrar þjóðir, en engin fyrir- heit hefðu verið gefin utan sem fyrr greinir að stjórnin hefði ekkert á móti viðræðum. Það er auðvelt að slá i borðið og segja: Við eigum ekki að ræða við aðrar þjóðir, sagði ráð- herra, en það mál sem hér er um að ræða er stærra en svo að hægt sé að leyfa sér slikt. Þá kvað ráðherra bera nauðsyn til að Islendingar fylgdust náið með þróun mála við Grænland, en sem kunnugt er fer Efnahagsbandalagið með samninga um landhelgismál fyrir hönd Dana. Ef fiskistofn- amir við Grænlandsstrendur verða ofnýttir af þjóðum Efna- hagsbandalagsins mun það tvi- mælalaust hafa áhrif á fiski- gengd hér við tsland, sagði ráð- herra að lokum. —ES i * .<■ '■ - ' -v ¥*$*■ \ Starfsfólk Ríkisskip mót- mælir ráðningu forstjóra Mætti ekki til vinnu í gærdag Það hefur veriö með eindæmum gott haust hér i Reykjavik, það sem af er. Varla hefur föl sézt á jörðu og sárasjaldan verið næturfrost. Siðustu dagana hefur þó verið heldur haustiegt um að litast og þvi farið að liða að þvi, að almennur úlputimi renni upp. Þessi drengur fann sjálfan sig sekan um það, að vera farinn aö skjálfa úr kulda. Það var nóg að vera I peysu meöan hlaupiö var á fullu, en þegar setzt var niður til að hvila lúin bein, læddist kuldinn að, lævis og lipur. Næst fer hann áreiðanlega i úlpu. AB-mynd: ATA Starfsfólk Skipaút- gerðar rikisins mætti ekki til vinnu i gær, vegna skipunar Guð- mundar Einarssonar i stöðu forstjóra út- gerðarinnar. Segir starfsfólkið að hér hafi verið um póli- tiska embættisveit- ingu að ræða, en ekki farið eftir verðleikum eða reynslu umsækj- enda. Það kom fram i ummælum Agnars Jónssonar i gær, að starfsmönnum útgerðarinnar hefði boriztþað tileyrna strax upp úr siðustu ármótum, hver yrði eftirmaður Guðjóns Teitssonar, sem láta skyldi af störfum á árinu. Þá hefði nafn Guðmundar Einarssonar ein- Grjótiötunsmálið sent saksóknara Svo sem -kunnugt er hefur Grjótjötunsmálið svokallaða verið i framhaldsrannsókn hjá Sakadómi nú um nokkurt skeið. Var það ósk Saksóknara rikisins að þessi framhaldsrannsókn var gerð og óskaði hann eftir ýms- um frekari upplýsingum er varði nokkur atriði málsins. Erla Jónsdóttir fulltrúi hjá Sakadómi hefur haft með höndum þessa rannsókn af hálfu Sakadóms. Sagði hún i viðtali við blaðið i gær, að nú hefði farið fram viðtæk gagnasöfnun i málinu og yrði það væntanlega sent Saksóknara rikisins á næstunni. Þegar málið hefur borizt Sak- sóknara, er það i hans valdi að ákveða hvort höfðað verður mál i framhaldi af þeirri rannsókn sem nú hefur farið fram. —GEK mitt verið nefnt. Það lægi þvi ljóst fyrir að hér væri um að j ræða hreinpólitiska stöðuveit-j ingu. í þvi sambandi má geta ! þess, að tveir gamalreyndir j starfsmenn fyrirtækisins sóttu I einnig um stöðuna, þeir Hallur ! Hermai nsson skrifstofustjóri, sem stc -fað hefur um 30 ára | skeið hj fyrirtækinu og Krist- inn Helgason innkaupastjóri, en hann hefur unnið hjá Skipa-1 útgerð rikisins i 20 ár. Hallur hefur auk þess yfirleitt gegnt störfum forstjóra i fjarveru hans. Samkvæmt þessu virðist auðsætt að fyrirfram hafi ver- ið ákveðið að Guðmundur Ein- arsson hlyti stööu forstjora Skipaútgerðar rikisins, og að staðan hafi verið auglýst laus til umsóknar til þess eins að fullnægja lagaskyldum. Það er Halldór E. Sigurðsson sam- gönguráðherra sem ræður stöðuráðningum sem þessari. Alþýðublaðið reyndi igær að hafa samband við Guðmund á vinnustað, en tókst ekki. Þeg- ar hringt var i sima fyrir- tækisins svaraði sjálfvirkur simsvari sem sagði skipa- fréttir frá þvi fyrir helgi, og þegar blaðamaður fór á stað- inn og ætlaði að skoða mann- lausar skrifstofur fyrirtækis- ins, voru þær læstar. Hins veg- ar var Guðmundur sagður i vinnunni þegar hringt var heim til hans. —hm. Skæruhernaður í barnaskólum Næstkomandi mánudag munu kennarar á barnaskóla- stigi leggja niður vinnu. Nær verkfallið til barnaskóla á Revkiavikursvæðinu, þ.e. skólanna i Kópavogi, Sel- tjarnarnesi og i Kjósarsýslu, auk Vestfjarða og Suðurlands. Alþýðublaðið hafði samband við Elinu Rikharðsdóttur og innti hana nánar eftir verk- fallinu. — Þetta er skæruhernaður. Verkfallið kemur I kjölfar kjaradóms á okkur og reglu- gerðar, sem kveður á um að mánaðarfi verði fellt niður i barnaskólum og jólafri stytt. Þrátt fyrir þessa lengingu á vinnutima, sem er allt að 6-9 dagar á ári, fæst engin launa- hækkun. Við viljum annað hvort greiðslu eða fri. Verkfallið nær sem fyrr seg- ir eingöngu til kennara á barnaskólastigi. Gagnfræða- skólakennarar náðu samning- um i haust, og er þar einnig lagt niður mánaðarfri, en á móti kemur lenging páskafris. — Það er þvi sem næst hundrað prósent þátttaka kennara. Þetta eru skipulagð- ar aðgerðir á milli kennar- anna, sagði Elin Rikharðs- dóttir kennari i Digranesskóla i Kópavogi. Alþýðublaðið hafði einnig samband við Austurbæjar- skóla og spurðist frétta. Þar varð fyrir svörum Al- freð Eyjólfsson yfirkennari. — Ég get litið sagt. Mér heyrist að hér muni verða al- ger þátttaka kennaranna, og ég held að svo muni verða i fleiri skólum. Kennurum finnst þeir hafi verið hlunnfarnir. Það er ver- ið að auka vinnudaga þeirra, án þess að þeir fái launahækk- un. Þeir eru með þessu verk- falli að leggja áherzlu á, að þetta mál verði rætt og að samkomulag náist. Ég efa ekki að það verður 100% þátttaka alls staðar, sagði Alfreð Eyjólfsson að lok- um. — AB

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.