Alþýðublaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Þriöjudagur 2. nóvember 1976. SlSjfð* ZjSŒö Þriðjudagur 2. nóvember 1976. FRÉTTIR 9 Fyrrverandi bankaráð Alþýðubankans: Hvað Jón segir nú ir ekki máli Alþýðublaöinu barst i gær eftir- farandi yfirlýsing frá fyrrverandi bankaráöi Alþýöubankans: „Vegna fullyrðinga Jóns Halls- sonar fyrrverandi bankastjóra Alþýðubankans, sem hafðar eru eftir honum i fjölmiðlum, um að fundargerðir bankaráðs hafi veriðfalsaðar, kemst fyrrverandi bankaráð Alþýðubankas ekki hjá þvi að gefa eftirfarandi yfir- lýsingu: A hluthafafundi Alþýöubankans mánudaginn 25. október hélt Jón Hallsson þvi fram að rangt væri bókað svar sem hann gaf við fyrirspurn frá Einari ögmunds- syni, sem var eftirfarandi orðrétt úr fundargerð bankaráðs frá fundi 17. nóvember 1975: „2. Einar spurði bankastjórana hvort þeir hefðu ekki staðið báðir að þessum útlánum. Jón svaraði þvi játandi, en gat um að vegna fjarveru sinnar erlendis um tima i októbermánuði hefði hann ekki vitað um allt.” Jón Hallsson gerði aldrei athugasemdir við bókanir frá fundum bankaráðs og höfum við undirritaðir þvi aldrei heyrt at- hugasemdir frá hans hendi þær varðandi fyrr en nú. A hluthafafundinum gat Jón Hallsson þess að sér heföi verið kunnugt um að Einar ögmunds- son myndi bera fram slika fyrir- spurn og hefur svar Jóns við henni verið yfirvegað. Hvað Jón segir nú varðandi þetta ’atriði, skiptir engu máli og breytir ekki fyrra svari hans. Hermann Guðmundsson Einar ögmundsson Björn Þórhallsson Jóna Guðjónsdóttir Markús Stefánsson.” —hm Krummagull og Skollaleikur loks í Reykjavík 403 gúmmftékkar Meira aðhalds Alþýðuleikhúsið á Akureyri er nú i sinni fyrstu ferð i Reykjavik. Leikhúsið var stofnað á Akureyri i júli 1975, og starfa við það sex leik- arar. Alþýðuieikhúsið hefur til sýninga tvö leikrit, KVummagull og Skolla- leik, bæði eftir Böðvar Guðmundsson. Leikhúsið fór i sumar i leikför til Austurlands. Voru þar haldnar átta sýningar á Krummagulli, tvær hafa veriö haldnar á Akur- eyri, en verkiö hefur verið sýnt alls 53 sinnum viðs vegar á land- inu. Vonast Alþýðuleikhúsið til að komast i leikför til Vestfjarða fyrr en seinna. A fundi með blaðamönnum i gær, kom fram að viöa úti á landi er gifurleg leiklistarstarfsemi sem borgarbúar gera sér enga grein fyrir. Hefur verið háö hetju- leg barátta á hinum ýmsu stöð- um, þar sem erfitt er að fá utan að komandi fjárhagsaðstoð, og þvierfitt fyrir litilleikhús að bera sig. Hefur leikhúsinu alls staðar veriö mjög vel tekið, og það hefur margoft sýnt sig á ferðum þeirra, aðþjónusta sem þessi er mjög vel þegin. Alþýðuleikhúsið nýtur litillar sem engrar fjárhagsaðstoðar frá opinberum aðilum. Eini styrkur- inn sem þvi er veittur er úr fé- lagsheimilasjóði. Hefur leikhúsið sótt um styrki til hinna ýmsu verkalýðs- og stéttarfélaga, á þeim forsendum að það reynir að ferðast um landsbyggðina og veita henni þannig þá þjónustu sem hUn nýturi mjög litlum mæli. Verkalýðs-og stéttarfélögum yrði þá einnig veittur afsláttur á miðaverði. Reykvikingum gefst kostur á að sjá Skollaleik i Lindarbæ n.k. miðvikudag og fimmtudag. Nem- endum á menntaskóla- og há- skólastigi gefst einnig kostur á að fylgjast með sýningum Al- þýðuleikhUssins. beir skólar sem aðstöðu hafa, verða sóttir heim, og þar haldnar sýningar. Þeir skólar sem aðstöðu hafa, verða sóttir heim, og þar haldnar sýn- ingar. Þeim skólum sem aðstöðu hafa enga, mun væntanlega gef- ast kostur á að sjá sýningar leik- hússins i sal Félagsheimilis stúdenta. Nemendum verða seld- ir miðar á lægra verði en öðrum. Sýningar AlþýðuleikhUssins hafa alls staðar notið mikilla vin- sælda og verið mjög vel tekið, og ættu Reykvikingar ekki aö láta þetta tækifæri úr greipum sér ganga að fylgjast með Krumma- gulli og Skollaleik. —AB gætir Að kvöldi hins 29. október s.l. fórfram skyndikönnun innstæðu- lausra tékka á vegum Seðlabanka Islands. Könnunin náði m.a. til innlánsstofnana i Reykjavik, Kópavogi, Hafnarfirði, Keflavik og Selfossi. 1 könnuninni komu fram alls 403 tékkar án fullnægjandi innstæðu, að fjárhæð samtals kr. 18,8millj., sem reyndust vera 0,369% af veltu föstudagsins i ávisana- skiptum við Reiknistofu bank- anna og Seðlabankann, sem nam 5.103 millj. kr. Til samanburðar ber þess aö geta, að við könnun hinn 19. marz s.l. komu fram 842 tékkar að fjárhæð 12,2 millj. kr., sem ónóg innstæða var fyrir og námu þeir sem næst sama hlut- falli af veltu dagsins. Reiknistofa bankanna vinnur nú sem næst alla tékka sem berast bönkum á Reykjavikur- svæðinu og næsta nágrenni, og er fjöldi tékkareikninga, sem Reiknistofan annast vinnslu á nú um 80 þús. Voru hreyfingar hjá henni aðfararnótt s.l. laugardags um 65.000, þar af tékkar um 46.500 talsins, og nam heildarfjárhæð útborgana 6.070 millj. kr. Af þeim 403 tékkum, sem reyndust án fullnægjandi inn- stæ’ðu, voru 43 útgefnir af 19 aoiium, að fjárhæð samtals 12.765.000 kr., en hinir 360 voru samtalsað fjárhæðum 6 millj. kr. HeildarUtkoma þessarar skyndikönnunar er heldur betri en verið hefur að jafnaöi undan- farin 10 ár. Hefur greinilega gætt meira aðhalds i meðferð tékka- mála gagnvart reikningshöfum. Borgarstjóri stórtækur Fyrsta skóflustungan að nýju borgarleikhúsi sýndi, að þar eiga að fara fram stórar fram- kvæmdir. Borgarstjórinn i Reykjavik, Birgir isleifur Gunnarsson, steig upp i vélskóflu og gróf þar mikla liolu og stóra. Borgarstjóri flutti siðan ávarp og minntist á sögnina kinversku að hver 1000 milna ganga hefst á fyrsta skerfinu. Hér væri verið að stiga fyrsta skrefið i 1000 milljón króna framkvæmdum. óskaði borgarstjóri leikhúsinu vel- farnaðar, Steindór Hjörleifsson formaður Leikfélags Reykjavikur tók einnig til máls og fagnaði merkum áfanga sem nú væri náð. Vigdis Finnbogadóttir bauð að þvi loknu öllum til kaffidrykkju i iðnó. Þegar verður hafizt handa við framkvæmdir fyrsta áfanga nýja hússins, og er vonazt til að honum ljúki fyrir 1. mai i vor* —AB Kröftugar umræður á kappræðufundi um „Réttarríki - gróusögur” FÓLK HEFUR VAKNAÐ TIL MEÐVITjJNDAR UM AÐ RÉTTARFARIÐ I LANDINU ER OVIÐUNANDI Kappræðufundurinn um réttarriki og gróu- sögur, sem haldinn var á Hótel Sögu um sið- ustu helgi tókst með af- brigðum vel að flestra dómi. Fundinn sóttu milli 450 og 500 manns að mati starfsmanna hótelsins. Ræðumenn voru þeir Guðmundur G. Þórarinsson, Sig- hvatur Björgvinssson, Jón Sigurðsson og Vil- mundur Gylfason en fundarstjóri var Magnús Bjarnfreðsson. 1 fyrstu umferð fékk hver ræðumaður 8 min- útur til umráða, siðan þrjár minútur, þá fjór- ar minútur og loks sex minútur i sjöundu og siðustu umferð. Meðan á umræðum stóð fengu fundargestir að leggja fram skriflegar spurn- ingar fyrir ræðumenn og tókst það fyrir- komulag með ágætum. Það var Félag ungra fram- sóknarmanna í Reykjavik, sem stóö fyrir þessum fundi, sem i raun var kappræðufundur milli Framsóknarflokksins og Al- þýöuflokksins um dómsmál og réttarfar á tslandi og þær miklu og almennu umræöur sem um þau mál hafa sunnnizt. Guðmudur G. Þórarinsson lagöi mikla áherzlu á að sann- færa fundarmenn um það, að Ólafur Jóhannesson væri góður dómsmálaráðherra— og ekki nóg með það heldursá bezti sem tslendingar hefðu átt fyrr og siðar. Minnti lofgerðarrollan ó- neitanlega nokkuð á uppskrúf- aðar nrósræöur þeirra i Noröur- Kóreu, þegar mikið liggur við, aðsannfæra þjóöina um ágæti Jim II Sung. Guðmundur sagði að Fram- sóknarflokkurinn heföi gert meira en nokkur annar stjórn- málaflokkur til þess að koma dómsmálunum i viðunandi horf. Hins vegar hefði Alþýðuflokk- urinn ekki flutt eina einustu til- lögu eða gert hætishót til þess aö ýta við þessum málum. Þessar fullyrðingar endurtók Guö- mundur aftur og aftur i hverri umferð enda þótt Sighvatur Björgvinsson heföi bent á tillög- ur sem Alþýðuflokkurinn heföi flutt um dómsmálin bæði á þessu þingi og i fyrra. Pólitfskur ávinningur? Þá sagði Guðmundur aö upp hefðu risið menn, sem vildu nota sérdómsmálin og ástandiö i þeim málum til pólitisks á- vinnings, væru Alþýðuflokks- menn þar fremstir i flokki. Guömundur sagði aö ekkert hefði sannazt af þeim áburði og óhróðri, sem andstæöingarnir hefðu borið á Framsóknarflokk- inn og framsóknarmenn. ólafur Jóhannesson hefði 1 alla staði komið fram, sem góðum dóms- málaráðherra sæmdi. Nefndi Guðmundur sem dæmi, að Ólafur hefði ekki mætt i réttinum í meiðyrðamáli sem höfðað var gegn honum. Sýndi það svo ekki færi á milli mála að dómsmálaráðherra heföi ekki viljað hafa áhrif á skoöanir og ákvarðanir dómarans. Varð af þessu allmikill hlátur i salnum. Guðmundur sagði að Vil- mundur væri einn þeirra manna, sem hefði búið til gróu- sögur og þegar búið væri að búa til jafn margar gróusögur og nú væru i gangi, væri erfittað koma umræðum niður á heiðarlegt svið. 1 umræðunum var Klúbbmál- ið mikið i sviðsljósinu. Sagði Guðmundur að það væri alrangt að nokkur tengsl hefðu veriö á milli Framsóknarflokksins og Klúbbsins. Að visu heföi Fram- sóknarflokkurinn haldið fundi i Klúbbnum, en það hefðu aörir stjórnmálaflokkar gert einnig. Síðan las Guðmundur upp lista, þar sem greint var frá þvi hvaða stjórnmálaflokkar hefðu haldið fundi i Klúbbnum til- tekna daga. Kom þar fram að- Heimdallur og Alþýðuflokkur- inn hefðu verið tiöir gestir i Klúbbnum með fundi sina, einn- ig Fylkingin og Alþýðubanda- lagið. ' Með hliðsjón af þessum stað- reyndum taldi Guðmundur frá- leitt að tala um einhver tengsl milli Framsóknarflokksins og Klúbbsins. Sighvatur Björgvinsson sagði i ræðu sinni, að æðstu menn dómsmála hér á landi bæru kinnroða gagnvart erlendum aðilum, sem hingaö kæmu til að kynna sér ástand og skipan dómsmála. Þetta væri eðlilegt þvi i raun væri ekki lengur hægt að tala um Island sem réttarriki og þvi færi viðsfjarri að allir væru jafnir fyrir lögunum. Hann benti á að löggjafar- vald, dómsvald og fram- kvæmdavald væru meira og minna háö hvert öðru og þess væru mörg dæmi, að allir þessir þættir væru fyrir hendi i einum og sama manninum. Grbætur eiga erfitt uppdráttar Sighvatur sagði aö úrbætur i dómsmálum ættu erfitt upp- dráttar á Alþingi. Alþýöuflokk- urinn heföi verið eini stjórn- málaflokkurinn á Alþingi sem hefði lýst fullum stuðningi viö frumvörp og tillögur sem fram hefðu komið á siöasta þingi. Stuðningsflokkar stjórnarinnar, og þar með flokkur dómsmála- ráðherrans, hefðu ekki staöið- með þessum úrbótum. Slik frammistaða talaði sinu máli. Þá vék Sighvatur aðþeirri ó- heillaþróun sem orðið heföi á sviði afbrota og glæpa. Sagði hann að Island væri ekkert öðru visi en önnur lönd að þvi leyti að afbrot og glæpir þróuðust hér rétt eins og hvar annars staðar. sagði hann aö nauðsynlegt væri að skapa sterkt almenningsálit, sem fordæmdi lögbrot i hverri mynd sem þau birtust. Sagöi Sighvatur það alvarlegt mál, þegar æðstu embættis- menn og ráðamenn neituðu að horfast i augu viö staöreyndir. Tókhannm.a. sem dæmi afneit- un ábyrgra valdamanna á þvi að svartamarkaösbrask við- gengist á íslandi. Slika hluti hefðu þeir aldrei heyrt talað um enda þótt alþjóð vissi hið gagn- stæða. 1 ræðum þeirra Guðm. og Jóns bar mikið á þvi, aö þeir vildu gera samanburð á Fram- sóknarflokknum og Alþýöu- flokknum. Ef Framsóknar- flokkurinn væri slæmur þá væri Aiþýðuflokkurinn enn verri. Sighvatur Björgvinsson sagðist neita algerlega að taka þátt I slikum samjöfnuði. Tengsl manna við Alþýðuflokkinn, Framsóknarflokkinn eða ein- hvern annan flokk skiptu sig engu máli i sambandi viö af- brotamálin, slikt samtrygging- arkerfi stjórnmálamanna vegna framkvæmdár dóms- mála væri fyrir neðan allar hell- nr I Einstök dæmi eða málið almennt? Þeir Guðmundur og Jón Sig- urðsson kvörtuðu mikiö undan þvi, aö að ræðumenn Alþýöu- flokksins tækju fyrir einstök mál, svo sem Klúbbmálið og Listasafniö. „Hvernig er hægt að ræða um mál án þess að benda á ákveöin dæmi?”spurði Sighvatur Björgvinsson. Sighvatur sagði það augljóstað Framsóknarflokkurinn kærði sig ekkert um það að hulu þagn- arinnar væri svift af einstökum hneykslismálum. Þess vegna héldu þeir uppi marklausu hjali um þessi mál og neituöu að hlusta á staðreyndir. Þetta „samsæri þagnarinnar” sem Framsóknarflokkurinn stæöi fyrir og reyndi að verja væri f algerri andstöðu viö vilja hins almenna borgara. „Það er frjálst og opið þjóöfélag sem við viljum,” sagði Sighvatur. Sighvatur Björgvinsson sagöist ekki láta sér detta 1 hug að hinir almennu stuðnings- menn Framsóknarflokksins væru ánægðir með frammistööu dómsmálaráðherra og flokks hans i sambandi viö fram- kvæmd dómsmála og rannsókn sakamála. Sagði Sighvatur að þetta væru alvarlegustu málin í dag og það væri dómsmálaráð- herrann sem bæri ábyrgðina. Sighvatur sagði það alvarlegt mál þegar fram kæmi að sjálfur dómsmálaráðherrann væri við- riðinn fjármálahneyksli og önn- ur misferli i sambandi við Framsóknarflokkinn. Benti Sig- hvatur á að ritari Framsóknar- flokksins, Steingrimur Her- mannsson, heföi viðurkennt að Framsóknarflokkurinn hefði notfært sér fjárhagsvandræði Sigurbjarnar Eirikssonar i sambandi við margumrædd samskipti Sigurbjarnar I Klúbbnum við Framsóknar- flokkinn. Að lokum benti Sighvatur á, aö Alþýöuflokkurinn hefði flutt margar tillögur, sem miðuöu aö þvi, að efla réttarfar i landinu og meö þvi stuðla að heilbrigð- ara og réttlátara þjóðfélagi þar sem réttur einstaklingsins væri ekki fyrir borð borinn og allir væru jafnir fyrir lögum. Jón Sigurðsson ræddi mikiö um almennar reglur réttar- rikisins. Þessum reglum væri nauðsynlegt að fylgja enda væru þær undirstaða lýðræðis og heilbrigös réttarfars. Jón gagnrýndi málflutning siðdegisblaðanna og annarra aðila, sem legðu sig fram um að grafa undan trausti almennings á lögum og rétti. Hann sagði að Island væri réttarriki og þess vegna væri gagnrýni sú, sem fram hefði komið um réttarfariö að mestu tilefnislaus. Þá vék Jón aö þeirri höröu gagnrýni sem Framsóknar- flokkurinn og forystumenn hans hefðu orðið fyrir að þvi er varð- aði tengsl við fjármálahneyksli, mútur, valdnföslu og glæpi. Sagði Jón að þetta væri óheyri- legasta áróðursherferð, sem um getur á tslandi. Engin tengsl við Klúbbinn? Jón sagði að ásakanir um það að Framsóknarflokkurinn væri og hefði verið i tengslum viö Klúbbinn væru algerlega úr lausu lofti gripnar. Sjálfur hefði hann engan áhuga á Kiúbbnum, nema þá rétt um helgar. Þá tók hann fram að Framsóknarmenn borguðu æviniega fyrir sig og hefðu aldrei fengið neitt gefins I Klúbbnum. Jón sagði að niðurrifsskrif ýmissa manna um þessi mál væru vitaverð. 1 þvi sambandi var þeirri spurningu beint til Jóns hvort hann teldi skrif Al- freðs Þorsteinssnnar i Timan- um á hærra plani en skrif sið- degisblaðanna. Þessu svaraði Jón Sigurðsson á þann veg, aö hann harmaði skrif Alfreðs, en þess bæri að gæta aö hann heföi ekki byrjaö. Það væru aðrir, sem hefðu stuðlaö að þessari sorpblaða- mennsku. Jón sagöi að réttvisi á Islandi væri i samræmi viö það, sem lög heimila. Hann sagðist vera ánægður meö réttarfarið 1 land- inu. „Ég er hræddur viö nýjar brautir i sakamálum. Það er mikilvægara aö beita varúö en flýta sér um of,” sagði Jón Sig- urðsson. Jón visaöi algerlega á bug þeirri fullyrðingu, að Timinn hefði tekið að sér að verja af- brotamenn og aöra einstaklinga sem hefðu gerzt brotlegir við lög og almennt velsæmi. Þá vék Jón aö málefnum Al- þýðublaðsins. Hann sagöist vel geta trúaö þvi að Alþýöuflokks- menn væru ekki að leyna neinu i sambandi við fjármál Alþýöu- blaðsins eöa eignir flokksins. A sama hátt teldi hann eðlilegt aö Alþýöuflokksmenn væru ekki alltaf að tortryggja gjörðir Framsóknarmanna. Jón Sigurösson sagöist harma að samstaöa og samvinna Framsóknarflokksins og Al- þýðuflokksins væri ekki meiri en raun bæri vitni. Við þau orð Jóns fóru nokkrir Framsóknar- menn að klappa. Að öðru leyti •tóku fundarmenn litiö undir þann samvinnuboðskap Jóns Sigurðssonar. Að lokum sagði Jón að gagn- rýnin hefði verið neikvæð. „Þetta er ekki umbótasinnuð gagnrýni,” sagði Jón. „Gagn- rýnin hefur ekki vakið fólk til umhugsunar um að ástandið I þessum málum sé svo slæmt, heldur að hér sé á ferðinni póli- tisk rógsherferð gegn Fram- sóknarflokknum og almenningi yfirleitt,” sagði Jón Sigurðsson að lokum. Vilmundur Gylfason ræddi mikið um verðbólguástandið á Islandi og þær afleiðingar sem verðbólgan hefði á ýmsum svið- um. „Lán hætta að vera lán og verða að fjárveitingu,” sagði Vilmundur. Umfangsmeira en Watergate Vilmundur sagöi að Klúbb- málið væri miklu stórbrotnara mál, heldur en Watergate-mál- ið i Bandarikjunum ef tekið væri mið af fámenni islenzku þjóðar- innar. Rakti hann einstök atriði Klúbbmálsins og gagnrýndi harðlega vinnubrögð dóms- málaráöuneytisins og dóms- málaráöherra á þessu máli. „Það þurftu morðmál til að vekja þjóðina,” sagði Vilmund- ur. Hann sagði að það væri ný stefna i blaðamennsku, sem ætti mestan þátt I þvi að þjóöin væri nú að vakna til meðvitundar um það óréttlæti og þau misferli, sem ættu sér stað hér á landi. „Ég vil láta skapa hér réttar- riki þar sem lög ná jafnt yfir alla, okkur hérna, ykkur þarna og Sigurbjörn i Klúbbnum,” sagði Vilmundur. Þá vék hann enn að afskipt- um Olafs Jóhannessonar, lög- legum en siðlausum athöfnum hans og þeirrar staöreyndar að dómsmálaráðherrann heföi veriö staðinn aö ósannindum. „Ólafur Jóhannesson laug,” sagði Vilmundur. Vilmundur sagði að Timinn hefði dag eftir dag staðið vörð um „glæpahyskið.” Fyrir- greiðslur til Framsóknarmanna úr Lifeyrissjóði rikisstarfs- manna væri staðreynd, þar væri ekki um að ræða neitt „Ef, dylgjur, róg, Nixo og Göbbels.” Siðan leit Vilmundur yfir til ræðumanna Framsóknarflokks- ins og sagði: „Ef Sigurbjörn I Klúbbnum væri hér staddur á fundinum, hverjum haldið þið að hann héldi með? Ef einhverj- ir fjárglæframenn væru hérna, hverjum háldið þið að þeir héldu með?” sagði Vilmundur að lok- um. Auðvitað mundu þeir halda með fulltrúum Framsóknar- flokksins og fundarmenn tóku kröftuglega undir með dynjandi lófaklappi. Vilmundur Gylfason sagði að fjármálatengsl Klúbbsins og Fra msóknarflokksins væru staðreynd. Það vissu allir. Þá’ ræddi Vilmundur nokkuð um málefni Listasafnsins og geröi grein fyrir þvi. Að lokum sagði Vilmundur að fólk hefði vaknað til meðvitund- ar um að réttarfarið i landinu væri óviðunandi. Þess vegna kæmifólk til að hlusta á umræð- ur um þessi mál, þess vegna læsi fólk greinar hans um þessi mál. Ný kynslóð krefst þess að sjá innviði samfé- lagsins Að lokum sagði Vilmundur að það væri engin tilviljun eöa ill- girni hans og annarra sem réði þvi að Framsóknarmenn hefðu orðið fyrir harðri gagnrýni. Þeir hefðu sjálfir unnið til þess, gagnrýnin væri á rökum reist, hún væri staðreynd og það er Dagblaðið Timinn sem reynir að réttlæta þetta fyrir þjóðinni. „En þetta verður ekki liðið á- fram, þvi þaö er ný kynslóð sem krefst nýrra vinnubragöa og krefst þess að fá að sjá innviði samfélagsins,” sagöi Vilmund- ur Gylfason að lokum. —BJ W Alyktanir 37. þings Alþýðuflokksins: Skera verður úr um hverjir eigi landið 37. þing Alþýðuflokksins heitir áframhaldandi baráttur fyrir þeirri meginhugsjón að landiö verði þjóðar- eign. Tillögur flokksins i þessu máli eiga vaxandi fylgi að fagna og þær hljóta að móta framtiðarstefnuna. Þingið vekur athygli á, að fulltrúar 135 rikja á HABITAT ráðstefnu Sam einuðu þjóðanna gerðu ályktanir um eignarráöá landi mjög i sama anda og tillögur Alþýöuflokksins eru. Þetta mál verður ekki leyst meö einni löggjöf, heldur þarf hugmyndin að móta margvisleg lög og opinberar aðgerðir. Sem dæmi má nefna: 1. Þegar verður aö hef jast handa um að fá úr þvi skorið, hverjir eigi landið I dag, þvi vafi leikur á eignarrétti á stórum svæðum. 2. Beita verður mun strangari aðgerðum til að hindra jarðabrask peningamanna. 3. Hið opinbera veröur að kaupa sem fyrst svæði, sem nauðsynleg eru til útivistar. 4. Alþingi á að setja lög, þar sem rikiö lýsir eign sinni á öllum hita i jörðu. 5. Tryggja verður sveitarfélögum land án okurverðs. 6. Koma verður i veg fyrir að land- eigendur hljóti óeðlilegan arð án nokkurs eigin tilverknaðar vegna opinberra aðgerða, framkvæmda, skipulags eða af öðrum ástæðum. 7. Gera verður sérstakar ráðstafanir til þess, að ungir bændur geti fengið góðar bújarðir og þurfi ekki árum saman að bera þunga skuldabagga vegna jarðakaupa á uppsprengdu verði i samkeppni viö landbraskara. Landið er takmörkuð auðlind og meðferð þess á að vera háð opinberri stjórn i þágu þjóðarheildarinnar. Kaupum ekki vörur frá Suður-Af ríku! 37. þing Alþýðuflokksins lýsir stuðningi sinum við undirokaðar þjóöir Suður-Afriku, sem kúgaðar eru með hinu illræmda apartheid-kerfi hins hvita minnihluta. Þingið fordæmir ofbeldisaðgerðir stjórnar Suður-Afriku, sem leitt hafa til blóðugra óeiröa, svo og hin ólöglegu yfirráð Suður-Afriku yfir Namibiu, þvert ofan i Itrekaöar ákvarö anir Sameinuðu þjóöanna. Sókn til þjóðfrelsis verður ekki stöðvuð og litill en auðugur minnihluti getur ekki lengi ráðið rikjum með vopnavald yfir fátækum meirihluta, eins og gerist i Rhodesiu, Namibiu og Suður-Afriku. Vonandi tekst að leysa þessi mál, svo að ekki komi til blóöugs ófriðar um alla sunnan verða Afriku. Þingið hvetur almenning til þess að kaupa ekki vörur frá Suður-Afriku meðan núverandi ástand rikir þar og mótmæla þannig i verki apartheid- stefnunni. Kristilegt siðgæði verði eflt 37. flokksþing Alþýöuflokksins lýsir þeirri skoðun sinni, aö stuðla beri að viðgangi kristinnar trúar á Islandi i þeim tilgangi að efla kristilegt siðgæði, en á sliku virðist ekki vanþörf, eins og ástatt er i islenzku þjóðfélagi. Hin einföldu siðalögmál kristninnar hljóta aö vera verulegur þáttur i lifi hverrar þjóðar, sem vill heita menningarþjóð. Gagnsókn gegn tóbaki, áfengi og eiturlyfjum • 37. þing Alþýðuflokksins varar alvarlega við þeim hættum á varan- legu tjóni á andlegu og likamlegu heil- brigöi þjóöarinnar, sem stafa af sivax- andi neyzlu tóbaks, áfengis, hvers konar eiturlyfja og annarra vimu- gjafa. Stjórnvöld og stjórnmálaflokkar verða að hafa frumkvæði um harða gagnsókn á þessum sviðum, beita skólakerfi, kirkju og fjölmiðlum til þess aö vinna gegn þessum hættum og styrkja siðferöiskennd þjóöarinnar. Auka ber stuöning þjóðarinnar við æskulýös- og Iþróttastarf og efla fjöldaiökun hvers konar Iþrótta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.