Alþýðublaðið - 13.11.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.11.1976, Blaðsíða 4
4 SST Hafnaryfirvöldum ber að láta loka hafnarsvæði Reykjavíkur nú þegar Mér er enn i fersku minni þegar ég ungur maður sá ljósmynd af skipshöfn hafrannsóknarskipsins Pourquis Pas?, þar sem hún lá andvana i f jörunni vestur á Mýrum. Einnig er mér i minni sú mikla sorg sem rikti i Reykjavik þegar þessir drukknuðu sjómenn voru bornir til skips, sem flytja skyldi þá heim til Frakklands þar sem þeim var búin hinzta gröf. Þá blökktu fánar i hálfa stöng og ibúar höfuð- borgarinnar syrgðu. Sama sorg hefur rikt á landinu þegar islenzkir togarar hafa farizt með allri áhöfn. Þá taka allir landsmenn þátt i sorginni. Enginn ber ábyrgðina. Þvi er á þetta minnzt hér, aö á siðustu 16 árum hafa látið lifið i Reykjavikurhöfn svipaður fjöldi fólks og fórst annars vegar með Porquis Pas? eöa hinsvegar sem svarar einni togaraskipshöfn á saltfiskveiöum. Samkvæmt upp- lýsingum sem ég hef undir höndum þar um eru þetta 36-38 mannslif, karlar og konur. En við slikar slysfarir virðist enginn kippa sér upp. Þær eiga sér stað á annan hátt en þau slys sem vitnað er til I upphafi. En þetta eru engu að siður mannslif sem horfiö hafa I slysagildru borgarinnar. Og það sem meira er: Það virðist enginn bera ábyrgðina. Þvi miður. Mér veröur oft hugsaö til þeirra vaktmanna sem starfa á hafnar- svæði Reykjavikurborgar, i skip- um eða vöruskemmum. Árásar- hætta á þessa menn fer sifellt vaxandi, þvi hér við höfnina virö- ist fá aö þrifast eftirlitslaust hvers konar óþurftarlýður, sem leikur þar lausum hala kvöld og nætur án þess að eiga þangaö neitt erindi, annað en aö ráöast á viðkomandi vaktmenn eöa brjót- ast inn I skip og skemmur. Hér liður vart sú vika að ekki sé i fréttum getið um að fólk hafi fall- iö I höfnina og ástand þessa fólks er oft sllkt aöhörmulegt er að sjá. Dýrmætur skóli reynslunnar Vegna þess tel ég brýna nauö- syn að loka höfninni i Reykjavik án tafar, — og einnig Sundahöfn. Þetta er brýnt öryggismál og þolir enga bið, þvi slysavarnar- mál eiga að sitja I fyrirrúmi, enda verður öryggis mannslifa aldrei ofgætt. Með þessari grein fylgja ýmis dæmi, og styðst ég þar við öruggar heimildir úr sögu Reykjavikurhafnar og get sannaö þau hvar sem er. Ég hef dýrmæta persónulega reynslu i þessum efnum og hald- góöa þekkingu að auki, þar sem ég hef verið sjómaöur á ýmsum tegundum skipa sem fiskimaöur, en lengstur ferili minn á sjó er farmennska. Þau skip sem ég hefi verið á hafa oft legið við festar i höfninni, en einnig hef ég reynslu þaðan sem vaktmaður i skipum Eimskipafélagsins. Þá hef ég einnig starfað viö Reykjavikur- höfn sem hafnarverkamaöur. " llf IIWlMHl/ .. .IBW" ■ • ; KgHI * mm^ 7 <”'» 77-7” _ ^ * \ } fiS ! I ■' . g BB * * Á ájfr Sundahöfn: Tvö hlið/ annað lokað. (AB-myndir: ATA) Þessi reynsla hefur verið mér dýrmætur skóli, og skal ég nefna hér nokkur dæmi oröum minum til staðfestingar. Arið 1958 vorum við Jóhann Björnsson (nú til heimilis að Kvisthaga 19 hér I borg) vakt- menn um borö i gamla Brúar- fossi, sem slðar var seldur til Afriku. Þetta var I kolvitlausu veðri, hifandi austanroki og rign- ingu. Þegar atburður sá gerðist sem nú skal frá greint var mjög lágsjávaö. Það mun hafa verið laust eftir miðnætti aö mér fannst ég heyra einhvern skell eöa dynk að utan, en viö félagarnir vorum þá staddir i matsal yfirmanna, sem var á útsiðu skipsins, eða fjær bryggjunni. Ég spurði félaga minn, hvort hann hefði eitthvað heyrt, hvort verið gæti að einhver hefði fallið I sjóinn, en hann haföi ekkert heyrt. Ég þorði þó ekki annað en fara út á dekk og þegar þangað kemur veröur mér fyrst fyrir að lita út fyrir lunninguna. Þar er þá maður i sjónum og heldur hann sér dauöahaldi I einn bryggjustaurinn og kallar á hjálp. Viö Jóhann brugöumst viö skjótt og fyrir aðgerðir okkar tókst að bjarga manninum, þrátt fyrir þær aðstæöur sem þarna voru. Frá þessum manni er það að segja, að i april siöastliönum féll hann aftur i Reykjavikurhöfn, er hann ætlaði að fara um borð i togara við Ægisgarö. Þar lét hann lif sitt þessi harðgerði sjómaöur á bezta aldri, aðeins 39 ára. Min skoðun er sú, aö hjá dauða þessa manns og margra annarra hefði verið unnt aö komast, ef ekki rikti það endemis sleifarlag sem raun er á hjá núverandi hafnarstjórn, sem á að annast hin almennu mál hafnarinnar. Við Dagsbrúnarverkamenn höfúm samþykkt á fundi áskorun til hafnarnefndar um að loka hafnarsvæðinu og höfum sérstak- lega óskað eftir fyrirgreiöslu i þvi efni frá varaformanni félagsins, Guömundi J. Guðmundssyni, sem á sæti i hafnarnefnd. Honum ætti aö vera i lófa lagiö að fylgja eftir tillögum frá eigin félagi og sjá til að tillit sé tekið til þeirra. Enda er honum fullkunnugt um þau dauðaslys sem viö höfnina hafa orðið. Það skal tekið fram hér, aö samþykkt okkar um lokun hafnarinnar var gerö tveim vik- um áður en sá hörmulegi at- burður geröist inni i Sundahöfn, aö bifreiö með fjórum ungmenn- um fór i sjóinn og tvö þeirra drukknuðu. Fólk i blóma lifins. Þennan atburð hefði mátt koma I veg fyrir ef samþykkt verka- manna hefði veriö framfylgt. Reykjavikurhöfn hefur mesta fjármagnið Auk þess sem Guðmundur J. Guömundsson á sæti i hafnar- stjórn, er Guðmundur Hallvarðs- son, starfsmaður og stjórnar- maöur i Sjómannafélagi Reykja- vikur og nýkosinn I stjórn Sjó- mannasambands íslands, vara- maöur I hafnarstjórn. Þaö verður að segjast, að engu er lfkara en aö þessum tveim mönnum frá þess- um félögum sem mestra hags- muna eiga að gæta, virðist gjör- samlega ofviða aö fylgja eftir samþykktum félagsmanna sinna, þvi Sjómannafélag Reykjavikur hefur einnig gert samþykkt um lokun hafnarinnar. Og þessi van- geta þeirra kemur fram þrátt fyrir þá staðreynd, að Reykja- vikurhöfn er stærsta og umsvifa- mesta höfn landsins og hefur mest fjármagn handa á milli til ráöstöfunar. Þetta fjármagn á auðvitað að nota til að loka hafnarsvæðinu, bæði vesturhöfn- inni og Sundahöfn. Ég tel þessa slysagildru Reykjavikurborgar hreina borgarskömm. Og það er borgaryfirvöldum einnig til hreinnar vansæmdar aö þessi lokun skuli ekki enn hafa veriö framkvæmd, þótt borgin hafi mörgum góðum fulltrúum á að skipa. Að visu er þar misjafn sauður i mörgu fé eins og gengur, en eins manns vil ég geta umfram aðra þar sem ég tel að hann geti gertstórvirki I þessu tilviki. Hér á ég við Albert Guðmundsson. Sem gamall Valsmaður treysti ég hon- um til að má þennan svarta blett af fæöingarborg okkar. Og öðrum borgarfulltrúum, hvar I flokki sem þeir standa bendi ég á sama málið, þvi þótt ég geti Alberts Guðmundssonar sérstaklega, þá vona ég að hinir borgarfulltrú- arnir láti ekki slikan smánarblett liðast til lengdar á sinni gullfall- egu (frá náttúrunnar hendi) fæð- ingarborg sinni. Ég skora þvi á* þá, að þeir láti nú hendur standa V

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.