Alþýðublaðið - 13.11.1976, Blaðsíða 6
6 SJÖNARMIO
Laugardagur 13. nóvember 1976 SSXíö*'
DR.JAKOB JONSSON:
MAÐUR EÐA BÓK
Éger með þeim ósköpum gerð-
ur, að ég hefi oft ánægju af þvi að
ræða við fólk, sem hugsar öðru-
visi en ég. Fyrir nokkrum árum
áttiég t.d. mjög ánægjulegt sam-
tal við iranskan prófessor, sem er
múhameðstrúarmaður. Ég
spurði hann meðal annars, hvort
hann vildi láta kalla sig múham-
eðstrúarmann eða múslim-mann.
Hann sagði, að trúarbræður sinir
vildu fremur nefnast „múslim,”
þvi að það merkti þann, sem trúir
á Guð. Rétttrúuðum mönnum
væri Kóraninn, hin helga bók
þeirra, hin sanna opinberun um
Guð, en spámaðurinn Móhameð
væri sá, sem flutt hefði opinber-
unina. Það væri ekki maðurinn,
heldur bókin, sem væri hin æðsta
opinberun.
Mér þótti fróðlegt að heyra
þessar skýringar. Þær sýndu mér
meö stuttu og skýru dæmi þann
mun, sem er á trúarskoðun krist-
inna manna og múslim-manna.
Við kristnirmenn byggjum líka á
helgri bók, Bibliunni, — en hún
fær gildi sitt sem vitnisburður um
mann.sem sjálfur er i eigin per-
sónu hið guðdómlega opinberun.
Hjá okkur er maðurinn Jesús hin
guðlega opinberun, og Biblian fær
helgi sina af þvi að flytja okkur
Jesúm Krist.
Af þessum skilningi leiðir, að
grundvöllur kristinnar mótunar i
hugsun og breytni, er ekki fyrst
og fremst fræðsla, siðaboð, lög-
mál, heldur andsvar við persónu,
eftirbreytni eftir manni, sem vér
sjáum ljóslifandi fyrir okkur i
Bibliunniog, I framhaldiaf þvi, —
i þeim, sem hafa lifað og „með
sama hugarfar og hann” (sbr.
Fil. 2,5). I predikun kirkjunnar,
sálmum og bókmenntum má
finna fjölmörg dæmi þess, að til
hafa verið menn, sem fundu
þetta. Passiusálmar séra Hall
gríms eru framhaldssaga um
þaö, hvernig „ég” eða „þú”
stöndum andspænis persónunni
Jesú, og hvernig vib bregðumst
við honum. Ræður séra Haraldar
Nielssonar voru áhrifamiklar,
meðal annars fyrir þá sök, að
þetta viðhorf var honum rfkara i
huga en nokkuð annað.
Til að skilja betur þýðingu þess,
að þetta sé rétt skilið, er skyn-
samlegt að veita þvi athygli,
hversu mikið i fari okkar mann-
anna yfirleitt er meira háð and-
svari við persónum heldur en
beinum siðaboðum eða ráðum,
hversu góð sem þau kunna að
vera. Þeir ólánsmenn, sem nú
frem ja afbrot sin i þeim stil, sem
er í rauninni nýr hér á landi, eru
með þvi að veita andsvar lifandi
persónum, sem komið hafa inn
fyrir þröskuld vitundar þeirra i
fréttum, fjölmiðlum eða jafnvel
áhrif annarra manna með svip-
aöa mótun. Þeir þekkja öll siða-
boð kristninnar jafnvel og aðrir,
en „hetjur” þeirra, „fyrirmynd-
ir”, eða áhrifavaldar eru persón-
ur. Þeirra hlutverk vilja þeir
leika.
Ungur maður, sem fer að
reykja og drekka.veit ofur vel, að
hvorttveggja er skaðlegt, og þarf
eiginlega enga bindindisfræðslu.
En hann hefir orðið hugfanginn af
lifandi persónum, sem standa
honum framar, þvi að þeir eru
„fullorðnir”, og hann vill sem
fyrst ganga inn i hlutverk hinna
fullorðnu.
Ungir menn, sem ganga i
björgunarsveitir, gera það vegna
beinna eða óbeinna áhrifa frá
mönnum, lifs eða liðnum, sem
fengu tækifæri til að sýna kristi-
lega hugsun i verki, með mann-
dómi og drengskap. Þeir ganga
inn i lifshlutverk þessara manna.
Þessum dæmum er ætlað að sýna,
aö hlutverkaval er háðara per-
sónulegum áhrifum en siðaregl-
um, þó að þær séu auðvitað óhjá-
kvæmilegur þáttur mannlifsins.
En einmitt af þvi að þessu er svo
háttað almennt, gefur það auga
leið, að kristilegt lif er svipuðum
lögum háð. Flestir þeirra, sem
orðið hafa djúpt snortnir af per-
sónu Krists, hafa mótazt af áhrif-
um frá lifandi fólki, en ekki að-
eins bók bókanna, þótt mikilsverð
sé. Margir hafa orðið fyrir áhrif-
um til kristinnar mótunar við
sambæn foreldra með börnum
sinum litlum, helzt að kvöldi til.
— En reynslan sýnir að fólk á öll-
um aldri verður fyrir hvers
kyns áhrifum af fyrirmyndum af
öðru tagi, eins og ég áðan gat um.
Þegar verið er að ræða um, að
þörf sé á bættu siðferði lands-
manna, nægir ekki löggjöf og
refsingar, heldur jákvæð áhrif frá
körlum og konum, sem lifa sjálf-
ar i meðvituðu samfélagi við
Krist. Þeir, sem eru feimnir viö
að láta það uppi, að fyrirmynd
Jesú sé þeim alvara — þeir láta
ónotuð tækifæri til að hafa siðbæt-
andi áhrif á einstaklingana, sem
þeir eru samtiða.
Fjölmiðlarnir geta átt hér mik-
inn hlut að. Gagnrýni á samtið og
samtiðarmenn getur þar verið
” nauðsynleg, en það er ekki hollt
að við, sem lesum blöðin, fáum
yfirleitt þá hugmynd, að sam-
borgarar okkar séu ekkert annað
en misyndismenn og bófar. Mér
liggur við að segja, að fáir njóti
sannmælis, fyrr en presturinn
talar yfir þeim við jarðarförina.
Þar er dregið fram hið jákvæða i
lifi manna. — Stjórnmálamenn
lýsa hver öðrum, eins og alþingi
sé yfirleitt ekki skipað öðrum en
svikurum. Þess vegna er ég
þeirrar skoðunar, að þeir, sem
stjórna fjölmiðlunum ættu að
taka sig saman um að láta sem
mest á þvi bera, sem borið er uppi
af hugarfari Krists, og unnið fyrir
áhrif af persónu hans, bein eða
óbein. Ég er ekki að meina, að
það eigi að bera einkenni predik-
ana. Þær eiga við á sinum stað.
Heldur fréttir og frásagnir af þvi,
sem gott er i fari mannanna — þvi
sem likist Kristi enda þótt mann-
legt lif sé allskostar ófullkomið i
andsvari sinu við persðnu hans.
En sé blaðamönnum og rithöf-
undum alvara með að hafa góð á-
hrif á hugarfar lesenda sinna, —
þá geri þeir sér ljóst, að hlutverk
Krists er af honum sjálfum hugs-
að sem lifandi hlutverk i samfé-
lagi mannanna yfirleitt. — Sjálfur
Ibsen sótti einu sinni um skálda-
styrk með þeim ummælum, að
það vekti fyrir sér að skrifa
skáldverkið til stuðnings kristinni
trú. (Orðalagið man ég ekki, en
hugsunin var þessi).
Hitt getur þrátt fyrir allt verið
vandaverk — að finna form fyrir
hlutverk kristins manns á seinni
hluta tuttugustu aldar, þó að það
blasi við okkur i gamalli bók, að
viðbættu lifi og líferni þúsunda i
sögu mannkynsins.
HORNmn
Nú er ekki
neitt eftir
nema
kjafturinn
Stórir viðburðir og
smáir hafa orðið
islenzkum hagyrðing-
um tilefni vísnagerðar
gegnum aldirnar.
Sigurður Mar 0rti
eftirfarandi visur
aðfaranótt 12.
október, þegar leir-
hverinn við Kröfiu tók
að gjósa. Þá voru allir
sendir burtu af svæðinu
án þess að upplýsingar
fengjust um hvað i
raun var á seyði.
Mér við þessu hugur hrýs.
Horfum á staðreynd ljósa.
Landið slgur, landið ris,
Llklega fer að gjósa.
Þegar Sigurður sá hverinn
tveim dögum síðar varö honum
að orði:
Hann í fyrstu gaus mjög greitt
gegndarlaus var krafturinn.
En nú er orðið ekki neitt
eftir nema kjafturinn.
Til stúlkunnar á Skjálftavakt-
inni orti Sigurður:
Svava mfn, ég hvlsla hljótt.
Heldurða að væri ei gaman,
ef viö mættum eina nótt
eiga skjálfta samam
Sæmundur G. Lárusson skrifar: Annar þáttur
Sjómaður, bóndi og bifreiðastjóri
Bóndi í olafsdal
Olafsdalur var fyrir eina tið
þjóðkunnur staður. Þar setti
Torfi Bjarnason heitinn á stofn
fyrsta bændaskóla þessa lands
og stjórnaði honum með hinum
mesta myndarskap. Þaðan út-
skrifuðust margir mætir menn
sem búfræðingar. Þegar þetta
gerðist, var jörðin orðin ríkis-
eign, en ekkja Torfa heitins, frú
Guðlaug Zakariasdóttir hafði
jörðina og mátti vera þar eins
lengi og hún vildi. Hún hafði bú-
ið þar með syni sinum Markúsi
Torfasyni sem ráðsmanni, en
hann vildi losna við búskapinn,
þar sem hans beið starf sem
kaupfélagsstjóra við Kaupfélag
Saurbæinga sem þá var Salt-
hólmavik.
Markús hugðist hafa búsetu I
Ölafsdal eigi að siður, enda
nægt húsrými, þó svo að þrjár
fjölskyldur byggju þar.
Þegar þetta átti sér stað, var
þar fyrir Rögnvaldur Guð-
mundsson. Við erum systkina-
synir og hann hafði verið starfs-
maður við bú frú Guðlaugar og
var þar með konu og ung börn.
Þvi var það, að þegar mér var
boðin jörðin, að ég sagði Guð-
laugu að ég vildi að við frænd-
urnir tækjum jörðina saman og
varð það úr. Við bjuggum þarna
þrjár fjölskyldur i eliefu ár,
skiptum með okkur jörðinni og
ég held að þessi ár verði mér
minnisstæðust úr búskap min-
um.
Frú Guðlaug lifði i niu ár af
þessum ellefu sem ég bjó þarna.
Henni varð að ósk sinni að fá
aö enda lifdaga sina þar sem
hún hafði stjórnað stóru og
mannmörgu heimili með rausn.
Hluta af þessu tlmabili sem
við bjuggum þarna var þriggja
flokka rikisstjórn, Alþýðuflokk-
ur, Framsóknarflokkur, Sjálf-
stæðisflokkur. Hjá þessari ríkis-
stjórn gerðust þeir hlutir að
henni datt i hug að borga með
hverju kllói afdilkakjöti sem við
bændur framleiddum. Man ég
það að þegar þetta fréttist voru
ekki allir á einu máli um þessa
ráðstöfun rikisvaldsins. Haldinn
var fundur um þetta og urðu þar
harðar deilur millum min og
Þórólfs Guðjónss., þó sam-
flokksmenn væru. Hann var
ánægður með þessa ráðstöfun
vegna þess hann átti marga
dilka og sá fram á að fá jafnvel
tugi þús. i uppbætur. Ég
benti honum á það óréttlæti sem
skapaðist við þessar ráðstafanir
og benti honum á fátækan bónda
við túnfótinn hjá honum. Bóndi
þessi átti aðeins eina kú og átján
ær og var með fjögur eða fimm
mjög ung börn. Hvað myndi
hann muna um þessa uppbót á
þau fáu kiló sem hann gæti af
hendi látið. Þessi ráðstöfun
rikisstjórnarinnar, myndi
skapa ófyrirsjáanlegt óréttlæti
og hún myndi koma sér illa
seinna, máski i breyttri mynd,
og eru það orð að sönnu, þvi nú
er það talin niðurgreiðsla fyrir
neytendur.
En hvaðan eru þeir peningar
sem greitt er með, teknir, ann-
ars staðar en af neytendum. Ég
held það fari ekki á milli mála
að þetta er ein hringavitleysa
sem alla tið mun snúa utan um
sig með sömu aðgerðum og
enda með þvi að þeir sem við
erfiðast eiga að etja verða að
láta sér nægja að kaupa aðeins
það sem ódýrast er af búvör-
Höfuðbýlið Ólafsdalur.
unni, og láta það dýrasta eiga
sig.
Þetta er min skoðun. Ég
mundi skammast min ef ég væri
bóndi nú og heimtaöi mikið
hærra verð fyrir búvöruna en
nokkur leið er að fá fyrir hana
selda úr landi. Mér finnst að
bændur hafi kostað of miklu til
við framleiðslu og rekstur bú-
anna með of miklum vélakaup-
um. Það er min skoðun, að ef
hægara hefði verið farið af stað,
hefði allt verið miklu viðráðan-
legra.
Þegar ég bjó í Ólafsdal, hafði
ég mjög góða sláttuvélahesta og
sló öll túnin með þeim, venju-
lega utan venjulegs vinnutima.
Eftir að búið var að vinna við
heyþurrk og hirðingar allan
daginn þá hélt ég áfram og sló
nóg til næsta dags, áður en ég
tók á mig náðir.
Þannig gengu búskaparhættir
til, enda aldrei ætlast til þess að
hægt væri að ljúka heyskap á
•einum og hálfum mánuði eins
og nú virðist vera takmark allra
bænda. Sem betur fer munu
bændur á Norður- og Norðaust-
urlandi hafa gert það þrjú und-
anfarin ár og er það vel. Hins
vegar tel ég, að framleiðslan
verði með þessu móti allt of dýr.
tilkostnaður verði með þeim
hætti að þessar dýru vélar og
tæki sem bændur telja sig þurfa,
eru of dýr til þess að standa vik-
um saman um heyskapartfm-
ann hreyfingarlaus. Þarna eru
of miklir fjármunir bundnir,
sem ekki geta rentað sig, og
gera það að verkum að búvöru-
verð verður allt of hátt.
Við erum of fámenn til þess að
gera slikar kollsteypur á svona
skömmum tima. Þetta er mln
skoðun og hefur alltaf verið. Bú-
skapur i sveit á góðri jörð er það
allra dásamlegasta sem ég get
hugsaö mér þó svo að vélakost-
ur væri takmarkaður. Enda
hafa þær kostað marga lifið.
Það eru lika peningar og þeir
óbætanlegir og þvi miður sorg-
legir fyrir þá sem misst hafa
sina á þennan hátt.
Það mætti margt um búskap
segja, þennan annan aðalat-
vinnuveg þjóðarinnar. Til hans
hefur verið kostað of miklu á of
skömmum tima. Það er alveg
sama og með sjávarútveginn.
Ég mun koma að því seinna
þegar landbúnaðarráðh. Hall-
dór E. Sigurðsson, ávarpaði
búnaðarþing, og skýrði frá þvi
að fyrir tilstilli bænda hefði ver-
ið auglýst stórlækkað verð á
stórgripakjöti. Kjötið var selt,
og átti þetta vist að vera til þess
að sýna hve bændur væru þjóð
hollir menn. En sannleikurinn
mun hafa verið sá að allar
frystigeymslur voru fullar og
engin leið að taka við þvi stór-
gripakjöti sem væntanlegt var á
markaðinn. Ekki kæmi mér á
óvart þó eitthvað svipað ætti
eftir að endurtaka sig, og eitt er
vlst, stærsti hluti þess sem selt
var með þessum hætti mun hafa
farið i frystigeymslur matsölu-
húsanna. Þ.e.a.s. þeirra sem
svo stórar geymslur áttu og
gátu hagnýtt sér þetta Þeir ein-
staklingar sem fengu kjöt þetta
munu vart hafa verið mjög
hrifnir, það fannst mér að
minnsta kosti á samtali við þá.
Þeir sögðu það vera allt of
gamalt og búið að missa gildi
sitt og voru litt hrifnir af þesum
kaupum.
Hér með lét ég útrætt um
búskap bænda eins og hann er
rekinn i dag, en eitt er vist,
margt hefði mátt öðruvisi fara i
aðalatvinnuvegi þjóðarinnar,
landbúnaðinum, ef hægar hefði
verið farið og með meiri gætni.