Alþýðublaðið - 17.11.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.11.1976, Blaðsíða 3
bSaöU)1 Miðvikudagur 17. nóvember 1976 Prentarafélagið mótmælir frumvarpi um vinnulöggjöf: Skerðing á rétt- indum verka- lýðs- hreyfing- arinnar Hið islenzka prentara- félag hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatil- kynningu, um frumvarp til laga um nýja vinnu- löggjöf: „Fundur i Fulltrúa- ráði Hins islenzka prent- arafélags mótmælir ein- dregið frumvarpi til laga um nýja vinnulög- gjöf, sem stjórnvöld áforma að leiða i lög. Frumvarpið er samið sam- kvæmt einhliða óskum og sam- þykktum Vinnuveitendasam- bands Islands á tveimur siðustu ársfundum þess og miðar aö þvi að skipa innri málum verkalýðs- hreyfingarinnar þannig, að frelsi þeirra verðiskert á þann veg sem einungis þekkist i löndum þar sem verkalýðshreyfing er leyfö aðeins að nafninu til. Þannig er opnuð leið til þess að svipta einstök félög verkfallsrétti ogfæra hann tilheildarsambanda án samþykkis félaganna hverju sinni, ef lög sambanda ákveöa slikt. Réttur til samúðarvinnu- stöðvana er stórum skertur og ráðherra gefinn heimild til að »fresta verkfalli i 60 daga, auk 5 daga frestunar sem sáttasemjara er heimil, ætli hann að bera fram miðlunartillögu. 'Þá er sátta- semjara gefin heimild til að láta öll félög, sem i verkfalli eiga, greiða atkvæði sameiginlega um sátta tillögu, en atkvæðahlutföll til synjunar hafa einnig veriö stór- um þrengd frá þvi sem áöur var, verkafólki i óhag. 011 eru þessi ákvæði, ef að lög- um yrðu, ógnvekjandi fjötrar á frelsi islenzku verkalýðshreyf- ingarinnar og með þeim végið að frumrétti verkalýðsfélaganna, sem tók þau ár og áratugi að ná i harðri baráttu og fá staðfestan með samningum. Fulltrúaráðiö lýsir sig fylgjandi þeirri stefnu sem mörkuð var af sambandsstjórnarfundi ASI 1974, þar sem mótmælt er „öllum breytingum á vinnulöggjöfinni, sem gerðar væru án vilja og sam- þykkis verkalýösfélaganna”. Fulltrúaráðið skorar á öll verkalýðsfélög innan ASI aö mót- mæla með öllu afli samtakanna þeirri aðför sem gerð er að frelsi verkalýðsfélaganna með frum- varpinu að hinni nýju vinnulög- Kaupið bílmerki Landverndar yferndum «lít rerndum yotlendi Að veqa samningsbundin og lögfest réttindi launþega kommúnistar hvarvetna við sama heygarðshornið Siðan hernámi Dan merkur lauk hafa danskir launþegar og jafnaðarmenn aldrei átt við aðra eins erfið- leika að striða og nú. í fyrsta lagi urðu jafnað- armenn að taka afstöðu til þess hvort þeir ættu að taka þátt i sam- steypustjórn með borg- araflokkunum, og taka þar með á sig þá á- byrgð og áhættu, sem þvi fylgdi, eða afhenda borgaraflokkunum lög- gjafarvaldið að fullu, sem að sjálfsögðu hefði leitt til þess að kjör launþegar hefðu verið stórlega rýrð og ýmis réttindi skert eða jafn- vel afnumin. Jafnaðarmenn völdu skárri kostinn af tvennu illu, þ.e. að taka að sér stjórnarforystu, og koma þannig í veg fyrir, svo sem frekast væri kostur, að fyr- irætlanir atvinnurekenda og flokka þeirra, um aö ráðast gegn hagsmunum launþega, tækjust. íslenzki Alþýðuf lokkurinn. Islenzki Alþýðuflokkurinn hefur nokkrum sinnum orðið að velja á milli slikra kosta og sætt ámæli islenzkra kommúnista fyrir. En þegar kommúnistum hér á landi óx fiskur um hrygg, söðluðuþeir gjörsamlega yfir og völdu skárri kostinn af tvennu illu og mynduðu samsteypu- stjórn, ýmist með Framsóknar- flokknum eða Sjálfstæöisflokkn- um. Slik voru heilindin i fyrri gagnrýni kommúnista. Báðir dönsku kommúnista- flokkarnir, ásamt ævintýra- manninum Glistrup, réöust harkalega gegn samstjórn jafn- aðarmanna og borgarflokk- anna. Jafnaðarmenn og verkalýðs- hreyfingin berst nú á tvennum vigstöðum. Annars vegar meö þvi aö koma i veg fyrir algjört samstarf hægriaflanna og hins vegar með þvi að skipuleggja baráttuna gegn atvinnuleysinu, sem nú nær til 20% allra vinnu- færra manna. Jafnframt þessu er unnið sleitulaust að undir- búningi nýrra launasamninga á vori komanda. —ÞP— Félagi i danska verkamannasambandinu. Þar er atvinnuleysið 20% og 30% félagsmanna, sem vinnu hafa, starfa utan heimabyggðar sinnar. Þorsteinn Pétursson skrifar: ....... - Danskur húmor í Hinn þekkti danski leikari Jesper Kiein kcmur hingað til tslands og skemmtir i Norræna húsinu tvisvar sinnum, sunnudaginn 14. nóvember kl. 16.00 stundvislcga og i siðara sinnið miðvikudagskvöldiö 17. nóvember kl. 20.30. Efnisskráin á sunnudag nefnist „Intim Finkultar tilbydes af yngre Herre i pæne Omgivelser”, en á mið- vikudagskvöldið verður efníð úr „Kleins komiske Laboratorium”, sem varast bera aö rugla saman við hið Norræna húsinu þekkta fyrirtæki Steins kemiske laboratorium i Kaupmannahöfn. Jesper Klein, fæddur 1944, er einn þekktasti gamanleikari Dana. Hann hefur leikið mörgum kvikmyndum, m.a. „Balladen om Carl Henning” (1968) og nú- á þessu ári i „Blind makker”, sem hefur verið sýnd lengi i Kapmannahöfn. Hann hefur komið fram sem Holbergleikari, m.a. i gervi rakarans málreifa i „Mester Gert Westfaler" og leikið Henrik i „Henrik ogPernille”,og ennfremur hefurhann leikið i verki Molieres, „Le Bourgeois gentilhomme”, sem kallaöhefur verið Uppskafningurinn i islenzkri þýöingu. Eitt frægasta hlutverk hans var i „Svend, Knud og Valdemar”, sigildri skopstælingu á hinum sögulegu leik- ritum rómantikurinnar, sem Jytte Abildström sviðsetti. Jesper Klein kemur oft fram i hljóö- varpi og sjónvarpi i Danmörku og hefur hlotiö þar miklar vinsældir. Hér i Reykjavik birtist hann einmitt i atriðum á þvi sviði, sem hann er þekktastur fyrir i Danmörku, skop- kenndum eins manns leik, „one-man- show”, þar sem hann tengir saman hin spaugilegu atriði með notalegu rabbi. CjO

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.