Alþýðublaðið - 17.11.1976, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 17.11.1976, Blaðsíða 8
FBÉTTIR AAiðvikudagur 17>. nóvember 1976 SJajjd1’ AAiðvikudagur 17. nóvember 1976 FRÉTTIR 9 Stjórnunarfélagið: Fundur um stefnu hins opin- bera í fjárfestingarmálum Undanfarin ár hafa orðið miklar umræður um fjárfestingar hér á landi, hvort sem um er að ræða opinberar fjárfestingar eins og t.d. við Kröflu, eða almennar fjárfestingar byggðar á stefnu stjórnvalds eins og t.d. skut- togarakaupin. Stuðningsmenn fjár- festinganna kalla þær uppbyggingar- starfsemi, en andstæðingarnir tala um sóun. I tilefni umræðu af þessu tagi boðar Stjórnunarfélagið til fundar 19. nóvember n.k., að Hótel Loftleiðum, þar sem til umræðu verðurstefna hins opinbera i fjárfestingarmálum. Fund- ur hefst með hádegisverði i Leifsbúð og þar setur Ragnar S. Halldórsson fundinn og Geir Hallgrimsson for- sætisráðherra flytur ávarp. Að þvi loknu verður fundi fram hald- ið i ráðstefnusal hótelsins. bar mun Jón Sigurðsson ráðuneytisstjóri, sem er nýkominn heim, frá Bandarikjun- um, þar sem hann var eimj af banka- stjórum Alþjóðabankans flytja erindi um það, hver stefna hins opinbera ætti að vera i fjárfestingarmálum. ólafur Daviðsson hagfræðingur frá Þjóð- hagsstofnuninni gerir grein fyrir sam- setningu og þróun fjárfestinga hér á landi i samanburði við önnur lönd. As- mundur Stefánsson hagfræðingur ASl fjallar um það hvort Islendingar fjár- festi of mikiö og Halldór Guðjónsson kennslustjóri H1 ræöirum það, hverjir taki raunverulega ákvarðanir um fjárfestingar hins opinbera. Þá munu Eggert Hauksson fram- kv.stj. Plastprents og Hjörtur Hjart- arson forstj. J. Þorláksson og Norð- mann fjalla stuttlega um áhrif opin- berrar stefnu á fjárfestingar einkafyr- irtækja. 1 fundarlok fara fram pallborðsum- ræður undir stjórn Ragnars S. Hall- dórssonar með þátttöku Daviðs Sch. Thorsteinssonar form. Félags iðnrek- enda, Jakobs Björnssonar orkumála- stjóra, Jónasar Haralz bankastjóra,. Kristjáns Ragnarssonar form. Land- sambands isl. útgerðarmanna og Sverris Hermannssonar fram- kvæmdastjóra Framkvæmdastofnun- arinnar. Fundurinn er opinn öllum áhuga- aðilum um efnið. Islenzkt pönnukökuhús í Mosfellssveit íbúum Mosfellssveitar gefst nú kost- ur á að sjá fyrstu málverkasýningu sem haldin hefur verið i Mosfellssveit. Er það Ragnar Lár., sem riður á vaðið og heldur sýningu á verkum sinum i Aningu, en það er matsölustaður við kaupfélagið þeirra i Mosfellsveit. Jafnframt þvi, sem Aning býður upp á málverkasýningu, er nýbúið að gera „smávægilegar breytingar” á staðn- um, eins og eigandinn komst að orði við blaöið. Eigandi Aningarkvaðstætla aö reka staðinn með liku sviði og Amerisku International Pancakehouse, eru rek- in. En International Pancakehouse (Alþjóða pönnukökuhús) bjóöa upp á allar gerðir af pönnukökum auk fleira góðgætis. I Aningu verða á boðstólum kvölds og morgna, grillréttir heitur matur og alls kyns góðgæti. Mosfellssveitungar og aörir gestir ættu þvi aö geta etið fylli sina, ef leiðin liggur i Aningu. —AB. ÞAKKARÁVARP „Beztuþakkir votta ég öllum þeim, sem sýndu mér vinsemd og virðingu á sjötugsafmæli minu.” Eysteinn Jónsson. ákveðnar vörutegundir, ef sýnt er fram á það skýrum rökum og upplýsingum, að tollalækkanir heföu valdið miklum samdrætti, atvinnuleysi eða gjaldþroti i við- komandi iðngrein, sem við teldum æskilegt að vernda. Vegna væntanlegs EFTA-ráð- herrafundar i næsta mánuði og þærumræður, sem að undanförnu hafa farið fram, um framleng- ingu á aðlögunartimanum, fannst mér nauðsynlegt að fá upplýs- ingar beint frá þér um þessi atriði. I bréfi þinu er engin tilraun gerð til þess að svara fyrirspurn minni heldur aðeins endurtekin hin gamla og órökstudda krafa um framlengingu á aðlögunar- timanum fyrir allar vöruteg- undir, sem EFTA-aðildin og Efnahagsbandalagssamningur- inn ná til. Þá fylgdi bréfi þinu áætlun um rekstraryfirlit fram- leiðsluiðnaðar á árunum 1973-75 og sýnir hún m.a. eftirfarandi aukningu á þessum árum: Verðmæti útflutningsiðnaðar 111% Rekjur framleiðsluiðn. 126% Afskriftir 114% Vextir 196% Beinir skattar 65% Þessar upplýsingar finnst mér alls ekki þess eðlis, að þær geti stutt ósk okkar um almenna framlengingu aðlögunartimans. Tilraunir iðnaðarins til að fá framlengdan aðlögunartímannað EFTA skýra mynd af raunverulegri stöðu iðnaðarins. Það sem skiptir máli er sú staðreynd að afkoman, þ.e. hreinn hagnaður eftir skatta sem % af tekjum, hefur versnaö öll árin, úr 1.28% hagnaði 1973 i 0.09% tap 1975. Þessar tölur sýna þó betri afkomu en hún raunveru- lega varð, vegna vanmetinna af- skrifta. Finnst oss þessi óheillavænlega þróun sannarlega vera þess eðlis að hún styðji ósk vora um fram- lengingu á aðlögunartima. 4. Þróun inn- og útflutnings iðnaðarvara viö EFTA og EBE-lönd var þessi á árunum 1973 til 1975: Innflutningur iðnaðarvara á EFTA og EBE tolli, millj. kr. % afalmennum vöruinnflutn. Útflutningur iðnaðarvara til EFTA og EBE, millj. kr. — án áls, m.kr. 2) Útflutningur allra iðnaðar- vara til EFTA og EBE, sem % af útflutningi, alls Útflutningur iðnaöarvara án áls til EFTA og EBE, sem % af útflutningi, alls 1) Upplýsingar ekki fyrir hendi 2) útflutningur áls er tekinn út, vegna þess hve útflutningur þess hefur verið sveiflukenndur. 1973 1974 1975 1) 6.090 14.5% 12.143 20.5% 4.809 780 5.729 986 4.811 1.563 18.6% 17.4% 10.1% 3.0% 3.0% 3.3% anlögð verðbólga áranna 1973 til 1975. Vér teljum þó ekki rétt að nota þessa aðferð, þegar um er að ræða útflutning og notum i þvi til- viki vegið meðalgengi útflutnings iðnaðarvara, sem hækkaði um 71% á umræddum árum. Þá breytast tölur i bréfi yðar efst á bls. 2 á eftirfarandi hátt: Verðm. útfl.iðn. 24.1% Tekjurframl.iðn. 6.1% Afskriftir 0.5% Vextir 39.0% Beinirskattar -=-22.5% Þessar tölur einar gefa þó ekki „EKKI KEMUR TIL GREINA AÐ BÍÐA EFTIR MIKLUM SAMDRÆTTI, ATVINNULEYSI EÐA GJALDÞROTI - Bréfaskipti Félags íslenzkra iðnrekenda og viðskiptaráðuneytis ____________—________________________________________J Þegar íslendingar gengu i EFTA á sinum tima og gerðu samninga við EBE, fengu þeir sér- stakan aðlögunartima, til þess að samhæfa sig nýjum háttum i tolla- málum við samnings- aðila. Það mun hafa verið undirskilið af hálfu islenzkra ráðamanna við forkólfa iðnaðarins, að þannig væri að kjara- og tollamálum staðið hér innanlands, að fært væri að aflétta smátt og smátt þeirri tollvernd, sem islenzkur iðnaður hafði óneitanlega notið, án þess að iðnaðurinn biði tjón af. Þetta átti vitanlega að fara saman við þær tollalækkanir á innfluttum iðnaðarvörum frá samningsaðilum ytra, sem i samningunum voru ákveðnar. Jafnhliða þessu munu framá- menn iðnaðarins hafa treyst þvi og haft fyrir þvi vilyrði, ef ekki loforð, að bæði hráefni til iðnaðar og nauðsynlegur vélakostur yrði ekki tollaður af hálfu rikisvalds- ins, að minnsta kosti ekki hærra en svo, að kosti iðnaðarins væri ekki þrengt,vegna fyrirsjáanlegs innflutnings iðnaðarvara frá EFTA og EBE rikjunum. Þá mun þvi einnig hafa verið treyst, að lánamál iðnaðarins yrðu endur- skoðuð og úr þeim greitt á þann hátt, að islenzkur iðnaður sæti við ekki lakari kjör en hinn erlendi, sem hingað flytti vörur sinar. Með öörum orðum, aö islenzki iðnaðurinn fengi sanngjarna aö- stöðu til samkeppni við hinn er- lenda. Hér skal ekki felldur dómur um, hvaða ástæður valdi, þó leiða megi nokkuð glöggar likur að þvi, að efnahagserfiðieikar okkar séu þar veigamesta ástæðan. En staðreyndin sem við blasir er sú, að íslendingum ' hefur stigizt miklu hægar en vonir stóðu til i upphafi, að samhæfa sig þeim tollalækkunum, sem orðið hafa á erlendum innfluttum iðnvarningi. Nú eru þrjú ár eftir af hinum umsamda aðlögunartima, og alltof margt hefur gengið svo úr- skeiðis, að iðnrekendur og iðn- verkafólk telja fullkomna vá fyrir dyrum, ef ekki er hægt að fá þennan tima framlengdan. Félag islenzkra iðnrekenda hefur þvi farið þess á leit við stjórnvöld, að þau beiti sér fyrir þvi við samningsaðila okkar að framlengdur verði aðlögunar- fresturinn. Hver viðbrögð stjórn- valda endanlega verða, er ekki að fullu vitað. En til að skýra fyrir landslýð, hvernig málin standa, þykir einsættað birta bréfaskipti FÍI og ráöuneytisins, sem um þessi mál fjallar, enda hefur þeim bréfa- skiptum verið dreift til allra félagsmanna FII og til allra ráð- herra. ' OS 1. bréf formanns Ffl til viðskiptará ðuney tisins. Viðskiptaráðuneytið Arnarhváli, Reykjavik 28.10.76 Vegna fyrirspurnar hr. ráðu- neytisstjóra Þórhallar Asgeirs- sonar til formanns FIL, Daviðs Sch. Thorsteinsson, i gær um fyrir hvaða greinar iðnaðarins kom i helst til greina að sækja um framlengingu á aölögunartíma að EFTA og EBE, viljum vér taka fram eftirfarandi: 1. Vér teljum að röksemdir þær, sem fram komu i hinni formlegu umleitan vorri til rikisstjórnar Is- lands dags. 20.09.74 um framleng- ingu á aðlðgunartima, séu enn i fullu giidi. 2. Nýjustu tölur um þróun í af- komu framleiðsluiðnaðarins, sem fylgja hjálagðar, leiða i ljós þá staðreynd, að grundvöllur nauð- synlegrar uppbyggingar hefur ekki verið fyrir hendi. Afkoma framleiðsluiðnaðarins er enn verri árið 1975 en árið 1973 og 1974. Islendingar gengu i EFTA og gerðu samning við EBE i þeim tilgangi að auka útflutning iðnað- arvara. Þróun islensks efnahags- lifs og óviðunandi ábúnaður iðn- aðarins er megin orsök þess, að þróun i iðnaði og þar með aukn- ing útflutningsvara hefur ekki orðið meiri en raun ber vitni. Af þessum ástæðum teljum vér nauðsynlegt að sótt verði um framlengingu á aðlögunartima fyrir allar greinar iðnaðarins. Virðingarfyllst, FELAG ISLENSKRA IÐNREK- ENDA Davið Sch. Thorsteinsson formaður. Afrit sent: öllum ráðherrum. Bréf viðskiptaráðu- neytisins til formanns FÍI. Hr. Davið Sch. Thorsteinsson, form. Félags isl. iðnrekenda, Reykjavik. Kæri Davið, Mér er ómögulegt að byrja bréf mitt, eins og þykir góður siður, með þvi aö þakka fyrir bréf þitt frá i gær. í simtali i fyrradag lagði ég fyrir þig ákveðna spurn- ingu, en i bréfi þinu gerir þú enga tilraun til að svara henni. Ég bað þig um að láta mér i té upplýsingar um það, hvaða iðn- greinar eða iðnfyrirtæki hefðu lent isérstökum vandræðum, sem kenna mætti tollalækkununum um. Eins og ég hefi margoft sagt við þig, þá er ég sannfærður um, að það sé hægt að fá samþykki a.m.k. EFTA fyrir þvi aö fram- lengja aðlögunartima fyrir Þjóðhagsstofnunin mun vera að semja skýrslu um stöðu iðnaðar- insog áhrif EFTAaðildar á iðnað- arfyrirtæki. Ég held, að nauðsyn- legtséaðbiða með nokkra endan- lega dóma um það,. þar til sú skýrsla liggur fyrir. Ég vil þó vegna þeirra um- ræðna, sem orðið hafa um þetta mál, vekja athygli á, að hinar ýmsu iðngreinar og iðnfyrirtæki eru mjög misjafnlega á vegi stödd, svo útilokað er að flokka allan iðnað undir einn hatt. Fyrir margar iðngreinar hefur EFTA- aðildin haft litil eöa engin áhrif, en fyrir aðrar hefur hún orðið til að auka framleiðni og fram- leiðslu, sem áreiðanlega er öllum landsmönnum i hag. 1 þessu sam- bandi má nefna eftirfarandi iðn- greinar: 1. Iðngreinar, sem áður höfðu enga eða óverulega tollvemd svo sem skipasmiðar, veiðarfæra- gerðir og kassagerðir. 2. Sum stærstu iðnfyrirtæki landsins, svo sem Aburðarverk- smiðjan, Sementsverksmiðjan og Kisilgúrverksmiðjan. 3. Þjónustuiðnaður af ýmsu tagi. 4. Iðnaður, sem ennþá nýtur timabundnar verndar af innflutn- ingshöftum, svo sem sælgætisiðn- aður og kexframleiðsla. 5. Siðast en ekki sist iðngreinar, sem EFTA-aðild nær ekki til svo sem: Sláturiðnaður og kjötiðnaður. Mjólkuriðnaður. Niðursuðuiðnaður (nema sjávar- afurðir gagnvart EFTA ein- göngu). Kaffibrennsla — kaffibætisgerð. Smjörlikisgerð. Fóðurblöndun. Isgerð. Sultu- og efnagerð. Aldinsafaframleiðsla. Pökkun matvara t.d. hveiti, syk- urs, rúgmjöls. Þá er rétt um leið að benda á hin jákvæðu áhrif EFTA-aðildar fyrir iðngreinar, sem hafa óneitanlega fengið betri mögu- leika til aö flytja út framleiðslu vegna tollfrelsis i löndum EFTA og EBE og má þar nefna m.a.: 1. Niðursuðuiðnaður (sjávarafurðir). 2. Prjónavöruiðnaður og fatagerð 3.Skinnaiðnaður og leðurvöru- gerð 4. Umbúðaiðnaður og plastiðn- aður. 5. Kisilgúrframleiðsla. 6. Álframleiðsla. 7. Keramikframleiðsla. 8. Þangmjölsframleiðsla. 9. Veiðarfæri. 10 Vélar og tæki ýmisskonar (handfæravindur, fiskflokkunar- vélar). Um hin jákvæðu áhrif veit ég að við erum sammála, þótt það vilji stundum gleymast. Úrþvi að þú fórst að senda afrit af bréfi þinu til allra ráðherra, neyðistég lika tilþess að gera það sama, þótt ég viti, að þeir hafi meira en nóg að lesa þessa dag- ana. Með bestu kveðjum Þórhallur Asgeirsson. 2. bréf formanns FÍI til viðskiptaráðuneytisins. Hr. Þórhallur Ásgeirsson, ráðun.stj. Viðskiptaráðuneytið Arnarhváli Reykjavik. 05.11.76 Vér þökkum bréf yðar til for- manns F.t.I. dags. 29. oktober 1976. Það var ekki ætlun vor að munnhöggvast við yður um ástæður þess, að vér teljum nauð- synlegt að framlengja aðlögunar- timann að EFTA/EBE, en nokk- ur atriði i bréfi yðar eru þó þess eðlis að vér teljum nauðsynlegt að svara þeim. 1. Vér teljum, að ef beðið verður þess ,,að tollalækkanir hefðu valdið miklum samdrætti, atvinnuleysi eða gjaldþroti i við- komandi iðngrein, sem viö teljum æskilegt að vernda”, sé of seint að sækja um framlengingu, þvi of seint er að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið ofan i. 2. Rétt er, að framleiöni og fram- leiðsla hefur aukisl i ýmsum greinum iðnaðar á undanförnum árum. Hins vegar teljum vér ógjörlegt að greina hvort ástæður þessarar jákvæðu þróunar eru aðild að EFTA og samningur við EBE, eða aðrar ástæður, s.s. framleiðsluaukning, sem hafði átt se'r stað i mörg ár, áður en gengið var til þessara samninga, aukin eftirspurn innanlands o.s.frv.. 3. Tölur vorar i áætlun um rekstraryfirlit framleiðsluiðn- aðar árin 1973 til 1975 sýna breyt- ingar nokkurra reksfrarstærða i krónum á verðlagi hvers árs. Til að gera sér grein fyrir raunveru- legum breytingum þessara stærða frá einu ári til annars er nauðsynlegt að umreikna tölurn- ar til fasts verðlags. Það má nálgast t.d. með þvi að umreikna tölurnar með tilliti til verðbólg- unnar hér innanlands á timabil- inu, eða með 113% sem var sam- Af þessu sést, að útflutningur til EFTA/EBE án áls hefur aukist um 577 m.kr.milli áranna 1974 og 1975 en innflutningur frá sömu rikjum hefur aukist um 6.053 m.kr..og hlutdeild þess innflutn- ings, sem- fær EFTA/EBE toll- meðferð, i almennum vöruinn- flutningi var 20.5% 1975 saman- borið við 14.5% 1971. A sama tima jókst hlutdeild útflutnings iðnað- arvara (án áls) til EFTA og EBE i heildarútflutnings landsmanna einungis úr 3% i 3.3%. Teljum vér þessar tölur sýna betur en íhörg orö hvert stefnir og að markmið aðildar að EFTA og samnings við EBE, sem var að byggja upp iðnað á íslandi, hefur. ekki náðst. Virðast iðnfyrirtæki annara aðildarrikja EFTA og EBE á hinn bóginn hafa hagnast vel á EFTA-áðild tslands og samningi þess við EBE. 5. Vér teljum ofangreind rök hvorki ,,gömul né órökstudd" og itrekum, að hér er um svo stórt hagsmunamál islensku þjóðar- innar að ræða, að ekki kemur til greina að biða eftir „miklum samdrætti, atvinnuleysi eða gjaldþroti" með að taka ákvörðun i þessu máli. Vér álitum að stigin hafi veriö rétt skref með inngöngu tslands i EF'TA og með samningi við EBE. En eins og málum er komið telj- um vér óhjákvæmilegt að sótt verði um framlengingu að- lögunartimans að báðum banda- lögunum, þannig að timi vinnist til að: 1) jafna aðstöðu islenskra iðn- fyrirtækja við aðstöðu erlendra keppinauta, 2) iðnfyrirtæki fái ráðrúm til nauðsynlegrar uppbyggingar, en til þess eru þau 3 ár, sem eftir eru aðlögunartimans, ekki nægur timi, jafnvel þótt öll atriði aðbún- aðar iðnaðarins kæmust i lag nú þegar. Virðingarfyllst, FÉLAG ISLENSKRA IÐNREKENDA Davið Sch. Thorsteinsson, lormaður. Afrit sent: öllum ráðherrum. Salir við öll tækifæri Sími82200 ttHOnLtt l yyj s n

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.