Alþýðublaðið - 17.11.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.11.1976, Blaðsíða 4
4 VETTVANGUR Miövikudagur 17. nóvember 1976 ^Siðia*' — Það sem við erum að berjast við hér i safninu er eilift peningaleysi. Hér bera mannvirki flest merki þess, það er erfitt að halda þeim við, mála þau og prýða, sagði Hörður Zophaniasson for- maður stjórnar Sædýrasafnsins, þegar Alþýðublaðsmenn gengu með honum og Jóni Gunnarssyni forstöðumanni um safnið á miðvikudaginn var. — En ég held ekki að dýrunum liði illa, þótt talað sé um að þau búi við þrengsli. Ef við hefðum f jármagn til að gera ýmsar úr- bætur, eins og að mála húsin hér, þá myndi umhverfið stórbatna og ekki stinga eins i augu. Eins og Hörður sagði bera mannvirki Sædýrasafnsins þess glögglega merki að ekki hefur verið unnt að halda þeim við. Girðingar eru mjög á skjön og gerð- ar af vanefnum að þvi er virðist. Ein undantekning er þó, isbjarnagyrfja sem er nýjasta mannvirki staðarins. — Gamla Isbjarnargryfjan var oröin of litil, sagöi Höröur, og þvi var ekki nema um tvennt aö ræða fyrir okkur, að selja birnina frá okkur eöa stækka rýmiö fyrir þá. Viö vildum ekki taka fyrri kostinn, svo viö feng- um Hákon Hertevig arkitekt til að teikna fyrir okkur nýja gryfju, og við erum sannfæröir um að þaö var rétt ráöiö hjá okkur, þótt kostnaöur hafi að vfsu rúmlega tvöfaldazt frá upphaflegri áætlun. Þar er þó ekki viö arkitektinn aö sakast, þaö er rétt að þaö komi skýrt fram, heldur voru þaö verðbólg- an og aðstæður allar, sem geröu það að verkum. Aætlunin fyrir gryfjuna hljóö- aði upp á 5,6 milljónir króna en endanlegur kostnaður fór upp I 12 milljónir. Sprengivinna var meiri en við höfðum gert ráö fyrir i upphafi og annað I tækni- legri vinnu varð viöameira en við var búizt. En við erum hreyknir af þessari gryfju, enda vitum við aðeins um eina sem er stærri. Við getum tekið sem dæmi, að i dýragarðinum i Kaupmannahöfn er helmingi minni gryfja fyrir fjóra birni. Það má kannski skjóta þvi aö til gamans, að nú eru birnirnir okkar að ná þeim aldri að búast má við aö þeir fari að timgast. Þeiráttu sina fyrstu ástarleiki I vor, en þó er vafasamt að þeim fjölgi nú I ár. Hins vegar er öll aðstaða fyrir hendi, ef til þess kemur. Við komum að selagryfjunni. — Ég skal nefna þér dæmi um rekstrarkostnaðinn hér, sagöi Jón. — Við máluöum þrjár gryfjur hér I sumar og málning- arkostnaðurinn var 170 þúsund krónur. Og það var fyrir efnið. Þannig ber allt að sama brunni. Lifrænn sjór Þaö hefur fylgt Sædýrasafn- inu frá upphafi, að fiskabúr þess hafa vakið mikiö umtal vegna þess hve dökkur sjórinn i þeim er og grðöur sezt inn'an á gler þeirra og veggi. Þetta var útskýrt fyrir okkur á þann hátt, að sjórinn I búrunum væri svo lifrænn,aö til þess að halda búr- unum almennilega hreinum þyrftiaðhreinsa þau vikulega. 1 það þyrfti mannskap, þvi þaö væri dagsverk aö hreinsa hvert eitt fiskabúr. — Hins vegar hafa margir haldið að þetta væru óhreinindi sem stöfuðu af sóðaskap, en það er sem sagt ekki rétt. Fyrsta árið sem við störfuö- um vorum við flott á þessu og höfðum tvo menn i fullu starfi við að hirða skepnurnar. En við urðum að hætta þvi fljótlega, þvi fjárhagurinn leyfði ekki svona lúxus. Nú erum við með einn mann og rétt ráöum við það. Hörður Zophaniasson stjórnarformaður og Jón Gunnarsson forstöðumaður Sædýrasafnsins. (AB-myndir: ATA) Upphafið Sædýrasafnið má rekja aftur til ársins 1964, þegar Hjálpar- sveit Skáta I Hafnarfiröi setti upp sýningu á fiskum. Undir- tektir voru mjög góðar og urðu til þess, að árið 1968 stofnuöu nokkrir menn áhugafélag um fiska- og sædýrasafn.' Það var siðan opnað almenningi 8. mai 1969. Þá var safnið aðeins með sjávardýr, seli og fiska. En þeg- ar áhugi almennings sýndi sig I að vera eins mikill og raun varð á, færði safnið út kviarnar smám saman og hefur nú meöal dýranna apa, Isbirni, mörgæsir, þvottabirni, snæuglu og fleiri dýr, sem koma ekki beinlfnis sjónum við. En er ekki vafasamt fyrir nokkra menn að hlaupa I að setja á stofn safn, án þess að fjárhagsleg hlið málsins sé sæmilega tryggð? — Þegar við fórum af stað með safnið gerðum við ráö fyrir að riki og sveitarfélög kæmu strax inn I fyrirtækið sem rekstraraðilar. Við töldum okk- ur vera að fara af stað með svo merkilega starfsemi og nauð- synlega, að þessir opinberu aöilar myndu þegar I stað koma til liös við okkur. Raunin hefur hins vegar orðiö önnur. Við berjumstvið reksturinn frá degi til dags og staðreyndin er sú, að það er tap á honum. Reksturskostnaður á dag er um 40 þúsund krónur og er þó haldið I algjöru lágmarki. Við höfum ekki sundurliðun á þess- um kostnaði, en það má nefna sem dæmi að selirnir éta um 7 kg af sild á dag. Þessir rekstrarörðugleikar þýða að við erum sifellt að safna skuldum og það fé sem við hefö- um viljað nota til að gera safnið eins og okkur langar til að það verði, fara I að greiöa vextí af vanskilaskuldumsem við höfum ekki getað staðið í skilum meö. Stjórnarmenn ábyrgir Þessar vanskilaskuldir koma til af þvi, að okkur gengur ákaf- lega illa að greiða skuldirnar á gjalddögum. Við getum aldrei fengið til lánastofnana og sagt sem svo, að þennan dag fáum við peninga. Við verðum að segja að kannski verum við ef til vill búnir að fá eitthvað af pen- ingum einhvern tima. Þetta þýðir afsagða vixla sem stjórnarmenn safnsins eru meira og minna ábyrgir fyrir og ef lánastofnanir heföu ekki sýnt okkur eins mikla velvild og umburðarlyndi og raun er á, væri hægt að ganga á okkur stjórnarmennina með greiöslu. — Hvaö eru þessar skuldir miklar? — Skuldir safnsins eru nú um 40 milljónir króna. Þar vegur mest Isbjarnargryfjan, sem lá við aðriöi okkur að fullu. En það gefurauga leið að vaxtagreiðsl- ur af slikum skuldum eru ekkert smáræði, enda erum við að elt- ast við þær, eins og við sögðum áðan. Við erum hins vegar mjög hræddir um að neikvæð blaða- skrif eins og þau sem þú og Þjóðviljinn hafið iðkað, geti orð- ið til þess aö fæla fólk frá safn- inu. Það verður þá ekki til að bæta ástandið. Það er búið að rakka þetta fyrirtæki svo niður að við erum hræddir um að til dæmis skóla- prógram sem við vorum að setja i gang komist ekki til framkvæmda. Kennarar hrein- —skuldirnar eru 40 milljónir og stjórnarmenn ábyrgir fyrir þeim Sædýrasafnið sótt heim: ÞAÐ ER FJARMAGN- IÐ SEM VANTAR tJtselur i selatjörninni. Þeir selir sem þar eru nú, hafa veriö i safninu i fjögur ár. tJr fiskasafninu. Þar var óhægt um myndatökur vegna myrkurs og dökks sjávar i kerjum, svo að flassið ljósmyndarans glampar i glerinu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.