Alþýðublaðið - 16.11.1976, Síða 3

Alþýðublaðið - 16.11.1976, Síða 3
FRÉTTIR 3 bSaöfö' Þriðjudagur 16. nóvember 1976 Virk auglýsing fyrir augum almennings alla daga ársins í útbreiddustu bók landsins Símaskrá 1977 Skilafrestur auglýsinga í Sfmaskrá 1977 rennur út 1, des. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga 4 að nýta sér nafnaskrá eða atvinnu- og viðskiptaskrá til auglýsinga og eru enn ekki búnir að hafa samband við símaskrána, eru því beðnir að gera það hið fyrsta. Allar upplýsingar í síma 20280. Símaskráin. Sovézka fréttastofan APN sendir islenzkum fjölmiðlum mikið magn frétta og upplýs- inga frá Sovétrikjun- um. Þar ber talsvert á pólitiskum ræðum og yfirlýsingum, en minna er um efni, sem kynni að vekja áhuga is- lenzkra lesenda. Fyrir nokkru óskaöi Alþýðu- blaðiö eftir þvi við APN-frétta- stofuna. að, hún sendi blaðinu efni, er snerti samskipti tslands og Sovétrikjanna. Nú hefur blaðinu borizt ein slik grein: „Sovézk-islenzk viðskipti: skoð- anir sérfræðinga og neytenda. Þessi grein er nokkuð fróðleg og verður birt i heild. Hún er eftir S. Serebrjakof, fréttaritara APN i Moskvu. Sovétrikin og ísland hafa lengi átt viðskipti saman. Verzl- unin milli landanna hefur eink- um færzt i aukana á siðari ár- um. Þannig þrefölduðust við- skiptin á timabilinu 1970-1975, og námu sem svaraði 60,9 milljónum rúblna á árinu 1975.1 fyrra seldu Islendingar sovét- mönnum vörur að upphæð 24,1 milljón rúblna (9,1 milljón árið 1970), þar af fiskafurðir fyrir rúmar 20 milljónir. Sama ár seldu sovétmenn Islendingum vörur að upphæð 36,8 milljónir rúblna (8,3 millj. árið 1970). Islendingar flytja inn frá So- vétrikjunum oliu, timbur, stál- pipur, tækjabúnað fyrir orku- ver og bila. Þess má geta að innflutningur á sovézkri oliu og oliuafurðum sér Islendingum fyrir 95 % af þörf þeirra fyrir þessar vörur. Traustur viöskiptavin- ur. Sovétmenn flytja inn frá Is- landi fisk og fiskafurðir, en einnig margar iðnaðarvörur: málningu, lakk, fatnað, skinn osfrv. Eyjólfur Isfeld, fram- kvæmdastjóri Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna sagði eitt sinn, að sovézk-islenzk viðskipti væru mikilvæg einkum þegar verð á islenzkum fiski lækkaði skyndilega á Vesturlandamark- aði i tengslum við efnahags- örðugleika þar. Þessi orð is- lenzka kaupsýslumannsins bera þvi vitni að hann litur á Sovét- rikin sem traustan viðskiptavin. - 'T árslok 1975 var undirritaður Islenzkar vörur í miklum metum í Sovétríkjunum APN-fréttamaður um viðskipti íslands og Sovétríkjanna: íslenzkur fatnaður hefur getið sér gott orð þar sem hann fæst erlendis, og sovétmenn kaupa á hverju ári islenzkan fatnað, prjónavörur og skinn fyrir umtalsverða upphæð. i Reykjavik samningur um gagnkvæm viðskipti Sovétrikj- anna og tslands fyrir árin 1976- 1980. Allt bendir til að þetta skjal reynist góður grundvöllur áframhaldandi þróunar við- skipta landanna tveggja. Hlýrri og betri peysur ekki til íslenzkar útflutningsvörur hafa getið sér góðan orðstir á sovézkum markaði. Þetta kom greinilega i ljós þegar við tókum tali afgreiðslufólk og viðskipta- vini i nokkrum verzlunum i Moskvu. — Moskvubúar eru hrifnir af islenzku teppunum og kaupa þau gjarna, — sagði Lena Bistrova, afgreiðslustúlka i stórverzluninni „Vesna”. — Kaupendurvita að islenzka ullin býr yfir miklum gæðum, auk þess sem þeir hrifast af falleg- um munstrum og litum tepp- anna. 1 prjónavörudeild GUM, sem er stærsta verzlunarmiðstöð höfuðborgarinnar, var Moskvu- búinn Ivan Kamenski að enda við að festa kaup á islenzkri peysu. — Nágranni minn ráðlagði mér aö fá mér svona peysu, — sagði Ivan, — hann sagöi að hlýrri og betri peysur væru ekki til. Og þar sem ég þarf oft að vinna utanhúss — ég er land- mælingamaður — ákvað ég að krækja mér i svona hlýja flik. islenskar skinnkápur eftirsóttar — Moskvubúar eru lika áfjáðir i að kaupa islenzkar skinnkápur, — segir afgreiðslu- stúlkan Natalja Sedykh. — Þeir segja að ekkert frost biti á þann sem klæðist þessum flikum. I fiskbúðinni „Okean” i Moskvu ber kaupendum saman um að islenzkt lagmeti og flök séu fyista flokks matur. „En gaffalbitarnir i vinsósunni eru auðvitað alveg sérstakir”, segir afgreiðslustúlkan Vera Kostromina brosandi. „Eg hugsa að það sé vegna bragðs- ins sem gerir þá ólika öllu öðru”.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.