Alþýðublaðið - 16.11.1976, Side 6
6 SJÚNARMIÐ
Þriðjudagur 16. nóvember 1976
Eftir að hafa gengið
um sali Þjóðminja-
safnsins, eða skoðað
gömul hús og bygg-
ingar, viðs vegar um
landið, dettur manni
ósjálfrátt i hug, hversu
mikil verðmæti eru
ekki fólgin i þessum
gömlu verðmætum.
Úti um allt land, er
verið að endurbyggja
og lagfæra og bæta
gömul hús og kirkju-
byggingar, sem farin
eru að láta á sjá, eftir
að hafa gegnt hlutverki
sinu, kannski i eina til
tvær aldir. Hús-
byggingar þessar eru á
öllum aldri, og sumar
hverjar fjörgamlar.
Flestum sem skoöa vel þessar
gömlu byggingar, dylst ekki
hversu dýrmætt það er fyrir
okkur að eiga þær, þó ekki sé
til annars en að minna okkur a
hvernig forfeður okkar börðust
áfram i óveðrum sem bliðviðri,
alltaf i sömu kofunum, litlum og
óásjálegum. Mjög vinsælt er aö
ferðahópar taki sig saman, og
skoði byggingar þessar, og
greinilegt er, að þær þykja bæði
fallegar og athyglisverðar. Svo
oft heyrir maður fólk segja
setningar eins og „það er sál i
þessum gömlu húsum”, og
annað þvi um likt.
Sem fyrr segir er miklum
tima varið á hverju sumri, til
viðhalds og endurbyggingar
þessara gömlu húsa. Er það vel,
að fólk skuli vilja halda
manneskjulegu útliti húsanna á
Islandi sem lengst.
Hús með sál.
I Reykjavik hefur þó ekki
mjög mikið verið gert til við-
halds gömlum húsum. Eitthvað
hefur efaiaust verið gert við
þau, en ég held það sé mjög af
skornum skammti. öllum mun
vafalaust i fersku minni striðið
sem brauzt út þegar friða átti
algerlega „Torfuna” margum-
töluðu. Þó held ég alla vera
sammála þvi nú, að húsin i
Bankastrætinu liti mun betur út
eftir að þau voru máluð en
áður. Þá er bara að halda þeim i
horfinu, og gleyma ekki að
gömul húsþarf sifellt að vera að
lagfæra og bæta.
1 miðbænum i Reykjavik,
Vesturbænum og sums staðar i
Austurbænum lika, er að finna
mörg hús með „sál”. Hvað er
gert til að viðhalda þeim i sinu
gamla lagi, leyfa þeim að halda
byggingarstil sinum, og forða
þeim frá niðurniðslu. Mest litið
hygg ég. Er gert mjög mikið til
að minna á gömlu Reykjavik
eins og hún var fyrr á dögum.
Vafalitið eru margir sem vilja
helzt gleyma gömlu Reykjavik,
eins og hún var á sinum tima,
gleyma baslinu, eymdinni og
volæðinu sem fylgdi i kjölfar
fátæktar og annars. Þessir
sömu vilja sjálfsagt helzt af
öUu, byggja upp stóra gráa
steinkassa, með ferköntuðum
gluggum, þar sem hægt er að
hafa skemmtilegt útsýni i næsta
steinkassa, sem einnig er grár
með ferköntuðum gluggum.
Fjölbreytnin fram úr hófi.'
Kubbar í regnboga
litunum.
Hvar sem litið er i Reykjavik,
og skiptir þar litlu máli hvar i
borginni maður er staddur, þó
nýju hverfin séu kannski einna
verst, getur að lita þessa
skemmtiiegu gráu steinkassa!
Jú, mikil ósköp, kassarnir eru
málaðir i öllum regnbogans
litum til að prýða! En hversu
miklu skemmtilegra er ekki að
sjá gömlu húsin, jafnvel ómáluð
heldur en þessa kubba, alla
eins.
Það eru misjafnar skoðanir á
þessum málum sem öllum öðr-
um. Sumir vilja gömul hús,
aðrir vilja nýrri og nýtizkulegri.
Hvor hópurinn á meiri rétt á
sér, eða hefur réttara fyrir sér,
getur enginn dæmt um. Þar
ræður persónuleg skoðun á hiut-
unum öllu.
Stór hluti gömlu húsanna i
Reykjavik, mest megnis i
gamla bænum, eru timburhús.
Af þvi leiðir að þau eru mjög
eldfim. Húsin eru mörg hver
orðin svo gömul að þau nötra og
skjálfa i einhverjum blæstri.
Mörg eru orðin svo léleg, mest i
kringum glugga og hurðar, aö
þau halda hvorki vatni né vindi.
Það hriktir og nötrar i öllum
endum ef verulega blæs, eins og
oft vill gera i Reykjavik.
Okostirnir við gömlu húsin eru
auösjáanlega margir. Fyrir
utan fúkkalyktina sem kemur
eftir margra ára búsetu i leku
timburhúsi.
Friðun góð auglýsing.
Hvað á að gera við svo ónýt
hús. Hvernig væri nú að einhver
skörungur tæki sig saman i and-
litinu og riði á vaðið i friðun
gamalla húsa, sem ekki eru
löngu ónýt vegna ills viðhalds.
Ef gamli bærinn i Reykja-
vik,yrði tekinn i gegn, friðaður,
og lagt út i viðgerðir og lagfær-
ingar húsanna þar, yrði það til
mikillar prýði fyrir Reykjavik,
og góð auglýsing út á við. Stór
hluti húsanna i gamla miðbæn-
um, og Vestur- og Austurbænum
lika, mega alls ekki missa sig.
Ef þau yrðu rifin og fjarlægð,
missti bærinn allan svip, og um-
hverfið yrði allt annaö.
Aðalheiður Birgisdóttir
Þar sem eigendur nenna að
halda gömlum húsum sinum
eitthvað við, og mála þau og
fegra, er mjög skemmtilegt að
sjá. Þau hús bera af öðrum i
allri Reykjavik.
Hvort skyldi vera manneskju-
legra, gamalt hús með báru
járnsþaki, kvistum og kvist-
gluggumogbyggt úrtimbri, eða
steinkumbaldinn með fer-
köntuðu gluggunum sinum
tveimur á öllum hliðum, alls
staðar eins að sjá, alls staðar
steinsteypa.
Þið, sem öllu ráðið!
Flestir hljóta að vera sam-
mála um svarið. Er ekki mun
skemmtilegra að aka gegnum
gamla miðbæinn á fallegu
haustkvöldi og virða fyrir sér
gömlu byggingarnar, heldur en
þó það væri fallegt haustkvöld,
að keyra i eitthvert nýju hverf-
anna og sjá ekkert nema stein-
steypta kassa.með mismunandi
lagi að visu, frumlegheitin!! en
steinkassar eru það samt.
Þið þarna háu herrar, þið sem
öllu ráðið. Getið þið ekki séð af
eilitlu fjármagni til viðhalds
gamla bænum. Þó ekki væri
nema til þess að viöhalda
manneskjulegri svip.
Það er orðið alveg sama hvert
litið er. Alls staðar risa stein-
steyptir skýjakljúfar upp Ur
gömlu húsförunum.
Það væri nær að finna hverfi,
þar sem reisa mætti þessa
steinkumbalda, án eyðilegg-
ingar á umhverfinu, þvi þar
væru samskonar kumbaldar
fyrir. Takið þið sérstakt hverfi,
3g reisið þar eins mikið og
ykkur lystir.
Friðið gamla bæinn og gerið
aann með þvi svolitið
manneskjulegri.
Flokksstarfló
Kópavogsbúar
’S '
Alþýðuflokksfélögin í Kópavogi opna félagsaðstöðu sina að Hamraborg 1, 4. hæð,
laugardaginn 20. nóvember klukkan átta að kvöldi (kl. 20).
Kaffiveitingar. — Allir velkomnir.
Stjórnir Alþýðuflokksfélaganna i Kópavogi