Alþýðublaðið - 23.12.1976, Side 2

Alþýðublaðið - 23.12.1976, Side 2
2 Fimmtudagur 23. desember 1976 Jólablað Alþýðublaðsins Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar er I Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Áskriftarverð: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i lausasölu. Hugrenningar á jólum! Þetta er síðasta Alþýðublaðið, sem kemur út fyrir jól. Blaðið vill þvi nota tækifærið og óska lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Vafalaust hyggjast margir nota jóladagana til hvíldar, enda fjöldinn hvíldarþurfi eftir undir- búning jólahaldsins. Þá gefst væntanlega tæki- færi til að hugleiða og ræða málefni líðandi stundar. Umræðuefnið getur orðið f jölbreytilegt, enda af nógu að taka. Efst f huga langflestra eru efnahagsmál þjóðar- innar, fjárhagur og afkoma heimilanna. Jólahaldið mótast mjög af efnahag hverrar fjöl- skyldu. Sumir halda rausnarleg jól með mikl- um og góðum mat og dýr- um gjöfum. Aðrir verða að láta sér nægja mun minna, einhverja til- breytingu í mat og gjafir til málamynda. Hjá nokkrum mun þess vart gæta, að þessi helgi verði öðruvisi en aðrar í árinu. Jólahaldið sjálft endur- speglar afkomu heimilanna. Þegar reikn- ingar hafa verið gerðir upp vegna matar- og gjafakaupa verða marg- ar pyngjur tómar, og ógreiddur jólavíxill hjá sumum. Því munu hug- renningar f jöldans verða tengdar f járhagsafkomu á stund og stað og fram- tíðarhorf um. Á mælikvarða okkar islendinga hefur 'þjóðin átt í talsverðum efnahgs- legum þrengingum. Ljóst er, að næstu tvö til þrjú árin verða þjóðinni erfið, og að brýna nauðsyn ber til að bæta hag láglauna- fólks. Margt bendir til þess, að atvinnurekendur geti á næsta ári greitt hærri laun, án verulegrar fyrir hafnar. Almennir launþegar hafa tekið á sig versta skellinn, borið þær byrð- ar, sem bætt haf a hag þjóðarbúsins. Þeir hafa aflað teknanna í þjóðar- búið, en aðrir hirt of stóran hluta af höfuð- stólnum og vextina líka. Það eru þeir, sem halda rausnarleg jól, hvort sem það er mælikvarði á lífs- hamingjuna eða ekki. í þessum efnum ríkir ekki réttlæti, réttlát launaskipting. Og á öðr- um sviðum á réttlætið einnig í vök að verjast, — það réttlæti, sem lög eiga að tryggja. Sá þáttur verður einnig umhugs- unarefni margra um jól- in. Réttlæti í hvaða mynd sem er felst í þeim boðskap, er sá flutti, sem fæðingarhátíðin er helg- uð. I honum felst kjarni þeirra siðalögmála, sem flestir reyna eða vilja fara eftir. Á kenningum hans eru einnig byggðar margar þær hugmyndir, sem menn hafa gert að grundvelli þess þjóðfélagsskipulags, er þeir helzt vildu móta. Hvort sem menn halda rausnarleg jól eða fátæk- leg jól i skilgreiningu orðabókarinnar eru þeir allir snauðir, ef jóla- boðskapurinn nær ekki eyrum þeirra. Hvort sem menn játa eða neita krist- inni trú fer ekki hjá því, að þeir verða að taka af- stöðu til þess boðskapar, sem hún byggist á. Þetta er ekki borðsilfur, sem tekið er upp úr kassa fyrir jól og páska, fægt og notað. Meðvitað eða ómeðvitað hefur þessi boðskapur áhrif á líf hvers einasta manns, og er rauði þráðurinn í afstöðu hans til ranglætis og réttlætis. Á þessum jólum skyldu hugleiðingar manna eink- um snúast um einingu islenzkrar þjóðar, þrátt fyrir deilur um markmið og leiðir að þeim. Ýmsar hættur ógna lýðræðislegu þjóðskipulagi islendinga. Lög eru ekki virt„ efna- hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar er í hættu og verðbólga hefur brenglað mat manna á réttu og röngu í viðskiptum og f jármálum. Enn meiri hætta felst í því, að þjóðinni verði sundrað í þeirri viðleitni að standa vörð um frelsi, jafnrétti og bræðralag. í harðbýlu landi, sem líkja mætti við réttsýnan en harðan húsbónda, er sú þjóð heillum horfin, sem gleymir því, að samvinna í baráttunni fyrir betra lífi og réttlátara þjóðfélagi, er grundvöll- urinn fyrir því að hún fái notið þess að vera íslenzk þjóð. —AG Fjármálas tefna ríkisstj órnarinnar hefur beðið algert skipbrot Fjárlagafrumvarp rikisstjórnarinnar var til umræðu siðustu daga "þingsins fyrir jólaleyfi og fram á nætur. Sighvatur Björgvinsson, fulltrúi Alþýðuflokksins i fjárveitinganefnd, gagnrýndi mjög harðlega þá slæmu að- stöðu sem nefndin býr við. Sagöi Sighvatur, aö enda þótt nefndarmenn heföju lagt á sig mikla vinnu, væri staöreyndin sú, aö frá hendi ríkisstjórnarinnar heföi skort allar nauösynlegar upplýsingar. Sagði hann aö nefndarmenn heföu enga heildar mynd getaö fengið af einstökum málaflokkum né útgjaldaliöum rikisstjórnarinnar i heild. Að þreifa sig áfram í þoku „Nefndarmenn hafa mestan timann verið aö preifa sig áfram i þoku vegna þess að tillögur rikis- stjórnarinnar lágu ekki fyrir fyrr en allra siðustu dagana,” sagöi Sighvatur Björgvinsson. Hann sagði aö allir starfshættir við gerö fjaralga og störf f járveit- inganefndar væru ómarkvissir og lausir i reipunum. „Þetta eru óviðunandi vinnubrögö,” sagði þingmaðurinn, „Og þeim verður aö breyta”. Þá vék Sighvatur aö hinum ýmsu liðum fjárlagafrumvarps- ins. Hann benti á, aö á yfirstand- andi ári heföi verið ráöiö i 356 stöður rikisstarfsmanna. En það væri 158 stööum fleira en heimild væri til. „Þetta segir sitthvaö um það hvernig rikisstjórnin hagar vinnubrögöum sinum og verkum sinum, en það er auövitaö rikis- stjórnarinnar að sjá til þess að ákvaröanir sem hún hefur tekiö verði framfylgt. Óréttlátt skattakerfi áfram þrátt fyrir fögur fyrirheit Sighvatur benti á þá almennu igagnrýni sem beint heföi veriö gegn skattakerfinu og þeirri óréttlátu skattabyröi, sem almenningur yröi aö þola. Fjár- málaráöherra heföi einnig gefiö fögur ! fyrirheit til úrbóta. Nú væri hins vegar ljóst aö þjóðin yröi enn aö búa við rang- látt skattakerfi allt næsta ár. Stöðugt meiri og stærri lán Þá vék þingmaöurinn aö þvi skuldafeni sem rikisstjórnin væri nú sokkin i. „Af 20 milljöröum, sem nú á aö taka i nýjum lánum á næsta ári fara 4 til 7 milljarðar til að greiða vexti og afborganir af þegar teknum lánum,” sagöi Sighvatur. Sagði hann aö stefna rikisstjórnarinnar væri greini- lega sú, að taka stööugt meiri og stærri lán bæði innanlands sem erlendis. „Þetta er oröinn vita- hringur, sem erfitt er aö komast út úr”, sagöi þingmaðurinn. „Rikisstjórnin gengur nú i hvern þann sjóð sem opinn er, innlendan sem erlendan. Ofan á þetta er svo Seðlabankinn iátinn prenta peninga i striöum straum- um til þess að foröa rikissjóöi frá greiösluþroti. Þannig er ekki hægt aö halda áfram endalaust.” Sighvatur Björgvinsson. Ríksstjórnin hefur gefist upp við að veita viðnám Sighvatur sagöi aö rikisstjórnin heföi gefist upp viö að veita viönám og ætlaði greinilega öðr- um aö mæta erfiöleikunum þegar aö skúldadögum kæmi. „Einskis viönáms er lengur aö vænta af hennar hendi,” sagöi Sighvatur Björgvinsson. Sem dæmi um algera uppgjöf hjá rikisstjórninni benti Sighvat- ur á, að fjármálaráðherra heföi gortað af þvi, að hér á landi yrði einungis 24—25% veröbólga á næsta ári. >>Uppgjöf rikisstjórnarinnar kemur þó, fremur öllu öðru, fram i þvi hvernig staöið er að lokaaf- greiöslú fjárlaga. Þar er um al- gera sýndarmennsku að ræða.” Benti Sighvatur meðal annars á aö áfengi, bensin og ýmsir aörir tekjuflokkar rikissjóös væru hækkaðir eftir þröfum þegar afgreiðsla fjárlaga væri komin i eindaga. Þannigværu vinnubrögö þessarar rikisstjórnar. Þetta erverðbólgurík ríkisstjórn Sighvatur benti einnig á, að á þriggja ára valdaferli þessarar rikisstjórnar heföu fjárlög tvöfaldast og á þessu ári heföu þau hækkað úr 60 miljöröum i 90 miljarða. Þetta væri útkoman hjá rikis- stjórn, sem boðaö heföi nýja stefnu, stefnu aögátar og varfærni i rikisfjármálum. „Sú stefna hefur beöið algert skip- brot,” sagði Sighvatur Björgvins- son um fjármálastefnu rikis- stjórnarinnar. —BJi

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.