Alþýðublaðið - 23.12.1976, Side 9

Alþýðublaðið - 23.12.1976, Side 9
Jólablað Alþýðublaðsins Fimmtudagur 23. desember 19/6 9 Þorsteinn Pjetursson skrifar:- Úr jafnvægi á jafndægri Bensínstríðið 1935 í desember 1935 var gert svo- kallað bensinverkfall i Reykja- vik. Bilstjórar mótmæltu bensinhækkun, og vegna aðgerða þeirra hurfu stjórnvöld frá fyrirætlunum sinum. Þor- steinn Pjetursson var einn verk- fallsmanna og tók þátt i barátt- unni. Að kvöldi 21. desember skrifaði hann eftirfarandi pistil um það sem gerzt hafði þá um daginn: úr jafnvægi á jafndægri Jeg átti, eins og svo oft áður, að borða miðdegisverð kl. 12 á hádegi hinn 21. des. 1935. 1 staðþess að fara heim að borða, fór jeg niður á Lækjartorg, þvi bilstjórar ætluðu að gera alls- herjarbifreiðaverkfall. Kl. 12 á minútunni var jeg kominn á torgið. Þar stóðu bilstjórarnir i vigahug, þeir stöðvuðu á svip stundu alla bifreiðaumferð i miðbænum, og eftir stundar- fjórðung var miðbærinn hreins- aður af öllum bensineyðandi farartækjum. Fólkið stóð i þyrpingum á götunum, enginn bill, enginn matur, menn gláptu hver á annan eða hjöluðu um þennan ótrúlega samtakamátt bilstjóranna, bilstjórunum var svo sem til alls trúandi, en að þeir skyldu gera verkfall og það á svipstundu, það hafði mönnum aldrei dottið i hug að gæti látið sig gera. Nú byrjaði verkfallsvörður bilstjóranna, hver bifreið, að undanteknum lögreglu- og sjúkra- og brunabilum var miskunarlaust stöðvuð. Þá voru einnig settir verðir við höfuð- vegina að austan og sunnan. Svo leið dagur að kvöldi, bil- stjórar rjeðu lögum og lofum i bænum, enginn mannlegur máttur gat hindrað þá. Nú kom nóttin, og að degi næsta dags mátti búast við að mjólkurbilarnir reyndu að gera tilraun til að flytja mjólk til bæiarins. Vörðurinn við Elliða- árnar og öskjuhlið var marg faldaður. Menn töluðu um það i hálfum hljóðum, að nú mundi rikisstjórnin safna að sjer lög- reglu og hvitliðum til þess að beita valdi gegn verkfalls- mönnum. Það fjell i minn hlut að fara inn að Am. Við lögðum af stað frá Vörubilastöðinni kl. 3, i bil, við vorum þrettán, á leiðinni var sungið, bölvað og bitið á jaxlinn. Eftir tiu minútur komum við til vigvallarins, þar voru fyrir nokkur herfylki, samtals um 50 manns, auk nokkurra fæddra en ókjörina foringja, við vorum fljótlega uppfræddir um alla þá her- kænsku og striðsgáfu, sem herinn hafði öðlast áður um nóttina. Nú var tekið til óspiltra mála, allar viggirðingar voru treyst- ar, virar, grjót, axarsköft og fleira var dregið að hernum, menn sóttu þetta til rikis- og bæjar, sem hafa þarna i nágrenninu námugröft og vega- gerð. Eftir að allur herinn hafði vopnast og menn voru reiðu- búnir til að mæta sjálfum fjand- anum, fóru menn að leitast við að eyða timanum á ýmsan hátt, fyrst röltu menn fram og til baka, án nokkurs skipulags, en brátt ljetu hinir snjöllu for- ingjar til sin taka. öllum hernum var blásið saman, nú átti að fara fram liðskönnun, nokkrir bilar höfðu flutt að nýja hermenn og enginn vissi nú tölu nje styrk hersins. Standið rjett, áfram gakk einn tveir, tveir og tveir saman, hægri vinstri vinstri, hægri, hægri vinstri. Hver andskotinn, hafið þið taktinn, gangið þið ekki svona hratt, haldið röðinni, haltu kjafti, dragið þið saman fylkinguna. Þannig öskraðihver i kapp við annan. Einn tveir, vinstri hægri. Eigum við ekki að Þorsteinn Pjetursson 1936 taka lagið. Snú við. Sko roðann, frjálst er i fjallasal. Inter- nationalinn o.s.frv. drundi við sitt á hvað hingað og þangað um fylkingarnar. Eina bunu enn, sagði einhver foringi. Andskot- ansasnar, kalla hergöngu bunu, byssurnar, jæja spiturnar, á vinstri öxl. Afram upp með lagið. Nú er horfið Norðurland. Uppreisnin breiðist. Hvild, nei eina bunu. Afram, einn týeir. Stopp, hvfld. Þ.P. Sitthvað um j ólasiði Upphaf jólagjafa. Eitthvað myndi vist vanta hjá öllum ef engar yrðu jólagjafir teknar upp á aðfangadagskvöld. Mjög stutt er þó siðan jólagjafir þekktust fyrst á Islandi. Meðal al- mennings urðu gjafir á jólum fyrst algengar á seinustu áratug- um og voru litt sem ekkert þekkt- ar fyrir aldamót. Snemma á 19. öld var algengt að gefa börnum og jafnvel öllu heimilisfólki tólgarkerti, sem kveikt var á á jólakvöldið og þótti það setja mikinn og fallegan svip á baðstofuna. Siðar á 19. öld fór að verða al- gengt að gefa sápur, vasaklúta, spil, svuntuefni, húfur og trefla og jafnvel i sumum tilfellum bækur. Venjan var að allir fengu nýja sauðskinnskó, hina beztu gripi og auk þess oftast eina aðra nýja flik fyrir jól. Annað þótti ekki sæma, ef ekki átti að lenda i jólakettin- um. Jólatré. Jólatréð er eitt helzta tákn jól- anna um allan hinn kristna heim og jafnvel viðar. Þau eru þó til- tölulega nýkomin til sögunnar og eru ekki nema um 100 ár siðan jólatré urðu algeng I Evrópu. GLEÐILEG JOL! Farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Ljósmyndastofa Suðurnesja Hafnargötu 79 Kef lavík voru algengastar á jóla — nýárs eða þrettandadagsnótt. Er fram liðu timar þóttu útisetur þessar teljast til galdra eða fordæðu- skapar, og voru meðal annars bannaðar i norskum lögum. —AB Fyrstu heimildir um eins kom- ar jólatré er, eftir þvi sem segir i bók Arna Björnssonar, Jól á ís- landi, frá 1605 i Strassburg. Var það grenitré sem hengt var á epli, oblátur og gylltur pappir á jóla- kvöld. Fyrsta myndin sem vitað er um af jólatré með Ijósum er frá Zurich 1799, en sá fyrsti sem talar um „ljósum prýtt jólatré”, er sjálfur Goethe i Leiden des jungen Werter, 1774. Jólatré á Norður- löndunum. Jólatré á Norðurlöndunum breiðast út eftir 1800. Talið er að fyrsta jólatré komi til Kaup- mannahafnar 1806-1807 og litlu siðar til Sviþjóðar. Til Islands bárust jólatré aftur á móti ekki fyrr en um 1850, að þvi að talið er, og voru þá sett upp á einstaka stöðum á landinu. Jóla- tré urðu algeng hérlendis rétt eftir aldamótin. Jólahjátrú. Jólin eru sá timi sem hjátrú er hvað mest bundin við. Má þar fyrst nefna álfareiðina á jólanótt, þegar álfar flytjast búferlum. Al- gengast er þó að tala um álfareið á nýjársnótt og einnig eitthvað á þrettándanum. Tengdar álfatrú, eru útisetur á krossgötum, sem taldar voru vænlegastar á jólum. Útisetur HÓTEL LOFTLEIÐIR 555-SíSBSSi—r1. i-1 BLÓMASALUR, SUNDLAUG OG VEITINGABÚÐIR HÓTELANNA VERÐA OPIN, SEMHÉR SEGIR UM HÁTÍÐIRNAR: VEITINGABÚÐ BLÓMASALUR HÓTEL LOFTLEIÐA SUNDLAUG ESJUBERG Þorláksmessa 12:00—-14:30 19:00—22:30 05:00- -20:00 08:00- 16:00- -11:00 -19:30 08:00— -22:00 Aðfangadagur 1 2:00—14:30 18:00—20:00 05:00- -14:00 08:00—11:00 08:00— -14:00 Jóladagur 12:00—14.30 19:00—21:00 09:00—16:00 15:00- -17:00 LOKAÐ 2. Jóladagur 12:00—14:30 19:00—22:30 05:00- -20:00 08:00- 16:00- -1 1:00 -19:30 LOKAÐ Gamlársdagur 12:00— 14:30 19:00—22:00 05:00—16:00 08:00—14:00 08:00- -14:00 Nýársdagur 12:00—14:30 19:00—22:00 09:00—16:00 10:00- -14:00 LOKAÐ GISTIDEILD HÓTEL ESJU VERÐUR LOKUÐ FRÁ HÁDEGI 24. DESEMBER TIL 08:00 27. DESEMBER. OG FRÁ HÁDEGI 31. DESEMBER TIL 08:00 2. janúar. Gistideild Hótel Loftleiða opin alla daga. Hótel Loftleiðir og Hótel Esja óska öllum viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsæls nýárs og þakka ánægjuleg viðskipti. #Hiir Vinsamlegast geymið auglýsinguna.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.