Alþýðublaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 11
Jólablað Alþýðublaðsins Fimmtudagur 23. desember 1976 11 Að vera sögulegur .cj: Danski rithöfundurinn Jörn Riel er iitt eöa ekki þekktur hér á landi, þótt merkilegt megi virðast, þvi bækur hans eru yfirleitt af þvi taginu, sem fellur islendingum einna bezt i geð: Þær eru kimnar — raunar sprenghlægilegar á köflum — sériega mannlegar og persónu- lýsingar hans með miklum ágætum. Hann er mjög vinsæll i sinu heimalandi þótt atvikin hafi hagað þvi svo, að hann býr i Smálöndum Sviþjóðar, þegar hann ekki er á heimili sinu i fjallabænum Vercorin i ölpun- um. Þessi hálffimmtugi ævintýra- maður hefur ekki verið búsettur i Danmörku siðan hann fór átján ára að aldri til Grænlands, en siðan hefur hann starfað i tiu ár hjá Sameinuðu þjóðunum i Genf og auk þess búið i Litlu- Asiu, Suðaustur-Asiu, Vestur- Indium og Afriku. Bækur hans bera vitni þessum ferðalögum, þvi þær gerast ýmist i hitabelt- Smásaga eftir Törn Riel inu eða á heimskautasvæðum, eins og sagan sem hér birtist, en hún gerist einmitt á Noröaustur-Grænlandi meðal veiðimanna, sem eru einangr- aðir mestan hluta ársins og eyöa timanum við að setja upp gildrur sinar, sækja bráðina sem i þær fer og ganga frá henni. Éta kjötið og verka skinnið. Enda bera lifsviðhorf þessara manna einmitt vitni þvi lifi, sem þeir lifa. Sagan er þýdd af Hauki Má Ilaraldssyni, blaðamanni, en teikningar gerði Eiler Krag. ■l:J •— *<*»•'* hér og þar um það, hvernig venjulegt fólk hefur það.” Hann strauki þungt hugsi niður eftir gráum nærbuxunum sinum, sem einnig hefðu haft not af nokkrum selskinnsbútum. „Sjáðu til, Lassilitli, við hérna uppfrá, við erum eins og byrjunin á þessu öllu. Við höfum ekki fjar- lægzt þá armalöngu, sem hopp- uðu um á isöldinni við nokkurn veginn sömu kringumstæður, meiraensvo að við gætum kastað til þeirra. Við veiðum smávegis Ög njótum tilverunnar. Við erum öll þróunin, en 'við erum einnig upphafið. Skilurðli? ” „Nei,” svaraþi Lassilitli hrein- skilnislega. Hann hugsaði hægt, orð fyrir orð án þess að haf a hæfi> leika til að lita á heildarmyndina. Þegar hann hafði farið i gegnum ræðu Björka af kostgæfni, kinkaði hann kolli. „Nú held ég næstum að ég hafi það.” ,,Gott,” Björki stakk löngum fótleggjunum i viðgerðina. „í raunveruleikanum verða aldrei aðrir en við. Viö erum varaforð- inn, skal ég segja þér, og við breytumst ekki frekar. Þegar svo ósóminn þarna niðurfrá hrynur saman, þá verða þaö’við sem vis- um veginn. Þá eru þeir niðurfrá hrein öskuhaugaframleiðsla en við þeir einu sem eru óspilltir.” Björki hristi höfuðið hugsandi. „Stjórnmál eru fyrir refi, Lassi- litli, sem villa um fyrir þeim vitr- ari og þeim heimskari og kalla það lýðræði. Það finnast að visu enn veiðimenn þar niðurfrá, en veiðiaðferðin sem þeir nota er ákaflega óheppileg. Og almenni- leg heimssaga skapast ekki af I^enni. Við aftur á móti erum i rtiiðri sögu.nni. Við höldum sama fótaburöi 'og þeir gömlu meö löngu handleggina og kylfurnar. Niðurfrá fjögra þeir um i alltof litlum skóm og með alltof mörg likþorn.” Lassi, söjn átti i erfiöleikum með að ná skýrri mynd, bað enn einu sinni um tima til umhugs- unar. „Segðu mér, Björki, þetta með fótaburðinn, hvernig ber aö skilja það?” Björki benti á langa, granna hauskúpu sina. ,,Já, hvernig, hvernig? Þaö kemur að innan og skilst aðeins hérna inni, vinur minn. Við eigum ekki að gera mkkur betri en við erum, og nátt- úran er ekki hrifin af þeim sem fara út af brautinni sem þeim var mörkuð. Bara nefið fram og stefnið í vindinn.” Þetta svar gerði út af við Lassalitla. Hann féll út úr um- ræðuefninu og fálmaöi eftir nýju. „Hver er Sulti?” spurði hann. „Sulti? Já, þar höfum við skin- andi dæmi um það sem ég var að tala um,” svaraði Björki. Hann ætlaðiekkiaðsleppa þvisögulega svona fyrirvaralaust. „Sulti var frábær ,'veiðimaður þangað til hann týhdi gleraugunum sinum. En þá séall lika hans nótt á. Nátt- úran kærir sig ekki um að veiði- menn tapi gleraugunum sinum.” „Kannski er hann niðri hjá hvolpunum,” sagði Lassilitli. Björki, sem kominn var i hreimskautabuxurnar, gekk að glugganum. „Já, hann er hjá hvolpunum meö sultutau. Og þar geturðu séð, Lassilitli. Sulti hefur reynt að afla sér vina og þaðget- ur verið nauðsynlegt þegar maður er svo gott sem hjálpar- laus. En einn góðan veðurdag, ef hann.jþá fær ekki ný gleraugu áður,,Velta þessir fjórfættu vinir hanslþonum um og éta hann, eða — að ihinnsta kosti svo mikið af honum að ég get grafið leifarnar af honum i kexdós. Þá erum við komnir aftur til þess,sögulega.” Lassi horfði út I náttúruna. Það yar ekki miki6 að sjá þvi það var kkollið á myrkur og hann gat aðeins séð eins langt og bjarminn frá oliulampanum á gaflinum náði. Hann gat þó séð Sulta standa við hlekki hvolpanna. Sulti með stóra brúna krús i hendinni. Hann gat séö hvernig Sulti fálm- aði yfir höfuð hálfvaxinna hund- anna tilaðkomast aðþvihver var hver, áður en hann stakk hnefa- fylli af bláberjamauki upp i gap- andi ginið. Sulti elskaði þessa hvolpa. Jafnvel þegar hann hafði gleraugu og gat séð hafði hann skotið að þeim sætindum öðru hverju. En þá fengu þeir aðeins mauk aðra hverja viku. Þegar hann týndi gleraugunum og varð þar af leiðandi nánast blindur, gaf hann þeim af krukkunni ann- hn hvern dag. Hann hafði fengið Lassalitla til að safna berjum sem hann h^fði siðan soðið niður með sykri pg rommi. Þetta var sterkt og Öragðgott berjamauk sem hvolpdrnir elskuðu. „Guð veit hvort hann sér yfir- ieitt nokkuð án gleraugnanna,” velti Lassilitli fyrir sér. „Hann gæti ekki séð muninn á óðum rostungi og dauöri lofmu,” dundi i Björka. „Hann sér ekki einu sinni húsið hérna fyrr en hann nær taki á dyrahúninum.” „Hvernig stendur á þvi að þú lætur hann fara þangað út, ef hann sér ekki neitt?” „Já, hvernig, hvernig! Björki starði illur á Lassalitla. „Maður getur ekki bannað honum að ganga út, eða hvað? Ég get þó fjandann ekki lokað greyið inni I einhverjum .útiskúranna eða bundið hann viö fletið. Viljihann út, þá er það hans mál en ekki mitt. Auk þess er hann vanur að bjarga sér, og burtséð frá þvi að hann sér ekki, gengur honum ágætlega.” „En hann gæti þó tekið stækk- unarglerið með sér,” stakk Lassi- litli upp á. „Og týna þvi lika, ha? Ekki að tala um. Stækkunarglerið verður hér i húsinu. Með þvi getur hann þó bæði eldað og fláð og komið að einhverjum notum,” Björki tók umrætt stækkunargler upp af borðinu. Það var stækkunargler sem hann hafði nappað frá þýzk- 'um jarðfræðingi. „Það er eitthvað sérstakt við þetta stækkunargler,” sagði hann við Lassalitla, ,,og þess vegna vil ég ekki missa það. í hvert sinn sem ég tek það i hönd koma mér til hugar timarnir, þegar ég — aflað mér þess, og þær hugsanir myndu ef til vill hverfa ef það týndist. Reyndar getur Sulti alls ekki verið án þess innandyra. Þetta stækkunargler heldur hon- um þó við vinnu. Hefði hann það ekki, yröi hann máttlaus iðjuleys- ingi, og sé maður máttlaus iðju- leysingi, er maður fyrirlitinn af 'vinum sinum þvi maður Iþyngir þeim, og sé maður fyrirlitinn af vinum sinum þvi maður iþyngir þeim, og sé maður fyrirlitinn af vinum sinum, veröur maður þunglyndur og þunglyndi fylgir að lokum geðveiki. Þess vegna verður stækkunarglerið innan dyra.” Lassilitli leit.aðdáunaraugum á Björka. „Þú kannt sannarlega að tala um hlutina,” sagði hann. „Maður verður alveg ruglaður af að hlusta á þig.” „Þeirerutilsemhugsa, jafnvel þótt þeir búi afskekkt,” svaraði Björki. „Og geri maður það, kemst maður til manns. Leggðu það á minnið, Lassilitli.” „Þegar ég«er úti að lita eftir gildrunum,” s§gði Lassilitli flaumósa, „hugsa ég Iika. Ég eiginlega skipulegg hugsanir minar, Björjti. Er það ekki skyn- samlegt? Éjg byrja á morgnana og meðan ég er að spenna hund- ana fyrir, ájkveð ég að hugsa um eitthvað, sem ég gæti hugsað mér að kafa til botns i þann daginn.” „Þaðhljómar ágætlega,” sagöi Björki og kinkaði kolli. Hann leit með velþóknun á sinn unga nemanda. „Það er mjög áriðandi að maöur kafi til botns i hlutun- um, Lassilitli.” Ungi veiöimaðurinn laut höfði og starði niður á borðplötuna. „Það er bara svo erfitt,” hvíslaði hann. „Maður þarf vist að hafa hæfileika til þess. Hvað mig snertir, þá er alltaf eitthvað sem sleppur framhjá.” „Tjáðu þig á skýrari hátt,” bað Björki. „Jú, sjáðu til. Segjum svo að ég fari og spenni hundana og ákveði, að idagíetli ég að hugsa um orðið kaffi. dag hugsarðu um kaffi, Lassi,’ ; Segi ég við sjálfan mig, „ekkert annað.” Það er þó góð byrjun, finnst þér það ekki, Björki? En áður en ég er kominn upp á sleðann, er kaffið sloppið. Fyrst hef ég hugsað um litlar, kringlóttar baunir, sem eru mal- aðar i kvörn, og svo fer ég að hugsa um föðurbróður minn sem er malari og er svo sterkur að hann getur borið fullan hveitisekk undir hvorri hendi. Þess vegna fer ég að hugsa um kraftajötun sem hét úrsus og*var i fjölleika- húsi i heimabæ minum, fjölleika- húsi, þar sepi einnig var hringekja sem við strákarnir urðum aö draga tiu hringi til þess aðfá eina ókeypis ferð.” Lassilitli leit afsakandi upp. „Þarna sérðu, þá er ég kominn langt frá... hvað var þaö nú...?” „Kaffi,” aðstoðaði Björki. „Já, frá kaffinu, að ég kemst ekki aftur á sporið. Svona fer þetta i hvert einastá; sinn." Björki yppti öxlum. „Þetta er ekki óalgengt hjá mönnum eins og þér,” sagöi hann. „Þig vantar einbeitnina, Lassilitli. t öllum þáttum lifsbaráttunnar er mikil- vægt að geta einbeitt sér.” Hann kinkaöi kolli i áttina að hvolpun- um. „Sultiþarna, hann hefurekki heldur sérstaka hæfileika til ein- beitingar. En hann hefur annaö sem gerirhann sögulegan og sem hann lifir á. Hann er laus við hræðslu, jafnvel þótthann sé ekki sérstaklega heimskur. Sambland af honum og mér gerir hinn full- komna veiðimann. Þess vegna höfum við haldið saman i mörg ár.” Þeir settust við borðið og þögðu langa stund. Lassi hugsaði um kaffiog villtist nú frá brúnum lit baunanna til annars brúns litar, sem hann dáðist mikið að í Scoresbýsundi og hafði tilheyrt ungri stúlku, Magðalenu að nafni. Þennan brúna lit hafði verið að finna um stúlkuna alla, og hafði verið svo eftirminnilegur og þægilegur fyrir augað, aö hann átti hreint ekki i neinum erfiðleik- um með að halda honum föstum i huga sér. Björki sneri aftur til heimssög- unnar. Það var efnisem um þetta leyti tók huga hans allan. Þeir sátu og sukku inn i sig sjálfa og létu skugga sina standa volduga og loðna upp við óheflaðan viðar- vegginn. Þeir voru svo langt i burtu að það leið drjúgur timi þar til þeir uppgötvuðu að hvolparnir við hlekkina voru farnir að gelta af miklu offorsi. „Hver djöfullinn, eru þeir nú aö éta hann?” Björki stökk á fætur. Hann hljóp yfir að eldhúsdyrun- um, þar sem útsýnið var betra niður að árbákkanum. í skini lampans sá hann bæði hvolpana ogSulta. Og hann sá einnig ungan björn, sem stóð með langan háls- inn og vaggaði höfðinu fyrir framan sultukrúsina hans Sulta. Gegnum geltið i hvolpunum heyrði hann Sulta skammast. „Hvaða náungi ert þú eigin- lega? Þú heyrir vist ekki okkur til, félagi.” Hann dró höndina út úr krukkunni. „Svona rumur, en þér þykir sjálfsagt eins, gott að sleikja og þeim litlu, er það ekki?” Hann stakk hnefafylli af rom-ilmand' bláberjamauki upp aðnefibjarnarins. „Já, já, félagi, þú skalt fá i þetta senn, en þú skalt ekki vera að hafa fyrir þvi að koma aftur. Þetta er aðeins ætlað hvolpum, skal ég segja þér.” Björninn át gráðugt. Hann sleikti hönd Sulta af umhyggju. Sleikti skinandi hreint milli fingr- anna, i lófanum og á handar- bakinu. „Þér geðjast vel að sælgætinu hans Sulta, karlinn, he,he,” hló hann lágt og gaf biminum enn eina hnefafulli. Björki hljóp eftir rifflinum sin- um. Hann tróð kúlum i hleðsluna og lagði byssuna á neðri hálf- dyrnar. Meðan hann hélt birnin- um i miði hvislaði hann að Lassa- litla: „Þetta skaltu skrifa á bak við eyrað, Lassilitli. Þvi þetta er ein- mitt það sem ég var að tala um áðan. Nú er Sulti að skrifa kafla i heimssöguna.” :• Hann miðaði á höfuð bjarnarins og hló með sjálfum sér. „Ha, ha, niðurfrá geta þeirslegizt og fund- ið upp og gert við. En enginn þessara skithæla getur fóðrað björn með berum höndum, eins og hann Sulti þarna. Þetta, Lassi- litli, er fjandinn hafi það heims- saga svo um munar.” Lassilitli starði kringlóttum augum í átt að ánni. „Hann held- ur áreiðanlega að þetta sé einn af gömlu hundunum sem hafi rifið sig lausan,” hvislaði hann hás. „Suiti heldurekkert,” hnussaöi iBjörka. Hann béygði visifingur- inn og hleypti af. Hvolpamir ýlfr- uðu skelfingu lostnir af hávaðan- um og tveir krampakippir sem fóru um björninn kipptu sultu- krukkunni úr höndum Sulta. Björninn hneig með lágum hósta i snjóinn og var dauður. Sulti laut niður og þreifaði eftir krukkunni. An þess aö snúa sér við hrópaði hann i átt að húsinu. „Vel skotið, Björki. Hann var gæfur eins og lamb, en var næst- um búinn að sleikja skinnið af höndunum á mér.” Og til hvolp- anna hrópaöi hann: „1 dag er sér- stakur skammtur handa litlu félögunum. Sultutau! Sultutau!”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.